Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Hæstiréttur Bandaríkjanna Blackmun sest í helg- anstein Washington. Reuter. BANDARÍSKI hæsteréttar- dómarinn Harry Blackmun, tilkynnti í gær að hann hyggðist setjast í helgan stein en hann er 85 ára. Blackmun, sem þykir frjáls- lyndastur hæstaréttardóm- ara landsins, vakti mikla at- hygli fyrir úrskurð sinn varð- andi fóstureyðingar fyi-ir tveimur áratugum. Með þessu gefur Blackmun Bill Clinton Bandaríkjaforseta tækifæri til að skipa eftir- mann sinn, en það er talið afar mikilvægt fyrir forseta að hafa áhrif á skipan dóm- stólsins þar sem dómarar hans hafa úrslitaáhrif á túlk- un landslaga. í yfirlýsingu sinni, sem var aðeins þrjár málsgreinar, sagð- ist Blackmun fyrir nokkrum mánuðum hafa gert for- setanum og William Rehn- quist, forseta hæstaréttar, grein fyrir því að hann hygð- ist láta af störfum er starfsemi hæstaréttar Harry Maraþonhlaup Lundúna auglýst LÖGREGLUMENN frá Manchester og Essex hlaupa framhjá Tower-brúnni í Lundúnum til að auglýsa fyrirhugað maraþonhlaup í borginni. Maraþon- ið verður 17. apríl og búist er við að þúsundir manna taki þátt í því. Blackmun. lýkur í júní. Þrátt fyrir þetta hafði ekkert bent til þess að Blackmun hygðist setjast í helgan stein og gefa forsetan- um þar með tækifæri til að til- nefna annan hæstaréttardóm- arann en Clinton er mikill aðdá- andi Blackmuns. „Ég mun sakna réttarins, starfsins og því sem starfinu tengist. En það verður í góðum höndum, sagði Blackmun. Hann vakti mikla athygli fyrir dóm sinn í máli um fóstureyðingar árið 1973, sem varð til þess að fóstureyð- ingar töldust löglegar fyrir landslögum. Meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hreppa hnossið eru George Mitchell, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, en hann hefur tilkynnt að hann hyggist láta af þingmennsku, Mario Cuomo, ríkisstjóri New York ríkis, Bruce Babbitt, inn- anríkisráðherra, Drew Days, ríkislögmaður og nokkrir alrík- isdómarar. Pekingstjórnin lætur handtaka þekktasta andófsleiðtoga landsins Talið að mannréttíndadeil- umar við Bandarödn harðni Peking, Hong Kong. Reuter og The Daily Telegraph. EINN þekktasti andófsraaður í Kína, Wei Jingsheng, var á þriðjudag handtekinn og yfirheyrður vegna gruns um „ný afbrot“, að sögn opinberu fréttastofunnar Xinhua í Peking. Wei var á sínum tíma dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir andóf gegn stjórn kommúnista en látinn laus til reynslu í september sl., mánuði fyrir tímann. Er talið að reynslulausnin hafi verið tilraun sljórnvalda til að blíðka almenningsálit í heiminum en Kínverjar reyndu þá ákaft að fá að halda Ólympíuleikana árið 2000. Deilur Kina og Bandaríkjanna vegna mannréttindabrota í fyrrnefnda rík- inu hafa farið harðnandi að undanförnu og mál Weis bæt- ir vart úr skák. Jeltsín krefst sérstöðu innan Friðarsamstarfs Krafan sett fram vegna gagnrýni þjóðemissinna og harðlínuafla Moskvu, Hclsinki. Reuter. BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, sagði í viðtali, sem birtist í gær, að Rússar geri enn kröfu um sérstöðu innan Friðarsam- starfs við Atlantshafsbandalagið (NATO). Forsetinn sagði í samtali við Interfax-fréttastofuna að Rússar hyggðust undir- rita rammasamning en sagði að tengsl NATO og Rússa hlytu „vegna stærðar sinnar og styrks, að vera með öðrum hætti en tengsl annarra landa við bandalagið". Jeltsín sagði Rússa hafa í huga aðild Rússa að Friðarsamstarfinu sétstakt samkomulag við NATO, sem vísaði til stöðu og hlutverks Rússlands í heims- og Evrópumál- um, herstyrks þess og ástands í kj arnorkumálum. Friðar þjóðernissinna og harðlínuöfl Svo virðist sem krafa Jeltsíns um sérstöðu Rússlands sé sett fram til að slá á gagnrýni þjóðern- issinna og harðlínuafla, sem telja lítillækkandi. Jeltsín sagði að Rússar hefðu farið sér í engu óðs- lega, þeir hefðu ráðgast við önnur ríki í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Sagði hann Rússa hafa gert sér ákveðnar hugmyndir um öryggis- mál í Evrópu byggð á þátttöku Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og Norður-Atl- antshafssamvinnuráðsins, sem stofnað var 1991. Sagði forsetinn að RÖSE, sem megin stjómmála- vettvangur, og Norður-Atlant- antshafssamvinnuráðið, sem framkvæmdavettvangur á sviði hermála og stjórnmála, verði sam- starfsvettvangur ýmissa annarra bandalaga, þar á meðal NATO. Undirritun 21. apríl Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússa, staðfesti að Rússar myndu undirrita samning um Frið- arsamstarf í mánuðinum og Vít- alíj Tsjúrkín, aðstoðarutanríkis- ráðherra landsins kvaðst á þriðju- dag telja að undirritunin færi fram 21. apríl. Aður hafði náinn aðstoð- armaður Borísar Jeltsín, Rúss- landsforseta, lýst því yfir að Rúss- ar kynnu að bíða með undirritun í sex til sjö mánuði. „Wei er nú yfirheyrður og stofnun almannaöryggis í Peking sinnir laga- legri skyldu sinni og fylgist með honum vegna þess að hann braut margsinnis lög og er grunaður um að hafa drýgt nýja glæpi þegar hann var sviptur pólitískum réttindum sín- um og fékk reynslulausn", sagði í frétt Xinhua. Wei er bannað að tjá sig opinberlega og frelsi hans tak- markað á ýmsan hátt en hann hefur hundsað bannið og rætt við erlenda fréttamenn og erlenda stjórnerin- dreka. Faðir lýðræðishreyfingarinnar Wei, sem nefndur hefur verið fað- ir lýðræðishreyfmgarinnar í Kína, var handtekinn á föstudag er hann reyndi að komast til Peking frá borg- inni Tianjin. Fréttastofan sagði að lögregla hefði látið Wei lausan eftir rúman sólarhring en fjölskylda hans og stuðningsmenn höfðu ekkert af honum frétt á þriðjudag. I mars var Wei mjög í sviðsljósinu er hann og fleiri andófsmenn voru handteknir og yfirheyrðir í nokkrar stundir en síðan sleppt aftur. Þetta gerðist rétt áður en Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í heimsókn. Ráðherrann hafði fyrir fram lýst vilja sínum til að ræða mannréttindamál við kínverska leið- toga sem brugðust hart við og sök- uðu hann um að skipta sér af innan- ríkismálum Kína. Deilur harðna Búist er við að deilur ríkjanna verði enn harðari vegna máls Weis en í júní verður tekin ákvörðun um það hvort Kínveijar fá áfram óhindr- aðan aðgang að bandarískum mörk- uðum, svonefnd „Bestu kjör“, sem eru þeim mjög mikilvæg. Alþjóða- bankinn hefur varað við því að grípi ríkisstjórn Bills Clintons forseta í Washington og þingið til þess ráðs að afnema bestu kjörin geti það haft afar slæmar afleiðingar fyrir efnahag beggja ríkjanna. Ótti í Hong Kong Kínverskur bankastarfsmaður hefur verið dæmdur í 15 ára fang- elsi og blaðamaður frá Hong Kong í 12 ára fangelsi í Kína, ákærðir fyrir að stela ríkisleyndarmálum. Réttarhöldin voru leynileg. Mennirn- ir voru handteknir í september og sögðu þá kínverskir ríkisfjölmiðlar að blaðamaðurinn hefði veitt upplýs- ingar um vaxtastefnu stjórnvalda í Peking upp úr bankamanninum og hefði þetta haft „alvarlegar afleið- ingar". Dómurinn yfír blaðamannin- um hefur aukið mjög ótta manna í Hong Kong um að tjáningarfrelsi og önnur mannréttindi verði skert þegar Kína yfírtekur bresku nýlend- una árið 1997. -------♦ ♦ ♦ Nelson Mandela Útilokað að fresta þing- kosningum Pietermaritzburg. Rcuter. NELSON Mandela, leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins (ANC), sagði í gær algjörlega útilokað að fresta þingkosningunum sem ráðgerðar eru í Suður-Afríku 26.-28. apríl. Áður hafði kjörstjómin lýst því yfir að ógjörningur væri að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í KwaZulu vegna átakanna sem þar hafa geisað að undanförnu. Forystu- menn Inkatha-frelsisflokksins sögðu yfirlýsinguna styðja þá afstöðu þeirra að fresta bæri kosningunum í öllu landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.