Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 3 i i i I > I ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) <t* $<- > fíl <* * í . * í Apple-umboðið hf. Skipholti 21. Sími: 91 - 62 48 00 Fax: 91-62 48 18 Tvö íslensk skip við veiðar í Smiigimni TVÖ íslensk skip hyggjast stunda veiðar í Smugunni næstu vikurn- ar, en það eru Skúmur GK sem gerður er út frá Hafnarfirði og Bliki EA sem gerður er út frá Dalvík. Skipin eru komin á miðin og farin að leita að fiski, en lítið hefur veiðst hingað til að sögn útgerð- armanna þeirra. Bæði skipin voru við veiðar í Smugunni í fyrra. Eiríkur Mikkaelsson, fram- kvæmdastjóri Hafboðans hf. og útgerðarstjóri Skúms, segir að skipið sé farið að leita að fiski en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir að erfitt sé að leita að fiski þar sem fá skip séu við veiðar á svæðinu, en það er mjög stórt. Hann segist vita um þrjú færeysk skip að veiðum í Smug- inni auk íslensku skipanna tveggja. Hingað til hefur Skúmur verið að veiðum innan lögsögunnar en er búinn með kvótann fyrir svo- litlu síðan, segir Eiríkur, enda hefði skipið ekki haft stóran kvóta. Nam hann um 460-490 tonnum í þorskígildum. Hagræðing að klára kvótann í sumar Ottó Jakobsson, framkvæmda- stjóri Blika hf. á Dalvík, segir að lítið hefði veiðst en áður en skipið fóru af stað hafði hann heyrt að frekar léleg veiði hefði verið í Smugunni undanfarið, en þeir hafi ekki átt annan kost en að senda skipið á úthafsveiðar. Skipið sé að vísu ekki alveg búið með kvót- ann, en ekki sé eftir nema um einn eða tveir túrar til að klára hann. „Það er ákveðin hagræðing í því að klára hann í sumar,“ seg- ir Ottó. Þegar hefur verið auglýst eftir fólki í sumarvinnu og unglingar fæddir 1979 og eldri hafa verið hvattir til að skrá sig í vinnu hjá fyrirtækinu í sumar. Róbert telur að siglfirskir unglingar muni ganga að sumarvinnu vísri í ár eins og undanfarin ár þó að þurft gæti að skipta tímabilinu eitthvað niður á unglingana. „Ekkert bend- ir því til þess að atvinnuástandið hérna verði öðruvísi en undanfarin Hann segist eiga von á því að skipið fái að veiða óáreitt í Smug- unni eins og aðrir, enda sé hún alþjóðlegt hafsvæði. Skipin eru bæði búin til sex vikna ferðar og er von á þeim aftur til landsins fyrir sjómanna- daginn í byijun júní. ár. Útlitið er sem sagt gott fram- undan,“ segir Róbert. í rækjuvinnslu Þormóðs ramma er nú til dæmis keyrt á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn alla sjö daga vikunnar. Kvótastaða fyrir- tækisins er góð. Yfirleitt vinna um 200 manns við útgerð og fisk- vinnslu hjá Þormóði ramma og er atvinnuástandið í þokkalegu jafn- vægi. SI Næg sumarvinna fyrir unglinga á Siglufirði Unnið allan sólar- hringinn í rækjunni Siglufirði. MIKIL vinna hefur að undanförnu verið hjá fiskvinnslu Þormóðs ramma á Siglufirði og útlit er fyrir að svo verði áfram, að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú er unnið á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn í rækjuvinnslunni. Morgunblaðið/RAX Steytti á skeri EGILL, 10 tonna trilla, steytti á skeri út af Kjalarnestöngum í gærmorgun. Á myndinni sjást björg- unarsveitarmenn í bát við trilluna, en skipveijar bíða átekta um borð. Á háflóði síðdegis tókst að ná Agli á flot á ný og var hann óskemmdur. Náðist á flot á háflóði og reyndist óskemmd TÍU tonna trilla, Egill ÁR 85, strandaði á skeri út af Kjalarnes- töngum um kl. 11 í gærmorgun. Þrír menn voru um borð og sakaði þá ekki, enda var veður með ágætum og þurftu þeir aldrei að yfirgefa trilluna. Um hádegi fjaraði undan Agli, en þegar féll að á ný síðdegis dró björgunarbáturinn Henry A. Hálfdánarson hann á flot og reyndist hann óskemmdur. Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarkall frá Agli kl. 11.10. Báturinn var þá strandað- ur og óskuðu skipveijar aðstoð- ar. Skömmu síðar sendu þeir upp neyðarblys og fóru tvær nær- staddar trillur á vettvang. Þær reyndu að draga Egil lausan, en tókst ekki. Þrátt fyrir ágætis veður var dálítil ylgja í sjóinn og barðist trillan í klappirnar. Þó lægði fyrr en varði og voru skip- veijar aldrei í hættu. Dreginn á flot Björgunarsveitin Kjölur á Kjal- arnesi og Ingólfur í Reykjavík fóru á staðinn. Fyrstur á vett- vang kom björgunarbáturinn Jón E. Bergsveinsson, en þá var orð- ið ljóst að Egill var kyrfilega skorðaður á skerinu. Skipveijar á Agli ákváðu að bíða átekta um borð og kl. 17.12, á háflóði, tókst Henry A. Hálfdánarsyni að draga trilluna á flot á ný. Egill reyndist óskemmdur og gat siglt á brott fyrir eigin vélarafli. Power Macintosh 7100/66 8 Mb vinnsluminni 250 Mb harðdiskur 17" Apple Multiscan-litaskjár Stórt hnappaborð Grunnverð: 557.900,- kr. Tilboðsverð: 414.000,- kr. stgr. Tilboðsverð án VSK: 332.536,- kr. stgr. ■i Power Macintosh 6100/60 8 Mb vinnsluminni 160 Mb harðdiskur 14" Apple AV-litaskjár Lítið hnappaborð Grunnverð: 341.600,- kr. Tilboðsverð: 266.000,- kr. stgr. Hlboðsverð án VSK: 213.655,- kr. stgr. Tíu tonna trilla strandaði út af Kjalarnestöngum Fyrsta Power Macintosh- tölvan kom með þyrlu í Apple-umboðið 14.3. '94.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.