MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 63 miklar breytingar í fjarskiptatækni og veit ég ekki annað en J)ar hafi hann fylgst vel með. Akaflega stundvís og reglusamur var hann bæði í einkalífinu, sem og í vinnu. Eftir að hann hætti hjá Landsím- anum, þá kominn yfir sjötugt, vann hann nokkur ár á Ljósritunarstof- unni Ljósborgu. Síðast vann hann við erlendar bréfaskriftir hjá Fjöðr- inni. Var hann orðinn 82 ára gam- all þegar hann hætti þar. Hafði frú Sigríður, sem þar er í forsvari, orð á því nú eftir að hann lést, hversu góður og samviskusamur starfs- kraftur hann hefði verið og kunnu þær systur honum þakkir fyrir vel unnin störf. Tæpu ári eftir að tengdamóðir mín lést, tókum við Óskar afa á heimili okkar og var hann hér æ síðan þar til.hann lést hér heima hjá okkur á Þorláksmessu. Var ég oft búin að biðja þess, að þannig gæti það orðið og hef ég fyrir mik- ið að þakka að ég skyldi vera bæn- heyrð. Hjálparlaust gerðum við þetta ekki. Þar ber fyrst að nefna starfsfólkið í Hlíðabæ, sem er dag- vistun fyrir heilaskerta. Ómæld er sú elskusemi og blíða, sem afa var sýnd þar, enda hlakkaði hann ætíð til að fara þangað. Stöndum við aðstandendur í mikilli þakkarskuld við allt það fólk, sem þar hefur sinnt honum í gegnum árin, en þau eru orðin rúmlega fimm. Eins ber að nefna Jón Snædal öldrunarlækni, sem ávallt hefur reynst okkur ein- staklega vel og var afa svo góður. Síðast en ekki síst þökkum við börn- unum okkar, þetta var samvinna eins og hún getur best orðið. Að lokum þakka ég tengdaföður mínum einstaka vinsemd í minn garð þau 30 ár sem ég hef verið í fjölskyldunni. Góður maður er genginn. Jakobína Úlfsdóttir. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, guð, í skjóli þínu. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Okkur langar að minnast afa og langafa með nokkrum orðum. , Það er margs að minnast þegar litið er til baka, en hæst ber þó áhuga afa á frímerkjasöfnun, blómarækt og gróðursetningu alls konar. Ferðirnar í* Heiðmörkina og kartöflugarðinn voru margar og oft var setið yfir frímerkjum þar sem fróðleiksmolar afa um gildi og verð- mæti tolldu misjafnlega lengi t minni barnsins. Það er sorglegt þegar svo sjálf- stæður og ern maður verður smám saman hjálparvana og algjórlega upp á aðra kominn. Þegar svo er komið er fólk hvíldinni fegið, satt lífdaga. Við vitum að afa líður vel núna, þegar hann, léttur á fæti og heill heilsu, gengur á nýjum slóðum og nýtur aftur samvista við ömmu Láru og alla hina sem kvatt hafa þetta líf. Rósa, Linda og fjölskyldur. __ Blómasíofa Fnöjinns Suöurtandsbraui 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvötd til kt. 22,- einnkj um heigar. Skreytingar vio öll tllefni. Gjafavörur. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGURÞÓRÐARSON, Faxabraut 8, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 4. janú- ar, kl. 14.00. Marfa Amlaugsdóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir, Jón Stefánsson, Gunnar Guðlaugsson, Þórdís G. Guðlaugsdóttir, Erna Guðlaugsdóttir, Hafdís L. Guðlaugsdóttir, Þorbjörg Guðnadóttir, Roger Uhrich, Hjörtur Kristjánsson, Guðmundur A. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + GARÐARJÓNSSON, Skólastíg14, Stykkishólmi, er lést 28. desember sl., verður jarðsunginn frá Stykkishólms- kirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Jón Steinar Kristinsson. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞORVALDSSON slökkviliðsmaður, Nónvörðu 10, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 14.00. Jane Petra Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Inga M. Ingvarsdóttir, Theodór G. Jónsson, Ragnheiður Thorarensen, Guðbjörg I. Jónsdóttir, Róbert Þ.'Guðbjörnsson, Örn S. Jónsson, Ása'K. Margeirsdóttir, Rúnar M. Jónsson, og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, AGNESAR BERGER SIGURÐSSON, Dalbraut 25, Reykjavík, áðurað Merkisteini, Vestmannaeyjum, fer fram frá Aðventkirkjunni, Reykjavík, miðvikudaginn 5. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Systrafélagið Alfa. Fyrir hönd ættingja, Ingi Sigurðsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN B. ÓLAFSSON, Laugarásveg 20, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 13.30frá Hallgrímskirkju. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð hjá Krabbameinsfélagi islands. Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, Guðjón Jens Guðjónsson, Kimberli Ólafsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Ása Björk Guðjónsdóttir, Ólafur Kjartan Guðjónsson, Ólafur Friðrik Magnusson, Guðjón Jens Ólafsson. t Elskuleg móðir okkar, ELÍN GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Álfheimum 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.30. Valgerður Þórarinsdóttir, Guðlaug Guðný Þórarinsdóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Sveinn Þórarinsson og fjölskyldur. + Bróðir minn og móðurbróðir, ANDRÉS PÉTURSSON, f. 1909, síðast til heimilis íVíðinesi, frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. janúar verður jarðsunginn kl. 13.30. \ Borghildur Pétursdóttir, Pétur Pálsson + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU S. JÓNSDÓTTUR, Engihjalla 11, Kópavogi. Ólafur Óskarsson, Helga Kristinsdóttir, Garðar Karl Grétarsson, Sigurjón Kristinsson, Vilborg Sigrún Helgadóttir, Laufey Kristinsdóttir, Björn Sigurður Björnsson, Sævar Þór Kristinsson, Elísabet Magnúsdóttir og barnabörn. + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, EÐVALD HINRIKSSON MIKSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Jóhannes Eðvaldsson, Katherin Eðvaldsson, Atli Eðvaldsson, Steinunn Guðnadóttir, Anna J. Eðvaldsdóttir, Gísli GuSmundsson og barnabörnin hans. + Fyrrum eiginkona mín, ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR D. K. RAFNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar B-5 á Borgarspítalanum fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Einar O. Sigurðsson, Svanfn'ður Gunnlaugsdóttir, Málhildur Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörg Sigurbjömsdóttir, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Einarsdóttir, Fríða Einarsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Rafn Einarsson, Unnur D. Kristjánsdóttir, Reynir Vilhjálmsson, Arthúr K. Eyjólfsson, Guðmundur Jónsson, Hafsteinn Sigurðsson, Jón Sigbjörnsson, Már Elíson, Gunnar Haraldsson, Ágúst L. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR G. EYJÓLFSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Eyja Henderson, Frank Henderson, Lárus Ó. Þorvaldsson, Sveinbjörg Eiríksdóttir, Margrét Á. Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Ólöf Teigland, JóhannesTeigland, barnabörn og barnabamabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför EVU SÆMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi, Garði. Guð blessi ykkur öll. Hjalti Ó. Jónsson, Halldóra Sveinbjörnsdóttir, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Ingvi Brynjar Jakobsson, Sæbjörg Elsa Jónsdóttir, Jóhannes Bjarni Jónsson. barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. Víkurvagnar, Síðumúla 19.