Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 7. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sex skipveijar björguðust en einn fórst þegar Goðinn strandaði í Vöðlavík Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Bj örgunarmennirnir ÁHAFNIR þyrlna varnarliðsins voru að jafna sig eftir erfiðan dag á Hótel Egilsbúð í gærkvöldi, sælir og ánægðir að lokinni vel heppnaðri björgunaraðgerð. Frækilefft björgunarafrek þyrlusveitar varnarliðsins AHAFNIR tveggja þyrlna björgunarsveitar varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli björguðu í gær sex skipveijum af þaki björgunarskipsins Goðans sem var strandað og hálfsokkið í Vöðlavík. Mönnunum var bjarg- að upp í þyrlurnar af þaki brúar skipsins og teiur foringi leiðangursins að þyrlunar hefðu ekki mátt koma andartaki síðar, svo bágar hafi að- stæður skipveija verið. Karl Eiriksson, formaður flugsiysanefndar, seg- ir að þyrlusveitin hafi unnið frækilegt björgunarafrek. Goðinn var að undirbúa björgun Bergvíkur af strandstað í Vöðlavík þegar brotsjór gekk yfir skipið með þeim afleiðingum að það di-apst á vélinni og öðrum ta'kjum og það rak stjórniaust upp á grynningar. Einn úr sjö manna áhöfn skipsins drukknaði eftir að brotsjór hreif hann með sér. Vegna veðurs og annarra að- stæðna var ekki hægt að bjarga mönnunum af sjó eða landi. Aðstæður ógnvekjandi Þyrla Landhelgisgæslunnar varð að snúa við á leiðinni austur vegna ísingar. Varnarliðsþyrlurnar flugu með suðurströndinni og þurftu að berjast gegn mótvindi og þungu slydduregni alla leiðina. „Aðstæður voru ógnvekjandi. Goðinn lá í briminu um 150 frá ströndinni og 8-9 metra háar öldur braut á honum ofanverðum þegar við komum að strandinu. Aðstæður mannanna um borð voru hinar verstu. Þeir ríghéldu sér í reykháf skipsins, handrið og annað það sem var fast á brúarþakinu," sagði Sills undirofursti, yfirmaður flugsveitar- innar. Tveir menn voru látnir síga niður í Goðann til að aðstoða skip- veija og síðan voru skipbrotsmenn- irnir selfluttir upp í fjöruna. Þyrlurnar flugu með tvo menn úr áhöfn Goðans til Neskaupstaðar þar sem þeir voru lagðir inn á sjúkrahúsið til aðhlynningar. Hinir fjórir fóru landleiðina með björgun- arsveitarmönnum. Komu þeir seint í gærkvöldi til Eskifjarðar. Sjá fréttir á bls. 18-20. Leiðtogar heilsast Keuter DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra heiisar Biil Clinton Bandaríkja- forseta á Ieiðtogafundi NATO í gær. Á milli þeirra eru Albert Jónsson og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra hjá NATO. NATO fyllir öryggis- tóm í Austur-Evrópu Brussel. Reuter. LEIÐTOGAR aðildarríkja AtJantshafsbandalagsins (NATO) buðu ríkjum Mið- og Austur-Evrópu í gær til samstarfs á sviði varnar- mála undir formerkjum svonefndrar Friðarsamvinnu. Er litið á það sem fyrsta skrefið til hugsanlegrar aðildar einhverra gömlu varsjárbandalagsríkjanna að NATO. Ákvörðun leiðtoganna á fundinum, sem hófst í Brussel i gær, kemur ekki til móts við kröfur nýfijálsra ríkja í Austur-Evrópu sem vildu öðlast NATO- aðild strax en leiðtogar þeirra hafa fallist á hugmyndirnar um náið varnarsamstarf sem besta kostinn í stöðunni. Nokkur ríki, þar á meðal Ung- bandalagsins telji þau öryggi sínu veijaland, Slóvakía og Rúmenía, ógnað. Segir ekki hver viðbrögð hafa gefið otvirætt til kynna að þau muni ganga til Friðarsam- vinnunnar, sem m.a. felur í sér sameiginlega þjálfun og æfingar varnarsveita. NATO ábyrgist ekki öryggi ríkja sem þátt taka í Friðarsam- vinnunni en þau geta sótt ráð til NATO yrðu en Manfred Wörner framkvæmdastjóri bandalagsins hefur ítrekað sagt að árás á ná- grannaríkin í austri yrði ekki lát- in afskiptalaus. Frumkvæði NATO-ríkjanna er ætlað að fylla tómarúm í öryggis- málum sem hrun kommúnismans og lyktir kalda stríðsins skildu eftir í austanverðri Evrópu, und- irbúa ríki næst austuijaðri banda- lagsins undir hugsanlega aðild síðar og fullvissa Rússa um að ekki sé ætlunin að einangra þá. Friðarsamvinnan stendur ekki eingöngu gömlu kommúnistaríkj- unum til boða og sögðust Finnar í gær myndu íhuga að ganga til samstarfsins. Leiðtogar NATO-ríkjanna ít- rekuðu á fundinum í gær að bandalagið væri reiðubúið að grípa til loftárása á Bosníu til þess að veija Sarajevo og gæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna. Sjá fréttir af leiðtogafundin- um í Brussel á bls. 24 og 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.