Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐURB/C 93. tbl. 82. árg. Serbar virt- ust hlíta úrslitakost- um NATO Genf, Sar^jevo, London, Moskvu. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að svo virtist sem Bos- níu-Serbar myndu hlíta úrslita- kostum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að flytja öll þunga- vopn að minnsta kosti 20 km frá Gorazde fyrir miðnætti liðna nótt. Christopher, sem er staddur í Genf, þar sem hann fundaði með hinum rússneska starfsbróður sinum, Andrej Kozyrev, sagði að yrði raunin sú að Serbar hefðu ekki flutt öll vopn á brott, yrði ekki af loftárásum fyrr en seinni- part dagsins í dag. Seint í gær- kvöldi staðfesti talsmaður Sam- einuðu þjóðanna að Serbar hefðu flutt vopn sín á brott. Á blaðamannafundi að viðræðum loknum lögðu utanríkisráðherrarnir áherslu á að lausn á stríðinu í Bosn- íu næðist einungis eftir pólitískum leiðum, hemaðarátök ein og sér myndu ekki binda endi á það. Sögðu þeir ríkin myndu leggja mikla áherslu á samstarf í máiefnum Bosníu. Kosyrev hefur verið gagnrýndur harðlega á rússneska þinginu fyrir að gefa í skyn að loftárásir NATO á Bosníu-Serba fyrr í mánuðinum hafi átt rétt á sér. Þá þykir þjóðern- issinnuðum þingmönnum að Rússar hafi ekki veitt Bosníu-Serbum fullan stuðning í stríðinu við múslima. Skiptar skoðanir voru uppi um hvenær ljóst yrði hvort Serbar hefðu flutt vopn sín á brott. Taldi Warren Christopher að það yrði tæpast fyrr en í dag. Finnar á leið út úr kreppunni Helsinki. Reuter. SAMDRÆTTINUM í finnsku efnahagslífi er iokið, að mati finnska fjármálaráðuneytis- ins, sem spáir því, að hagvöxt- ur á þessu ári verði 2% og 5% á því næsta. Iðnfram- leiðsla og útflutningur hafa aukist verulega og svo virðist sem botninum sé náð hvað varðar eftirspurnina innan- lands. „Á þessu ári mun efnahags- lífið loksins komast út úr krepp- unni og horfurnar framundan eru góðar, jafnt hvað varðar atvinnulífið og einkaneysluna," sagði í tilkynningu fjármála- ráðuneytisins, en þar sagði einnig, að spáin um 5% hagvöxt á næsta ári væri byggð á því, að Finnland yrði aðili að Evr- ópusambandinu frá næstu ára- mótum. Ef það brygðist yrði hagvöxturinn eitthvað minni. Gert er ráð fyrir, að greiðslu- jöfnuðurinn verði hagstæður á þessu ári í fyrsta sinn í 16 ár, eða frá 1978, og enn hagstæð- ari á næsta ári. Atvinnuleysi í Finnlandi er nú 18,5%. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Blökkumenn í Suður-Afríku kjósa í fyrsta sinn BLÖKKUMENN í Suður-Afríku kusu í fyrsta sinn í þingkosningum í gær eftir fjögurra áratuga kynþáttaaðskilnað og 350 ára yfirráð hvíta minnihlutans. Einni mínútu fyrir miðnætti var gamli fáni Suður-Afríku dreginn niður í síðasta sinn. Á miðnætti tók gildi ný bráðabirgðastjórnar- skrá, sem færir blökkumönnum sömu pólitísku réttindi og hvítum. Mín- útu síðar var nýr fáni landsins dreginn að húni. Nelson Mandela, leið- togi Afríska þjóðarráðsins, sem verður líklega fyrsti blökkumaðurinn í embætti forseta landsins eftir kosningarnar, hvatti landsmenn til að neyta atkvæðisréttar síns í þágu friðar og gefa sig ekki fyrir hvítum öfgamönnum, sem staðið höfðu fyrir mannskæðum sprengjutilræðum til að trufla kosningarnar. F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, tók í sama streng. „Við eigum við bijálaða hægriöfgamenn að etja ... Við mætum þeim af fullri hörku og það gerir einnig þjóðstjórnin sem mynd- uð verður eftir kosningarnar,“ sagði forsetinn. Kjörfundurinn stendur í þijá daga og Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokksins, fór þess á leit við kjörstjórnina að kjördögunum yrði fjölgað, en beiðni hans var hafnað. Buthelezi sagði að flokkurinn hefði ekki haft nægileg- an tíma til að ná til kjósenda. Flokkurinn ákvað ekki fyrr en átta dög- um fyrir kosningarnar að taka þátt í þeim. Sjá einnig „Mandela hvetur. . . “ á bls. 24. 261 fórst er Airbus A-300 þota frá Tævan brotlenti í Nagoya í Japan Annað mt sem orðið ‘sta flugslysið hefur í Japan Reuter Komst lífs af ÞESSI litla stúlka var ein þeirra tíu farþega sem komust lífs af úr flugslysinu í Nagoya í gær. Nagoya, Tókýó. Reuter. 261 lést er þota af gerðinni Air- bus A-300 frá tævanska flugfé- laginu China Airlines brotlenti í lendingu á Nagoya-flugvellinum í Japan í gær. 257 farþegar voru um borð í vélinni og 14 manna áhöfn. Ekki er vitað hvað olli slys- inu, sem varð um kl. 20 að staðar- tíma, en veður var gott. Spreng- ing varð í vélinni við brotlending- una og gaus upp mikið eldhaf. Liðu um 40 mínútur frá því að slysið vaið og þar til slökkviliðs- mönnum tókst að ráða að niður- lögum hans. Tíu manns lifðu slys- ið af og voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár. Japönsk sjónvarpsstöð sýndi beint frá slysstað, sem er um 260 km vestur af Tókýó. Sáu áhorfend- ur flak vélarinnar standa í ijósum logum og tugi líka, sem komið hafði verið við flugbrautina og breitt yfir. 158 farþeganna voru Japanir, 63 Tævanir og 36 af öðru þjóðerni. „Vélin var á leið inn yfir flug- brautina á leið til lendingar, en reis skyndilega upp að framan. Svo sá ég kvikna í hreyflunum. Vélin brotlenti og mikil sprenging varð,“ sagði sjónarvottur að slysinu. Japönsk samgönguyfirvöld sögðu flugstjórann hafa reynt lend- ingu en síðan virst reyna að hefja vélina á loft að nýju en þá rakst hægri vængur hennar í jörðu og hún brotlenti. Framleiðendur vélarinnar, Air- bus A-300-600R, segja hana þá fyrstu sinnar tegundar sem brot- lendir. Þetta er hins vegar í annað sinn á hálfu ári sem vél frá China Airlines lendir í slysi; í nóvember sl. þeyttist vél flugfélagsins út af rennvotri flugbraut í Hong Kong. Þetta er annað mesta flugslysið sem orðið hefur og annað mesta sögu Japans, árið 1985 fórust 520 manns er Boeing 747-þota Japan Airlines brotlenti í fjallshlíð norð- austur af Tókýó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.