Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						f-
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994
27
aflasam-
:eppni
um frumherja í atvinnulífmu, hvort
heldur í tengslum við frísvæði, eða
aðra þá tegund umhverfis sem gerir
þeim kleiftað njóta stuðnings hver
af öðrum. í því sambandi má nefna
aðstöðu til margvíslegrar starfsemi á
afmörkuðum sviðum hátækni og
kvikmyndagerðar, tæknimiðstöðvar
eins og til dæmis sjávartæknigarða
og þjónustuver í þágu margvíslegrar
hugvitsstarfsemi og listsköpunar.
6.  Bættar og auknar samgöngur á
suvesturhorninu, einkum á öxlinum
Sundahöfn — Keflavíkurflugvöllur,
með góðum umferðartengingum alt
frá Geldinganesi suður um til Þor-
lákshafnar, Grindavíkur og Sand-
gerðis.
7. Gróskumikil samskipti og náin
tengsl atvinnulífs, skóla og rann-
sóknastofnana með gagnkvæmum
áhrifum til framfara og skilnings á
breyttum aðstæðum í veröldinni.
8. Aukinn sveigjanleika og greiðari
boðleiðir innan íslenska stjórnkerfis-
ins gagngert til að auka nýsköpun
og fjárfestingu útlendinga hérlendis.
9. Jöfnun atkvæðisréttar í þing-
kosningum.
10. Jákvæða þjóðmálaumræðu þar
sem hlutverk Reykjavíkur og þétt-
býlisins á Suðvesturhorninu er metið
að verðleikum.
Þessir áfangar eru íheild og hver
fyrir sig hluti af framtíðarsýn sjálf-
stæðismanna í Reykjavík og að þessu
munu þeir stefna, fái þeir umboð til
þess.
Höfundur er borgarstióri og skipar
fyrsta sætið á framboðstista
Sjálfstæðisflokksins.
falls meinatækna
Liirhafa
• vikur
400 konur í áhættuhópi
Hann sagði að stefnan væri að
gera öllum konum jafn hátt undir
höfði. „Við afgreiðum og fullvinnum
t.a.m. sýni kvenna 35 ára og eldri,
sem öllum er boðið að fara í legá-
stungu, eftir tímaröð. Aftur á móti
ef litningargalli kæmi í ljós við fyrstu
skoðun myndi verða lögð áhersla á
að ljúka vinnslu með hraði," sagði
Jóhann Heiðar.
Hann sagði að á hverju ári teldust
10% þungaðra kvenna eða um 400
konur í áhættuhópi. Af þeim fyndist
litningagalli í 1-2% tilfella eða hjá
4 til 8 konum á ári. Hann sagði að
í þeim tilfellum væri konunni gerð
grein fyrir ástandinu og hún tæki
síðan í samráði við maka sinn
ákvörðun um hvað gera skyldi. Oft-
ast væri framkvæmd fóstureyðing
eftir 17 til 19 vikna meðgöngu. Þó
væru dæmi um að þær væru fram-
kvæmdar allt upp í 22. viku þungun-
Þróun grunnskólans í Reykjavík í brennidepli á opnum fundi
Kosningafundur Samfoks um
málefni grunnskóla borgarínnar
ÁRNI Sigfússon borgarsljóri og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir alþingismaður verða með-
al frummælenda á opnum fundi Samfoks i
Gerðubergi hinn 5. maí næstkomandi. Rætt
verður um málefni grunnskóla í borginni,
áætlanir um einsetinn skóla og fram-
kvæmdahraða breytinga. Þá munu fram-
bjóðendurnir gera grein fyrir framtíðarsýn
sinni í skólamálum. Einsetinn skóli og lengd-
ur skóladagur eru ofarlega á baugi og hafa
samtök foreldrafélaga í borginni ályktað um
málið.
Samfok, sem eru samtök foreldrafélaga í
grunnskólum í Reykjavík, hélt formannafund
hinn 13. apríl síðastliðinn. í ályktun, sem sam-
þykkt var á fundinum, er skorað á fræðsluyfir-
völd að ganga rösklega til verks í að einsetja
grunnskóla borgarinnar. Leysa verði húsnæðis-
þörf skólanna og lengja skóladaginn. Jafnframt
skoraði fundurinn á samninganefnd ríkis og
kennarasamtaka að endurskoða vinnutíma
kennara með tilliti til einsetningar.
í ályktuninni segir að einsetinn skóli sé arð-
bærari fjárfesting en álver og er þar vitnað til
útreikninga Hagfræðistofnunar Háskóla íslands
frá 1991.
Vaxandi hreyfing
Guðbjörg Björnsdóttir formaður Samfoks tel-
ur að formannafundurinn hafi markað ákveðin
tímamót. Samtök foreldra grunnskólabarna séu
mjög að styrkjast og þarna sé að verða til hóp-
ur sem vill beita sér til áhrifa í skólamálum.
Mikil samstaða hafi verið á fundinum og hugur
í fólki. Hugmyndir um einsetningu skóla og
heilsdagsskóla boði miklar breytingar, sem ekki
einungis hafi áhrif á heimilin og skólana heldur
muni þeirra einnig gæta í atvinnulífinu og víðar
í þjóðfélaginu. Sú spurning hafi til dæmis vakn-
Morgunbiaðið/Árni Sæberg
GUÐBJÖRG Björnsdóttir er formaður Sam-
foks, samtaka foreldrafélaga í grunnskólum
Reykjavíkur. Hún segir að vaxandi kraftur
sé í samtökunum og þau vilji hafa áhrif á
þróun skólamála.
að hvort einsetning skóla muni hafa áhrif á þá
félagslegu þjónustu sem tengist heilsdagsskól-
anum. Foreldrar, nemendur, starfsmenn skóla
og atvinnuh'fið þurfi að fá svör við áleitnum
spurningum um þessi efni.
Frambjóðendur svara
Samfok hefur boðað til opins umræðufundar
um einsetinn skóla í Gerðubergi 5. maí nk. kl.
20.30 til 22.30. Fundurinn er haldinn í sam-
vinnu við ýmsa aðila vinnumarkaðarins og lands-
samtökin Heimili og skóla, en í þeim eru foreldr-
ar grunnskólabarna. Heimili og skóli hefur haf-
ið átak til að ýta eftir skipulagsbreytingum í
skólamálum undir kjörorðinu Einsetinn skóli -
allra hagur. Verkefninu tengjast aðilar úr at-
vinnulífínu, launþegahreyfingunni, menntakerf-
inu og foreldrasamtökum.
Árni Sigfússon, borgarstjóri og formaður
Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar, mun hafa
framsögu fyrir D-listann á fundinum. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, alþingismaður og frambjóð-
andi til borgarstjórnar, mun hafa framsögu fyr-
ir R-listann. Einnig munu fulltrúar foreldra og
atvinnulífs ávarpa fundinn auk þess sem umræð-
ur og fyrirspurnir verða.
Frummælendurnir munu gera grein fyrir af-
stöðu sinni til framkvæmdaáætlunar um ein-
setningu grunnskóla í Reykjavík. Undir það
falla húsnæðismál, starfsmannamál, fram-
kvæmdahraði og kostnaður eða sparnaður sem
af þessu hlýst. Þá munu þeir gera grein fyrir
því hvers þeir vænta í framtíðinni og hvað felist
í einsetnum skóla með lengdum samfelldum
skóladegi. Eins munu þeir gera grein fyrir
áherslum og möguleikum í grunnskólum borgar-
innar eftir að rekstur þeirra verður kominn á
herðar borgarinnar, en að því er stefnt á næsta
ári.
Einhversstaðar milli
tónsins og efnisins
Andlegt álag
ELÍN Guðmundsdóttir, meina-
tæknir, vann ein að rannsóknum
á legvatnsprufum i litningadeild-
inni í gærmorgun. Hún sagði að
sjálf hefði Iiún miklar áhyggjur
af sýnunum og afgreiðslu þeirra.
Ófremdarástand
Jóhann Heiðar sagði að konum
væri biðin ákaflega erfið og mikið
væri hringt og spurt eftir niðurstöð-
um. Hann kvaðst hins vegar að-
spurður vonast til að hægt yrði að
afgreiða 511 sýni áður en hætta skap-
aðist. Hvað starfandi meinatækna
varðaði sagði Jóhann að ekki mætti
gleyma því að andlegt álag á þeim
væri mjög mikið. Rannsóknir á leg-
vatnsprufum væru mjög persónuleg-
ar og erfitt væri fyrir starfsfólkið
að horfa upp á ástandið.
Að mati Jóhanns Heiðars ríkir nú
ófremdarástand á spítölum og æski-
legt að heilbrigðis- og fjármálaráð-
herrar grípi inn í deilu meinatækna
og viðsemjenda. Hvað verkföll heil-
brigðisstétta almennt varðaði sagði
hann að ekki ætti að útiloka aðra
möguleika til lausnar í kjaramálum.
Til dæmis mætti líta til þess að í
einkarekstri í heilbrigðisgeira í öðr-
um löndum væri víða samhengi á
milli verkefnafjölda, vinnuhraða,
gæða og launa. ráun
eftirKrisiján
Karlsson
„Við skulum ekki hafa hátt/hér
er margt að ugga." Ekki leikur vafi
á því að Helgi Hálfdanarson hefir
rétt fyrir sér þegar hann segir
(Blendin fleirtala, Mbl. 27. sl.): það
„er ekki mjög líklegt, að barnfóstra
sé í og með að þagga niður í sjálfri
sér einhvern hávaða." í þessari
gömlu vísu. Og þó er þetta ekki al-
veg sjálfsagt. Með orðalagi sínu er
fóstran að taka barnið í samfélag,
veita því jafnrétti, auðsýna því fulla
hlýju. Það væri allur munur á „við
skulum" og „þú skalt". Eins er um
fleirtöluna í kvæði Steins eftir Jón
Pálsson látinn að frá henni stafar
hlýju kvæðisins, jafnvel þótt „við"
heiti þar „vér".
Ég get ómögulega samsinnt Helga
Hálfdanarsyni í því að vér sé háðs-
orð í kvæði Steins enda þótt.þessi
mynd fleirtölunnar geti sannarlega
eins og Helgi segir verið „lævís á
marga lund". Og þessi fleirtala er
eins og Helgi segir ennfremur „list-
bragð, sem féll að stíl Steins". En
ekki eingöngu í þeim skilningi sem
Helgi á við. Hún hefir áhrif á tón
kvæðisins þó að við Helgi séum
ósammála um hver þau áhrif séu.
En hún er sömuleiðis listbragð í öðr-
um og miklu nærtækari skilningi.
I stuttum ljóðlínum eins og í kvæði
Steins er afskaplega erfítt að fást
við afleiðingarnar af fornafnsmynd-
inni við, aukaföllin okkur, okkar svo
að ekki sé minnzt á eignarfornafnið
okkar (Okkar líf, okkar líf?). Þetta
er þess vert að hafa í huga.
A þeim tíma þegar Steinn orti
þetta kvæði, rétt fyrir stríð, er nokk-
urn veginn víst að hann naut ekki
enn þeirrar almennu viðurkenningar
sem okkur finnst núorðið sjálfsögð.
Kiislján Karlsson
„Á þeim tíma þegar
Steinn orti þetta kvæði,
rétt fyrir stríð, er nokk-
urn veginn víst að hann
naut ekki enn þeirrar
almennu viðurkenning-
ar sem okkur finnst nú-
orðið sjálfsögð."
Ýmsir vissu þó fyrir löngu að hann
var mikið skáld, sbr. tilvitnun Helga
Hálfdanarsonar í orð Halldórs Lax-
ness. En „samfélagið" er oft seint
til. Annars skiptir þessi sagnfræði
engu máli í sambandi við merkingu
kvæðisins og þá persónu sem Steinn
gerir að söguhetju þess. Ef Jón Páls-
son var misheppnaður listamaður,
þ.e. hæfileikalaus, þá stendur það
eins og ég hefi áður sagt hvergi í
sjálfu kvæðinu. Helzt mætti kannskir
lesa það útúr öðru erindinu.
Oss vantaði ekki viljann
þótt verkið reyndist lakt.
Orðið lakur beinir huganum óhjá-
kvæmilega að merkingunni „of létt-
ur" og „verkið reyndist lakt" verður
nákvæm umskrift á fornfrægu orða-
lagi „veginn og léttvægur fundinn".
Þessi ávæningur af biblíu og sálma-
máli er ekki fjarlægur kvæðinu yfir-
leitt. En síðari erindi kvæðisins sýna
svo að ekki verður um villzt að það
er samfélagið (ég á í hálfgerðum
vandræðum með þetta orð hér en
það verður að duga) sem fann verk
söguhetjunnar léttvægt og það var
ósanngirni fávísra eða illviljaðra"
manna („Svo gall við hæðnishlátur")
að heimta að verkið stæðist saman-
burð við Friedman.
Mér er varnað að sjá að kvæðið
sé „nöturlegur hráskinnsleikur" að
örlögum Jóns Pálssonar. Ef það
skyldi vera hráskinnsleikur að minna
okkur á að við séum ófullkomin, þá
er hætt við að margur sálmakveð-
skapur til dæmis sé hráskinnsleikur,
tragedíur líka.
Vort líf, vort líf, Jón Pálsson,
er líkt og nóta fölsk.             , .«,
Nútíð sagnarinnar ætti að taka
af öll tvímæli um það að skáldið á
við oss alla. Annað mál er hitt hvern-
ig við bregðumst við þessari vitn-
eskju. Tónn kvæðisins tekur henni
ekki allskostar fúslega. En einhvers-
staðar milli tónsins og efnisins er
merkingu kvæðisins að finna.
Höfundur er rithöfundur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52