Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
H
KÖRFUKNATTLEIKUR
Keflvíkingar og KR-ingar í úrslit í 1. deild kvenna
Tveir leikir dugðu hjá konunum
STÚLKURNAR í KR spila til úr-
slita um íslandsmeistaratitilinn
í körfuknattleik eftir sigur
þeirra á liði Grindvíkinga í
Grindavík á laugardaginn. Þær
sigruðu 72:62 eða sama mun
og í fyrri leiknum. Mótherjar
þeirra verða íslands- og bikar-
meistarar Keflavikur, en þessi
lið léku einnig til úrslita í fyrra.
ÍBK vann Tindastól 76:86.
Mér líður alveg ótrúlega vel,
þetta var frábært," sagði
Guðbjörg Norðfjörð sem spilaði
mjög vel í liði KR á
^. laugardaginn. „Það
Ólafsson Þy(Jdl ekkert annað
skrifar en að taka þetta í
tveimur leikjum og
fá gott frí fyrir úrslitaleikina. Við
vorum undir í hálfleik en svo kom
þetta í seinni hálfleik. Við fórum
að taka fráköst, stelpumar komu
allar með og áhorfendur studdu vel
við bakið á okkur. Þetta var eins
og að vera á heimavelli því áhorf-
endur sögðu bara áfram KR. Mér
líst vel á úrslitaleikina við ÍBK, við
eigum sterkan heimavöll og emm
reynslunni ríkari síðan í fyrra og
ætlum okkur alla leið núna.“
Leikurinn fór vel af stað og mik-
ill hraði var í honum. KR byrjaði
betur en Grindavík jafnaði leikinn
strax og jafnræði var með liðunum.
Það var síðan góð byijun KR í seinni
hálfleik sem gerði útslagið í leiknum
öfugt við það sem var í fyrri leikn-
um. Nú pressuðu KR stúlkurnar
fram allan völl og heimamenn áttu
í mestu erfiðleikum með að komast
áfram. Leikkerfin gengu upp hjá
KR meðan ekkert gekk upp hjá
Grindavík og þær náðu forystu sem
dugði til sigurs.
„Stelpurnar náðu ekki að fylgja
góðum fyrri hálfleik eftir og misstu
einbeitinguna og hittnin var léleg.
KR spilaði reyndar mjög góða vörn
og því fór sem fór,“ sagði Nökkvi
Már Jónsson þjálfari Grindvíkingar.
Guðbjörg spilaði vel í liði KR og
var dijúg á lokasprettinum en ann-
ars var liðið jafnt og mikil barátta
í því. Hjá Grindavík átti María Jó-
hannesdóttir góðan leik í fyrri hálf-
leik en leikur liðsins datt niður í
seinni hálfleik. Anna Dís var í mjög
strangri gæslu allan leikinn og gat
sig lítið hreyft. Stefanía stóð vel
fyrir sínu.
„Okkur tókst að úrfæra sóknar-
leikinn og varnarleikinn vel en ekki
annaðhvort eins og oft áður. Þá
gengu kerfin vel upp. Grindavíkurl-
iðið er mjög gott, mesta baráttulið
deildarinnar þannig að það er mjög
erfitt að vinna þær,“ sagði Stefán
Arnarson þjálfari KR en bætti við
að þetta væri bara hálfur sigur,
úrslitaleikurinn væri eftir.
Barátta á Króknum
eikur Tindastóls og Keflavíkur
hófst þegar á fyrstu mínútu
með mjög mikilli baráttu og léku
bæði lið góðan
Björn körfubolta. Hjá
Björnsson Tindastóli var Petr-
skrifar frá ana mjög góð, bæði
Sauöárkróki j gö^jj 0g vorn! en
þar tók hún 17 fráköst. Einnig léku
Bima, Inga Dóra, Sigrún og Kristín
vel. Hjá Keflavík var Olga mjög
sterk en einnig áttu Björg og Anna
María ágætan dag.
Tindastólsstúlkur höfðu lengstum
fmmkvæðið og náðu mest 10 stiga
forskoti, en Keflvíkingar naðu jafn
harðan að saxa það niður. í leikhléi
skildu liðin 6 stig.
í síðari hálfleik hélt baráttan
áfram, en nú náðu Keflavíkurstúlk-
urnar að nýta sér meiri breidd í iið-
inu og meiri reynslu og eftir 7 mín-
útna leik náðu þær að jafna og síð-
an sygu þær hægt en örugglega
framúr. Þrátt fyrir mikla baráttu
Tindastólsstúlkna náðist ekki að
halda í við þær keflvísku sem loks
sigruðu með 10 stiga mun.
„Ég er býsna ánægður þrátt fyr-
ir þennan ósigur," sagði Kári Marís-
son þjálfari Tindastóls. „Ég er með
jafngóða leikmenn og jafnvel betri
en Keflavík, en reynslan og breiddin
í liðinu gerði útslagið. Augnabliks
einbeitingarleysi í síðari hálfleik,
þegar maður þarf að keyra á fimm
til sex leikmönnum, sem eru orðnir
þreyttir, gerði gæfumuninn.
Við emm búin að spila tvo leiki
og tapa báðum naumlega fyrir þessu
sterka liði og það er bara ágætt í
fyrsta sinn sem við komumst í úrslit-
in. Olga Færseth er mjög sterkur
leikmaður og við réðum illa við hana
í þessum leik. Það hefur ekki borið
mikið á henni í vetur en núna er
hún að koma upp og gera góða hluti
fyrir ÍBK, á mjög heppilegum tíma,“
sagði Kári.
Leikur kattarins að músinni
HLUTVERKIN snerust heldur
betur við er ÍR vann Þór í öðr-
um leik liðanna um sigur í 1.
deild. Nú var Þór í hlutverki
músarinnar og ÍR-inga kattar-
ins. ÍR vann með 22 stiga
mun, 105:83, en Þór vann í
fyrri íeiknum með 23 stiga
mun, 105:82. Það þarf því
hreinan úrslitaleik á Akureyri
á miðvikudaginn um sigur í
l.deild.
Lipurð og einbeitni einkenndi
leik Breiðhyltinga og stefnan
var greinilega sett beint á sigur
og norðanmenn áttu ekkert svar
■■■i við því. Mikið mun-
Stefán aði um frábæran
Stefánsson varnarleik Brodda
sknar Sigurðssonar sem
hélt Sandy Anderson alveg niðri
svo hann gerði „aðeins" 9 stig fyr-
ir hlé.
I síðari hálfleik náðu gestirnir
með ærinni fyrirhöfn að minnka
forskot heimamanna niður í 9 stig.
ÍR átti þó nóg eftir og tóku leikinn
aftur í sínar hendur.
„Við leituðum að opnum skot-
um, hittum vel, lékum góða vöm
og liðsheildin sigraði. Nú er bara
að gera sitt besta á Akureyri á
miðvikudaginn," sagði Eiríkur Ön-
undarson, sem ásamt Brodda, átti
mjög góðan leik í mjög samstilltu
liði ÍR og þó Chris Brandt spili
ekki fallega körfuknattleik, skilar
hann fyllilega sínu.
„Ég held að það sé einhver
draugur í húsinu og erfítt að halda
Morgunblaðið/Kristinn
Eiríkur Önundarson leikstjórnandi ÍR kemst hér framhjá Konráð Óskarssyni fyrirliða Þórsara.
einbeitingunni hér. Við vomm
heldur ekki nógu grimmir í vörn-
inni og þeir hittu alltaf og ekkert
hægt að gera í því,“ sagði Konráð
Óskarsson fyrirliði Þórsara eftir
leikinn.
Tókst það sem við ætluðum
Þetta er einn besti og um leið
baráttumesti körfuboltaleikur
sem ég hef leikið og okkur tókst
það sem við ætluð-
Björn um okkur,“ sagði
Blöndal Valur Ingimundar-
skrifar frá son þjálfari og leik-
Keflavik maður Njarðvíkinga
sem var að vonum ánægður með
sigurinn á Kefivíkingum.
„Okkur hefur gengið illa að leika
undir þeim aðstæðum þegar liðið
hefur náð upp forskoti og menn
hafa einfaldlega farið á taugum og
ekki haldið haus. Þessu var ekki til
að dreifa núna, við sýndum að það
er vel hægt að vinna Keflvíkinga.
Við munum leggja allt í sölumar í
þriðja leiknum sem verður hreinn
úrslitaleikur og ég helt að hann
verði ekki síðri en þeir tveir sem
við höfum nú leikið.“
„Varnarleikurinn hjá okkur gerði
gæfumuninn að þessu sinni, mér
fannst Ástþór Ingason leika frá-
bærlega vel í vörninni og honum
tókst vel upp við að gæta Jóns Kr.
Gíslasonar leikstjórnanda,“ sagði
Teitur Örlygsson leikmaður Njarð-
víkinga. „Þetta var ofboðsleg bar-
átta frá upphafi til enda. Við tókum
á móti þeim framarlega til að gefa
3ja stiga skyttunum þeim Kristni
og Guðjóni engan frið og það tókst
vonum framar. Þetta mátti samt
ekki tæpara standa og ég hafði þó
trú á að „gamli“ maðurinn, hann
Isak myndi ekki bregðast í vítaskot-
unum á síðustu sekúndunum og það
gekk eftir,“ sagði Teitur Örlygsson.
„Ég er að vonum vonsvikinn yfir
að hafa tapað og mér fannst dómar-
amir leyfa alltof mikla hörku því
Njarðvíkingarnir fengu að beija á
okkur í orðsins fyllstu merkingu.
Ef þetta er það sem þeir vilja þá
skal ekki standa á okkur að taka
á móti þeim í þriðja leiknum, “ sagði
Jón Kr. Gíslason leikmaður og þjálf-
ari Keflvíkinga. „Ekki hjálpaði það
til að heppnin var ekki okkar meg-
in að þessu sinni því að svo naumur
var sigur Njarðvíkinga að úrsltin
hefðu getað orðið á hvorn veginn
sem var. En við munum koma tví-
efldir til þriðja leiksins og þá mun-
um við standa uppi sem sigurvegar-
ar,“ sagði Jón Kr. Gíslason.
Hæst
STEVE Grayer gnæfir hér yfir Grindvíkin
son. Grayer var eins og kóngur í ríki síni
kunnu engin ráð til að stöðva hann.
Keflavík og Njarðvíl
Mikill hæ
Njarðvíl
NJARÐVÍKINGAR jöfnuðu metin
í baráttunni við Keflvíkinga um
að komast í úrslitaleik úrvals-
deildarinnar. UMFN hafði betur,
84:81, er þeir tóku á móti ná-
grönnum sínum úr Keflavík á
laugardaginn.
Það var allt annað að sjá til leik-
manna UMFN frá því í fyrsta
leiknum. Ein breyting var gerð á
byrjunarliðinu, Ástþór
Skúii Unnar Ingason byrjaði sem
Sveinsson annar bakvörður og
skrifar hafði það greinilega
mjög góð áhrif. Ástþór
dreif félaga sína áfram í vörninni
eins og sannur fyrirliði. Varnarleikur-
inn einkenndist af gríðarlegri baráttu
og ákveðni enda voru liðin komin