Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						+
26
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
Jltr|p$t#IfiM§»
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriflir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Verkföll og vel-
ferð sjúklinga
Verkfall meinatækna hefur
varpað ljósi á alvarlega
meinsemd í þjóðfélagi okkar. Til-
tölulega fámennur hópur laun-
þega stöðvar eða dregur verulega
úr starfsemi stofnana og fyrir-
tækja, sem telja má nauðsynlega
fyrir velferð alls almennings.
Þetta gengur jafnvel svo langt,
að verkföllin ógna öryggi, heilsu
og lífi manna. Engum á að hald-
ast uppi að beita verkfallsvopn-
inu með þessum hætti, hversu
réttmætar sem kjarakröfurnar
kunna annars að vera. Finna
verður aðrar leiðir til að tryggja
slíkum hópum úrlausn í kjara-
deilum.
Óvíða í þjóðfélaginu eru verk-
föll alvarlegri en á sjúkrastofn-
unum og heilsugæzlustöðvum,
þar sem velferð og vellíðan sjúk-
linganna á að vera í fyrirrúmi.
Ekkert annað hafi forgang og
fáum stendur það nær en heil-
brigðisstéttum að tryggja að svo
megi verða, enda beita þær sér
iðulega fyrir hvers kyns framför-
um í sjúkraþjónustu og koma
fram sem málsvarar sjúklinga
sinna. Þessari afstöðu heilbrigð-
isstéttanna er almennt fagnað
og tekið er mark á því, sem þær
hafa fram að færa skjólstæðing-
um sínum til hagsbóta.
Það er því alvarlegt umhugs-
unarefni hversu oft kemur til
vinnudeilna á sjúkrahúsunum og
deilur stundum illvígar. Líf og
heilsa sjúklinga getur verið í
veði. Hversu oft hafa sjúkrastof-
ur ekki verið rýmdar í verkföllum
og sjúklingar sendir heim eða við
því legið? Slíkt er náttúrlega
óþolandi fyrir sjúkt fólk og að-
standendur þess.
Hjá Ríkisspítölum starfa rúm-
lega þrjú þúsund einstaklingar,
um fimmtán hundruð hjá Borg-
arspítala og starfsfólk við sjúkra-
stofnanir á höfuðborgarsvæðinu
er rúmlega fimm þúsund. Til við-
bótar koma milli eitt og tvö þús-
und manns úti á landsbyggðinni.
Það sýnir glögglega hvaða
ástand ríkir í samningamálum
þessa starfsfólks, að semja þarf
við yfír þrjátíu stéttarfélög til að
tryggja eðlilega starfsemi
sjúkrastofnana. Flest geta félög-
in lamað starfsemina meira eða
minna og það bitnar fyrst og
fremst á þeim, sem sízt geta
borið hönd fyrir höfuð sér.
Athyglin beinist að sjálfsögðu
mest að verkfalli meinatækna
þessa dagána, en þeir eru rúm-
lega tvö hundruð á landinu öllu.
En þeir eru ekki einir um að
gera verkföll á sjúkrastofnunum.
Það hafa aðrir starfshópar líka
gert. Þetta ástand gengur ekki
lengur.     Heilbrigðisstéttirnar
þurfa að setjast niður með stjórn-
völdum til að fínna leiðir til lausn-
ar á kjaradeilum sínum með þeim
hætti að velferð sjúkra sé ekki
stefnt í voða. Það er bezt gert
með því að leggja verkfallsvopnið
niður.
Að sjálfsögðu eiga heilbrigðis-
stéttirnar að vera vel launaðar
og búa við góð starfsskilyrði. En
það er misskilningur hjá meina-
tæknum að telja, að nú sé tími
til að sækja kjarabætur til vinnu-
veitenda þeirra. Allir þjóðfélags-
hópar hafa orðið að þola mikla
kjaraskerðingu á undanförnum
árum af ástæðum, sem allir
þekkja. Atvinnulaust fólk hefur
orðið verst úti. Það er enginn
grundvöllur fyrir kjarabótum við
núverandi aðstæður og engar
horfur á að svo verði í fyrirsjáan-
legri framtíð. Þetta er sá harði
veruleiki, sem blasir við þjóðinni
allri.
í þessu sambandi má nefna,
að iðulega er verkfallsrétturinn
talinn til helgustu mannréttinda.
Sú kenning stenzt ekkL Það get-
ur ekki talizt til mannréttinda
að geta valdið öðrum skaða,
heilsutjóni eða fjárhagstjóni.
Hins vegar er hægt að beita
verkfallsvopninu til að tryggja
mannréttindi og það er réttmæt
notkun þess. Þegar mannréttind-
um hefur verið náð að fullu eða
mestu, eins og er hér á landi,
dregur úr mikilvægi verkfalls-
réttarins og líkur á misbeitingu
hans aukast.
Það er ekki réttmæt beiting
verkfallsréttarins að nota hann,
eins og iðulega er gert af smá-
hópum, til að knýja fram kjara-
bætur umfram aðra vegna sér-
stöðu starfsins. Það er ekki eðli-
legt, að afleiðing verkfalls bitni
á þriðja aðila, eða jafnvel þjóðfé-
laginu öllu, vegna kjaradeilna
slíkra sérstöðuhópa. Verkföll fá-
mennra hópa hafa oft valdið stór-
felldu tjóni annarra en þeirra,
sem þau hafa beinzt að. Stundum
er verkfallsvopninu beitt í póli-
tískum átökum stjórnmálaafla
sem hafa ekkert með kjaramál
að gera. AHt leiðir þetta til þess,
að tímabært er að endurskoða
notkun verkfallsréttarins. Þar
eru sjálfsagt mörg mismunandi
sjónarmið á lofti og hagsmunir
rekast á, t.d. innan launþega-
hreyfíngarinnar. Sem dæmi um
það má nefna, að verkalýðsfor-
ustan getur ekki verið ánægð
með það, að verkföll fámennra
hópa brjóti á bak aftur heild-
arkjarasamninga í landinu.
Það er einmitt þetta, sem ger-
ir lausn á verkfalli meinatækna
erfiða og sama má segja um
nýleg dæmi önnur. Ekki er unnt
að samþykkja það út frá þjóðar-
hagsmunum, að svo fámennir
hópar knýi fram kjarabætur sér
til handa umfram það sem ákveð-
ið hefur verið í heildarkjarasamn-
ingum launþega, vinnuveitenda
og með atbeina almannavaldsins.
Atvinnustefna á tímum a
dráttar og alþjóðasamke
eftírÁrna Sigfússon
Framsækin vinnubrögð meirihluta
borgarstjórnar í atvinnumálum og
traust fjármálastjórn hefur gert
borginni kleift að bregðast kröftug-
lega við erfiðleikum í atvinnulífínu.
Brugðist hefur verið af hörku við
erfiðleikum af völdum aflasamdrátt-
ar og harðnandi samkeppni með al-
mennum og sértækum aðgerðum til
að milda afleiðingar atvinnuleysisins.
Með stofnun Aflvaka Reykjavíkur
hf. hefur verið fundinn farvegur til
öflugs stuðnings við nýsköpun og til
langtímastefnumótunar í atvinnu-
málum Reykvíkinga.
Til áherslu skulu hér nefndir
nokkrir meginþættir aðgerðanna:
1. Miklar framkvæmdir. Fram-
kvæmdakostnaður borgarinnar á
árunum 1991-1994 nemur sam-
tals um 35 milljörðum króna.
2. Tekist hefur að útvega öllu skóla-
fólki sumarvinnu, þrátt fyrir
þrengingar á almennum vinnu-
markaði.
3. Ráðist hefur verið í fjölmörg verk-
efni gagngert til að útvega því
fólki vinnu sem lengst hefur verið
á atvinnuleysisskrá.
4. Gripið hefur verið til margvís-
legra úrræða sérstaklega í þágu
ungs fólks á aldrinum 16—25 ára
á vegum íþrótta- og tómstunda-
ráðs. Þar má nefna samþættingu
náms og vinnu, fjölbreytt til-
raunaverkefni, starfsmenntanám
og ýmis námskeið í hagnýtum
greinum.
5. Stofnun Aflvaka Reykjavíkur hf.
markar tímamót og lýsir þeim
sóknarhug sem einkennt hefur
afstöðu sjálfstæðismanna á kjör-
tímabilinu, þrátt fyrir erfitt ár-
ferði.
Við sjálfstæðismenn erum þeirrar
skoðunar að unnt sé að auka umsvif
og ná viðunandi atvinnustigi í land-
inu um aldamótin með markvissum
samræmdum agerðum, er taki mið
af breyttum og breytilegum
viðskiptakröfum í heiminum.
Til framtíðar
Sá ávinningur, sem vænta má í
kjölfar slíkra aðgerða og fellur að
framtíðarsýn sjálfstæðismanna, get-
ur komið fram í ýmsum myndum,
en þar ber sérstaklega að nefna.
1. Aukin viðskipti Islendinga með
sjávarfang, svo og hverskyns tækni,
þekkingu og búnað tengdan sjávar-
útvegi víðsvegar í veröldinni.
2. Stóraukna þjónustu við vaxandi
fjölda útlendra ferðamanna flesta
mánuði ársins. Heilsuborgin Reykja-
vík verði einn aðaláhersluþáttur á
kynningu og uppbyggingu ferða-
þjónustunnar.
3. Stóraukna verðmætasköpun á
grundvelli vaxandi rannsóknar-, þró-
unar- og markaðsstarfsemi, t.d. á
sviði matvæla, efna- og lyfjaiðnaðar,
svo og ýmsum sérstökum sviðum
rafeinda-, stýri- og upplýsingatækni.
4. Aukinn útflutning verkefna á
grundvelli heildarlauspa á þeim sér-
sviðum sem þekking íslendinga nær
til, t.d. á sviði sjávarútvegs, orku-
veitna, heilsugæslu, lækninga og í
tengslum við afmarkaða þætti rann-
sókna og mannvirkjagerðar.
5. Samræmdar lausnir á vandamál-
Árni Sigfússon
„Gripið hefur verið til
margvíslegra úrræða
sérstaklega í þágu ungs
fólks á aldrinum 16-25
ára á vegum íþrótta- og
tómstundaráðs. Þar má
nefna samþættingu
náms og vinnu, fjöl-
breytt tilraunaverkefni,
starf smenntanám og
ýmis námskeið í hagnýt-
um greinum."
Tafir á niðurstöðum úr legástungu vegna verkfal
Tuttugu og fimm koni
beðið lengur en tvær ^
TUTTUGU OG fimm konur hafa
beðið óvénju lengi eða yfir tvær
vikur eftir niðurstöðum úr leg-
ástungu frá litningadeild Rann-
sóknastofu Háskólans á Land-
spítalalóðinni. Jóhann Heiðar
Jóhannsson, læknir á deildinni,
segir að verkfall meinatækna
hafi haft þær afleiðingar að ekki
hafi verið hægt að birta niður-
stöður tveimur vikum eftir að-
gerð. Aðeins hafi fengist undan-
þága fyrir einn af fjórum meina-
tæknum á deildinni og sýni
hrannist upp. Vonandi verði
hægt að afgreiða sýnin áður en
hætta skapist fyrir hugsanlegar
fóstureyðingar. Legástungur eru
gerðar til að greina fósturgalla
hjá þunguðum konum í áhættu-
hópum. Um 10% þungaðra
kvenna eða um 400 á ári falla inn
í þennan hóp. Litningagalli
greinist að meðaltali í 1-2% til-
yika eða hjá 4 til 8 konum á ári.
I þeim tifellum eru yfirleit gerð-
ar fóstureyðingar.
Jóhann Heiðar sagði að legástung-
ur væru yfirleitt framkvæmdar á 10
til 12 konum, sem komnar væru 14
vikur á leið, á hverjum föstudegi.
Síðan væri sýnunum komið fyrir í
ræktun og tæki hún yfírleitt 10 til
12 daga. Að henni lokinni færi fram
smásjárskoðun litninga, sem oft tek-
ur tvo daga, og metnaður hefði ver-
ið lagður í að birta niðurstöður tveim-
ur vikum eftir aðgerðina. Vegna
verkfallsins brygði hins vegar svo
við að sýni hrönnuðust upp að lok-
inni ræktun og tuttugu og fimm
konur hefðu nú beðið tvær til þrjár
vikur eftir niðurstöðum.
Listinn lengist
JÓHANN með lista yfir
konur sem bíða eftir nið-
urstöðum úr legvatns-
prufum, en listinn er sí-
fellt að lengjast.
Morgunblaðið/Emilía
Fámennt
FÁMENNT var á rann-
sóknastofu fyrir leg-
vatnsprufur í gær-
morgun.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52