Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Stefán íslandi óperu- söngvari — Minning í dag er til moldar borinn einn ástsælasti listamaður þessarar þjóð- ar, Stefán Guðmundsson Islandi, sem andaðist á fyrsta degi þessa nýja árs, 86 ára að aldri. Hann fæddist að Krossanesi í Vallhólmi í Skagafirði 6. október 1907 og þar lifði hann fyrstu bernskuár sín. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Guðrún Stef- ánsdóttir, vinnuhjú í Krossanesi. Þaðan fluttust þau að Vallanesi í Seyluhreppi 1911 og ári síðar til Sauðárkróks. Þau voru fátækt fólk eins og margir voru á þessum tíma, og þegar Guðmundur fórst af slysför- um frá þremur bömum ungum, sundraðist heimilið, og fór Stefán þá í fóstur til Gunnars Gunnarssonar bónda í Syðra-Vallholti og Ingibjarg- ar Ólafsdóttur konu hans. Hann var þá á tíunda ári. Þessi góðu hjón urðu honum sem aðrir foreldrar, og hjá þeim átti hann hlýtt athvarf þar til hann lagði út í heiminn á eigin spýt- ur. En sú ferð hófst með vinnu- mennsku á þremur bæjum í Skaga- fírði, árlangt á hveijum stað, áður en leið hans lá úr heimabyggðum. Það var mikið sungið í Skagafirði á þessum árum, eins og löngum hef- ur verið, og Stefán var ekki gamali þegar hann var orðinn hlutgengur söngmaður og þekktur í héraðinu fyrir sönggleði og raddfegurð. Krist- ján kaupmaður Gíslason á Sauðár- króki kvaddi hann stundum til að syngja fyrir gesti sína. Þáttaskilum í ævi Stefáns kann það að hafa vald- ið, þegar Kristján gerði boð eftir honum til að syngja fyrir Hjalta Jóns- son, sem löngum var kenndur við Eldey, skipstjóra og kaupmann úr Reykjavík. Hjalti bað piltinn að hafa tal af sér ef hann kæmi til Reykjavík- ur, „en það þarftu endilega að gera,“ sagði hann. Fyrst lá þó leið Stefáns Guð- mundssonar til Akureyrar. Stóð til að hann skipaði sér í raðir söngfé- lagsins Geysis, og munu félagar þar hafa haft góð orð um að koma honum til náms í trésmíði. Slík fyrirgreiðsla var ekki óalgeng áður fyrr, þegar um var að ræða söngmenn sem kórunum þótti sér verulegur fengur í. En þessi ráða- gerð fór öll út um þúfur, og aldrei varð Stefán Guðmundsson trésmiður. Þá var Reykjavík næsti áfanga- staður. En áður fór hann til Siglu- fjarðar og hélt þar hina fyrstu opin- beru tónleika sína, 17 ára gamall, með aðstoð Vigfúsar Sigurgeirssonar ljósmyndara og píanóleikara frá Ak- ureyri. Það var haustið 1926 sem Stefán kom til Reykjavíkur. Hjalti Jónsson útvegaði honum herbergi og tók hann í fæði á heimili sínu, og brátt fékk Stefán vinnu í Málaranum hjá Pétri Guðmundssyni. Starfaði hann aðallega við að „rífa“ liti, meðai ann- ars fyrir Jóhannes Kjarval og tókst með þeim góð vinátta. Pétur var söngmaður í Karlakór Reykjavíkur, sem Sigurður Þórðarson tónskáld hafði stofnað snemma á þessu ári, og var Stefán brátt tekinn í kórinn. Hann vann við ýmis störf og réðst loks til nám í rakaraiðn hjá Kjartani Ólafssyni. En hugur hans var allur við sönginn, og ekki átti það fyrir honum að liggja að gerast hárskeri. Hjalti Jónsson kom honum í kynni við Pál ísólfsson, sem þá og lengi síðan var fremstur íslenskra tónlist- armanna, og hreifst hann þegar af hinni undurfögru náttúrurödd Stef- áns. Það varð að ráði að Stefán hóf söngnám hjá Sigurði Birkis, síðar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Hann var um þessar mundir að hefja söngkennslu í Reykjavík en var síðan um áratugi aðalsöngkennari þjóðar- innar og mikill örlagavaldur mörgum ungum söngmönnum. í manntali í nóvember 1927 er Stefán titlaður söngnemi, og næsta vor kom hann fram, ásamt öðrum ungum söng- mönnum, á fyrstu nemendatónleik- um Sigurðar Birkis. Stefán átti snemma hauk í horni þar sem var Magnús Jónsson síðar guðfræðiprófessor, alþingismaður og ráðherra, en hann var prestssonur úr Skagafirði. Hann var óvenjulega fjölhæfur maður og áhugamaður um margvísleg menningarmál, ekki síst starf Karlakórs Reykjavíkur, og var stundum fararstjóri í söngferðum kórsins. Stefán starfaði í kórnum á þessum árum, en einsöngvari með honum var hann fyrst snemma árs 1929. Sagt hefur verið að Stefán hafi þarna „slegið í gegn“ fyrst og fremst á einu lagi, rússnesku þjóð- lagi sem seinna varð kunnugt undir nafninu Ökuljóð (Áfram veginn í vagninum ek ég), textinn eftir Frey- stein Gunnarsson eða íslenskaður af honum. í mars og apríl þetta ár (1929) hélt Stefán einnig sjálfstæða tónleika á vegum söngskóla Sigurðar Birkis, og eftir þetta blandist mönnum ekki hugur um að hér var óvenjulegt lista- mannsefni á ferð. Þetta haust var líka sýnd í Nýja bíói kvikmyndin „Ramona", og í auglýsingum var tekið fram að lagið sem fylgir mynd- inni yrði nú sungið af hinum „góð- kunna unga söngvara Stefáni Guð- mundssyni“. Metaðsókn varð að þessum sýningum, og unnu þær hin- um unga söngvara miklar vinsældir. Um þessar mundir réðst það fyrir milligöngu Magnúsar Jónssonar að leiksviði í hlutverki Cavaradossis í óperunni „Tosca“ 12. febrúar 1933 í Dante-leikhúsinu í Flórens, þar sem sjálf vagga óperulistarinnar hafði staðið meira en þremur öldum fyrr. Hann söng fjórar sýningar og hlaut mikið lof fyrir. Skömmu síðar söng hann hiutverk Pinkertons í „Madame Butterfly", og í umsögn um þá sýn- ingu kemur fram í fyrsta skipti nafn- ið Stefano Islandi, sem Stefán tók síðan upp, ekki síst til að hlífa ítölum við þeim erfiðleikum sem föðumafn hans olli þeim. Stefano Islandi söng á ýmsum stöðum á Ítalíu á árunum 1933 og 1934, m. a. hlutverk hertogans í „Rigoletto" og Alfredos í „La trav- iata“, auk þeirra hlutverka sem fyrr voru nefnd, og var ætíð vel tekið, bæði af áheyrendum og gagnrýnend- um. En þegar líða tók á árið 1934 fóru atvinnuhorfur versnandi. Það var yfírleitt þrengt mjög að útlend- ingum á Ítalíu, og Stefán vildi ekki sinna ábendingum um að ganga í flokk fasista sem um þessar mundir réð lögum og lofum í landinu. Um skeið leit út fyrir að Stefáni mundi opnast leið til starfa í Vesturheimi, en úr því varð ekki. En því var fagnað heils hugar á íslandi þegar það fréttist snemma Stefán íslandi sem hertoginn af Mantova í Þjóðleikhúsinu (1951). Richard Thors, forstjóri útgerðarfé- lagsins Kveldúlfs, ákvað að styrkja Stefán Guðmundsson til söngnáms á Ítalíu. Ferðin þangað hófst í desem- ber 1929 og endaði í Mílanó. Richard Thors hafði búið þannig um hnúta, að ekkert átti að geta hamlað því að Stefán næði fyllsta árangri við nám sitt. Eftir að hafa reynt fyrir sér hjá tveimur kennurum, stað- næmdist hann hjá baritonsöngvara frá Sikiley, Ernesto Caronna að nafni, og varð hann Stefáni hvort tveggja í senn, kennari og vinur. Undir leiðsögn hans þroskaðist rödd Stefáns með undraverðum hætti, hann lærði óperuhlutverk og jafnvel heilar óperur sem hann æfði með samnemendum sínum, en á kvöldin var hann löngum í Scala-óperunni og sat þá einatt á sjöttu svölum með nótnabók á hnjánum. Þegar komið var fram um nýjár 1933 mun Caronna hafa talið að nú væri íslendingurinn orðinn fær í flestan sjó. Kom hann því svo fyrir að Stefán þreytti frumraun sína á Stefán sem Cavaradossi í Tosca (1957) árs 1935 að Stefán íslandi væri á heimleið. Karlakór Reykjavíkur ráð- gerði söngför til Norðurlanda með vorinu, og Stefán hafði fallist á að vera einsöngvari kórsins í ferðinni. Hann kom heim snemma um vorið, hélt fyrstu söngskemmtun sína í Gamla bíói með aðstoð Carls Billichs 7. apríl og flutti óperuaríur og ís- lensk lög við taumlausa hrifningu áheyrenda. Hér hófst sigurganga Stefáns íslandi á heimaslóðum, og frá þessum tíma var hann vafalaust einhver allrakærasti sonur þjóðarinn- ar. Söngskemmtanirnar urðu aðeins Qórar að þessu sinni, þótt ekkert lát væri á aðsókn. Stefán þurfti að sinna skuldbindingum sínum við Karlakór Reykjavíkur. Söngförin til Norður- landa varð mikil sigurför, ekki síst fyrir Stefán, og fleiri frægðarferðir átti hann eftir að fara víða um lönd með karlakómum og Sigurði Þórðar- syni. Eftir heimkomuna fór Stefán fyrstu tónleikaför sína til Norður- lands, og síðan fylgdu fleiri söng- skemmtanir í Reykjavík. Mér sem þessar línur rita eru í minni tónleikar hans á Akureyri þetta sumar. Þótt ég viti nú að minnið er svikult í þess- um efnum og lítt að treysta dóm- greind unglings milli fermingar og tvítugs eins og ég var þá, fínnst mér þó enn að ég hafí varia nokkru sinni heyrt aðra eins rödd og Stefáns um þetta leyti, svo hlýja, mjúka, hreina og bjarta, en þó tindrandi af skap- hita og listrænum tilþrifum. Undir- tektirnar voru í samræmi við þetta, og svo var hvar sem Stefán lét til sín heyra. Hann átti jafnan hug og hjarta áheyrenda sinna. Næstu árin var Stefán á faralds fæti. Hann söng í Kaupmannahöfn og víðar á Norðurlöndum og hélt sambandi við kennara sinn í Mílanó. Um skeið dvaldist hann líka í Þýska- landi. Sumarið 1936 gerði hann samning við hljómplötufyrirtækið His Master’s Voice í Lundúnum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sín- ar. Sumarið 1937 er hann aftur heima, hélt söngskemmtanir í Reykjavík við eindæma aðsókn og hrifningu og fór síðan söngför um Austur- og Norðurland. Um haustið var síðan lagt upp í aðra söngför með Karlakór Reykjavíkur, nú til Þýskalands og Austurríkis. Dönsk blöð höfðu allt frá því að Stefán lét fyrst til sín heyra í Kaup- mannahöfn látið í ljós það álit að Konunglega leikhúsið ætti að tryggja sér starfskrafta hans til að jiressa upp á óperuflutning sinn. Úr því varð þó ekki fyrr en vorið 1938. Söng hann þá Pinkerton í „Madame Butterfly" og varð sú sýning stórsig- ur fyrir hann. Sýningamar urðu fleiri en en áætlað hafði verið og uppselt á þær allar, og var ekki farið leynt með að þetta var þakkað Stefáni. Þótti það raunar trygging fyrir góðri aðsókn öll þau ár sem Stefán starf- aði í Kaupmannahöfn ef nafn hans stóð á leikskránni. Vinsældir hans í Danmörku voru óbrigðular. Upp frá þessu má segja að Kon- unglega leikhúsið væri aðal starfs- vettvangur Stefáns íslandi, þótt hann kæmi fram við ýmis tækifæri víða annars staðar, allt þar til hann flutt- ist hingað heim alfariíin 1966. Hann var fastráðinn við leikhúsið 1940 og varð konunglegur hirð- söngvari 1949, en sú nafnbót er mesti heiður sem söngvara getur 'hlotnast í Danmörku. Helstu hlutverk hans til viðbótar þeim sem áður eru nefnd voru Rudolf í „La Bohéme", titilhlutverkið í „Faust“, Turiddu í „Cavalleria rusticana", Lenski í „Eugen Onegin", titilhlutverkin í „Werther" og „Don Carlos“, Don Jose í „Carmen", Nadir í „Perluköf- urunum“, Almaviva i „Rakaranum frá Sevilla“, Nemorino í „Don Pasqu- ale“ o. fl. Ennfremur tenorhlutverkin í „Requiem" Verdis og „Stabat mat- er“ bæði eftjr Rossini og Dvorák. Stefán var söngkennari við Konung- legu óperuna frá 1959 og prófdóm- ari við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn frá 1961. Eftir að einangrun styijaldarinnar lauk kom Stefán oft hingað heim á sumrin og hélt þá tónleika í Reykja- vík, á Akureyri og víðar. Vorið 1951 tók hann þátt í fyrstu óperusýning- unni sem Þjóðleikhúsið setti á svið og söng þar hlutverk hertogans af Mantua í „Rigoletto". Þar fengu ís- lendingar loks að sjá hann og heyra í réttu umhverfí óperunnar. Einnig söng hann í Þjóðleikhúsinu 1957 Cavaradossi í „Tosca“. Á vegum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands var hins vegar „Carmen" sem flutt var á tónleikum og margendur- tekin við metaðsókn bæði vor og haust 1958, en þar söng Stefán Don Jose. í einkalífí sínu kynntist Stefán bæði gleði og hörmum. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Else Brems, konungleg hirðsöngkona, en sonur þeirra var Eyvind Islandi, stór- efnilegur söngvari sem dó á ungum aldri, þegar framtíðin brosti við hon- um. Síðari konan var Kristjana Sig- urðardóttir. Bæði hjónaböndin urðu skammvinn. Síðustu árin naut hann aðdáunarverðrar umhyggju Guðrún- ar Einarsdóttur hjúkrunarfræðings. Stefáni íslandi var sýndur marg- háttaður sómi, auk þess sem fram hefur komið hér að framan. Hann varð riddari Hinnar íslensku fálka- orðu 1940 og stórriddari 1952, 1960 var hann sæmdur Dannebrogsorð- unni dönsku. Mörg síðustu árin naut hann heiðurslauna listamanna sem Alþingi veitir. „Sagan um Stefán íslandi, Áfram veginn“, rituð af Indriða G. Þor- steinssyni, kom út á Akureyri 1975, og er um margt stuðst við hana í þessum kveðjuorðum. Nú fyrir nokkrum árum kom út veglegt úrval úr hljóðritunum á söng Stefáns á fjórum hæggengum hljóm- plötum. Útgefandi er Taktur hf. í samvinnu við Ríkisútvarpið, en um- sjón með útgáfunni höfðu Þorsteinn Hannesson og Trausti Jónsson. Þetta eru alls um 70 „númer“, íslensk lög og ítölsk, óperuaríur og jafnvel atriði úr óperum, að öllu samanlögðu mik- ill varanlegur fjársjóður og ómetan- leg heimild um lífsstarf þessa mikil- hæfa og glæsilega listamanns. Sá sem þetta ritar heyrði Stefán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.