Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 5
h+ MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 B 5 Hefð Þróttar rík Gríðarleg dramatík - þegar ÍS-stúlkur urðu bikarmeistarar. Unnu Víking í oddahrinu ÞAÐ þurfti fimm hrinur og 115 leikmínútur, eina æsilegustu og dramatískustu úrslitahrinu sem leikin hefur verið í hérlendu kvenna- blaki til að fá fram úrslit. Bæði lið voru komin með aðra höndina á bikarinn á tímabili, allt þar til Stúdínur hristu Víkingsliðið af sér og unnu oddahrinuna 20:18. að nötraði svo sannarlega íþróttahúsið í Digranesi á laug- ardaginn þegar Stúdínur og Víking- ur mættust í úrslit- Guðmundur H. um bikarkeppninn- Þorsteinsson ar- Liðin hafa oft skrifar barist hatrammlega síðustu árin og svo var einnig nú þegar tvö bestu kvennaliðin mættust. Fyrsta hrinan var í járnum allan tímann og stigin voru ekki auðfeng- in en Víkingur vann 17:16. Stúdínur svöruðu með því að vinna þá næstu 15:7 og þar spiluðu sterkar uppgjaf- ir Mettu Helgadóttur aðalhiutverkið en hún gaf upp sjö sinnum í röð. Stúdínur náðu forystu með því að vinna þriðju hrinuna 16:14 en Vík- ingsstúlkur gáfu ekkert eftir og Oddný Erlendsdóttir lét Stúdínur finna fyrir hnitmiðuðum.skellum sín- um í fjórðu hrinunni sem Víkingur vann 15:6. Dramatískur endir Spennan í úrslitahrinunni var hrikaleg. Liðin skiptust á um að hafa frumkvæðið en í iokin var þetta spurningin um heppni. Allt hjálpað- ist að til að gera þessa hrinu eftir- minnilega, dómarar gerðu sín mi- stök, leikmenn líka og þjálfararnir voru ekki í rónni. Línuvörður treysti sér ekki til að segja til um hvort einn skellur Vík- ingsstúlkna var inni eða úti en Gunn- ar Árnason aðaldómarinn dæmdi boltann úti. Víkingar hefðu sigrað, 16:14, hefði boltinn verið inni en þess í stað var jtaðan orðin 15:15. Gífurleg barátta tók við næstu mín- útur og jafnt var á öllum tölum'þar til Stúdínur náðu að höggva á hnút- inn eftir gífurlegt reiptog og ódrep- andi keppnisskap leikmanna beggja liða. Leikurinn var ágætlega ieikinn á köflum en hjá Stúdínum var Robin Enciso frábær í afturlínunni og hreinlega hirti allt sem kom yfir netið á köflum en Berglind Þórhalls- dóttir kom skemmtilega á óvart hjá Víkingi með ágætum rispum. Erfiður leikur Þórey Haraldsdóttir fyrirliði Stúd- ína hafði ástæðu til að fagna inni- lega eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn. „Þetta var erfíðasti leikur sem að við höfðum spilað og það sýndi sig að liðsheildin var sterk þegar á reyndi og ég hafði trú á þessum allan tímann. Þjálfarinn okkar Zdravko Demirev er góður og var gífurlega yfirvegaður og það skiptir miklu máli í erfiðum leik eins og þessum að leikhléin nýtist vel“. BIKARMEISTARAHEFÐIN sagði tii sín þegar Reykjavíkur Þróttar- ar skelltu liði HK 3:2 og félagið hampaði hinum stórglæsilega Ljómabikar ftíunda sinn. Þetta var f síðasta skipti sem keppt var um bikarinn og stóð til að fela Þrótti hann til varðveislu svo það var við hæfi að Þróttarar tryggðu sér bikarinn. með góðum endaspretti sem leik- menn HK áttu ekkert svar við. Kraft- urinn og frískleikamerkið sem var á leik liðsins í upphafi hvarf snögglega og sigurviljinn var ekki til staðar á meðan Þróttarar léku við hvern sinn fmgur þegar þeir innsigluðu sigurinn í hrinunni, 15:8 og Ljómabikarnum var komið í öruggt skjól. Gumundur Elís Pálsson þjálfari Þróttar var hinn ánægðasti eftir leik- inn enda annað ekki hægt. Hann var í bikarmeistaraliði Þróttar sem vann Ljómabikarinn í fyrsta skipti þegar um bikarinn var leikið og kom gripn- um núna örugglega í hús sem þjálf- ari þegar um hann var leikið í síð- asta skiptið. „Ég hafði alltaf trú á að við myndum vinna. Þetta gekk upp þegar við fórum að einbeita okk- ur að okkar eigin leik og hættum að spá í andstæðingana. Jón Ámason átti mjög góðan dag en hann átti einna jafnastan leik og Leifur skilaði einnig sínu vel. Ungu strákana þyrsti í bikarinn eftir því sem lengra leið á leikinn og það var ánægjulegt að skila Ljómabikarnum í hús í dag.“ Ekki ánægður Guðbergur Egill Eyjólfsson fyrir- liði og uppspilari HK var allt annað en ánægður eftir leikinn og þegar hann var spurður að því af hvetju þessi kaflaskipti hefðu orðið í leikn- um þá sagði hann „að meiðsli hefðu háð liðinu iliilega. Andrew Hancock er með álagsbrot á leggnum og hann gat ekki meira og Einar Ásgeirsson var sprautaður fyrir leikinn en hann snéri sig illilega á síðustu æfingu fyrir leikinn og þetta háði okkur verulega þegar leið á leikinn. Einnig var ég verulega ósáttur við dómar- ann þegar hann dæmdi snertinguna í síðustu hrinunni. Það var hreint fáránlegur dómur og gerði úrslita- hrinuna mun erfiðari fyrir okkur sem og að línuverðirnir voru Þróttarar". sannfærandi, 15:11 og 15:10, en leik- ur liðsins gekk eins og vel smurð vél sem ekki sló feilpúst. Fyrsta hrinan bar þess merki að leikmenn beggja liða reyndu að skora stig úr uppgjöfum en Þróttarar áttu sex misheppnaðar sendingar og það var einfaldlega of mikið. Leikmenn HK áttu sinn besta kafla í annarri hrinunni og þrumuskellir Andrews Hancocks voru lítt árennilegir fyrir hávöm Þróttara. Þegar Stefán Þ. Sigurðsson innsiglaði srgur HK í annaixi hrinunni með frábæmm skelli eftir glæsilegt uppspil Guð- bergs Eyjólfssonar var farið að fara um stuðningsmenn Þróttar. Kaflaskipti í leiknum Eftir frábæra byijun HK var eins og eitthvað gæfí sig og leikmenn liðs- ins hafí ætlað að hlutirnir myndu klára sig sjálfír. Þróttaramaskínan vissi betur með þá Leif Harðarson uppspilara og Jón Árnason í fara- broddi, leikmenn sem þekkja bikar- hefðina hjá Þrótti út í ystu æsar. Þróttarar unnu auðveldlega 15:8 í þriðju hrinunni og í einu vetfangi snerist leikurinn gjörsamlega. Leikmenn HK gáfu höggstað á sér og „reynsluhundurinn“ Leifur Harð- arson, uppspilari Þróttar, var fljótur að þefa veikleikana uppi og stýra sóknaraðgerðum liðsins í samræmi við niðursveifluna hinum megin nets- ins. Þróttarar unnu fjórðu hrinuna 15:7. Leikmenn liðsins færðust allir í aukana og virtust eiga svar við flest öllum brellum HK liðsins, en úrslita- hrinan endurspeglaði þetta. Leikur Þróttara lá upp á við frá þriðju hrinunni og hámarki var náð arka í hávörn dugar ekki Morgunblaðið/Bjami )að ekki til sigurs í bikarnum gegn Stúdínum. Hér er það Ursula Junemann sem skellir í ddný Erlendsdóttir til hægri og Snjólaug Bjarnadóttir. HK-ingar byijuðu leikinn þó mun betur og leikmenn liðsins virt- ust hungraðir. Fyrirfram var búist við liðinu sterkara á Guðmundur H. pappírunum og svo Þorsteinsson var raunin að skrifar minnsta kosti fram- an af leiknum. HK vann fyrstu tvær hrinurnar nokkuð rðu bikarmeistarar fínning er að verða bikarmeistari. Er þetta alltaf jafn gaman? „Nei, þetta verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra," segja þau. „Eftir því sem árin líða hefur þetta orðið erfíðara og um leið skemmtilegra," segir Jón og Metta tekur undir: „Eftir því sem maður verður eldri og þarf að hafa meira fyrir hlutunum verða sigrarnir sætari.“ Svo einkennilega vildi til að þau hjóna- korn áttu síðustu uppgjöfina í úrslita- leikjunum. Jón var afslappaður þegar hann gaf upp fyrir Þrótt en hann var ekki eins afslappaður þegar Metta 'gaf upp fyrir ÍS. „Mér leið frekar illa. Ann- ars hafði ég trú á að þær myndu hafa þetta eftir að þær náðu að jafna í fimmtu hrinunni, þær eru heldur sterkari á taug- inni.“ Metta sá ekki karlaleikinn. „Við fengum ekki að fylgjast með karlaleikn- um þannig að ég vissi eþkert hvernig þeim gekk. Ég var búinn að misnota eina uppgjöf í oddahrinunni en var samt ótrúlega róleg í síðustu uppgjöfinni,“ segir Metta. Fyrir bikarúrslitaleikina bjuggust þau bæði við að koma heim með silfurpening- ana og því var gaman að koma heim með tvo bikara og gullpeninga. „Það er ekkert víst að við látum bikarana af hendi fyrst þeir eru.komnir hingað heim. Það hlýtur að vera hægt að finna pláss fyrir þá,“ segja þau bæði. Er blakið betra núna en fyrir nokkrum árum og er framtíðin björt? „Það er ekki nokkur vafi á að blakið er betra. Mestu munar að nú eru fleiri lið sem eru álíka sterk, bæði hjá körlun- um og konunum. Hins vegar er framtíð- in ekki allt of björt. Það verður að viður- kenna að unglingastarf félaganna er ekki nægilega öflugt,“ segir Jón. „Ég held að kvennablakið sé miklu betra nú en það var fyrir nokkrum árum og erlendu þjálf- aramir eiga þar stóran þátt, þeir hafa verið að gera góða hluti. Vandamálið er að endumýjunin er of lítil," segir Metta. Morgunblaðið/Sverrir Bikarhjónln Jón og Metta láta fara vel um sig uppi í rúmi með bikarana og rauðu rottuna. Þau eru ekkert á því að láta bikarana af hendi aftur. t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.