Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
Fornnorrænar-
sagnir
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Hin norræna arfleifð sagna og
siða hefur skiljanlega látið nokkuð
undan síga síðustu áratugi, einkum
í kjölfar aukinnar fjölmiðlunar, al-
þjóðahyggju og myndframboðs.
Þetta er miður, því margt á þessum
vettvangi er allrar athygli vert,
bæði sem hluti norrænnar menn-
ingar og ekki síður vegna þeirrar
hugsunar sem kemur víða fram í
fornum sögnum. í samtímanum er
hins vegar líklegra að yngsta kyn-
slóðin kunni glögg skil á viðhorfum
og kenjum alþjóðlegra (les: amerí-
skra) teiknimyndapersóna en
grunnhugsun norrænna goða eða
virðingu þeirra fyrir landi og nátt-
úru.
Það er því einkar vel til fundið,
þegar nokkrir myndmenntakennar-
ar frá Norðurlöndunum tóku sig
saman og hófu að vinna að vinna
með börnum á öllum Norðurlönd-
unum að verkefnum á sviði forna
goðsagna og þjóðsagna, með það
í huga að láta börnin kynnast göml-
um hefðum og venjum, um leið og
þau unnu að myndlist um þessi
viðfangsefni. Þetta verkefni hófst
sumarið 1990 og eftir að vinnu
nemenda lauk tók við útgáfa bókar
um verkefnið og skipulagning far-
andsýningar sem nú hefur verið
komið fyrir í sýningarsölum Nor-
ræna hússins.
Tekist var á við ólík verkefni í
hinum ýmsu löndum og nemendur
á öllum aldri tóku þátt í að vinna
þau. Hér á landi voru það nemend-
ur grunnskóla barnadeildar Landa-
kotsspítala sem unnu myndir út frá
goðsögninni um þegar Oðinn og
bræður hans sköpuðu Ask og
Emblu undir stjórn Sigríðar Björns-
dóttur, og prýða þau verk m.a. inn-
gönguhlið sýningarinnar.
Af öðrum viðfangsefnum má
nefna textílverk um Yggdrasil, sem
norskir nemendur unnu, skemmti-
lega unnin dönsk verkefni um Óð-
inn og Ragnar loðbrók, og að sjálf-
sögðu voru minni Kalevala-kvæð-
anna helsti verkefnabrunnur
finnsku nemendanna.
Það er styrkur sýningarinnar
fremur en hitt að þeir nemendur
sem komu að þessum verkefnum,
eru allt frá sex ára aldri til nítján
ára; þannig næst fram mikil breidd
í myndmáli og túlkun, auk þess sem
ólíkar hugmyndir og myndrænar
lausnir mismunandi aldurshópa eru
oft áhugaverðar í sjálfu sér.
Mikilvægur hluti sýningarinnar
felst í bókinni „I Grund och Bott-
en", sem hefur að geyma upplýs-
ingar um hvernig ,unnið var að
verkefninu í hverju landi fyrir sig,
auk þess sem þar er að fínna nokk-
ur myndverk af sýningunni. Það
er vert að átta sig á að hönnun
bókarinnar var í höndum sænskra
nemenda og hún því lýsandi dæmi
um hvað börn geta gert séu þeim
fengin verðug verkefni. Það er hins
vegar galli að í bókinni er enginn
úrdráttur texta á íslensku, og dreg-
ur það nokkuð úr notagildi hennar
í skólastarfi, einkum hvað varðar
yngri börn. Uppsetning farandsýn-
inga er ávallt vandasöm, því sama
lausn gengur ekki alltaf upp í ólíku
umhverfi. Hér hefur þessi þáttur
verið 'leystur með ágætum; skil-
veggir eru þannig gerðir að þeir
leiða sýningargesti í gegnum sýn-
inguna, og hæð verkanna hentar
vel til að skoða þau með börnum.
Skyggnusýning bætir enn frekar
við það sem fyrir augu ber og loks
ber að nefna bækur sem liggja
frammi og tengjast sýningunni,
m.a. bókina sem fjallar um sýning-
una.
GESTANEMAR
MHÍ
Þau Ulla Bonnier, Leena Hann-
ula, Anna-Lisa Leino, Heine Krist-
ensen, Unni Brita Lund, Sigríður
Björnsdóttir og Ove Steiner Ras-
mussen eiga mikið hrós skilið fyrir
þetta framtak, sem hefur væntan-
lega bæði verið tímfrekt en um
leið þakklátt verk. Val ólíkra sagna
og vinnumáta gefur sýningargest-
inum tækifæri til að kynnast forn-
norrænum sögnum frá mörgum
hliðum, á sama tíma og börnin
hafa unnið að þeim á ólíkan hátt
og með ólíkum miðlum.
Norræna húsið er síðasti við-
komustaður þessarar farandsýn-
ingar og að henni lokinni er ætlun-
in að sýningin verði áfram hér á
landi, og verði gefin til barnamynd-
listarsafns sem fyrirhugað er að
koma á fót hér á landi. Það væri
vel; listsköpun barna hefur míkið
uppeldislegt gildi sem íslendingar
hafa ekki nýtt eins vel og mætti
gera og mun safn tileinkað barna-
list vonandi eiga eftir að stuðla að
því að þar verði bætt um betur.
Sýningin „Fornnorrænar sagnir"
í Norræna húsinu stendur til 8.
maí og er unnendum barnalistar
bent á að líta inn.
Alþjóðleiki listheimsins kemur
nú á tímum fram þegar í al-
mennu listnámi innan Myndlista-
og handíðaskóla íslands. Kemur
þar hvoru tveggja til, að erlendir
kennarar eru tíðir gestir við skól-
ann, og eins hitt, að nemendum
sjálfum hafa opnast möguleikar
á að kynnast starfi annarra lista-
skóla í gegnum nemendaskipti,
sem eru sívaxandi þáttur í starfi
flestra skóla á háskólastigi hér
á landi sem annars staðar á
Norðurlöndunum og í Evrópu.
Þeir þættir sem hafa valdið
mestu um þessar breytingar und-
anfarin ár eru verkefnin Nordpl-
us, sem er sérstakt nemenda-
skiptaverkefni innan Norður-
landanna, styrkt af norrænu ráð-
herranefndinni, og ERASMUS,
sem er rekið af Evrópusamband-
inu, og íslendingar hafa aðgang
að í gegnum aðild sína að EFTA
og síðan EES. Gífurlegir fjár-
munir eru lagðir í hið síðar-
nefnda af hálfu Evrópusam-
bandsins, enda yfirlýst stefna
þess að gefa öllum stúdentum
tækifæri til að dvelja erlendis
um tíma, og markmiðið er að
um tíundi hluti némenda aðildar-
ríkjanna á háskólastigi séu í
námi við erlendar stofnanir
hverju sinni; þarna er að finna
veigamesta verkfæri ríkjasam-
bandsins til að efla alþjóða-
hyggju þegnanna.
A sama hátt og íslenskir stúd-
entar hafa öðlast tækifæri til að
stunda tímabundið nám við er-
lenda skóla í gegnum þessi nem-
endaskipti, koma erlendir nemar
hingað og stunda nám, meðal
annars við MHÍ. Nú stendur yfir
í anddyri Norræna hússins sýn-
ing á verkum átján erlendra list-
nema, sem eru nú MHÍ, en þess-
ir nemendur koma frá öllum hin-
um Norðurlöndunum, Þýskalandi
og Litháen í gegnum Nordplus
og ERASMUS.
Á sýningunni eru fjölbreytt
verk, málverk, grafík, teikning-
ar, keramik, textílverk og inn-
-setningar, svo ejtthvað sé nefnt.
Þannig er athyglisvert að sjá hve
mismunandi miðlar heilla nem-
endur; sumir listnemanna eru að
takast á við afar hefðbundin
verkefni í teikningu og grafík, á
meðan aðrir hafa meiri hug á
innsetningum og nýstárlegri
vinnuaðferðum.
Almennt eru þetta fyrst og
fremst skólaverk nemenda á
þroskabraut, og ber að skoða
sem slík. Þó er rétt að benda á
að ýmis þeirra virðast byggja
sérstaklega á kýnnum viðkom-
and} af íslenskum veruleik, eins
og verk Eriku Frodell frá Sví-
þjóð; fleira mætti nefna, t.d. verk
Hanne Friis og Ulriku Swaerd,
en í þeim kemur fram ólík
reynsla af dvölinni hér á landi.
Almenn^ sýning útskriftar-
nema MHÍ verður væntanlega
haldin í maí líkt og áður, en með
þessari litlu sýningu má segja
að hinir erlendu nemar hafi veitt
listunnendum örlítið forskot á
það sem þar mun birtast; það
hlýtur ávallt að vera áhugavert
að fylgjast með hvað næstu kyn-
slóðir listafólks eru að fást við.
Sýning gestanemenda MHÍ í
anddyri Norræna hússins stend-
ur til miðvikudagsins 4. maí.
K6r Langholtskirkju með tónleika á laugardag
Islensk kórverk og
vinsæl erlend lög
		
W         4  2	1   ¦ "* ¦¦'¦¦',:'¦¦     ¦¦ ¦-¦ ¦¦¦:¦'¦'¦':-¦¦¦¦. '-í:W:iM	ai+^
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Fiðlu og vortónleikar
Á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða haldnir tvennir
tónleikar um helgina. Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guðrún
Guðmundsdóttir píanóleikari leika í Hafnarborg og vortónleikar
skólans hefjast í skólanum sjálfum. í vetur hafa um 480 nemendur
stundað nám í skólanum en kennarar eru 35.
KÓR Langholtskirkju heldur
tónleika í kirkjunni síðdegis á
morgun, laugardag. Sungin
verða valin lög af efnisskrá fyrir
Englandsferð kórsins í sumar;
íslensk kórverk, bæði veraldleg
og kirkjuleg, og vinsæl erlend
lög. Þannig hljómar til að mynda
íslensk Ave María og syrpa laga
úr South Pacific á sömu tónleik-
um. Níu einsöngvarar koma fram
með kórnum og sfjórnandanum
Jóni Stefánssyni.
Kórinn hefur staðið í ströngu að
undanförnu, því auk æfinga fyrir
Englandsferðina hafa íslensk ætt-
jarðarlög verið sungin inn á geisla-
plötu. Hún kemur út innan skamms
í tilefni af lýðveldisafmælinu.
Eins og sagt var frá í blaðinu á
sunnudaginn ætlar kórinn að halda
þrenna tónleika á Suður-Englandi
í júní; tvenna með íslenskri tónlist
og eina með H-moll messu Bachs.
En áður gefst færi á að heyra þetta
hér heima, fjölbreytta blóndu í
Langholtskirkju á morgun og H-
móll messuna 14. maí.
Einsöngvarar með kórnum á
morgun verða Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Björk Jónsdóttir, Sigurbjörg
Hjörleifsdóttir, Stefanía Valgeirs-
dóttir, Guðmundur Þ. Gíslason,
Halldór Torfason, Bjarni Gunnars-
son, Ásgeir Böðvarsson og Eiríkur
Hreinn Helgason. Bjarni Jónatans-
son leikur á píanó.
Sungin verða átta íslensk kór-
verk, negrasálmar, Bítlalag og brot
úr kunnum söngleikjum.
Ljósmyndari Morgunblaðsins tók
meðfylgjandi myndir á æfingu kórs-
ins í vikunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Sunnudaginn 1. maí kl. 17 halda
Greta Guðnadóttir fiðluleikari og
Guðrún Guðmundsdóttir píanó-
leikari tónleika í Hafnarborg.
Þetta eru 18. tónleikarnir í tón-
leikaröð sem skólinn hefur haldið
á sunnudögum í samvinnu við
Hafnarborg.
Greta Guðnadóttir hefur starfað
sem fiðlukennari við Tónlistarskól-
ann í Hafnarfirði frá því haustið
1992. Hún er fastráðin sem leið-
ari annarrar fiðlu í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og kennir einnig við
Tónlistarskólann í Garðabæ. Greta
lauk einleikaraprófi í fíðluleik frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1983. Hún stundaði síðan fram-
haldsnám hjá hinum þekkta fiðlu-
leikara Ani Kavafian við Manhatt-
an School of Music í New York
qg lauk þaðan meistaraprófi 1987.
Árið 1989 vann Greta fyrstu verð-
laun í Wurlitzer artist-strengja-
leikarakeppninni í Flórída í Banda-
ríkjunum.
Guðrún Guðmundsdóttir lauk
píanókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1979 og
stundaði framhaldsnám í Köln
1984-1986. Guðrún hefur verið
virk sem undirleikari með kórum,
einleikurum og einsöngvurum.
Á tónleikunum á sunnudaginn
flytja þær Greta og Guðrún verk
eftir Brahms, Jón Leifs og Saras-
ate. Aðgangur er ókeypis.
Fjölbreyttir nemendatónleikar
Fyrstu vortónleikar Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar verða sunnu-
daginn 1. maí kl. 20 í Hafnarborg.
Fram koma yngri og eldri deildir
lúðrasveitar skólans undir stjórn
Stefáns Ómars Jakobssonar. Á
tónleikunum mun sveitin m.a.
leika verk sem hún flytur á tónleik-
um í Þýskalandi í sumar.
Föstudaginn 6. maí verða tón-
leikar eldri deildar skólans þar sem
fram koma nemendur sem lengst
eru komnir í námi. Efnisskrá tón-
leikanna er mjög fjölbreytt, píanó-
leikur, fiðluleikur, flautuleikur og
klarinettuleikur svo eitthvað sé
nefnt. Tónleikarnir verða í Víði-
staðakirkju og hefjast kl. 20.
Mánudaginn 9. maí verða tón-
leikar yngri deildar skólans og
hefjast J)eir kl. 20 í Víðistaða-
kirkju. A tónleikunum koma fram
margir ungir og efnilegir nemend-
ur tónlistarskólans og eru sumir
að stíga sín fyrstu spqr á tónlistar-
brautinni.
Miðvikudaginn 11. maí heldur
strengjadeild skólansvortónleika
í Hafnarborg kl. 20. Á tónleikun-
um koma fram tvær strengjasveit-
ir ásamt fjölda einleikara. Stjórn-
andi er Katrín Árnadóttir.
Fimmtudaginn 12. maí verða
vortónleikar forskóladeildar skól-
ans í Hafnarborg kl. 20. Á tónleik-
unum koma fram nemendur for-
skólans sem syngja og leika á
ýmis hljóðfæri.
Miðvikudaginn 18. maí halda
söngnemendur vortónleika í Hafn-
arborg kl. 18.30 þar sem flutt
verða bæði íslensk og erlend sön-
glög.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52