Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRÍL 1994
Óbreytt þjónusta Amtsbókasafnsins í 25 ár
Tímabært að lengja
afgreiðslutímann
ÞÖRF fyrir þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri við skóla-
nema hefur stóraukist en afgreiðslutími safnsins er óbreyttur
frá því sem var fyrir 25 árum er það flutti í núverandi húsa-
kynni við Brekkugötu 17.
Vortónleik-
ar Kórs MA
Lárus Zophoníasson amtsbóka-
vörður sagði að tímabært væri orð-
ið að endurskoða afgreiðslutíma
safnsins sem nú er opið virka daga
frá kl. 13 til 19 og á laugardögum
frá 10 til 15 yfir vetrarmánuðina.
í lok síðasta árs voru liðin 25 ár
frá því að Amtsbókasafnið flutti að
Brekkugötu 17 og benti Lárus á
að á þeim tíma sem liðinn er hefði
skólum í bænum fjölgað sem og
íbúunum. Taldi hann að allt að fjór-
falt fleiri skólanemar sæktu safnið
með tilkomu Verkmenntaskólans á
Akureyri og Háskólans á Akureyri
en í upphafi þegar Menntaskólinn
á Akureyri var eini framhaldsskóli
bæjarins. Framhalds- og háskóla-
nemar í bænum eru nú á þriðja
þúsund.
Afgreiðslutíma safnsins verður
ekki breytt nema með því að taka
upp vaktavinnu sem síðan kallar á
aukið starfsfólk en Lárus segir
óhjákvæmilegt að taka þess mál til
athugunar fyrr en síðar og nefndi
að tíminn bæði kvölds og morgna
gæti nýst vel bæði nemendum og
öðrum gestum.
Háskólinn á Akureyri
Fyrirlestur
Helgu Kress
HELGA Kress prófessor flytur
fyrirlestur við Háskólann á Ak-
ureyri á morgun, laugardaginn
30. april, kl. 14.00 í stofu 24 í
byggingu skólans við Þingvalla-
stræti 23.
Fyrirlesturinn nefndi hún „Oft
stendur illt af tali kvenna" - um
tungumál, kynferði og vald í fornís-
lenskum bókmenntum.
Helga hefur skrifað fjölmargt um
íslenskar bókmenntir og þá ekki
síst um konur í bókmenntum. Síð-
astliðið ár gaf hún út bókina Mátt-
ugar meyjar - íslensk fornbók-
menntasaga. Helga er prófessor við
Háskóla Islands en hefur auk þess
kennt við erlenda háskóla um lengri
eða skemmri tíma.
(Fréttatilkynning.)
-------i^S4-----
¦  LEIKHÚSIÐ Frú Emilía sýn-
ir barnaleikritið Ævintýri Trítils í
Samkomuhúsinu  á Akureyri  á
morgun, laugardag kl. 11.00. Frú
Emilía er að hefja leikför um land-
ið með þetta verk. Næstu sýningar
verða á Húsavík kl. 14.00 en sýnt
er í leikskólanum og síðan á Kópa-
skeri kl. 16.30. Sunnudaginn 1.
maí verður sýnt á Raufarhöfn kl.
10.00, á Þórshöfn kl. 13.30 og á
Vopnafirði kl. 17.00. Þrjár sýning-
ar verða mánudaginn 2. maí, sú
fyrsta í Valaskjálf á Egilsstöðum
kl. 11.00, á Seyðisfirði kl. 13.00
og á Eskifirði kl. 16.00. Leiksýn-
ingin er byggð á sögum hollenska
barnabókahöfundarins Dick Laan
í leikgerð Ásu Hlínar Svavarsdótt-
ur. Leikmynd og búninga gerðu
Guðrún S. Haraldsdóttir og Guðrún
Auðunsdóttir. Grímur eru eftir
Ólaf J. Engilbertsson en leikarar
eru Kjartan Bjargmundsson,
Helga Braga Jónsdóttir og Jóna
Guðrún Jónsdóttir. í leiksýning-
unni eru börnin leidd inn í töfra
leikhússins, þau kynnast vinnu leik-
arans og fylgja honum inn í ævin-
týrið og þegar þangað er komið eru
þau þátttakendur í sýningunni.
(Úr fréttatilkynningu.)
KÓR Menntaskólans á Akureyri
heldur vortónleika á Sal á morgun,
laugardaginn 30. aprfl, kl. 17.00.
Á efnisskrá eru tuttugu lög frá
15. öld og fram á okkar daga. Þar
má nefna íslensk þjóðlög, ítölsk lög
og norræn auk negrasálma og stúd-
entasöngva. Að auki leika kórfélag-
ar á hljóðfæri og syngja einsöng.
Stjórnandi er Ragnheiður Ólafs-
dóttir og undirleikari Guðný Erla
Guðmundsdóttir. Aðgangseyrir er
300 krónur.     (Fréttatilkynning.)
Þungur róður
NEMENDUR framhaldsskólanna á Akureyri,
verkmenntaskólans og menntaskólans, reyndu
með sér í róðrarkeppni á Pollinum í gærdag,
en þetta er í annað sinn sem slík keppni er
haldin. Verkmenntaskólanemar höfðu betur í
baráttunni.
Systkin í sokka-
framleiðslu
SYSTKININ Margrét ög Eðvarð,
sem á sextugsafmæli í dag, föstu-
dag eiga og reka Glófa. A mynd-
inni eru þau ásamt börnum Eð-
varðs, Margréti og Viðari. Að
baki þeim er sokkavélin sem
keypt var til framleiðslu á nýrri
sokkalínu, en sokkarnir eru fyrir
skömmu komnir á markað.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Glófi hf. tekur þátt í
sýningu í New York
GLÓFI hf. tekur í næsta mánuði þátt í stórri vörusýningu í New
York en fyrirtækið var valið úr hópi fjölmargra eftir að hafa stað-
ist gæðakröfur sem gerðar eru til sýnenda. Sýningin, Fashion Assess-
ories expo, hefst 9. maí og stendur í þrjá daga. Þetta er í annað
sinn sem fyrirtækið tekur þátt í sýningu erlendis.
Morgunblaðið/Helgi
Gott í grásleppunni
Raufarhöfn
GRÁSLEPPUVERTÍÐ hefur farið vel af stað á Raufarhöfn en 13
bátar stunda slíkar veiðar en Eiríkur var í óða önn að gera að á
dögunum þegar fréttaritari brá sér niður á bryggju.
Það eru systkinin Eðvarð Jónsson
og Margrét Jón sdóttir sem stofn-
uðu Glófa og störfuðu í upphafi tvö
við framleiðsluna en rekstur fyrir-
tækisins hófst í maí árið 1983. Til
að byrja með voru eingöngu fram-
leiddir fingravettlingar en smám
saman hefur framleiðslan orðið fjöl-
breyttari m.a. treflar, sokkar, sjöl
og margs konar smávara önnur og
starfsmenn eru nú sjö talsins.
Fjórðungur fluttur út
Um 25% framleiðslunnar er selt
á markaði erlendis, sumt er flutt
út beint en annað í gegnum Foldu
og Icewere. Stefnt er að því að
auka útflutning og því sagði Eðvarð
það kærkomið tækifæri að fyrir-
tækið hafi komist inn á áðumefnda
sýningu í New York en í kjölfar
hennar er þess vænst að viðskipta-
sambönd náist við stóra viðskipta-
vini.
Fyrirtækið hefur fest kaup á
nýrri vél til framleiðslu á sokkum
og eftir vöruþróun verður lögð
áhersla á markaðssókn en m.a.
hyggjast forsvarsmenn Glófa reyna
meira fyrir sér á markaði syðra og
telja að það gefi fyrirtækinu byr í
þeirri sókn að um íslenska fram-
leiðslu sé að ræða.
Mjög góðri
loðnuver-
tíð lokið
Raufarhöfn.
LOÐNUVERTÍÐIN gekk af-
burða vel á Raufarhðfn og var
tæplega 83 þúsund tonnum land-
að þar á allri vertíðinni.
Fyrstu loðnunni á sumarvertíð
var landað 2. júlí og hófst bræðsla
strax daginn eftir en meðan á
vinnslu stendur eru um 34 menn á
launaskrá.
Frá upphafi sumarvertíðar og
fram til áramóta var landað 58.885
tonnum og eftir áramót fram til 14.
mars var landað 23.888 tonnum eða
samtals á sumar-, haust og vetrar-
vertíð 82.773 tonnum. Framleidd
voru 14.540 tonn af mjöli og 11.730
tonn af lýsi.
Gekk vel
Vinnsla gekk mjög vel og afskip-
un afurða hefur sjaldan eða aldrei
gengið hraðar fyrir sig en á þess-
ari vertíð. Síðustu mjöltonnin fóru
í skip 5. apríl en eftir er að flytja
út um 1.000 tonn af lýsi.
Helgi
? ? ?
B 1. MAÍ, að lokinni dagskrá
verkalýðsfélaganna, verður opið
hús í LÁRUSARHÚSI, kosninga-
skrifstofu Alþýðubandalagsins á
Akureyri. Boðið verður upp á veit-
ingar. Þráinn Karlsson leikari les
ljóð eftir Kt-istjáu frá Djúpalæk
og fleiri og frambjóðendur spjalla
um kosningabaráttuna. Allir eru
velkomnir.
¦  GOSPELTÓNLEIKAR verða
haldnir í Hvitasunnukirkjunni við
Skarðshlíð á morgun, laugardag.
Þeir eru til styrktar kirkjubyggingu
safnaðarins og verður m.a. í boði
einsöngur, tvísöngur, kvartett,
hljómsveitin Narsissa og sönghópur
kirkjunnar.
¦  KVIKMYNDAVOR Kvik-
myndaklúbbs Akureyrar heldur
áfram um næstu helgi. Sunnudag-
inn 1. maí verða sýndar myndirnar
Arizona Dream og Germinal kl.
17.00. Mánudaginn 2. maí kl. 19.00
verða kínverska myndin Sagan af
Qiuju og ítalska myndin Flótti sak-
leysingjans sýndar. Sýnt er í Borg-
arbíói.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52