Alþýðublaðið - 20.11.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Hlutaveltu
beldur Framfarafélag Seltirninga í Barnaskólbúsinu á Seltjarnar-
nesi sunnudaginn 21. nóv. kl. 6 e. m. — Félagsmenn eru beðnir
að fjölmenna og er hverjum þeirra heimilt, að taka með sér nokkra
gesti. Óviðkomandi mönnum ekki leyfður aðgangur að skemtuninni
fii glxpanáliaa.
Farþegar með Leo voru 5 og
skipverjar 6. Skipið var komið 20
mítur héðan er það snéri aftur í
sæmilegu veðri, og hefði vafalaust
verið haldið áfrara undir venjuleg-
um kringumstæðum. Leki var
óvenju mikill á skipinu, og ekki
ósenniiegt að hann haíi að nokkru
stafað frá götunum, sem boruð
voru á skipið. Þau voru sen alls,
boruð i tvo planka upp með bandi
með 1V2 þmi. nafri og korktapp
ar settir f, en fjöl negld lauslega
yfir.
Vörurnar úr skipinu hafa nú
verið rannsakaðar, og kom þá í
Ijós, að í 8 kössum var ailskonar
rusl og steinar, og nokkra kassa
vantaði, sem á farmskrá stóðu frá
Elíasi Hólm. Ennfremur stóðu
feiri stólar á farmskrá frá honum,
en í skipinu fundust. Einnig vant
aði f skipið nokkuð af vörum sem
áttu að fara með þvf, og hafa
þær fundist í vörziu Eifasar.
Geir Pálsson eigandi »Leó“
mun nú hafa meðgengið þátttöku
sína f glæpnum. Hann var f fjár-
þröng og gat ekki haldið bátnum
út er hann leigði Elíasi hann, en
báturinn var vátryggður fyrir
75 000 kr.
Bæjarfógeti hefir nú tekið við
þessu máli og gætir þess nú
væntanlega vandlega, að hér er
um fáheyrðan glæp að ræða, er
svo mörgum mannslífum er tefit
í hættu.
Oviðeigandi framkoma.
Verzlunarmaður einn hér í bæn-
um hefir' beðið Alþýðublaðið fyrir
eftirfarandi greinarstúf:
„Eg kom af tilviljun inn á
„Hótel ísland" síðastliðið laugar-
dagskvöld, og var þar þá ungur
maður að borða, sem eg þekti
dálítið, og komst eg að raun um
að hann keypti fyrir kr. 6,60, en
borgaði. þessa upphæð með kr.
20,00 Eg leit svo á, af því pilt-
urinn var drukkinn, að ekki væri
rétt að taka við svona miklu gjaf-
fé fyrir ekki meiri verzlun en
kr. 6,6o; en þjónustufóikið leit
öðruvísi á þetta mál og sagði það
rétt vera. í gær var eg við 3
mann inn á þessu sama kaffihúsi
og biðum við hálf tíma eftir því
sem við pöntuðum, og þegar eg
talaði við þjóninn, að við gætum
nú ekki beðið lengur, þá vísaði
hann okkur út. Svona ósvifni ættu
menn ekki að þurfa að þola og
ætti þessi „danski“ maður að
bæta ráð sitt, ef hann ætlar sér
að halda þessari stöðu áfram, og
þar að auki ættL forstöðumaður
hótelsins að sjá um, að fóiki væri
ekki sýndur svona ruddaskapur í
kaffisölum hans, þar eð ménn eiga
ekki sltku að venjast á öðrum
kaffihúsum“.
Hótelgestur.
Ðm daginn og yeginn.
Veðrið í morguu.
Stöð Loítvog m. m. Vindur Loft Hitastig
Átt Magn
Vm. 7436 SA 6 5 4.0
Rv. 7393 SSA 7 5 69
Ísf. 7420 logn 0 4 s.s
Ak. 7452 logn 0 3 4.o
Gst. 7460 S A 4 3 3.5
Sf. 7493 S 2 5 5.7
Þ F 7584 S 2 3 6.5
Stm. 7384 SA 4 5 '8,0
Rh. 7477 SSA 3 4 5.8
Magn vindsins í tölum frá o—12
þýðir: Iogn, andvari, kul, gola, kaldi,
stínnings gola, stinnings kaldi,
snarpur vindur, hvassviðri, rok-
stormur, fárviðri. — Loft í tölum
frá o—8 þýðir: Heiðskýrt, létt-
skýjað, hálfheiðskýrt, skýjað, al-
skýjað, regn, snjór, móða, þoka.
-4- þýðir frost.
Loftvægislægð fyrir vestan land,
loft/og fallandi, suðaustlæg átt,
allhvöss á Suðurlandi. Útlit fyrir
svipað veður fyrst um sinn.
Rtimsitædi fást keypt í
Þingholtsstræti 26, uppi.
JVýtt ágætt fataefni, 4,5 m.,
til sölu íyrir háifvirði á afgr. blðs.
Kveikja ber á hjóireiða- og
bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl.
33/4 í kvö'ld.
Bíó n. Gamla bíó sýnir: „Tígul-
ás“. Nýja bíó sýnir: „Aladdio
og undralampinn.".
Botnvörpungarnir Draupnir og
Gyifi komu frá Englandi í gær»
báðir með kol.
Hámarfesverð er nú á eftir-
töldum vörum, og eru menn á-
mintir um að kæra viðstöðulaust
til lögreglustjóra ef út af er brugð-
ið, eða ef hlutaðeigendur neita að
selja þessar vörur, þó þeir hafi
þær: Rúgmél í heilum sekkjum
60 au. kg., í smávigt 66 au. kg.
ísa, óslægð 50 au. kg.t slægð,
ekki afhöfðuð, 56 au. og slægð
og afhöfðuð 62 au. kg. Þorskur og
smáfiskur, óslægður, 46 au. kg.e
slægður, ekki afhöfðaður 56 au.
kg. Heilagfiski, sniálúða 80 au. kg.,
lúða yfir 15 kg. í heilu lagi xig
au. kg. og lúða yfir 15 kg. í srná-
sölu 130 au kg. Steinolía i heiid-
sölu, Sólarljós kr. 92,00 pr. xo®
kg., Óðinn kr. 90,00 pr. 100 kg,,
auk umbúða, heimekið eða fríít
um borð í Rvík. Smásöluverð
steinolfu: Sólarljós 86 aurar lítr*
inn og Óðinn 85 aurar litrinn.
Heildsöluverð á sykri: steyttur kr.
3,30 kg., höggvinn kr. 3,50 kg.
Smásöluverð, þegar seldur er
minni þungi en sekkur eða kassi,
steyttur kr, 3,70 kg, nöggvina
kr. 3,90 kg.