Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
13
Umræður um fiskistofna
eftir Þórólf
Antonsson, Guðna
Guðbergsson og
Sigurð Guðjónsson
Sunnudaginn 20. febrúar síð-
astliðinn hafði Morgunblaðið við-
tal við undirritaða vegna greinar
um tengsl eðlis- og líffræðilegra
þátta á milli hafsvæða. Ekki stóð
á viðbrögðum því strax fyrir kl. 8
daginn eftir var fiskifræðingur frá
Hafrannsóknastofnun búinn að
gefa efni greinarinnar miður góða
einkunn í útvarpi. Síðan hafa ver-
ið lífleg skoðanaskipti í ræðu og
riti um þessi mál og tengd. Það
er vel, ef það er gert á málefnaleg-
an hátt.
Áberandi hefur verið í umfjöllun
um grein okkar að sjaldnast hefur
hún verið tekin fyrir í heild, heldur
brot úr þeim túlkunum sem fram
komu. Greinin fjallar um 6 laxa-
stofna, hita og seltustíg, loðnu-
veiði, þorskveiði og þorsknýliðun.
Oftast nær hefur þorskveiðin verið
tekin út úr og látið sem það væri
það eina sem greinin væri um, og
ekki nóg með það heldur hafa okk-
ur verið gerðar upp skoðanir og
menn lesið á milli línanna eins og
það er kallað. Því hafa menn tapað
yfirsýn og sjá ekki hið stóra sam-
hengi sem við erum að reyna að
sýna. Hvort okkur hefur tekist svo
illa upp að koma þessum niðurstöð-
um til skila eða aðrir gert það vilj-
andi að snúa út úr efninu, skal
ósagt látið.
Hvað hörðust viðbrögð hafa
komið frá Kristjáni Þórarinssyni
hjá Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna (LÍÚ). í ekki færri en
fjögur skipti hafa birst athuga-
semdir frá honum á síðum Morg-
unblaðsins og fara orðsendingar
hans heldur stækkandi með tím-
anum.
Megininntak greina Kristjáns
Þórarinssonar er að sýna fram á
að málflutningur okkar sé rök-
leysa ein og einnig virðist hann
vilja hafa hönd í bagga með því
hvenær og hvernig niðurstöður
eru birtar. Því er fljótsvarað með
seinna atriðið að við munum ekki
sækja um leyfi til Kristjáns til að
birta niðurstöður rannsókna okk-
ar. Og af því að Kristján dregur
greinaskrif okkar í Ægi frá 1992
inn í umræðuna, verður að benda
á að hann las yfir fyrir okkur þá
grein og kom ekki þá með neinar
athugasemdir varðandi tímasetn-
ingar. Einnig virðast þessar „rök-
leysur" hafa farið fram hjá honum
við yfirlestur þá.
Innihald greinar okkar hefur
Kristjáni verið kunnugt um nokk-
urt skeið og sýndi hann því nokk-
urn áhuga. í framhaldi af því báð-
um við hann að kanna hvort nokk-
ur möguleiki væri á að LÍÚ myndi
styrkja frekari vinnslu á þeim
gögnum sem síðar birtust í um-
ræddu viðtali í Morgunblaðinu.
Eftir hans könnun á því sagði
hann það ómögulegt. Síðar stað-
festi formaður LÍÚ að ekkert slíkt
erindi hefði borist sér né stjórn
LÍÚ hvorki formlega né óform-
lega. Ekki höfum við orðið varir
við að það sé stefna LÍÚ að kæfa
opna umræðu um líffræði fiski-
stofna,  né tengd mál. Því má
. spyrja hvort Kristján Þórarinsson
sé með skrifum sínum að túlka
breytta stefnu samtakanna.
Verður nú snúið að efni greinar
Kristjáns í Mbl. 29. mars sl. Byrj-
um á laxinum. Kristján reynir að
gera okkur upp þá skoðun að
„seiðafjöldi hafi ekki veruleg áhrif
á laxgengd". Þetta er reginfirra.
Við erum að bera saman ár sem
eru með meðallaxveiði eða lax-
gengd frá u.þ.b.700 löxum upp í
30.000 iaxa. Þær sýna hámark-
tækt sömu sveiflu, en það sem
skilur á milli er stærð ánna, stærð
framleiðsluflatarins í ánum og
aðrir eiginleikar og þar af leiðandi
fjöidi seiða sem gengur ut. En
sveiflan er söm. Ef jafna á út
sveiflurnar með því að sleppa seið-
um þegar slæm skilyrði eru fyrir-
sjáanleg og því mestu afföllin,
héldum við að lægi í augum uppi
að borgaði sig seint. Auk þess
yrðu fáar seiðastöðvar tilbúnar til
þess að selja seiði nokkur ár í röð
og henda svo framleiðslunni nokk-
ur næstu ár.
Það er athyglisvert miðað við
hvað Kristján er búinn að eyða
miklu púðri í „rökleysur" okkar
að hann gengur óhikað út á þá
braut og mun lengra. Hann segir:
„Ráðið sem dugar er að stilla sókn-
inni í hóf og tryggja þannig aukinn
fjölda eldri og þyngri fiska og
stærri hrygningarstofn". Því getur
hann fullyrt að  sóknin  sé eini
Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson
„Þrátt fyrir þetta
stendur meginef ni og
undirstaðan í skrifum
okkar óhögguð, sem er
að það eru tengsl á milli
Barentshafs og íslands-
miða."
áhrifavaldurinn? Hvað útilokar
aðra áhrifavalda? Hann segir einn-
ig: „Áhrif veiða á íslenska þorsk-
stofninn koma meðal annars fram
í því að stofnstærðin sveiflast
kringum sífellt lægra gildi". Hvað
kemur honum til að getað ályktað
að þar sé sóknin ein að verki?
Sama má segja um næstu fullyrð-
ingar hans á eftir um nýliðun og
hrygningarstofn. Hér er heldur
'betur kastað steinum í glerhúsi.
Ef ályktanir okkar, sem um-
deildastar eru, hefðu verið út frá
samanburði á veiði á þorski í Bar-
entshafi við þorskveiði á ís-
landsmiðum einum saman, þá
hefðu ábendingar Kristjáns verið
réttmætar. En við ályktum út frá
öllum þáttunum sem við fjöllum
um en ekki einstaka tölfræðiprófi.
Það sem hefði frekar mátt gagn-
rýna okkur fyrir það að vísa ekki
til heimilda um athuganir á þeim
þáttum sem við teljum hafa minna
vægi sem sveifluvakar heldur en
umhverfisþættir. Einnig hefði
Kristján getað og getur enn gert
sambærilegt próf fyrir alla þætt-
ina og ef það kemur í ljós að um
mistúlkun okkar væri að ræða,
munum við að sjálfsögðu taka
því. Á því eigum við hins vegar
ekki von.
Kristján sagði einnig í Morgun-
blaðinu „...þegar greina skal sam-
hengi atburða í fiskistofnum getur
tölfræði án líffræðiþekkingar ver-
ið hættuleg. Sýnu hættúlegri er
þó líffræði án tölfræðiþekking-
ar...". Tölfræði er fremur ung
stoðgrein fyrir vísindin og með
þessari fullyrðingu er Kristján að
kasta rýrð á mikið starf og stórar
uppgötvanir líffræðinga sem
störfuðu á fyrri hluta aldarinnar
og fyrr.
Við höfum vissulega tekið tillit
til þeirrar gagrýni sem við höfum
fengið á okkur í nokkrum atriðum,
til dæmis að betra sé að nota
vertíðarafla, heldur en ársafla á
loðnu, einnig var okkur bent á
rangan fjöida frítalna við mat á
marktækni við 3 ára keðjumeðalt-
51. Og loks höfum við hugað að
því að rökstyðja betur ályktanir
okkar sérstaklega með tilvísan til
heimilda.
Þrátt fyrir þetta stendur megin-
efni og undirstaðan í skrifum okk-
ar óhögguð, sem er að það eru
tengsl á milli Barentshafs og ís-
landsmiða sem koma fram í því
að umhverfisþættir og fiskistofnar
sveiflast með sama takti og með
2-3 ára tímamun. Við höfum spurt
marga hvaða ályktanir sé þá hægt
að draga af þessu samhengi og
ekki fengið aðrar túlkanir heldur
en við lögðum sjálfir fram í skrif-
um okkar í upphafi.
Nú þegar þetta er skrifað hafa
þessar niðurstöður okkar verið
lagðar fyrir fund í vinnuhópi innan
laxanefndar Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins. Fólk frá 11 þjóð-
löndum hefur gert greininni efnis-
leg skil og hún fengið mjög góðar
viðtökur. Falla niðurstöður okkar
nokkuð vel að þeim líkönum, sem
aðrir hafa verið að vinna að, til
að skýra sveiflur í laxastofnum.
Greinin verður send víðar og fær
þá frekari umfjöllun fræðimanna
sem ekki veitir af miðað við yfir-
ferð nokkurra íslenskra kollega
okkar á greininni.
Innan líffræðinnar á íslandi er
talað um að erfitt sé að koma á
framfæri, hér á landi, efni um fisk
og fiskveiðar, sérstaklega okkar
mestu nytjafiska. Þeir sem skrifa
um þessi efni fá óblíða meðferð
og jafnvel liggur við mannorðs-
meiðingum. Til að mynda hafa
okkur verið bornar á brýn falsan-
ir og að við felum þær á bak við
„nafn vísindanna". Er það háttur
falsara að halda opna fundi og
leggja sín mál fyrir stórar nefndir
fræðimanna? Svona umræða sam-
rýmist ekki vísindalegum hefðum
um gagnrýna umræðu sem á að
vera forsenda framfara. Erum við
ekki á hættulegri braut ef þetta
er raunin?
Benda má á að uppbygging
rannsóknastofnana er hugsanlega
ein skýringin á þessu. Stofnanirn-
ar gegna bæði rannsóknar- og
stjórnsýsluhlutverki, til dæmis sú
stofnun sem við störfum við. Mik-
il tregða getur því verið fyrir þess-
ar stofnanir að taka inn nýjungar
úr rannsóknum. Á sama hátt og
skilið var á milli rannsóknar- og
dómsvalds í héraði fyrir nokkru
ætti þá ekki að endurskoða upp-
byggingu annarra stofnana ríkis-
valdsins?
Höfundar starfa við rannsóknir á
fískistofnum.
BIÐLISTANNIBÆKLUN-
ARLÆKNINGUM BURT
eftir Brynjólf
Mogensen
Biðlistinn í bæklunarlækningum
á íslandi er allt of langur. Það er
dapurleg staðreynd þegar haft er
í huga að a) bæklunarlækningar
auka lífsgæði og eru þjóðfélags-
lega mjög arðbærar, b) gerviliða-
aðgerðir eru efst í forgangsröð í
heilbrigðiskerfinu hjá fólkinu í
landinu, c) ráðamenn hafa viljað
leysa biðlistavandamálið. Lausnin
á biðlistavandanum gæti verið á
næstu grösum.
Lausnin
Með nýgerðum samningi um
verkaskiptingu sjúkrahúsanna á
höfuðborgarsvæðinu er mjög auð-
velt að leysa biðlistavandamálið í
bæklunarlækningum. Þar er kveð-
ið á um að þunginn í bæklunar-
lækningum verði á Borgarspítala
— Landakoti. Með sameiningu
Borgarspítala og Landakots er
hægt að gera langtum fleiri gervil-
iðaaðgerðir og liðspeglanir, svo
dæmi séu nefnd, og skera burtu
; biðlistann.  Fjölgun aðgerða ætti
„Við á hinu nýja sjúkra-
húsi, Borgarspítala —
Landakoti, treystum
okkur til að skera burtu
biðlistann á sex mánuð-
um ef við fáum fjár-
magn til þess."
að geta gengið eftir þar sem heil-
brigðismálaráðherra, Guðmundur
Árni Stefánsson, hefur lýst yfir
þungum áhyggjum yfir biðlista-
vandamálinu og að hann vilji leysa
það eins fljótt og nokkur kostur er.
Lausnin felst í því að léttari
aðgerðir í bæklunarlækningum
verði gerðar á Landakoti þar sem
til staðar er mjög gott kerfi til
þess að sinna dag- og sólarhrings-
skurðlækningum en að skurðstofur
Borgarspítalans verði notaðar fyrir
þyngri tegund bæklunarlækninga
eins og gerviliðaaðgerðir. Það
verður þó að koma til aukið fjár-
magn.  Gerviliðalækningar  eru  í
eðli sínu frekar dýrar aðgerðir.
Þannig má ætla að hundrað að-
gerðir kosti um 35 milljónir króna
svo dæmi sé tekið, en þessar 35
milljónir skila sér síðar aftur til
þjóðfélagsins. Við á hinu nýja
sjúkrahúsi, Borgarspítala —
Landakoti, treystum okkur til að
skera burtu biðlistánn á sex
mánuðum ef við fáum fjármagn
til þess. Þetta tel ég vera ódýrustu
lausnina.
Niðurlag
Biðlistinn í bæklunarlækningum
á Islandi er með öllu óviðunandi.
Það virðist þó vera að birta til,
m.a. fyrir tilstuðlan Guðmundar
Árna Stefánsson heilbrigðisráð-
herra, bæði þar sem hann hefur
stuðlað að sameiningu Landakots
og Borgarspítala og vill gjarnan
leysa biðlistavandamálið. Mjög
auðvelt er að leysa biðlistavanda-
málið í bæklunarlækningum á hinu
nýja sjúkrahúsi, Borgarspítala —
Landakoti, með því að flytja létt-
ari aðgerðir af Borgarspítala á
Landakot og nota skurðstofur
Borgarspítalans eingöngu fyrir
gerviliðaaðgerðir og aðrar þyngri
Nvbvlaveqi 12, sími 44433.
Brynjólfur Mogensen
aðgerðir í bæklunarskurðlækning-
um. Við á Borgarspítala — Landa-
koti getum skorið burtu biðlistann
ef við fáum fjármagn til þess. Það
ætti að vera auðsótt mál því fátt
í læknisfræði eykur lífsgæði og
skilar jafnmikilli arðsemi og bækl-
unarlækningar.
Höfundur eryfirlæknir
bæklunarlækningadcildar
Borgarspítaln — Landakots.
avarac
LOFTAPLÖTUR
frá Sviss
Hljóoeinangrandi   loftaplötur   fyrlr
skóla, helmili, skrifstofur, eldtraustar,
I fíokki 1. Vlöurkenndar af Brunamála-
st. rikisins.
Þ. ÞORGRIMSSON & C0
Armúla 29 • Reykjavík • Simi 38640
Þú svalar lestrarþörf (

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52