Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994
47
Hjónaminning
Guðlaug Klemens-
dóttír og Hermann
Guðmundsson
Guðlaug
Fædd 28. nóvember 1906
Dáin 16. mars 1994
Hermann
Fæddur 27. apríl 1902
Dáinn 31. mars 1994
Það varð stutt milli þeirra bless-
aðra og þurfti engan að undra sem
til þekkti, svo samtaka höfðu þau
verið í lífinu. Guðlaug lést 6. f.m;
og Hermann nú í dymbilvikunni. I
annað sinn á nokkrum mánuðum
verð ég vitni að því, að hjón, sem
ég hef haft kynni af á lífsleiðinni
og dáðst að hve samrýnd og sam-
taka hafa verið fylgjast að yfir
landamærin.
Ég þekkti ekki til Guðlaugar og
Hermanns, þegar þau settu bú forð-
um uppi í Borgarfirði full af bjart-
sýni í miðri kreppunni, var reyndar
ekki fæddur. Þau festu kaup á jörð-
inni Litla-Skarði í Stafholtstungum
full áhuga að yrkja jörðina. Guðlaug
var alin upp í Borgarfirðinum og
leit jafnan á hann sem æskuslóðir,
en annars var hún ættuð úr Dölunum
eins og bóndi hennar, Hermann. Eg
hef heyrt sagt, að leitun hafi þótt á
glæsilegra ungu fólki á þeim árum,
hann hávaxinn og myndarlegur, hún
fríð svo af bar; fríðleikssvipnum
hélt hún til hinstu stundar.
En þau voru ekki aðeins ytri kost-
um búin. Á annað atgervi reyndi
síðar og þar voru þau einnig vel af
guði gerð. Því það er nú svo, að
engin veit sína ævina fyrr en öll er
og stundum finnst manni þau örlög,
sem sköpuð eru, undarleg. Vágest-
urinn mikli, berklaveikin, barði að
dyrum hjá þessum þróttmiklu ungu
hjónum, sem svo mörgum á þeim
árum. Þá höfðu þau búið tæpan ára-
tug á jörð sinni, lítilli að vísu, en
þar var bæði lax og hin fegursta
náttúra. Húsbóndinn varð að dvelj-
ast langdvölum á heilsuhæli. Þetta
var mikið áfall fyrir atorkumann og
nú reyndi ekki síður á húsfreyjuna
með stóran barnahóp. Árið 1944
brugðu þau á það ráð, að flytjast
til Reykjavíkur og settust að í Miðt-
úni 6, sem síðan varð hreiður þeirra
og fjölskyldunnar meðan kraftar
entust. Síðustu árin dvöldu þau í
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
í tvo áratugi samfellt barðist
Hermann við þennan illvíga sjúkdóm
og alla ævi bar hann merki hans.
Vinnan varð því stundum stopul.
En Guðlaug var starfsöm og útsjón-
arsöm og stundum fannst manni hún
vera tveggja manna maki í verki.
Hún vann sér og öðrum, eins og það
er kallað, og meðal annars lagði hún
hönd á plóginn við heimilishald
tengdaforeldra minna og síðar okkar
hjóna. Guðlaug var slík mannkosta-
manneskja að brátt myndaðist þarna
vinátta og sterk bönd. Dóttir okkar
sótti mikið til stórfjölskyldunnar í
Miðtúni og vistaðist þar jafnvel um
skeið, þegar foreldrarnir fóru á flakk
og dótturdótturin Elsa varð einn
helsti uppalandi stelpu. Lætur að lík-
um að dagsverkið hjá Guðlaugu
minni varð stundum drjúgt, en aldr-
ei sýndi hún merki þreytu, veit ekki
hvort hún kannaðist við það orð.
Hún hafði fengið í vöggugjöf bjart-
sýni, sem sigraðist á öllum erfiðleik-
um, glaða lund, sem miðlaði öðrum
í stað þess að vorkenna sjálfri sér,
þó að siglingin hljóti stundum að
hafa verið brött. Þar voru þau sam-
hent, Hermann fróðleiksmaður og
fékkst meira að segja við að yrkja
með góðum árangri; Guðlaug, sem
við, eðli málsins samkvæmt, kynnt-
umst auðvitað betur, var næm á
menn og málefni og bjó í ríkum
mæli yfir þeim íslenska eiginleika,
sem ég vil kalla að vera mannfróður.
í síðasta skipti sem ég heimsótti
Hermann og Guðlaugu var farið að
halla undan fæti. Hermann sat í
hjólastól frammi í almenningnum,
en kom með okkur inn í herbergið
þeirra, fylgdist vel með sem fyrr,
en átti nú erfiðara að leggja orð í
belg en hans var vandi. Guðlaug
hafði lagt sig og var svolítinn tíma
að átta sig. Hún var þá orðin mikið
veik og mér brá, að hún skyldi ekki
fagna okkur á þann hátt sem hún
var vön. En EIli kerling tekur sinn
toll og óvenju lengi hafði Guðlaug
fengið að halda reisn sinni; nú var
hún farin að nálgast nírætt. En svo
rofaði til og sú höfðinglega gjöfula
hlýja, sem jafnan streymdi frá þess-
ari íslensku alþýðukonu, braust fram
að nýju. Gömlu hjónin litu hlýtt hvort
til annars og ég sá fyrir mér ungu
hjónin á nýju jörðinni sinni fyrir 64
árum.
Blessuð sé minning þeirra.
Sveinn Einarsson.
Þegar ég frétti andlát vinar míns
Hermanns Guðmundssonar 31. mars
sl. kom mér það vissulega ekki á
óvart. Æviferill hans var orðinn
langur og oft hafði all freklega gef-
ið á bátinn á langri vegferð. Fyrir
nákvæmlega hálfum mánuði andað-
ist kona hans Guðlaug og varð því
stutt milli  brottkvaðningar þeirra
hjóna, en þau höfðu deilt ævidögum
sínum saman í sextíu og fjögur ár.
Bæði önduðust þau á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli, en þar höfðu þau
dvalið frá árinu 1990.
Hermann var fæddur að Leys-
ingastöðum í Hvammssveit í Dölum
27. apríl 1902 og skorti því nokkra
daga til að fylla nítugasta og annað
aldursárið. Ungur að árum fluttist
hann að Ljárskógarseli í Laxárdal í
sömu sýslu með foreldrum sínum,
Guðmundi Jónssyni og Guðfríði Guð-
mundsdóttur. Synir þeirra hjóna
voru tveir, Hermann og Skarphéð-
inn, en sá síðarnefndi var skósmiður
í Reykjavík og andaðist 1944.
Hermann missti móður sína
skömmu fyrir fermingu og hefur það
eflaust haft mikil áhrif á svo ungan
og viðkvæman dreng. Heimili hans
mun hafa leyst upp skömmu síðar
og ungur að árum fór hann í vinnu-
mennsku á nærliggjandi bæi í þeim
tilgangi að létta undir með þröngnm
efnahag í heimahúsum. Þegar hann
náði meiri þroska stundaði hann
vertíðarvinnu á Suðurnesjum á vetr-
um, en vann að sveitastörfum á
sumrin.
Barna- og unglingafræðsla var
mjög af skornum skammti í íslensk-
um afdvalasveitum í byrjun þessarar
aldar. Hermann naut þeirrar fræðslu
sem þá var völ á þó námstíminn
væri oft skammur, en hann mun
hafa notfært sér þá fræðslu vel, því
drengurinn var óvenju námfús og
snemma meðtækilegur fyrir allan
fróðleik, hvort sem hann var í
bundnu eða óbundnu máli. En skóli
lífsins mun samt hafa kennt honum
mest og sannaðist á honum að löng
skólaganga hefur aldrei reynst rétt-
látur mælikvarði á haldgóða mennt-
un.
Ljárskógarsel er fjallajörð, sem
nú er löngu komin í eyði, en þar
ólst Hermann upp í nábýli við ungan
dreng sem hét Jóhannes Jónasson,
sem varð síðar þekktur undir nafn-
inu Jóhannes úr Kötlum. Náinn
kunningsskapur mun brátt hafa
myndast milli þessara ungu sveina
þótt Jóhannes  væri  nær þremur
árum eldri, fæddur 1899. Þeir voru
leikfélagar í æsku og bundust góðum
vináttuböndum.
Seint á þriðja áratugnum fluttist
Hermann úr Dölum suður til Borg-
arfjarðar og gerðist vinnumaður að
Hvassafelli í Norðurárdal. Þar bjó
þá afi þess er þetta ritar, Klemens
Baldvinsson, og síðari kona hans
Kristín Jónsdóttir miklu rausnarbúi.
Á Hvassafelli kynntist Hermann
konuefni sínu Guðlaugu móðursyst-
ur minni og gengu þau í hjónaband
árið 1930. Þau hófu búskap í Litla-
Skarði í Stafholtstungum það sama
ár. Jörðina byggðu þau upp og bættu
að miklum mun á ótrúlega skömm-
um tíma. Eftir níu ára búskap þar
sýktist Hermann af berklaveiki og
varð að dveljast á Vífilsstöðum með
nokkrum hléum til ársins 1958, eða
í nærfellt tvo áratugi. Árið 1944
brugðu þau hjón búi og fluttu til
Reykjavíkur og festu þá kaup á
húseigninni Miðtúni 6. Þar áttu þau
heima meðan heilsa og kraftar
beggja leyfðu, en fluttust þá á
Hjúkrunarheimilið Skjól eins og fyrr
er greint frá.
Það mun ekki hafa verið sárs-
aukalaust fyrir Hermann og Guð-
laugu frænku mína að flytjat frá
Litla-Skarði og á mölina. Bæði unnu
þau gróðursæld borgfirskrar gróð-
urmoldar og höfðu þegar séð góðan
árangur af starfi sínu í þau fjögur
ár, sem þau höfðu þar búsetu. Nátt-
úrufegurð í Litla-Skarði er rómuð
eins og víðar í Borgarfirði og þau
bönd sem Hermann batt við þann
stað, þar sem hann vann að helsta
ævistarfi sínu, rofnuðu aldrei meðan
hamTIifði.
Á síðari árum tókst þeim hjónum
ásamt börnum sínum að reisa Iítið
sumarhús á fögrum stað í Litla-
Skarðslandi. Þar áttu Hermann og
kona hans nokkrar sælar unaðs-
stundir á elliárunum. Útsýni frá
sumarhúsinu er stórfenglegt og sést
þaðan vítt um hinar breiðu byggðir
Borgarfjarðar.
Þegar Hermann hafði náð sæmi-
legri heilsu eftir dvöl sína á Vífils-
stöðum fékk hann vinnu í Ofnasmiðj-
unni í Reykjavík og starfaði þar svo
lengi sem kraftar entust.
Hermann og Guðlaug eignuðust
fimm börn, sem öll eru á lífi, en þau
eru: Guðfríður, Kristín, Klemenz,
Guðbjörg og Pétur.
Ég minnist þess að fyrstu kynni
mín af Hermanni voru fyrir rösklega
sextíu og fimm árum. Þá kom hann
oft að Klettstíu á heimili foreldra
minna. Ég man hvað við Karl bróðir
minn, sem er tveimur árum eldri en
ég, höfðum mikla ánægju af þessum
heimsóknum hans. Hann var ætíð
glaður og hress og hafði frá mörgu
að segja, sem kætti geð ungra
sveina. Hann kunni vissulega að
umgangast börn og lék sér við okk-
ur eins og við værum allir á líku reki.
Á hinni löngu dvöl sinni á Vífils-
staðahælinu mun Hermann í fyrsta ,
skipti á ævinni hafa átt þess kost
að kynnst miklu úrvali bóka og not-
aði hann sér það í ríkum mæli. Hann
hafði dálæti á ljóðum, sögulegum
fróðleik og þá var ættfræði honum
mjög hugleikin. Hermann var ágæt-
lega hagmæltur og hafði gott brag-
eyra. Hann lagði það aldrei í vana
sinn að flíka vísnagerð sinni þótt
nokkrar af vísum hans hafí birst á
prenti. Venjulega voru það kunningj-
ar hans sem komu þeim á framfæri
og þá oft í óþökk höfundar. Her-
mann skrifaði all nákvæmar
dagbækur í nær hálfa öld og hef ég
heimildir fyrir því að þær hafi að
geyma merkilegan fróðleik úr lífs-
baráttu alþýðumanns, sem aldrei,
gafst upp, en horfði björtum augum
til framtíðar þótt oft syrti í álinn.
Þessar dagbækur hans ásamt safni
hans af vísum og kviðlingum eru nú
í vörslu barna hans.
Hermann gerðist brátt eftir að
hann kom að Vífilsstöðum félagi í
félagssamtökum berklasjúklinga og
var um tíma virkur þátttakandi í
þróttmiklu starfi SÍBS. Hann taldi
þau samtök ávallt mjög merkileg,
sem mörgu góðu hafa komið til leið-
ar með gífurlegu starfi.
Þegar ég að leiðarlokum kveð '
minn ágæta vin Hermann Guð-
mundsson er mér efst í huga þakk-
læti fyrir allar hinar góðu og
ánægjulegu samverustundir sem við
áttum í áranna rás. Hann var mjög
heilsteyptur maður að allri gerð.
Hann unni af heilum hug öllum fróð-
leik og fylgdist vel með því sem
gerðist í þjóðfélagsmálum, og því
var gaman að spjalla við Hermann
um liðna tíma því minni hans var
næstum óbrigðult lengi fram eftir
ævi. Hann hafði mjög góða kímni-
gáfu, ágætur frásagnarmaður og
jafnan léttur í lund. En minnisverð-
astur er hann mér fyrir innri sálarró
og andlegan styrk og gat að jafnaði
séð „sólskinsblett í heiði" þótt erfið-
leikarnir virtust oft og tíðum lítt
viðráðanlegir.
Ég og fjölskylda mín sendum öll-
um aðstandendum hans hugheilar
samúðarkveðjur.
Far þú í friði, gamli vinur. Bless-
uð sé minning Hermanns frá Litla-
Skarði.
Klemenz Jónsson.
Björg Ólafs-
dóttír - Minning
Fædd 6. nóvember 1927
Dáin 26. mars 1994
Á Hvallátrum við Látrabjarg er
vestasta byggð á íslandi. Bæirnir
standa við vík sem er umlukin fjöll-
um á þrjá vegu, en mót vestri er
opið Atlantshafið. Þarna getur oft
verið kalt og veðrasamt, en hrikaleg
fegurðin í umhverfi Látrabjargs
ásamt björtum vornóttum og löngum
sumardögum gera þenann stað að
einum af náttúruperlum íslands.
Á þessum stað fæddist Björg 01-
afsdóttir 6. nóvember 1927. Hún var
dóttir hjónanna Önnu Eggertsdóttur
og Ólafs Halldórssonar. Björg átti
einn bróður sem^ var fimm árum
yngri en hún. Á uppvaxtarárum
Bjargar var fjölmenni á Látrum. Þar
voru þrjú aðalbýli, Heimabær, Mið-
bær og Húsabæir. Þarna var jöfnum
höndum stundaður sauðfjárbúskap-
ur og sjósókn enda stutt á gjöful
fiskimið. Einnig var mikil fugla- og
eggjataka í Látrabjargi.
A Heimabæ bjuggu móðurforeldr-
ar Bjargar, Eggert Eggertsson og
kona hans, Halldóra Gísladóttir. Þau
eignuðust fjögur börn, Ólöfu, Daní-
el, Önnu og Sigríði. Systkinin öll
ásamt mökum sínum settust að á
Látrum hjá foreldrum sínum. Ólöf
og Anna giftust bræðrum. Jörðinni
Heimabæ var skipt niður í parta og
þau stunduðu búskapinn eins og
gert hafði verið frá ómunatíð á þess-
um stað. Sambúðin á Heimabæ var
mjög náin og sérstæð og sátt og
samlyndi ríkti ávallt á milli fjöl-
skyldnanna.
Systur Önnu, þær Ólöf og Sigríð-
ur, eignuðust börn, Ólöf eignaðist
tvær dætur og börn Sigríðar urðu
tíu og voru þau ásamt Björgu og
Halldóri, börnum Önnu, alin upp
saman og þótti vænt hvert um ann-
að sem væru þau systkini.
Okkur börnum Ólafar og Sigríðar
var Björg meira en kær frænka. Hún
er í huga okkar sem systir og þann-
ig munum við minnast hennar um
ókomin ár, svo nátengd er hún öllum
æskuminningum okkar frá Látrum.
Sérstaklega voru þær frænkurnar
Björg og Hulda, dóttir Sigríðar,
miklar vinkonur. Nöfn þeirra tveggja
voru ávallt nefnd í sömu andránni,
svo samrýndar voru þær. Vinátta
þeirra hefur haldist alla tíð síðan.
Björg var einkar vel gerð kona.
Hún var fríð sínum, hæg og prúð í
fasi en kát og glöð að eðlisfari og
það breyttist ekki þó að hún gengi
með langvinnan og kvalafullan sjúk-
dóm um árabil.
Björg sleit barnsskónum á Látr-
um. Um tvítugt fór hún á Húsmæð-
raskólann á Staðarfelli, en árið 1949
giftist hún eftirlifandi manni sínum,
Magnúsi Guðmundssyni frá Patreks-
firði. Þau eignuðust fimm börn. Elsta
drenginn sinn misstu þau af slysför-
um. Hin börnin eru: Aron, Ingibjörg,
Anna og Flosi. Fyrstu búskaparár
sín bjuggu þau í Reykjavík en síð-
ustu þrjátíu árin hafa þau búið á.
Patreksfirði, þar sem Magnús starf-
ar nú sem flugvallarstjóri.
Við vottum Magnúsi og börnum
svo og fjölskyldum þeirra ásamt
Halldóri og fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Bjargar Ól-
afsdóttur.
Frændsystkinin frá
Heimabæ.
^GH
vy
Þýsk
HVERGI
FESTINGAJARN
OG KAMBSAUMUR
gæðavara — traustari festing
MEIRA URVAL
ÓTRÚLEGA  l_ÁG"T \/EERÐ
i.i.h.  2*>  -   UIN  U.i kj.ivik
»K<> IO oj> (>H«>I4H>
-.*¦ *                                                                                                                                - •   -. -  - ¦
¦¦¦¦¦¦¦M
; v*« * .-ui^í's ¦¦¦ I i
mmmtmmi w. wiiiiiiii—b—aaww
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64