Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Karlakórinn Stefnir Tónlist Jón Ásgeirsson Karlakórinn Stefnir hélt tón- ieika fyrir páska (30. mars) í Bú- staðakirkju, undir stjórn Lárusar Sveinssonar en hann hafði sér til aðstoðar Ingibjörgu Marteinsdótt- ur sópransöngkonu og Sigurð Marteinsson píanóieikara en auk þeirra léku á harmoníkur nokkrir úr Félagi harmoníkuunnenda og slagverksmenn úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Á efnisskránni voru íslensk og erlend karlakórs- lög, kórþættir úr óperum og söng- leikjum og síðast rússnesk þjóð- lagasyrpa fyrir karlakór og harm- oníkuhijómsveit. Meðal hefðbundinna karlakórs- laga má nefna ágætt lag eftir Karl 0. Runólfsson, Syng þú gleð- innar óð, þá íslenska þjóðlagið Undir bláum sólarsali, sænsku þjóðlögin Ríðum sveinar senn og Til austurheims vil ég halda og eitt af ágætum lögum Sigvalda Kaldalóns, Ég gleymi því aldrei. Kórinn söng þessi lög smekklega en ekki var ávallt gott jafnvægi á milli raddanna og tónstaðan á stundum svolítið reikul. Tenórana vantaði að styðja betur við tóninn, einkum á efra tónsviðinu í veikum söng, sem vel er hægt að bæta með kennslu í raddbeitingu, en slíkt tekur þó nokkurn tíma að þjálfa. Ingibjörg Marteinsdóttir söng Augun þín eftir Gunnar Thorodd- sen og Vieni sul mar og var söng- ur hennar mjög vel framfærður og naut hún sín raddlega mjög vel í ítalska þjóðlaginu. Á efnisskránni voru tveir kórar eftir Wagner, sem hefur verið kjörinn sem Lýðveldis- afmælistónskáld íslendinga, er þar um að ræða Pílagrímakórinn úr Tannhauser og kór norsku háset- anna, sem er hluti af 8. leikatriði óperunnar Hollendingurinn fljúg- andi. Pílagrímakórinn er erfitt söngverk, einkum miðþátturinn, sem er krómatískur, og var tón- staðan þar oft nokkuð tæp. Auk þess var píanóleikurinn um of ein- faldaður, svo að þar glataðist nokkuð af svip verksins. Háseta- kórinn var hressilega sunginn, með fullum rómi og góðri tón- stöðu. Eftir hlé var slegið á léttari strengi og meðal laga var Vókalísa eftir Chenoweth, sem Ingibjörg Marteinsdóttir söng vel, en bestur var þó söngur hennar í aukalagi, sem var Viljaljóðið úr Kátu ekkj- unni eftir Léhár. Þar var Ingibjörg í essinu sínu og söng þetta skemmtilega lag mjög vel. Á milli Don og Volgu heitir la- gaflokkur, ágætlega unninn af Adolf Götz, sérstaklega fyrir Félag harmoníkuunnenda, og mátti þar heyra mörg stef, sem sungin eru um allan heim, lög eins og Svörtu augun og Söng feijumanna á Volgu. Harmoníkan er fallega hljómandi hljóðfæri og var leikur harmoníkufélaganna í heild góður en á stundum nokkuð óstyrkur. Það var góð skemmtan að þessu tiltæki og vei mættu íslenskir karlakórar sækja sér meira efni að austan, því þar blómstraði karlakóramenntin með miklum glæsibrag. Karlakórinn Stefnir, undir stjórn Lárusar Sveinssonar, er vaxandi söngflokkur og með meiri söngþjálfun gæti kórinn náð því sem á vantar í raddstuðningi og þar með getu manna til að halda í við tónstöðuna í vandmeðförnu tónferli. Adalbert Skocic Norræna húsið Helmut Hödl Tónleikar Klarínettu- tríós Vínarborgar Nýjar bækur ■ Út er komið ritið Páll Jóns- son Skálholtsbiskup. Nokkrar athuganir á sögu hans og kirkju- stjórn eftir Sveinbjörn Rafnsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands. Það er 33. bindi í ritröð- inni Ritsafn Sagnfræðistofnunar sem Sagnfræðistofnun Háskóla Islands gefur út, en ritstjóri henn- ar er Guðmundur Hálfdánarson dósent. Páll Jónsson var biskup í Skálholti á árunum 1195-1211 og er í fyrsta og lengsta kafla ritsins er fjallað um sögu hans, heimildir hennar, ritunartíma, höfund og til- efni. Sagan sjálf, Páls saga bisk- ups, er þar gefin út með íslenskri nútímastafsetningu. í öðrum kafla ritsins er fjallað um skrá sem Páll biskup lét gera um kirkjur í Skál- holtsbiskupsdæmi laust eftir 1200. Þá er í ritinu þýðing á páfabréfi til íslands frá árinu 1198 í biskups- tíð Páls og loks stuttur kafli um bagal Páls biskups eða biskupsstaf sem fannst í gröf hans við forn- leifarannsóknir 1954. Ritið er 137 bls. að stærð, myndskreytt og með útdrætti á ensku. ■ íslenski kiljuklúbburinn hef- ur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Raddir í garðinum er endur- minningabók eftir Thor Vil- hjálmsson. Þar bregður hann upp myndum af fólki sem að honum stendur og stóð honum næst. Bók- in er 193 bls. Hús andanna eftir chilesku skáldkonuna Isabel Allende fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út fyrir rúmum áratug. Bille August hefur gert kvikmynd eftir sögunni sem vakið hefur mikla athygli og er nú sýnd hér á landi. Thor Vilhjálmsson þýddi bókina sem er 427 bls. Póstjarnan er spennusaga eftir Martin Cruz Smith. Fyrrum rannsókarlögreglumaður frá Moskvu, hefur misst flokksskír- teinið sitt og gerir að fiski í so- vésku verksmiðjuskipi í Berings- hafí. Eina nóttina gerast uggvæn- legir atburðir. Matthías Magnús- son þýddi bókina sem er 354 bls. Pan er ein fraégasta skáldsaga norska rithöfundarins Knuts Hamsuns, en á þessu ári eru liðin hundrað ár frá frumútgáfu henn- ar. Bókin er að forminu til minnis- blöð Glahns liðsforingja sem býr einn úti í skógi með hundinum sínum. Jón Sigurðsson frá Kald- aðarnesi þýddi bókina sem er 230 bls. Bækurnar kosta 799 krónur hver. ■ Út er komin bókin Að skoða málverkið - 100 meistaraverk myndlistarsögunnar eftir Jean- Christophe Bailly. Þar er boðið í gegnúm sögu málaralistarinnar með eitt hundrað áningarstöðum allt frá myndum í Lascaux-hellum til strangflatarlistar Mondrians. „Það er sem sagt byijað á þeirri myndlist sem fjærst okkur er í tíma og endað á morgni nútíma- listar, skömmu fyrir okkar samt- íð,“ segir í kynningu útgefanda. Andspænis hverri mynd er at- hugagrein sem ætlað er að varpa fram spurningum og benda á ýmis atriði sem staðsetja viðkom- andi mynd í myndlistarsögunni. Útgefandi er Mál og menn- ing. Sigurður Pálsson þýddi bókina, sem er rúmar 200 bls., litprentuð í stóru broti. Bókin er bók mánaðarins í apríl og kostar þá 3.980 krónur en eftir það 5.640 krónur. KLARÍNETTUTRÍÓ Vínarborgar heldur tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 8. apríl kl. 20.30. Klarínettutríóið kemur hingað til lands í tilefni þýskukennaradaga sem haldnir eru í fyrsta sinn í Reykjavík 8. og 9. apríl. Tríóið kemur hingað í boði austurríska menntamálaráðuneytisins. I fréttatilkynningu segir: „Tríóið var stofnað árið 1989 af þremurtón- listarmönnum, sem allir eiga rætur sínar að rekja til hefðbundinnar vín- artóniistar. Aliir hafa þeir getið sér góðs orðs á ulþjóðlegum vettvangi, sem kammertónlistarmenn og ein- leikarar. Verkin sem þeir flytja eru jafnt sígild vínartónlist sem tónlist 20. aldar. Á efnisskrá eru verk eftir Johann- es Brahms: Sónata fyrir selló og píanó í e-moll op. 38, Sónata fyrir klarínett og píanó í es-dúr op. 120 og Tríó fyrir klarínett, selló og píanó í a-moll op. 114. Píanóleikarinn Adrian Cox er fæddur í London. Hann lauk námi frá Ríkisakademíunni í Vínarborg með fyrstu ágætiseinkunn. Frá 1978 hefur hann kennt píanóleik við Ríkis- akademíuna. Einnig hefur hann hald- ið meistaranámskeið í kammertónlist og píanóleik í Evrópu og Japan. Sellóleikarinn Adalbert Skocic er fæddur í Mannheim. Hann lærði við Ríkisakademíuna í Vínarborg þar sem hanr. lauk prófi með fyrstu ágætiseinkunn. Að því loknu hélt hann áfram námi-í sellóleik hjá Main- ardi og Navarra. Hann hefur verið selióleikari í 20 ár við Ríkisóperuna Adrian Cox í Vínarborg og við Fílharmóníusveit- ina í Vínarborg. Nú kennir hann sellóleik við Tónlistarskólann í Vínar- borg. Adalbert Skocic hefur einnig haldið mörg námskeið í sellóleik og kammertónlist í Austurríki og Japan. Klarínettuleikarinn Helmut Hödl er fæddur í Austurríki og stundaði nám vi_ð Ríkisakademíuna í Vínar- borg. Árið 1988 hlaut hann fyrstu verðlaun Alban Berg stofnunarinnar og vann til fyrstu verðlauna í sam- keppni Fílharmóníuhljómsveitar Vín-' arborgar. Auk þess að vera einn af meðlimum Klarínettutríósins leikur hann með Vínarkvintettnum. Árið 1993 varð hann einleikari við Þjóð- aróperuna í Vínarborg. Áðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hjallabraut - Hafnarfirði Til sölu falleg 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð. Húsið er nýklætt að utan á varanlegan hátt. Gott innra skipulag. Nýslípað parket. Nýinnréttað baðherb. Yfirbyggðar sval- ir. Eignin er laus nú þegar. Verð aðeins 6,5-6,7 millj. Upplýsingar í síma 682904 og hjá Valhús, fasteignasölu, sími 651122. DAGBÓK FÉLAGSSTARF aldraðra Hraunbæ 105. Á morgun kl. 9 bútasaumur og hárgreiðsla. Kl. 14 félagsvist, kaffiveitingar og verðlaun. KVENFÉLAGIÐ Bylgjan heldur fund í kvöid í Borgartúni 18 kl. 20.30. Spilað verður bingó. FÉLAG eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur kl. 13 í dag í Ris- inu, Hverfisgötu 105. FÉLAGSSTARF aldraðra Hafnarfirði. Opið hús verður í dag kl. 14 í íþróttahúsinu Hafnar- firði, Strandgötu 14. Dagskrá í umsjón JC Hafnarfjörður. REIKI-HEILUN. Opið hús í kvöld kl. 20 í Bolholti 4. FLÓAMARKAÐSBÚÐIN, Garðastræti 2, er opin þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13-18._________ JC HAFNARFJÖRÐUR heldur félagsfund í Dalshrauni 5, 2. hæð, kl. 20.15. Gestur fundarins er Magnús Skarphéðinsson og flytur erindi um gesti utan úr geimnum. Allir velkomnir. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmu- morgunn kl. 10.30. HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöng- ur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. LANGHOLTSKIRKJA: Vina- fundur kl. 14-15.30 í safnaðar- heimilinu. Umfjöllunarefni: Efri árin og þær breytingar sem verða á högum fólks þegar aldurinn færist yfir. Leiðbeinandi Sigrún Gísladóttir, framkvæmdastj. Elli- málaráðs. Aftansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimili að stund- inni lokinni. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17. __________ BREIÐHOLTSKIRKJA: Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æsku- lýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safnaðarheimil- inu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJA: Frímerkja- klúbbur í dag kl. 17. HJALLAKIRKJA: Opið hús fyrir eldra sóknarfólk í dag kl. 14-17. Umsjón: Anna Sigurkarlsdóttir. GRAFARyOGSKIRKJA: Dr. Siguijón Árni Egilsson, héraðs- prestur, flytur erindi í kvöid kl. 20.30 er hann nefnir: Siðferðileg- ur grundvöllur fjölskyldu og hjónabands. Kaffi og veitingar. Allir velkomnir. SKIPIN__________________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag komu Brúarfoss, Óbolon, Helgafell og Mekka Artica sem fór aftur samdægurs. Frithjof fór og einig Kyndill og Arni Friðriksson. í gær kom Viðey og fór aftur samdægurs. Bakkafoss og Herkúles 1 komu og einnig Tinka Artica sem kom með sjúkan farþega og fór aftur samdægurs. Von var á að Rex og Múlafoss færu í gær og að Brúarfoss og Örfirisey kæmu af veiðum. Herkúles fór í gær. í dag er von á Víði RE og Metta Klipper. HAFNARFJARÐARHÖFN: í fyrradag fóru Strong Icelander og Kyndill sem fór á strönd. í gær kom Lagafoss að utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.