Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6  B
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
+
KORFUKNATTLEIKUR
Taugar Njarð-
víkinga sterkari
NJARÐVÍKINGAR uröu á laug-
ardaginn islandsmeistarar í
körfuknattleik karla íáttunda
sinn. UMFN vann Grindvíkinga
67:68 í æsispennandi úrslitaleik
þar sem sigurinn gat lent hvor-
um megin sem var. Leikið var í
Grindavík og afrek Njarðyíkinga
þvíenn meira, þeir unnu ÍBK í
undanúrslitum með þvísigra í
Keflavfk íoddaleiknum og nú
lögðu þeir deildarmeistarana í
oddaleik, einnig á útivelli. Til að
gera slíkt þarf sterkar taugar.
Njarðvíkingar byrjuðu eins og
venjulega í úrslitakeppninni,
illa. Heimamenn komust í 13:3, mest
^^^« fyrir stórleik Marels
Skúli Unnar en Njarðvíkngar létu
Sveinsson     Teit gæta Casey og
skrifar        bakvörður  var  því
settur á Marel. Marel
er höfðinu hærri og nýtti sér það
vel, gerði 6 fyrstu stig UMFG. Eftir
að hann kom inná aftur eftir smá
hvíld virtust Grindvíkingar vera bún-
ir að gleyma hversu vel gekk í upp-
hafí og Marel komst ekki almenni-
lega í gang aftur, enda gætti Valur
hans í síðari hálfleik.
Njarðvíkingar skutu og skutu,
samt ekki úr vonlausum færum eins
og í fyrri leikjum, en ekkert fór nið-
ur. Bæði lið voru raunar nokkuð bráð
í sókninni og það tók því varla að
setja skotklukkuna í gang. Baráttan
var í fyrirrúmi og taugar leikmanna
voru greinilega þandar til hins ít-
rasta enda ber skor liðanna í fyrri
hálfleik það með sér. 28:27 í leikhléi
er ekki það sem maður á að venjast
í meistaraflokki karla. Varnir voru
reyndar ágætar en ekki svona góðar.
Casey gerði skemmtilega körfu í
lok fyrri hálfleiks. Hann náði frák-
asti lék aðeins fram og skaut af eig-
in vallarhelmingi, yfir allan völlinn,
í spjaldið og niður. Þrjú stig og
UMFG einu stigi yfir í leikhléi.
Baráttan hélt áfram í síðari hálf-
leik og jafnræðið algjört þó svo heima-
Svekktur
Vissulega er ég svekktur núna,
þetta gat lent hvoru megin
sem var. Þetta var spurning um
heppni. Við misstum boltann í
sókninni í lokin en vorum búnir að
spila góða vörn og þegar Rondey
fékk boltann í lokin var bara að
taka sénsinn að brjóta á honum
því hann var búinn að hitta illa úr
vítaskotum í úrslitakeppninni.
Þetta var mjög sárt og kannski
meira vegna þess að þetta var svo
naumt í lokin. Við megum þó vera
ánægðir með veturinn, vorum í
sterkari riðli og urðum deildar-
meistarar eftir að það var búið að
spá okkur 5. sætinu í haust en við
erum náttúrulega ekki ánægðir að
tapa hér í dag," sagði Marel Guð-
laugsson.
„Ég skal ekki segja hvort það
voru taugarnar sem biluðu í lokin
en þetta var bara spurning, eftir
jafnan leik, hvort liðið hefði það.
Við komumst aldrei afgerandi yfír,
þeir komust alltaf inn í þetta aft-
ur. Við vorum óheppnir að missa
boltann í lokin. Þá var spurning
hvort liðið hefði heppnina með sér.
Strákamir gáfu sig á fullu í þetta
en heppnin var með Njarðvíkingum
í kvöld. Njarðvíkingarnir hafa
mikla reynslu en við eigum ungt
lið þar sem meðalaldurinn er 6
árum lægri en hjá Njarðvíkingum
og framtíðin er þeirra því þessi
úrslitakeppni færir þeim mikla
reynslu," sagði Guðmundur Braga-
son.
GRINDAVIK    NJARÐVIK
Fimmti úrslitaleikur
Islandsmótsins i köríuknattleik i
íþróttahúsinu iGríndavik 16. apríl 1994
67	Stig	68
10/14	Víti	17/23
4/16	3ja stiga	4/13
33	Fráköst	33
22	(varnar)	21
11	(sóknar)	12
12	Bolta náð	14
15	Bolta tapað	13
15	Stoðsendingar	11
22
Villur
19
menn væru oftast örlítið á undan.
Um miðjan hálfleikinn munaði 7 stig-
um, 52:45, og þá hafði Casey átt stór-
kostlegan kafla. Grindvíkingar kom-
ust í 59:51 en gerðust þá ragjr í sókn-
inni. Virtust ætla að láta klukkuna
vinna með sér. Til þess var of mikið
eftir og með gríðarlegri baráttu og
fullir sjálfstraust tókst Njarðvíkingum
að ná undirtökunum.
Þegar 1,20 mín. voru eftir jafnaði
Marel með þriggja stiga skoti, 67:67
og nú fyrst hófst ballið. Rondey fékk
tvö skot þegar 53,9 sekúndur voru
eftir en hitti úr hvorugu. Grindvík-
ingar fengu boltann og þegar 29
sekúndur voru eftir ætlaði Nökkvi
Már, besti maður UMFG, að brjótast
í gegn en hrasaði og missti boltann.
„Eg held að Rondey hafí náð að
koma við boltann," sagði Nökkvi Már
eftir leikinn. Njarðvíkngar nýttu
reynslu sína og fóru sér að engu
óðslega. Þegar 1,4 sekúndur voru
eftir var Rondey í dauðafæri en
Marel braut á honum. Ásetningsvilla
var dæmd og því tvö skot og boltinn
síðan við miðlínu. Rondey hitti úr
fyrra skotinu en ekki því síðara en
það kom ekki að sök. Tíminn var of
naumur fyrir Grindvíkinga.
Bæði lið eiga heiður skilið fyrir
frábæra leiki í úrslitakeppninni.
Grindvíkingar verða að bíða enn um
sinn með að hampa bikarnum en
þeirra tími kemur. Nðkkvi Már var
þeirra bestur og hefur leikið mjög
jafnt og vel. Marel átti ágæta spretti
og það sama má segja um Casey og
Pétur.
Teitur var rosalegur í þessum leik
og hreint unun að fylgjast með
drengunum leika vörnina. Rúnar og
Rondey áttu einnig mjög góðan leik
og Jóhannes var mikilvægur undir
lokin. Það hefur örugglega haft mik-
ið að segja fyrir Njarðvíkinga að
hvíla Teit og Rondey helminginn af
síðari hálfleinum í fjórða leik liðanna
í Njarðvík á fimmtudaginn. Annars
léku allir ágætelga, bæði hjá UMFG
og UMFN.
B ÞAÐ vekur athygli þegar töl-
fræðin er skoðuð eftir leikinn hve
liðin voru jöfn í leiknum. Þau tóku
bæði 33 fráköst í leiknum. Grinda-
vík tók 22 varnarfrákast á móti
21 Njarðvíkinga en Njarðvíking-
ar tóku 12 fráköst í sókninn á
móti 11 Grindvíkinga. Rondey var
drjúgur með 10 varnarfráköst og 6
sóknarfráköst og munar um minna.
Nökkvi Már tók 5 í vörninni og 4
í sókninni. Það vekur einnig at-
hygli að Guðmundur Bragason er
aðeins með 1 varnarfrákast en 3
sóknafráköst sem er langt frá því
sem venja er hjá honum.
¦  ÞAÐ sem skiptir kannski sköp-
um í leiknúm er hve vel Njarðvík-
ingar hittu úr vítaskotum í leiknum
því af síðustu 11 stigum þeirra í
leiknum voru 9 þeirra frá vítalín-
unni. Teitur skoraði tvö í stöðunni
62:57 fyrir Grindavík, Jóhannes
önnur tvö og fylgir á eftir með
körfu. Isak fór næstur á vítalínuna
og hitti úr tveimur bónusskotum.
Jóhannes hitti úr tveimur vítaskot-
um og kom Njarðvíkingum yfir
67:64. Marel jafnaði leikinn og
Rondey brenndi af tveimur skotum
þegar 54 sekúndur eru eftir og
gerði síðan út um leikinn á lokasek-
úndunni.
¦  NJARÐVÍKINGAR fylgdu
góðum Ieik sem þeir áttu í Njarð-
vík eftir í oddaleiknum með því að
leika langar sóknir og síðan elta
báða bakverði Grindavíkurliðsins
og trufla spil þess. Það hefur verið
sagt um Njarðvíkuliðið að það vilji
leika stutta sóknir, hlaupa í vörnina
og fá boltann aftur til að geta far-
ið aftur í sókn. í úrslitaleiknum var
þessu hins. vegar öfugt farið. Þeir
léku langar sóknir, biðu síðan í
sókninni og oft var það sem
Grindavíkurliðið var að skjóta
ótímabærum skotum áður en nokk-
ur var kominn undir körfu andstæð-
ingsins til að taka frákast.
¦  HJÖRTUR Harðarson átti af-
mæli á laugardaginn og sungu
grindvískir áhorfendur afmælis-
sönginn fyrir leikinn. Hjörtur varð
22ja ára.

					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12