Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						bllOílliMMyKElll
litoingiiitÞiðfrft
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 108 REYKJAVtK
SÍMl G91100, SÍMBRÉF 691181, POSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Björgunarafrek 18 ára stúlku að Stöllum í Biskupstungum á nýársnótt
Gekk á hljóðið í gegnum
kófíð með barnið í fánginu
Selfossi.
„ÉG hugsaði um það eitt að ná í börnin þegar ég hljóp inn í
húsið," sagði Guðrún S. Eyvindardóttir, 18 ára, frá Kjóastöðum
í Biskupstungum sem með snarræði bjargaði tíu mánaða stúlku-
barni, Oldu Valentinu Rós Hafsteinsdóttur, á siðustu stundu úr
brennandi íbúðarhúsinu á Stöllum í Biskupstungum skammt frá
Geysi á nýársnótt er tvö börn brunnu inni. Guðrún er nú á skóla-
ferðalagi í Orlando í Bandarikjunum með nemendum úr Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
„Ég var úti í bíl og ætlaði að
fara heim. Þá tók ég eftir konu sem
kom hlaupandi út úr húsinu og
þegar ég leit upp sá ég eld koma
út um þvottahúsgluggann. Um leið
og ég sá eldinn hljóp ég beina leið
inn því ég vissi að það voru börn
í húsinu. Þegar ég kom inn á her-
bergisganginn sló rafmagnið út.
Ég hugsaði um það eitt að ná börn-
unum og vonaði að þau væru öll
niðri en svo var ekki. Ég kíkti inn
í herbergin en þar var enginn og
þá fór ég inn í hjónaherbergið. Þar
tók ég litlu telpuna í fangið og fór
fram á gang. Þá sá ég ekkert fyr-
ir reyk og myrkri, þurfti að stoppa
til að átta mig á því hvar ég væri
en gekk eftir minni í áttina að úti-
dyrunum. Ég öskraði þegar ég sá
eldinn og spurði hvar dyrnar væru
og þá svaraði einhver og ég gekk
á hljóðið og komst út.
Ég var nýkomin út þegar allt
var orðið alelda og eldurinn kom
út um alla glugga á húsinu. Mér
var sagt að hin börnin væru uppi
og þá ætlaði ég að snúa við, hélt
kannski að við myndum hafa það,
en það var alveg vonlaust. Haf-
steinn, faðir barnanna, ætlaði inn
en varð að fara út aftur. Ég vissi
það reyndar þegar ég hljóp út með
barnið að við næðum hinum ekki.
Það var alveg ótrúlegt að sjá húsið
hreinlega blossa upp.
Ég hljóp með barnið inn í bíl og
fór með það beina leið heim að
Kjóastöðum. Ég er auðvitað von-
svikin yfir að hafa ekki náð hinum
börnunum en er að sjálfsögðu glöð
yfir að litla barnið er á lífi," sagði
Guðrún S. Eyvindardóttir. Að sögn
móður Guðrúnar, Kristínar Ólafs-
dóttur, ætlaði hún vart að fást til
Guðrún S. Eyvindardóttir,
að sleppa barninu þegar heim var
komið svo mikil var hugaræsing
hennar.
Sjá  einnig  bls.  33:  „Með
snarræði..."
Formaður LÍÚ um hugsanlega kvótasölu til Vestfirðinga í verkfallinu
Sjómannafélögin geta ekki
hindrað framsal aflakvóta
VERKFALL sjómanna hófst á miðnætti 1. janúar og nær til á sjötta
þúsund sjómanna alls staðar á landinu, nema á Vestfjörðum, en einn-
ig hefur það áhrif á atvinnu á sjötta þúsund starfsmanna i fisk-
vinnslu. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að það sé ekki á
færi verkalýðs- og sjómannafélaga að hindra framsal aflaheimilda
til útgerða á Vestfjörðum.
Forysta sjómannasamtakanna
hefur hvatt félög að koma í veg fyr-
ir að aflaheimildir verði framseldar
til Vestfirðinga þar sem félögin eru
umsagnaraðilar. Kristján sagðist
ekki útiloka að slíkt framsal gæti
gerst en kvaðst þó ekki eiga von á
að það yrði vegna þess hversu litlar
aflaheimildir væru til ráðstöfunar.
„Ef sjómannafélögin hafa gefið um-
sagnir sem ekki byggjast á faglegu
mati hefur heimildin verið veitt burt-
séð frá því," sagði hann.
Arnar Sigurmundsson, formaður
samtaka fískvinnslustöðva, telur að
ef verkfall sjómanna stendur í þrjár
vikur eða lengur geti það orðið til
þess að þau fiskvinnslufyrirtæki, sem
eiga í rekstrarerfiðleikum geti ekki
með góðu móti hafíð starfsemi á ný
nema með aðstoð lánastofnana.
Útgerðarfélagið Akkur hf. á Fá-
skrúðsfirði, sem gerir út einn 300
tonna rækjutogara, og Verkalýðs-
og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar,
hafa gert með sér samkomulag þar
sem Akkur hf. lýsir því yfír að fyrir-
tækið muni aldrei láta sjómenn taka
þátt í leigu eða kaupum á fískkvóta.
Kristján Ragnarsson sagði að þetta
væri samskonar samkomulag og út-
vegsmenn hefðu gert við sjómenn
um að þeir tækju ekki þátt í kvóta-
kaupum.          Sjá bls. 32
Landsbanki og SR-mjöl
Viðræð-
ur í dag
KAUPENDUR að hlutabréfum
ríkisins í SR-mjöIi hf. hitta
bankastjóra Landsbankans að
máli í dag þar sem rætt verður
með hvaða hætti staðin verða
skil á skuldum SR-mjöls við
Landsbankann.
Jónas Aðalsteinsson lögmaður,
fulltrúi nýrra eigenda að SR-mjöli,
sagði að þeir hefðu nokkrum sinn-
um átt viðræður við bankastjórn
Landsbankans áður en kaupin áttu
sér stað, til að kynna bankanum
fyrirætlanir sínar, en Landsbankinn
væri viðskiptabanki margra af
kaupendunum. Jónas sagði að um
helgina hefði svo verið óskað eftir
viðræðum við bankastjórn Lands-
bankans og myndu þær hefjast síð-
degis í dag.
Til skuldanna var stofnað af Síld-
arverksmiðjum ríkisins áður en fyr-
irtækinu var breytt í hlutafélagið
SR-mjöl á síðasta ári. Landsbank-
inn lítur svo á að lánin séu enn á
ábyrgð Síldarverksmiðjanna og beri
ríkisábyrgð en ráðherrar hafa mót-
mælt því.
Sjá bls. 75: „Ríkis-
ábyrgðasjóð"
? ? ?
250milljóna
hagnaður
Eimskips
HAGNAÐUR Eimskips var um
250 miiyónir kr. fyrstu ellefu
mánuði síðasta árs eða sem nem-
ur 3% af veltu. Útflutningur á
vegum félagsins jókst um 12% á
árinu. Félagið hefur selt skip sitt
Selfoss til norskra aðila og var
söluverð um 125 milljónir kr.
Á síðasta ári var tap Eimskips
og dótturfélaga þess um 214 millj-
ónir kr. fyrir skatta.
Sjá viðskiptasíðu bls. 42
Morgunblaðið/Þorkell
Viðræður um varnarstöðina
PERRY varavarnarmálaráðherra Bandarikjanna ræðir fyrirkomulag
varnarstððvarinnar á Keflavíkurflugvelli við íslenska ráðamenn í
dag. Myndin er tekin er hann kom á hótel sitt seint í gærkvöldi.
Perry og Jón Bald-
vin funda árdegis
WILLIAM J. Perry, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom
seint í gærkvöldi hingað til lands ásamt fulltrúum bandaríska
herráðsins og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Perry mun árdeg-
is í dag eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra
um fyrirkomulag varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Að
afloknum þeim fundi er ráðgert að Perry gangi á fund Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra.
Búist er við því að þeir Perry og
Jón Baldvin haldi í sameiningu blaða-
mannafund um hádegisbil í dag, þar
• sem fréttamönnum verða kynntar
niðurstöður viðræðna íslenskra og
bandarískra stjórnvalda um varnar-
stöðina á Keflavíkurflugvelli. Síðdeg-
is í dag mun Perry, sem er starfandi
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
halda til Keflavíkurflugvallar á nýjan
leik og þaðan áleiðis til Bandaríkj-
anna.         Sjá einnig bls. 2.
Stefán íslandi er látínn
STEFÁN íslandi, söngvari, lést á Borgarspítalanum á nýársdags-
kvöld á 87. aldursári. Stefán fæddist 6. október 1907 í Krossanesi
í Seyluhreppi i Skagafirði, sonur Guðmundar Jónssonar og Guð-
rúnar Stefánsdóttur. Stefán söng með Karlakór Reykjavíkur áður
en hann hélt út til náms hjá Ernesto Caronna í Mílanó 1930-33,
fyrir tilstuðlan Richards Thors.
Frumraun Stefáns að námi
loknu var í hlutverki Cavaradossi
í óperunni Tosca 1933 í borginni
Flórens, sem hann síðan söng í
Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki,
Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum,
Kanada, Ungverjalandi og Tékkó-
slóvakíu. Fyrsti konsert hans er-
lendis var í Tívolí í Kaupmanna-
höfn 1935 og debút í Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn 28.
apríl sama ár, en þar söng hann í
Madam Butterfly. Hann var ráðinn
að leikhúsinu 1940 og varð kon-
unglegur hirðsöngvari 1949. Stef-
án söng hlutverk hertogans af
Mantua í Rigoletto við fyrstu
óperuuppfærslu í Þjóðleikhúsinu
1951.
Meðal annarra hlutverka sem
Stefán söng á ferli sínum má nefna
Rudolph í La Boheme, Faust í sam-
nefndu verki, Turiddu í Cavalleria
Stefán íslandi
Rusticana, Lenskí í Évgení Ónegín,
titilhluverkið í Werther, Pinkerton
í Madam Butterfly, titilhlutverkið
í Don Carlos, Don Jose í Carmen,
Alfredo í La Traviata, Nodui í
Perlefískerne, Almaviva í Rakaran-
um í Sevilla, Nemorino í Don
Pasquale, auk söngs í Requiem eft-
ir Mozart, Requiem eftir Verdi,
Stabat Mater eftir Rossini og Sta-
bat Mater eftir Dvorak.
Stefán var söngkennari við Kon-
unglegu óperuna í Kaupmannahöfn
frá 1959 og prófdómari við Kon-
unglega danska tónlistarskólann í
borginni 1961. Hann fluttist heim
til Islands 1966 og kenndi við Tón-
listarskólann í Reykjavík í nokkur
ár.
Stefán var í heiðurslaunaflokki
Alþingis, riddari Hinnar íslensku
fálkaorðu 1940, stórriddari 1952
og sæmdur dönsku Dannebrogs-
orðunni 1960. Hann kvæntist tví-
vegis; í fyrra skiptið Else Brems,
konunglegri hirðsöngkonu, árið
1940 en þau slitu samvistir ári síð-
ar, og Kristjönu Sigurðardóttur
árið 1950 en þau slitu samvistir.
Stefán eignaðist fímm börn og er
eitt þeirra látið. Söngur Stefáns
var valinn á safnplótu EMI-fyrir-
tækisins fyrr á þessu ári með yfír-
liti yfír helstu söngvara heimsins á
tímabilinu 1939-1978.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76