Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						r
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994
Rússar bera til
baka fregnir um
sölu á þorskkvóta
SAMKVÆMT fréttum í norskum fjölmiðlum eru Rússar nú að íhuga
sölu á allt að 25.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi. Þessar fréttir
hafa ekki fengizt staðfestar, en skýringin á þeim er sú, að Rússa skorti
gjaldeyri og því komi til greina að fara þessa leið. Jafnframt segja
óstaðfestar fréttir að komi til sölu kvóta úr Barentshafi, verði hann
ekki seldur Islendingum vegna veiða þeirra í Smugunni.
Gunnar Gunnarsson, sendiherra
íslands í Moskvu, segir í samtali við
Morgunblaðið að hann hafi á fundi
með Korijelsky, formanni sjávarút-
vegsráðs Rússlands, fengið þau svör,
að ekki stæði til að selja þorskkvóta
i Barentshafí. Aðrar staðfestar upp-
lýsingar um þetta mál hafí hann
ekki.
Nýlega sömdu Rússar við Suður-
Kóreu um sölu á ufsakvóta, 32.000
til 55.000 tonnun\, í Okhotskhafí til
hinna síðarnefndu. í Okhotskhafi
er smuga, sem kölluð hefur verið
Hnetuholan og þar hafa Suður-
Kóreumenn verið að taka allt að
150.000 tonnum af ufsa árlega í
trássi við Rússa. Rússum hefur nú
tekizt að mestu leyti að koma í veg
fyrir óheftar veiðar á þessu svæði
svo og í annarri „smugu" í Berings-
hafi. en þar eiga þeir hlut að máli
ásamt Bandaríkjamönnum.
íslenskir tómatar og
papríkur á markað
VEL lítur út með tómatuppskeru í ár. Fyrstu tómatarnir koma í versl-
anir í dag og búist er við að fljót lega komi umtalsvert magn á markað-
inn. Fyrsta uppskera ársins af íslenskum paprikum kemur einnig í
verslanir í dag.
Mjólk barst til Egilsstaða frá Húsavík í gærdag


, ¦ ¦¦ ¦ ¦
Kolbeinn Ágústsson, sðlustjóri hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna, segir að
bjart hefði verið að undanförnu svo
útlit væri fyrir góða tómatuppskeru
á næstunni og því væri von til þess
Klukkurn-
að fljótlega kæmu nægir tómatar.
Fyrstu tómatarnir eru frá Guðjóni
Birgissyni á Melum á Flúðum og
koma þeir í verslanir í dag. Fyrstu
tómatarnir voru á svipuðum tíma síð-
asta vor. Kílóið af tómötum verður
selt á 735 krónur í Hagkaupum og
grænar og rauðar paprikur á 699
krónur kflóið.
Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson
Þórhallur Jóhannsson hafði ekki áhyggjur af deilunni í gær, enda fékkst þá mjólk í kaupfélaginu.
Deilt er um orðalag
EeilssUðir.                                                                            ^ *J
Egilsstaðir.
SAMNINGAVIÐRÆÐUM mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra
var frestað á Egilsstöðum í gærkvöldi. Lítið vantar upp á að sögn
samningsaðila og stendur deilan um orðalag en ekki endanlega
niðurstöðu.
Mjólk barst til Egilsstaða frá
Húsavík eftir hádegi í gær. Ekki
var reynt að hindra afhendingu inn
í búðina. Að sögn talsmanns
mjólkurfræðinga stóð ekki til af
þeirra hálfu að standa í stimping-
um vegna afgreiðslu mjólkurinnar,
en það mætti Öllum vera það ljóst
að þetta tiltæki væri til þess eins
fallið að hleypa illu blóði í deiluna.
Hér væri þó um einstakan atburð
að ræða, sem ekki verður framhald
á. Að sögn talsmanns Kaupfélags-
ins á Egilsstöðum verður ekki meiri
mjólk að fá frá Húsavík, en leitað
yrði eftir mjólk frá öðrum stöðum
og til stendur að flytja meiri mjólk
til Egilsstaða á næstu dögum, ef
deilan leysist ekki.
Samningar í sjónmáli
í gærkvöldi lá fyrir að samning-
ar munu væntanlega takast í dag.
Eingöngu var deilt um orðalag, en
ekki efni. Mjólkurfræðingurinn
sem deilan spratt af verður endur-
ráðinn fram á haustið og verður
ráðning hans þá að öllum líkindum
framlengd, þar sem til stendur að
fara út í framleiðslunýjungar. Að
sögn talsmanns Kaupfélags Hér-
aðsbúa eru mál starfsmannsins þar
með leyst. Uppsögnin er þó ekki
dregin til baka á þeim forsendum
sem Félag mjólkurfræðinga krafð-
ist, heldur er um tilfærslu að ræða.
Að sögn talsmanns mjólkurfræð-
inga er það ekki sjálfgefið að deil-
an leysist á morgun, en það er þó
allt eins líklegt. Að hans sögn verð-
ur varla sæst á neitt annað en að
uppsögnin verði dregin til baka,
þrátt fyrir að fyrir liggi samkomu-
lag um endurráðningu mjólkur-
fræðingsins.
- Ben.S
ar hættar  >
að hringja Avöxtuii 6 og 12 manaða
KIRKJUKLUKKUR Kristskirkju
hættu að hringja í gær eftir að
stjórnbúnaður þeirra hafði verið
tekinn úr sambandi og gangsettur
að nýju. Engar skýringar hafa
komið fram um hvers vegna
hringingar hófust daginn sem AI-
freð Jolson, biskup kaþólsku kirkj-
unnar hérlendis, var jarðsettur.
„Við höldum helst að um bilun
hafí verið að ræða sem lagfærðist
þegar búnaðinum var kippt úr sam-
bandi," sagði Jakob Roland, prestur
í Landakoti.
ríkisvíxla lækkar um 0,4%
ÁVÖXTUN ríkisvíxla lækkaði enn frekar í útboði Lánasýslu ríkisins
í gær, eða um allt að 0,42%. Alls bárust 35 gild tilboð að fjárhæð
3.440 miUjónir króna og var samþykkt að taka tilboðum frá 23 aðil-
um að fjárhæð 1.998 milljónir. Seðlabankinn tók ekki þátt i útboðinu
að þessu sinni og er þetta í fyrsta sinn sem bankinn sendir ekki inn
tilboð frá því útboð ríkisvíxla hófust.
í dag
Breytingar vegna EES
Einkaréttur á brunatryggingum
afnuminn 22
Bjartsýni á Siglufirði
Siglfirðingum fjölgar, meðal-
tekjur hækka og atvinnuleysi
minnkar 36
Andófsleiðtogi handtekinn
Einn þekktasti andófsmaður í
Kína handtekinn að nýju 30
Leiðari
Hagstæður vöruskiptajöfnuður
32
VIDSMPnfflVINNUUF
? Samdráttur í íslandslánum
NIB - Tap hjá ístex - Gæða-
átak hugbúnaðarhúsa - Út-
þensla KS - Hlutabréfamark-
aður í mótun
JÍ\OTQiml>líltlÍb
? AudreyHepburn — Harri-
son Ford - Eftirsótt frétta-
kona - Leikstjóri kvikmyndar-
innar Píanó - Kynlíf og of-
beldi helsta fréttaefnið í Miami
Pétur Kristinsson hjá Lánasýslu
ríkisins sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þátttakan í útboðinu hefði
verið mjög góð en ríkissjóður hefði
hins vegar ekki þurft á að halda
nema rúmlega 1.800 milljónum.
„Þetta eru allt samkeppnistilboð og
endurspegla mjög góða lausafjár-
stöðu á markaðnum. Jafnframt
þessu var sú vaxtalækkun sem átti
sér stað með útboðinu 16. mars á
3ja mánaða víxlum staðfest enn-
frekar auk þess sem lækkun á vöxt-
um 6 og 12 mánaða víxla hefur
einnig náð fram að ganga," sagði
Pétur.
Meðalávöxtun samþykktra til-
boða í ríkisvíxla til 3ja mánaða var
4,41%, til 6 mánaða 4,81% og til
12 mánaða 5,25%. Nemur lækkunin
frá síðasta útboði 0,42% á 6 mán-
aða víxlum, 0,4% á 12 mánaða víxl-
um og 0,03% á 3ja mánaða víxlum.
Húsnæðisbréf fyrir 13
milljónir
Fyrsta útboð á bréfum úr 1.
flokki húsnæðisbréfa 1994 fór fram
sl. þriðjudag og var það með breyttu
fyrirkomulagi að því leyti að aðeins
aðilum frá Verðbréfaþingi íslands
var heimilt að gera tilboð. Þannig
þurftu lífeyrissjóðir og aðrir fjár-
festar að leggja fram tilboð fyrir
tilstuðlan  verðbréfafyrirtækja  og
Ljósmynd/Einar H. Valsson
Ægir streitist með stórskipið
VARÐSKIPIÐ Ægir er nú á Ieið til Reykjavíkur með leiguskip Eimskips,
Europe Feeder, í togi. Vél skipsins bilaði um 700 sjómílur suðvestur af
landinu og tók Ægir það í tog á miðvikudag í síðustu viku. Ferðin til
Reykjavíkur sækist heldur seint, enda hefur slæmt veður sett strik í reikn-
inginn. í gæsluflugi TF-SÝNAR í gær var þessi mynd tekin af skipunum,
en þau voru þá stödd um 180 sjómflur suðvestur af Reykjanesi. Búist er
við að þau nái hðfn á föstudág.
Hámarkslengd á
aðsendum gmnum
Morgunblaðið hefur á undan-
förnum misserum ítrekað óskað
eftir því við greinahöfunda að
þeir stytti mál sitt og haldi lengd
greina sem þeir óska eftir birtingu
á í blaðinu innan hæfílegra marka.
Jafnframt hefur blaðið boðizt til
þess að sjá um styttingu greina.
Þessi tilmæli hafa fengið misjafn-
ar undirtektir og hefur reynzt
afar erfitt að halda lengd greina
innan skynsamlegra marka. Þó
er augljóst að líklegra er að ná
til stærri hóps lesenda með stutt-
um greinum en Iöngum.
Afleiðingin er sú að aðsendar
greinar bíða alltof lengi birtingar
hér í blaðinu og getur biðtími jafn-
vel verið 4-6 vikur. Þetta er auð-
vitað óviðunandi þjónusta við
greinahöfunda og raunar lesendur
einnig.
Þar sem ítrekuð og vinsamleg
tilmæli hafa ekki borið viðunandi
árangur eiga ritstjórar Morgun-
blaðsins ekki annan kost en að
ákveðahámarkslengdgreina. Frá
og með nk. mánudegi, 11. apríl,
mun Morgunblaðið ekki taka til
birtingar í þeim dálkum aðalblaðs,
sem ætlaðir eru undir aðsendar
greinar lengri greinar en nemur
8.000 slögum á tölvu eða um
hálfri sfðu. Hámarkslengd á bréf-
um til blaðsins er 2.500-3.000
slög. Æskilegt er að aðsendar
greinar séu styttri og að þeim sé
skijað á disklingi.
í ákveðnum tilvikum geta verið
rök fyrir því að birta lengri grein-
ar. Þær verða þá birtar á öðrum
vettvangi. Miklar kröfur verða
gerðar um efni og gæði slíkra
greina. Biðtími vegna birtingar
verður óhjákvæmilega lengri.
Næstu tvær til þrjár vikur má
búast við birtingu lengri greina
vegna þess fjölda óbirtra greina
sem bíður á ritstjórn blaðsins.
Morgunblaðið væntir þess að
viðskiptavinir ritstjórnar sýni
þessum ákvörðunum um lengdar-
mörk skilning.
Ritstj.

annarra aðila að þinginu.
Alls bárust 17 tilboð frá 5 aðilum
í bréf að nafnvirði 240 milljónir
króna. Hæsta ávöxtunarkrafa var
6,10% en sú lægsta 5,00% en meðal-
ávöxtun reyndist vera 5,34%. Sam-
þykkt var að taka tilboðum með
lokaávöxtun 5,00% og var aðeins
tekið tveimur tilboðum í bréf að
nafnvirði 13 milljónir króna (u.þ.b.
12,5 milljónir króna að söluverði).
Næsta útboð hefur verið ákveðið
19. apríl nk.
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64