Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 7 Breytingar verða á DV og Tímanum Fréttir ómerkt- ar vegna dóms „ÚTGEFENDUR gáfu okkur þau svör í gær að þeir bæru ekki fjár- hagslega ábyrgð á skrifum okkar, ef fréttir væru merktar upphafs- stöfum blaðamanna. Blaðamenn DV hafa því ákveðið að hætta að merkja fréttirnar," sagði Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, trúnaðarmaður blaðamanna á DV, í samtali við Morgunblaðið. Fyrir skömmu féll dómur í hér- aðsdómi, þar sem fyrrum blaða- manni DV var gert að greiða manni bætur vegna ummæla í fyrirsögn og frétt blaðsins, sem var merkt upphafsstöfum hans. Ritstjórar og útgefendur blaðsins voru hins vegar sýknaðir. í framhaldi af þessu ósk- uðu blaðamenn DV svara frá stjórn- endum blaðsins, um hvort þeir litu svo á að þeir bæru fjárhagslega ábyrgð á skrifum blaðamanna. Svörin voru á þá leið að svo væri ekki. „Blaðamenn DV funduðu í morgun [fímmtudag] og ákváðu að taka undir þau tilmæli Blaðamanna- félags íslands að merkja ekki frétt- ir með upphafsstöfum. í slíkum til- fellum leikur ekki vafi á hvar ábyrgðin liggur,“ sagði Ingibjörg Bára. Merkingar hverfa á Tímanum Guðmundur Rúnar Heiðarsson, trúnaðarmaður blaðamanna á Tím- anum, sagði að hann ætti von á að blaðamenn þar myndu hætta að merkja fréttir sínar, enda sömu eig- endur að blaðinu og DV, þó annað félag væri um reksturinn. „Við höf- um ekki rætt þetta við stjómendur fyrirtækisins, en ég geri fastlega ráð fyrir að upphafsstafir okkar sjá- ist ekki undir fréttum," sagði hann. Unnið að hreinsun um borð í Venusi Skipverjar leita eftir plássi á öðrum skipum „ÞAÐ er enn verið að vinna að því að hreinsa til í Venusi eftir brun- ann og því ekki hægt að segja til um hversu langan tíma tekur að koma honum í samt lag. Það er þó ljóst að við getum ekki veitt áhöfn- inni, 26 manns, atvinnu á meðan á viðgerð stendur. Skipverjar hafa frá viku til þriggja vikna uppsagnarfrest og sumir þeirra eru þegar búnir að fá pláss á öðrum skipum,“ sagði Krislján Loftsson, útgerðar- maður, í samtali við Morgunblaðið. Miklar skemmdir urðu á togaran- um þegar eldur kom upp í honum í Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt sunnu- dags. „Við þurfum ekki eingöngu að fást við skemmdir vegna branans sjálfs, því reykskemmdir urðu einnig miklar. Reykurinn af öllum þeim efn- um, sem þama brannu, er ekki eins auðveldur viðfangs og venjulegur við- areldur og hann sest í einangmn og í ryðvöm innan á skrokknum. Það hefur þurft að sandblása skip sem hafa lent í bruna, til að losna við reykjarlyktina, svo lagfæring gæti orðið umfangsmikil og tekið langan tíma. Það er ekki hægt að bjóða mönnum upp á að vera í skipinu eins og reykjarlyktin er núna.“ Áhöfnin missir vinnuna Kristján sagði að 26 manna áhöfn hefði verið á Venusi og þyrftu skip- veijar nú að leita annarra starfa. „Hásetar hafa einnar viku uppsagn- arfrest, en skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri þriggja vikna. Eg veit til þess að einhvetjir skipvetja hafa þegar fengið pláss á öðrum skipum." Formannsskipti í dag í Framsóknarflokki FORMANNSSKIPTI verða í Framsóknarflokknum í dag á miðstjorn- arfundi flokksins. Halldór Ásgrímsson alþingismaður tekur þá við formennsku af Steingrími Hermannssyni sem hefur verið skipaður seðlabankastjóri. Árlegur miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins hefst í dag klukkan 17 í Borgartúni 6. Yfiriitsræða Steingríms Hermannssonar hefst klukkan 17.10 og í lok hennar mun hann afsala sér formennsku í hend- ur Halldóri. Sæti varaformanns verður ekki fyllt að sinni þar sem ekki er kosið til þess embættis nema á flokksþingi, en næsta flokksþing verður haldið í nóvember. Fundut'inn stendur fram á sunnu- dag en síðari daginn verða fundar- störf í Sambandshúsinu á Kirkju- sandi. 200 manns eiga að jafnaði seturétt á miðstjórarfundi Fram- sóknarflokksins en til þessa fundar hefur að auki verið boðið efstu mönnum á framboðslistum flokksins til sveitarstjórnarkosnine:anna í vor. Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? Gerist áskrifendur! Sími 91-685316 SUMARHLBOÐ í ÞORPINl VÖGGÚR Krumpupils - tilboð kr. 1.500 Ódýrar leðurtöskur frákr. 900-2.000 Barnakjólar kr. 2.000 FELL Silkibindi og slæÖur á kr. 990 NÝHÖFN 5UAAARJAKKAR BARNAKR. 1.490 BOLIR KR.500 DÖMUSAMFELLUR FRÁKR. 13901.990 GEIRSBÍ9 Sportskór, 20 gerðir frá kr. 495 Barnasandalar, 10 gerðir frá kr. 850 Gúmmístígvél, stærð ir 22-46, kr. 995 Nælonsokkabuxur, 5 í pk., kr. 300 Kvenleðurskór kr. 990 BRYDEVERZLUN íþróttaskór, 3 gerðir kr. 2.990 Flís jakkapeysur, margir litir kr. 2.790 B O R G 32ja plastskúffu verkfærarekki Tilbob kr. 849 M Ö R K Full búð af ódýrum skóm NÓRAMAGAZIN Sumarbolir í úrvali 10% afsl. Sportvesti í jarðlitum 10% afsl. Leggings (þykkari gerðin) svart-, drapp- og kremlitir, Tilboð kr. 2.490 Flóra-Antik Full búð af innfluttum antik-húsgögnum á besta verðinu EDINBORG Vandaðar herrabuxur, aðeins kr. 1.800 Ódýrustu teppamotturnar Barnaíþróttaskór, aðeins kr. 990 VÍSIR Vandaðar peysur frákr.1.990 Skartgripir í úrvali á frábæru verði BRISTOL Notaður innfluttur tískufatnaður á frábæru verði THOMSENSMAGAZIW Full búð af nýjum sumarvörum Addidas leðurfótboltaskór, stærðir 30-36, kr. 890 Addidas leðurgolfskór, stærðir 31/2-81/2, kr. 1.990 Addidas gallar, stærðir 150-192, kr. 2.990 Nikeskór frá kr. 1.990 - 4.990 FJALAKÖTTURH Körtubolta-jogginggallar, tilboð kr. 1.880 Barnaregngallasett, tilboð kr. 2.490 Gallabuxur á fullorðna, góð snið kr. 1.990 Uppháir strigaskór á fullorðna, í litum kr. 990 Langermabolir m/rennilás, tilboð kr. 590 Opið mánudaga - föstudaga kl. nn 12-18.30, laugardaga kl. 10-16. An ÞORPIi) Borgarkringlunni Komið tii að vera!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.