Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
11
Baráttan við Bakkus
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Ingólfur Margeirsson
Frumherjarnir
Saga AA-samtakanna á íslandi
1948-1964
AA-útgáfan 1994, 247 bls.
Samkvæmt formála bókar má
skipta sögu AA-samtakanna á ís-
landi í tvö tímabil. Hið fyrra nær
frá 1948-1964. Árið 1948 kemur
Guðrún Camp til íslands og gerir
fyrstu tilraun til að stofna AA-
samtök. Árið 1964 verður „raun-
hæf deildaskipting... innan AA"
og tímabili klofnings og erfiðleika
er lokið. Þetta tímabil kallar höf-
undur „gleymda tímabilið" í sögu
AA-samtakanna og um það fjallar
þessi bók. Seinna tímabilið frá
1964 til dagsins í dag nefnir höf-
undur „þekkta tímabilið" og er það
efni annarrar bókar sem vinna er
hafm við.
Þessi bók er ein af þeim sem
maður leggur varla frá sér fyrr
en henni er lokið. Því veldur það
að efnið grípur mann í margbreyti-
leika sínum og mannleika og einn-
ig hitt að höfundur er hinn prýði-
legasti sagnaritari. Hann segir
söguna skýrt og tekst að gæða
hana lífi. Hann er fær stílisti og
skrifar einkar lipurt og gott mál.
Þessi tuttugu ára saga er um
margt einkar merkileg. Hún lýsir
aðdáanlegri fórnarlund og hjálpar-
vilja, einstökum eldhug, miklum
sigrum en einnig slæmum mistök-
um. Mikið stjórnlyndi kemur fram
á köflum og töluverð metnaðar-
girnd. Af henni má vissulega
margt læra.
í rúmlega þrjátíu blaðsíðna inn-
gangskafla er rakin í ágripi saga
AA í Bandaríkjunum. Þar höfðu
tveir menn forystu og mótuðu
samtökin fyrstu áratugina eða allt
frá árinu 1935. Það voru þeir
Wiliam Griffíth Wilson (Bill) og
Robert holbrook Smith (Bob). Báð-
ir höfðu þeir verið forfallnir of-
drykkjumenn en tekist að sigrast
á vanda sínum. Þeir mótuðu sam-
tök sem orðið hafa víðfræg um
allan heim og unnið ómetanlegt
gagn. íslensk kona að nafni Guð-
rún Pálsdóttir (gift Camp, síðar
Crosier), búsett vestra hafði
kynnst AA-samtökunum þar og
notið hjálpar þeirra, ákvað árið
1948 að flytja fagnaðarboðskap-
inn til íslands. Sennilega hefur
jarðvegurinn ekki verið nægilega
plægður eða ekki rétt staðið að
málum, því að þessi fyrsta tilraun
rann út í sandinn. En fræjunum
hafði verið sáð. Árið eftir kemur
fram á ritvöllinn maður sem átti
eftir að hafa meiri áhrif en aðrir.
Það var Jónas Guðmundsson ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu. Hann var þaulvanur félags-
málagarpur, kunnugur öllum völd-
unarhúsum stjórnsýslunnar og
haldinn brennandi áhuga á mál-
efninu. Greinar hans í tímariti
hans Dagrenningu um hugmynda-
fræði AA-samtakanna og drykkju-
sögu hans sjálfs urðu víðfrægar
og hleyptu lífi í menn hér heima.
Um Jónas og byrjunarstarf hans
eru tveir sérstakir kaflar í bókinni
auk þess sem hann kemur mjög
víða við sögu allt til loka tímabils-
ins. Hinn eiginlegi stofnandi AA-
samtakanna telst þó Guðni Þór
Ásgeirsson, litríkur persónuleiki,
sem átti sér ævintýralegan feril.
Stofndagur AA-samtakanna telst
föstudagurinn langi 1954 (16.
apríl) og hefur það síðan verið
opinber afmælisdagur samtak-
anna og föstudagskvöldin jafnan
frátekin til AA-funda. Auk Guðna
Þórs voru Jónas Guðmundsson og
Guðmundur Jóhannsson aðal for-
ystumenn stofnfundarins og urðu
þeir burðarásar hreyfingarinnar
um langt skeið.
Er nú skemmst frá því að segja
að samtökunum tekur að vaxa
fiskur um hrygg og félögum fjölg-
ar ört. Ári seinna byrjar starfsemi
Bláa bandsins, sjúkrastöðvar á
yegum AA og síðar vistheimilið
Víðines á Kjalarnesi 1959. En upp
úr 1960 fer að halla undan fæti.
Árið 1962 tók ríkið við rekstri
Bláa bandsins. Um svipað leyti fór
að bera á talsverðu sundurlyndi í
samtökunum sem endaði með því
að þau klofnuðu. Var það dapur-
legt tímabil í sögu samtakanna og
vilja menn víst ógjarnan minnast
þess. En árið 1964 hofðu sættir
tekist. Samtökin risu úr öskus-
tónni og tóku að eflast á ný. Þá
hefst seinna tímabilið, tíð vaxtar
og grósku sem greint verður frá
í næstu bók.
AA-samtök eru á marga lund
ólík öðrum félagasamtökum. Eins
og nafnið „Alcoholics Anonymous"
segir eru þau frjáls samtök ónafn-
greindra ofdrykkjumanna. Ein af
grundvallarsetningum samtak-
anna er að nafnleynd sé haldið.
Helgast það vafalitið af því að til
skamms tíma var ekki litið á alkó-
hólisma sem sjúkdóm í venjulegum
skilningi, fremur en löst eða mann-
orðshnekki. Önnur grundvallar-
setning er að einungis þurfi eitt
til að gerast AA-félagi: löngun til
Ingólfur Margeirsson
að hætta að drekka. Þriðja grunn-
setningin er að eins lítið félags-
skipulag (formennska, stjórn og
önnur embætti) sé og mögulegt
er. Hinni fjórðu má svo bæta við,
en hún fjallar um það að samtökin
hafi engin fjármálaumsvif, t.a.m.
rekstur stofnana, móttöku styrkja,
lántökur, fjármálaskuldbindingar
félaga o.þ.l.
Vel kemur fram í þessari bók
að íslensku AA-samtökin hafa í
mörgu vikið frá sumum af þessum
grunnreglum. Nafnleynd hins al-
menna félaga hefur að vísu alltaf
verið haldið, en forystumennirnir
voru vissulega vel sýnilegir. Að
vísu gilti sama um þá Bill og Bob.
Erfiðastá frávikið var þó vafalaust
í tengslum við fjármál og stofn-
anarekstur. Virðist að ekki hafi
mátt miklu muna að það yrði bana-
biti samtakanna. Að vísu kemur
þar fleira til sem afdrifaríkt reynd-
ist og greint er frá í bókinni. Þá
er helst að sjá sem stjórnlyndi
frammámanna og krafa þeirra um
nokkuð hefðbundið félagsform
hafi valdið talsverðri óánægju þeg-
ar fram í sótti.
Efalaust mætti halda áfram að
velta vöngum yfir fleiru af þessu
tagi og er það án efa mjög gagn-
legt fyrir AA-menn. í bókarum-
sögn gerist þess hins vegar ekki
þörf. Nægilegt er að sýna fram á
að bókin er þannig skrifuð að hún
leggur efnislega grundvöll að slíkri
íhugun. Bók sem gefur tilefni til
þess og kostar jafnframt kapps
um nákvæmni, hófsamlega frá-
sögn er að mínu viti góð og gagn-
leg bók. Það er þessi bók.     /
Útgefendur hafa lagt sig fram
um vandaðan frágang. Prentvillur
rakst ég fáar á. Ein er þó — lík-
lega fremur ritvilla — heldur leið-
inleg á 187. bls.
Nemendasýning hjáMynd-
listaskólanum í Reykjavík
SÝNING á verkum nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík verður
opin dagana 2.-8. maí nk. Þar verður sýndur þverskurður af vétrar-
starfinu. Vorsýningar skólans eru haldnar á 3ja ára fresti og að
þessu sinni verður sýningin með nokkuð öðru móti en áður.
Meðan á sýningunni stendur
verða haldnir tveir fyrirlestrar við
skólann, laugardaginn 7. maí heldur
Halldór Björn Runólfsson listfræð-
ingur fyrirlestur um ítalska mál-
verkið á síðustu áratugum og
sunnudaginn 8. maí heldur Aðal-
steinn Ingólfson listfræðingur fyrir-
lestur um myndlistarhreinsun nas-
ista á 4. áratugnum. Báðir fyrir-
lestrarnir hefjast kl. 15 og eru allir
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
í vetur voru 22 deildir fullorðinna
við skólann og auk þess stunduðu
á annað hundrað börn og unglingar
nám við stofnunina. Kennarar eru
19 talsins og skólastjóri er Katrín
Briem.
Nýlega sendi Myndlistaskólinn í
Reykjavík grafíkmyndir eftir ungl-
inga á alþjóðlega grafíksýningu í
Torun í Póllandi. Það er í 3ja sinn
sem skólinn sendir myndir á þá
sýningu sem haldin er árlega, í þau
tvö skipti sem það var gert áður
fengu 4 nemendur okkar viðurkenn-
ingar. Sambærileg þrykk verða á
vorsýninguni. Sýningin verður opin
2.-8. maí frá kl. 13-17.
VILTU VERSLA ÓDÝRT?
Sumarkjólar
3.490
Mikill afsláttur
af barnafótum
XogZ
30% afsl. af
pottablómum
Blómalist
Regnfatnaður
frá 1 .990 kr.
íþróttahomið
Kaf f ðtería og
barnahorn
1
Leöur og
rúskinn
kr. 6.990
Herrahúsið
Skídagallar
3.990
Skógar
Loftpressur 220 l
1 8.900
STÁLMÓTUN
Gallabuxur
2.900
Gallabuxnahúsið
FRAMT
llinl i ^LU11 ¦IIII
FAXAFENI    10      'O' 6 8 9 6 6 6
Blússur
Mikið úrval
2.990
UJLU.
Skór
2.190
Hitt og þetta
Bolur + leggings
1.795
Vesti 1.595,
Barnakot
Skart í úrvali
Frábært verð
Skart
Opið mán.-fös. 13-18.
Laugard. kl. 11-16
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52