Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 90. tbl. 82. árg. LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rabin boðar tilslökun í deilunni um hernumdu svæðin Býðst til að flytj a landnemana burt Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. YITZHAK Rabin, forsætisráðh'erra ísraels, sagði í gær að til greina kæmi að flytja ísraelska landnema frá öllum hernumdu svæðunum ef það mætti verða til þess að tryggja frið. Rabin hafði daginn áður valdið uppnámi á meðal landnema á Gólan-hæð- unum með því að lýsa yfir því að þeir kynnu að verða fluttir á brott þaðan. Forsætisráðherrann sagði í gær að þetta ætti einnig við um landnema á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Rabin sagði að hann væri aðeins að árétta fyrri ummæli sín og kvað frið mikilvægari fyrir ísraela en byggðir landnema. Hægrimenn í ísrael og land- nemar á hemumdu svæðunum, sem eru alls um 100.000, brugð- ust ókvæða við yfirlýsingu forsæt- isráðherrans. „Ummæli Rabins eru til marks um algjöra uppgjöf Gekkán aðstoðar á Pólinn Ósló. Reuter. NORÐMAÐURINN Borge Ousland varð í gær fyrstur manna til að ganga einn síns liðs á Norðurpólinn og án nokkurrar aðstoðar. Margir hafa komist á Norð- urpólinn frá því Bandaríkja- mennirnir Robert Peary og Matthew Henson fóru þangað á hundasleðum árið 1909. Norðmaðurinn er hins vegar fyrstur til að komast þangað einn og án hundasleða, vél- sleða eða matvælasendinga frá flugvélum. Ousland gekk á skíðum og leiðin er um 1.000 km. Ferðin tók 52 daga. veiks forsætisráðherra," sagði talsmaður Líkud-flokksins. Ummælin koma hins vegar á góðum tíma fyrir Warren Christ- opher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem heldur í sína fjórðu ferð til ísraels og arabaríkjanna á sunnudag. í ráði er að Christopher ræði meðal annars við Hafez al- Assad, forseta Sýrlands, enda leggur Bandaríkjastjórn ríka áherslu á að fá Sýrlendinga til að hefja friðarviðræður við ísraela að nýju. Stjórn Sýrlands hefur krafist þess að Israelar flytji alla landnema og hermenn sína frá Gólan-hæðunum. Reuter Harmur á Vesturbakkanum UNGUR ísraeli á Vesturbakkanum leggst á gröf bróður síns sem beið bana í árás múslimsku öfgasamtakanna Hamas, sem eru andvíg friðarsamkomulagi ísraela og Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Atlantshafsbandalagið setur Bosníu-Serbum úrslitakosti Hótar loftárásum á umsáturslið Serba Sarajevo. Reuter. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) setti Bosníu-Serbum úrslita- kosti í gær og hótaði loftárásum á umsáturslið þeirra í grennd við múslimaborgina Gorazde ef það hætti ekki stórskotaárásum sínum tafarlaust og færi ekki að minnsta kosti þrjá kílómetra frá borginni fyrir miðnætti í kvöld. Mandela boðar markaðshyggju Reuter Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, flutti ræðu í kauphöllinni í Jóhannesarborg í gær og kvaðst stefna að hagkerfi sem yrði byggt á grundvallarreglum markaðshyggjunnar. Hann kvað helsta markmið sitt að tryggja stöðugleika í efnahag landsins. * NATO samþykkti einnig að veija með sama hætti fjögur önnur griða- svæði, borgirnar Srebrenica, Tuzla, Bihac og Zepa. „Grimmdarlegar, villimannslegar árásir á varnarlausa borgara eru svívirða," sagði Manfred Wörner á blaðamannafundi þegar hlé var gert á fundi sendiherra NATO. „Við höf- um ákveðið að krefjast þess að Bosníufht-Serbar hætti árásunum tafarlaust, ég endurtek tafarlaust." Wömer sagði að ef Serbar yrðu ekki við kröfum bandalagsins myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Ef þeir færu ekki að minnsta kosti þijá kílómetra frá Gorazde fyr- ir miðnætti í kvöld, eða ef þeir hindr- uðu störf friðargæsluliða eða flutn- inga á særðu fólki frá borginni, ættu þeir yfir höfði sér loftárásir á þunga- vopn og fleiri hernaðarskotmörk í allt að 20 km fjarlægð frá borginni. Bandalagið gaf Serbum einnig frest til miðnættis á þriðjudag til að fiytja lið sitt a.m.k. 20 km frá Gorazde. Serbneska umsátursliðið hélt áfram hörðum stórskotaárásum á Gorazde meðan á fundi NATO stóð. Tugir manna biðu bana í gær og talsmaður Rauða krossins í Sarajevo sagði að 97 manns hefðu fallið í árás- unum á fimmtudag, en það er mesta mannfallið í borginni á einum degi frá því umsátrið hófst fyrir þremur vikum. Árásirnar hafa kostað 486 manns lífíð og 1.467 hafa særst. Yasushi Akashi, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna i Bosníu, ræddi við Radovan Karadzic og fleiri leið- toga Bosníu-Serba í Belgrad í gær. Akashi sagði í gærkvöldi að Serbarn- Reuter Serbar fordæmdir MANFRED Wörner, fram- kvæmdastjóri NATO, var óvenju harðorður í garð Bosníu-Serba þegar hann kynnti úrslitakosti bandalagsins í gær. ir hefðu fallist á vopnahlé í Gorazde frá hádegi í dag. Wömer kvaðst hafa skýrt Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, frá ákvörðun NATO og hann hefði samþykkt að- fela erindreka sínum að færa Bosníu-Serbum skilaboðin. Rússn- esku stjórninni hefði einnig verið skýrt frá úrslitakostunum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þarf að veita heimild fyrir fýrstu árásinni og Wörner kvaðst sannfærður um að Boutros-Ghali myndi gera það ef Serbar færu ekki að kröfum NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.