Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994
49
nú á föstudeginum langa. Þannig
lýsir a.m.k. björgunarsveitarformað-
ur, frændi og samleikari Gunnars í
mynd okkar, Jón Kr. Guðbjartsson,
tilfinningum þeirra björgunarsveitar-
manna, sem og annarra Bolvíkinga,
sem slysin hafa mætt á undanfarin
misseri og ár. Jón tók við for-
mennsku björgunarsveitarinnar af
frænda sínum, Gunnari Leóssyni, og
nú varð það hlutskipti arftakans og
björgunarsveitarmanna hans, og
meðleikara Gunnars í árabátamynd-
inni, að hefja leitina að þeim hjónum,
þegar þau komu ekki fram. Þeirra
varð síðan að bjarga lífi Guðbjargar
en bera látinn vin og frænda og fyrr-
um formann björgunarsveitarinnar
heim til byggða.
Lífsorkan lifir áfram og yfirfærist
á eiginkonuna, sem fyrir hafði þegið
dágóðan kraft frá eiginmanni sínum.
I frækilegri baráttu hennar gegn
köldum faðmi dauðans endurpeglast
lífsvilji heils byggðarlags, kannski
íslensku þjóðarinnar, sem getur ekki
gert börnum sínum þann óleik að
gefast upp á búsetu í þessu miskunn-
arlausa, harðbýla en gjöfula landi.
Mikilvægi einstaklingsins á íslandi
er hluti af verðmæti þjóðlífs okkar.
Einstaklingurinn er enn mikilvægari
í sjávarplássum og sveitum landsins
heldur en í þéttbýlinu. Þessi sannindi
mega ekki gleymast. Þetta kemur
fram í því að þegar dauða ber að
höndum úti á landi er þegar í stað
flaggað í hálfa stöng. Fólk veit þá
hvers kyns er og getur aflað sér frek-
ari frétta af dauðsfallinu. „Maðurinn,
sem lést hét Gunnar Leósson og var
pípulagningamaður í Bolungarvík"
var sagt í útvarpsfréttunum. Hversu
óendanlega lítið segja ekki þessi orð
þeim, sem ókunnugir eru manninum!
En Vestfirðingar, sem flögguðu í
hálf a stöng, og aðrir þeir, sem þekktu
Gunnar, vissu hins vegar hversu
miklu meira bjó hér að baki, hvers
þeir höfðu raunverulega misst. Um
leið varð ljóst að mannlífið í sjávar-
plássi á þrengingartímum mátti síst
við svo stórum missi.
Þessi fátæklegu orð eru skrifuð á
föstudaginn langa. Páskar eru fram-
undan. Upprisuhátíðin mikla. Fráfall
Gunnars leiðir upp að þessari hátíð
og hún styrkir okkur í sorg okkar,
sem misst höfum einstakan vin, föð-
ur, afa, eiginmann. Minning Gunnars
mun lifa og hann mun verða ljóslif-
andi fyrir augum mínum í klippiborð-
inu um skeið, sem leiða mun til þess,
ef guð lofar, að við munum mæta
honum á ný ásamt skipverjum sínum
í Bolungarvík augliti til auglitis á
hvíta tjaldinu, sem árabátsformanni
íslands í þúsund ár. Það gervi fer
honum vel, þessum öðlingi. Því „þeg-
ar hið forgengilega íklæðist ófor-
gengileíkanum og híð dauðlega
ódauðleikanum, þá mun rætast orð
það, sem ritað er" og suhgið er svo
fagurlega í Messíasi Handels:
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
Dauði, hvar er sigur þinn?
Dauði hvar er broddur þinn?
Við félagar í Lifandi myndum,
undirritaður, Sigurður Sverrir Páls-
son, Þórarinn Guðnason og Gunnar
Baldursson, leikmyndagerðarmaður,
sendum Guðbjörgu Stefánsdóttur,
Hafþóri og öðrum börnum þeirra
hjóna og fjölskyldum þeirra, sem og
Bolvíkingum og öðrum samferða-
mönnum Gunnars Leóssonar, okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Erlendur Sveinsson.
Kveðja frá Grunnvíkinga-
félaginu á ísafirði
Það var líkt honum Gunnari Leós-
syni að bregðast fljótt við þegar kall
almættisins kom. Þannig var Gunnar.
Hann var einn af máttarstólpum fé-
lagsins okkar og við eigum eftir að
átta okkur á því að hans nýtur ekki
lengur við. Það var sama hvort leitað
var til .hans með verkefni eða hann
átti frumkvæðið sjálfur, væru málin
í hans höndum var þeim borgið. Hann
var maður framkvæmdanna.
Þótt veraldarvafstrið gleymist
munum við lengi búa að gleðinni sem
Gunnar gaf okkur. Þar sem Gunnar
var, þar var gaman, að ekki sé nú
talað um þegar þeir frændurnir Gunn-
ar og Ingi lögðu saman. Þær eru
ógleymanlegar persónurnar sem hann
bjó til og þau gervi sem hann brá sér
í fyrir okkur. Óll þekkjum við Hroll-
laug og Lónbjörn og þeirra fólk. Frá-
sagnir hans, söngurinn og sÖgurnar
voru þannig að hann hafði athygli
áheyrenda óskipta. Hann hreif alla
með sér. Hverjum öðrum en Gunnari
gat dottið í hug að heiðra vini sína
og velunnara með heimasmíðuðum
orðum, að selja blikadún í smápokum
til fjáröflunar fyrir gott málefni, að
útbúa vindmæli til notkunar fyrir
þorrablót og að selja samkomugestum
út af skemmtun þegar ekki mátti
selja inn?
Gunnar var barn náttúrunnar og
sveitarinnar. Hann var alinn upp
norður í Jökulfjörðum og þar var
hans sveit. Margar voru þær ferðirnar
sem hann fór með félögum sínum
norður í Flæðareyri til að byggja upp
og lagfæra þá aðstöðu sem við eigum
þar. Þarna nutum við góðs af fag-
mennsku hans. Engin Flæðareyrarhá-
tíð var svo haldin að hánn tæki ekki
virkan þátt í henni, bæði undirbún-
ingi og framkvæmd. Svo var einnig
með aðrar ferðir sem farnar voru í
nafni félagsins.
Meðal Grunnvíkinga reisti Gunnar
sér minnisvarða sem standa mun um
ókomin ár. Það er lítill trjálundur
norður í Flæðareyri, Gunnarslundur.
Flæðareyri er þekkt fyrir annað en
veðursæld, en Gunnar hafði trú á því
að þarna gætu tré þrifíst. Fyrir mörg-
um árum gróðursetti hann þar nokk-
ur tré í tóftarbroti og það hefur sýnt
sig að hann hafði á réttu að standa.
Þegar við förum norður, dyttum að
húsum og öðrum eigum okkar þar,
hlúum við að trjánum í Gunnarslundi
og minnumst Gunnars.
Um leið og við kveðjum Gunnar
Leósson og þökkum honum samfylgd-
ina vottum við Guðbjörgu konu hans,
börnum og öðrum aðstandendum
hans samúð okkar.
Hlíf Guðmundsdóttir,
formaður.
Tengdafaðir minn Gunnar Leósson,
pípulagningameistari í Bolungarvík,
verður til moldar borinn 5. apríl nk.
Það kemur upp í huga manns á stundu
sem þessari hve lífið getur verið mis-
kunnarlaust og óvægið. Gunnar var
burt kallaður án fyrirvara, fullur af
lífskrafti og lífsgleði. Það er trú mín
og von á stundu sem þessri að dauð-
inn sé ekki endalok alls og Gunnar
dvelji nú meðal horfínna ættingja og
vina á þeim stað sem okkur öllum
er ætlaður.
Ég kynntist Gunnari fyrir 16 árum,
eða eftir fyrstu kynni mín af dóttur
hans, Fannýju. Allt frá fyrstu tíð tók-
ust með okkur góð kynni og vinskap-
ur. Það eru verðmæti sem ekki verða
metin til fjár að hafa átt samleið með
jafn gefandi og hjálplegum manni og
Gunnar var. Okkar samræður snerust
að mestu um landsmálin, enda lágu
hugir okkar saman í þeim efnum. En
einmitt í slíkum samræðum kom í ljós
hvaða dreng Gunnar hafði að geyma.
Hann var víðsýnn og sanngjarn, enda
víðsfjarri honum að skara eld að sinni
köku. Rausnarskapur var honum í
blóð borinn, það varð ég ríkulega var
við í heimsóknum okkar til Gunnars
og konu hans Guðbjargar, eða Guggu
eins og hún er oftast köíluð.
Gunnar fæddist á Höfðaströnd í
Grunnavíkurhreppi, sonur Leós Jóns-
sonar, sem búið hefur lengst af á
Siglufirði, og Soffíu Júlíönu Bærings-
dóttur, sem nú er látin. Hann ólst upp
hjá afa sínum og ömmu, þeim Bær-
ingi Einarssyni og Vagnfríði Vagns-
dóttur. Gunnar á tvær hálfsystur,
Minný Leósdóttur, búsetta á Sauðár-
króki, og Ásdísi Svövu Hrólfsdóttur,
sem býr í Bolungarvík. Hálfbróðir
Gunnars var Vagn Margeir Hrólfsson,
sem lést í sjóslysi í desember 1990.
Fyrstu árum starfsævinnar eyddi
Gunnar til sjós, en síðan lá leið hans
suður. Þar lærði hann pípulagnir sem
varð síðan ævistarf hans.
Á ísafirði kynntist Gunnar eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Stef-
ánsdóttir frá Horni. Þau bjuggu allan
sinn búskap í Bolungarvík og eignuð-
ust fjögur börn. Þau eru Hafþór, Jó-
hanna Sóley, gift Páli Benediktssyni,
og Bæring Freyr, giftur Grazynu
Gunnarsson. Þau eru öll búsett í Bol-
ungarvík. Yngst er Elín, sem býr í
Keflavík, ásamt sambýlismanni sínum
Sigurgeiri Sveinssyni. Áður átti
Gunnar eina dóttur, Fannýju, sem
gift er undirrituðum og búa þau í
Reykjavík.
Ég hugsa með söknuði til þess að
samverustundir okkar Gunnars verði
ekki fleiri, en í framtíðinni getur
maður yljað sér við góðar minningar
frá þeim stundum sém við 'áttum sam-
an. Missir fjölskyldunnar er mikill,
en erfiðast er þó fyrir eftirlifandi eig-
inkonu að sætta sig við svo skyndi-
iegt fráfall.
Að lokum bið ég góðan Guð að
styrkja Guggu og aðra nákomna ætt-
ingja í sorg þeirra.
Hörður Gunnarsson.
Mánudaginn 28. mars barst sú
harmafregn um okkar litla bæ, að
Gunnar Leósson, pípulagningameist-
ari, hefði látist af slysförum sunnu-
daginn 27. mars 1994.
Menn setti hljóða og auðfundnir
voru saknaðarstraumar þegar fánar
voru dregnir í hálfa stöng í Bolung-
arvík.
Gunnar heitinn var að koma frá
Skálavík, ásamt eiginkonu sinni, Guð-
björgu Stefánsdóttur,. þegar hið
hörmulega slys varð.
Skálavík var hans „Paradís", en
þar höfðu þau hjónin byggt upp
myndarlegan sumardvalarstað, ekki
aðeins fyrir sjálf sig, heldur einnig
fyrir vini og vandamenn. Þá voru þau
hjónin að ljúka miklum endurbótum
á húsakosti jarðarinnar Minni-Bakka,
Skálavík, sem nýlega var orðin eign
þeirra.
En vinahjón þeirra, þau Sigríður
heitin Magnúsdóttir og Jónas Hall-
dórsson, voru þar síðustu ábúendur.
Gunnar heitinn kallaði þau ávallt
„konung og drottningu" Skálavíkur,
en fékk sjálfur nafnið „bæjarstjórinn
í Skálavík", og hafði hann gaman af.
Gunnar var mikill náttúruunnandi og
naut þess unaðar og friðar sem kyrrð-
in ein getur veitt, en hana er svo ríku-
lega að fínna í Skálavík.
Við stofnuðum „óformleg vinabæj-
artengsl" milli Skálavíkur og Bolung-
arvíkur. Þetta þýddi að okkur Lillý
var boðið að vera viðstöddum á ár-
legri „sumarhátíð" þeirra Skálvík-
inga.
Þar kom sérstaklega fram hversu
mikill höfðingi og stjórnandi Gunnar
var á öllum sviðum.
Uppátæki hans mörg voru kostuleg
og ekki skorti á hagleik og hugvit
þegar búa átti til minjagripi í tilefni
hátíðarinnar eða skipuleggja dagskrá
með tilheyrandi skemmtiatriðum.
Það verður vandfundinn foringi
þeirra „Skálvíkinga" í Gunnars stað.
Kynni okkar Gunnars hófust fyrir
mörgum árum. Báðir erum við Jökul-
firðingar að ætt, og lágu leiðir því
fyrst saman á „æskuslóðum" í
Grunnavík og á Hesteyri. Síðar störf-
uðum við saman sem iðnaðarmenn í
Bolungarvík og vorum samstarfs-
menn í bæjarstjórn Bolungarvíkur
kjörtímabilið 1982-1986 auk þess að
sitja saman í fjölmörgum nefndum á
vegum bæjarstjórnar.
Það var gott að starfa með Gunn-
ari Leóssyni. Hann vék sér ekki und-
an ábyrgð, fylgdi sannfæringu sinni,
og tók jafnan afstöðu til mála með
heill bæjarfélagsins öðru ofar. Gunnar
var mikill félagsmálamaður og tók
virkan þátt í félagsstarfi hvers konar,
ber þar að nefna mikið og óeigin-
gjarnt starf í Grunnvíkingafélaginu,
og slysavarnadeildinni Erni, Bolung-
arvík.
Gunnar var þéttur á velli og léttur
í lund, maður með rólegt og traust-
vekjandi fas og hafði útlit hins gamla
víkings.
Þegar hin glæsilega mynd „Ver-
stöðin ísland" var kvikmynduð, m.a.
í verbúðinni Ósvör í Bolungarvík, var
Gunnar sjálfkjörinn sem „leikari" hins
íslenska æðrulausa formanns.
Hann hefur nú lesið sína hinstu
„sjóferðabæn".
Gunnar var mjög fróður um átt-
haga sína, land og þjóð og hafði sér-
staklega skemmtilega frásagnargáfu.
Sögur sínar kryddaði hann oft með
þessu gamla góða íslenska „háði",
sem aldrei var meiðandi, heldur dró
fram séreinkenni staða eða mannlýs-
inga eftir því sem við átti.
Ekki ætla ég hér að rekja ættir,
náms- eða starfsferil Gunnars Leós-
sonar. Það munu mér fróðari menn
gera.
Gunnar Leósson var til moldar
borinn frá Hólskirkju í Bolungarvík
þriðjudaginn 5. apríl 1994.
Við Bolvíkingar og vinir um land
allt söknum hans sárt.
Sárastur er söknuður eiginkonu,
barna, barnabarna, tengdabarna og
fjölskyldu og ekki síður hálfsystra
hans, Minnýjar og Ásdísar, sem ekki
fyrir löngu missti bróður sinn, Vagn
Hrólfsson, í öðru hörmulegu slysi.
Aðstandendum öllum sehdum við Lillý
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd bæjarstjórnar Bolung-
arvíkur færi ég Gunnari bestu þakkir
fyrir óeigingjörn störf að velferðar-
málum Bolungarvíkur. Við sem nut-
um þess að vera samstarfsmenn hans
minnumst góðs vinar, sem gott var
til að leita og eiga samráð við.
Kæra Gugga, ég bið góðan Guð
að styrkja þig og fjölskyldu við frá-
fall góðs eiginmanns. Fá hjón hef ég
vitað jafn samrýnd og þið voruð. Ég
veit að ótal myndir liðinna atburða í
lífí ykkar verða þér og þínum ljóslif-
andi á kveðjustund. Þær minningar
munu lifa áfram. Þá er gott til þess
að vita að þær minningar allar eru
hreinar, bjartar og umluktar ljúfum
friði.
Ölafur Krisrjánsson,
bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Landslagið fyrir vestan er víða
óblítt og býður upp á hættur. Fólkið
þar er vant því að berjast við náttúru-
öflin eins og það er vant því að berj-
ast fyrir lífinu. Það er engin logn-
molla í 'lífsbaráttunni. Og ríkir ennþá
harður vetur á þessum slóðum. Það
verða slys. Bæði á sjó og í landi. Illu
heilli með hörmulegum hætti eins og
gerðist á dögunum, þá er Gunnar
Leósson úr Bolungarvík var ásamt
eiginkonu sinni að ferðast á snjósleða
og var á leið til síns heima úr Skála-
vík. Gunnar lézt samstundis, en kona
hans lifði og sýndi meiri hugprýði en
orð fá lýst með því að hafast við ein-
ar tíu klukkustundir afar illa á sig
komin á slysstaðnum, áður en henni
barst hjálp.
Sorgin  hefur knúð dyra þar við
yzta haf og vítt og breitt hjá öllum
þeim fjölda, sem til þekkja. Það er .
erfitt að sætta sig við, að þetta váveif-
lega atvik gerðist.
Gunnar Leósson var heiðursmaður,
heill og hreinn í hugsun og athöfn,
gumaði ekki. Hann hafði viðmót. Svo
lýsti Kjarval einum vina sinna. Svo
sannarlega gott viðmót alveg á sama
hátt og elskulegur hálfbróðir hans
Vagn Hrólfsson heitinn, sjómaður í
Bolungarvík, maðurinn hennar Birnu
Hjaltalín kaupkonu í Víkinni. Vagn
var tónlistarmaður af guðs náð -
virtúós. Það kannast líka margir við
Hrólf, sem nú dvelst við störf í Þýzka-
landi. Músíkant eins og pabbinn og
raunar öll fjölskyldan. Vagn fórst
ásamt tengdasyni sínum í aftakaveðri
á miðum að vetrarlagi fyrir fáum
árum. Hætt er við, að einhverjir skildu
það sem grobb að upplýsa hér að
þeir Vagn og Hrólfur fengust til að
troða upp á málverkasýningu undir-
skráðs í sjómannastofunni í Bolungar-
vík haustið 1975, annar lék á jap-
anskt orgel og hinn spilaði á drag-
spil (harmonikku). Á meðan freistað-
ist undirskráður til að gera skyndi-
mynd - karakterportrett af feðgunum
-  sitt í hvoru lagi - í pastellitum á
taupappír og óf inn á myndflötinn
áhrif frá bolvísku umhverfi og veð-
rum. Haft er eftir þýzkum túrista
þekktum, sem reit ferðabók um ís-
land, að glæsilegast sjávarplássa í
Evrópu (jafnvel í víðri veröld) sé Bol-
ungarvík. Þýzkarinn vitnaði í Landn-
ámabók, þar sem segir af Þuríði
sundafylli og syni hennar. Hljóðar
svo: „Þuríðr sundafyllir ok Völu-
Steinn son hennar fór af Hálogalandi
til íslands ok nam Bolungarvík og
bjöggu í Vatnsnesi. Hon var þvi köll-
uð sundafyllir, at hon seiddi til þess
í hallæri á Hálogalandi, at hvert sund
var fullt af fiskum ..."
Það er alltaf ævintýri að koma
vestur - að minnsta kosti fyrir suma
-  og þarf ekki að gefa skýringar á
slíku. Á haustnóttum á síðasta ári
var guð svo rausnarlegur - óllu held-
ur guð og menn svo gjöfulir við mál-
ara í leit, að veita honum færi á að
dveljast við beztu skilyrði til vinnu
og hughrifa og hugljómunar Jaarna á
Vestfjörðunum (á svæðinu: Isafjörð-
ur, Bolungarvík, Hnífsdalur, Óshlíðin
og Djúpið allt; aukinheldur þrjár
bragðmiklar sjóferðir). Ennþá 3-4
mánuðum seinna gætir áhrifa af þess-
ari hamingjukennd.
Sagt hefur verið, að þakklæti sé
veigamesti þáttur trúarlífs. Gunnar
Leósson varð á vegi þess, sem þetta
skrifar, eins og kraftaverk, bauð hon-
um í Skálavík, greiddi götu hans á
alla lund og jók virðingu hans gagn-
vart tilverunni, ekki síður gagnvart
listinni og þeirri ábyrgð, sem hvílir á
þeim, er fæst við hana. Meira að segja
á úrslitastund - raunverulega á hálf-
gerðri ögurstund - birtist h'ann eins
og af guði sendur í hús ísfirðingafé-
lagsins að Sóltúnum á ísafirði (sloti
Guðmundar sáluga Mosdals) til að
ganga frá óinnrömmuðum nýjum
málverkum að vestan, slá utan um
þau, svo að þau yrðu skotheld til flutn-
ings suður til Reykjavíkur með vöru-
flutningabíl (hálfgerðum skriðdreka)
frá ísafjarðarleið hans Kidda Ebenez-
ar. Örfáir dagar voru til sýningar.
Útlitið ískyggilegt. Fyrir vestan er sú
skoðun ennþá ríkjandi, góðu heilli,
að ekkert sé að óttast í þessu lífí
nema mann sjálfan. Þegar hér var
komið bráðlá á, að allt stæði eins og
stafur á bók, varðandi tempóið, flutn-
ingurinn suður, innrömmun hjá Sigur-
jóni vini várum í Fákafeni (sem er
harðduglegri en flestir aðrir, gæti
verið að vestan en er Austfírðingur
af góðu klani). Og einnig skipti það
máli, að öll sýningin - allar myndirn-
ar kæmust klakklaust vestur ekki síð-
ar en daginn fyrir opnunina, svo að
hægt væri að troða upp í góðum sýn-
ingarsal (gamla réttarsal sýslumanns-
embættisins) í húsi Verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins, við hliðina á Lands-
bankanum - í gripsfæri við Mammon
eða öllu heldur peningana. Þetta var
allt spennandi frá upphafí til enda -
eins og í „Wild West" - og barizt
fyrir heiðri eins og svo oft áður (í
Islendingasögustíl eigum við ekki
segja svo). Og Gunnar stóð með
manni allan tímann eins og klettur.
Það er mikið lán að hafa fengið að
kynnast góðu, eðlilegu fólki um
ævina. Það gefur siðferðilegt aðhald.
Stundum er eins og það veiti ekki
af allri ævinni til að sýna það og
sanna, að kannski sé maður á ein-
hvern hátt verðugur og standi undir
lífsláninu.
Gunnar og kona hans er fólk með
reisn eins og bröttu fjöllin fyrir vest-
an. Sumir eiga fyrir sinni skoðun og
aðrir ekki. Það var tófrandi og mann-
bætandi að hitta þau hjónin-á heimili
þeirra í Víkinni. Koma í Skálavíkina,
þar sem Gunnar hafði með lífsorku
og listrænum smekk byggt ferðaþjón-
ustu á einum þrem-fjórum stöðum.
Það er fróðlegt að glugga í gestabæk-
urnar og sjá ummæli innlendra og
útlendra túrista. Gunnar hafði endur-
reist gamla bóndabæi með sögu og
andrúmsloft og dyn aldanna. Þessi
hús - það snarkar í þeim af lífi og
krafti, dularfullum krafti. Og eins og
kemur fram í skrifum í gestabókum
hafa útlenzkir greinilega fallið í stafí
yfir töfrum svæðisins. _ Ásta heitin
Fjeldsted kaupkona á ísafirði hafði
nokkrum sinnum frætt greinarhöfund
um fegurðina þar. Það var ekki gott
skyggni, þegar Skálavík var sótt heim
í haust. Hins vegar tók staðblærinn
mann föstum tökum eins og áhrif,
þegar Knut Hamsun er lesinn og
hann lýsir rómantísku landslagi sum-
staðar í bókum sínum (sem Laxness
reyndi að taka upp eftir honum).
Þetta er kraftgefandi skynjun á sköp-
unarverki Hans, sem öllu ræður.
Gunnar var líka listamaður í orðsins
fyllstu merkingu og áreiðanlega með
músíkina í blóðinu eins og Vagn heit-
inn bróðir hans. Gunnar gerði högg-
myndir. Þær standa við bæinn hans,
afar persónulegar og falla inn í um-
hverfið.
Gunnar Leósson var lifandi karakt-
er eins og allir vita, sem Iionum kynnt-
ust. Karvel Pálmason garpurinn sá
var einkavinur hans og fóstbróðir.
Hann sagði um Gunnar: „Hann hjálp-
aði öllum, sem hann gat veitt liðsinni."
Og hann hlúði að sálinni í Skálavík-
inni á sama hátt og hann hlúði að
ýmsu öðru, og hann var skapandi
eins og listamanna er háttur. Það
sást á svo mörgu, sem tengdist honum
bæði í Bolungarvík og í Skálavík.
Tveir mánuðir eru til júnímánaðar.
Þá stóð til að skreppa vestur og koma
við í Skálavík. Ef til vill verður af
því, þótt Gunnar sé fallinn frá. Sál-
ræni gróðurinn í Skálavík, sem Gunn-
ar hlúði að, verður þar fyrir hendi.
Áhrifa af framkvæmdum Gunnars
á eftir að gæta um ókomna tíð. Lífíð
heldur áfram fyrir vestan með sorg
og gleði - þar sem annars staðar.
Það verður huggun harmi gegn, að
menn eins og Gunnar skilja eftir leið-
arvísi í óvissu tilverunnar. Hann gaf
fordæmi - fordæmi manndóms og
sjálfsvirðingar eins og bezta fólkið
gerir á lífsleiðinni.
Guð  blessi  minningu  hans.  Guð
blessi eiginkonu hans og börn þeirra
hjónanna og alla vini og haldi vemd-
arhendi yfir þeim.
Að Hæðardragi,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64