Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
Hvernig kýs fólk að
ferðast um Reykjavík?
eftir Sigurð Hrafn
Guðmundsson
Samgöngur eru stór málaflokk-
ur í sveitarfélagi eins og Reykja-
vík, borgarbúar eyða oft einni til
tveimur stundum samanlagt á dag
í að koma sér á milli staða. Meðal
stefnumála Reykjavíkurlistans er
að fjölga valkostum vegfarenda,
vanda betur til skipulags umferðar
og hönnunar samgöngumann-
virkja ásamt því að leggja hina
mestu áherslu á öryggi og um-
hverfismál. Til þessa hefur borgar-
stjórn Sjálfstæðisflokksins einblínt
á einkabílinn sem hið eina viður-
kennda samgöngutæki og litið á
strætisvagna, hjólandi og gang-
andi vegfarendur sem illa nauð-
syn. Reykjavíkurlistinn stefnir að
öflugu gatna- og samgöngukerfi
með jafnan rétt allra vegfarenda
að leiðarljósi.
Kostnaður við að eiga bifreið
er annars vegar fastur, fjárfesting,
þungaskattur, tryggingar, og hins
vegar breytilegur, þ.e. eldsneyti
og viðhald. Hinn hái fasti kostnað-
ur felur í sér nokkurt óréttlæti,
sá sem á annað borð á bíl „tapar"
á að ferðast með t.d. strætó eða
leigubílum, útgjöldin hlaðast stöð-
ugt upp. Það eru mannréttindi að
geta átt bíl, þess vegna er æski-
legra að þeir séu ódýrir og bensín-
ið dýrt en öfugt, — það er skárra
að skattleggja notkun en eign.
Vélarlausir vegfarendur
Meðal borga á Norðurlöndum
sker Reykjavík sig úr í „óvélvædd-
um" samgöngum, það sem gert
er fyrir gangandi, hjólandi og fatl-
aða vegfarendur er illilega við
nögl skorið. Ég man t.d. ekki eft-
ir neinni göngubrú yfir umferð-
aræðar hér í borg og undirgöng
eru fáséð. Gangbrautarljós eru
vondur kostur, þau eru ekki örugg
og tefja ökumenn, svo er líka um
allar þessar leiðinlegu hraðahindr-
anir.
Margt bendir til þess að borgar-
skipuleggjendur hafi aldrei farið
gangandi um Ártúnsbrekku, né
með strætó að versla í Kringl-
unni, því síður hafi þeir leitt hug-
ann að því að þetta þyrftu eða
kysu einhverjir að gera. Fjölda
dæma mætti nefna um ratahátt
þeirra og vanþekkingu á aðferð-
inni að ferðast fyrir eigin afli,
þótt ekki sé rúm fyrir þau hér.
Gildi almenningsvagna
Það verður að ýta undir vistræn-
ar aðferðir til fólksflutninga. Ráð-
andi gildismat, að einkabifreiðin
sé tákn hins sjálfstæða einstakl-
ings á meðan strætisvagnar þjóni
„annars flokks þegnum", verður
að víkja fyrir heilbrigðri skynsemi
og nýjum stefnum í umhverfismál-
um. Þótt Reykjavík sé rokrassgat
og hér verði sjaldan vart verulegr-
ar loftmengunar erum við aðeins
meðeigendur í lofthjúpi jarðar.
Besti  kosturinn  er  sjálfsagt
ganga og notkun reiðhjóla, R-list-
inn mun gera þann ferðamáta mun
fýsilegri en hann er nú. Hér er
samt rysjótt veðurfar, þannig að
næstbesti kosturinn, almennings-
samgöngur, hlýtur líka að verða
mjög   mikilvægur.   Aðalkostir
öflugs strætisvagnakerfis eru að
mínu mati þessir:
I Álag á gatnakerfið minnkar,
það verður skilvirkara og um-
ferðin liprari.
¦ Tollurinn sem þjóðinni er tek-
inn við umferðarslys, örkuml
og dauða, verður ekki metinn
til fjár. Oftast er hann fylgi-
fiskur of mikils umferðarálags
og  eiga  þar  strætisvagnar
óverulegan hlut að máli.
I Sparnaður  gríðarlegra  fjár-
muna vegna endurnýjunar slit-
lags á götum Reykjavíkur, sem
skrifast nánast alfarið á einka-
bílinn og eru miklu hærri en
framlag borgarinnar til SVR.
Burt með atvinnuleysið
eftír Guðmund
Gunnarsson
Það hlýtur að vera markmið
allra að nægileg atvinna sé í boði
fyrir þá sem geta og vilja vinna
og við hljótum að gera þá kröfu
að hér sé um að ræða góð störf.
Störf sem skapa mikinn virðisauka
fyrir atvinnulífið og samfélagið og
séu eftirsóknarverð fyrir þá ein-
staklinga sem þau stunda vegna
__þess að þau séu trygg og gefí
"góðar tekjur.
Þetta hljómar eins og útópía sem
aldrei er hægt að ná. En ef við
setjum okkur ekki markmið til
þess að keppa að, þá er okkur
hætt við stöðnun og doða. Við
getum ekki og viljum ekki keppa
við asísk launakjör. Þvert á móti
þurfum við að fjölga hátt launuð-
um störfum. Þetta verður gert með
því að byggja á stöðugt meiri fram-
íeiðni og betri menntun.
Félagsleg réttindi hafa verið
tryggð með kjarasamningum, þar
sem kauphækkanir hafa verið
.gefnar eftir, launamunur hér er
mun minni en annarstaðar og ís-
''"¦'lenska þjóðin hefur sýnt, að hún
hefur unnið sig út úr erfiðri stöðu.
Því eru engin haldbær rök fyrir
að henda okkar eigin starfsaðferð-
um og velja aðrar.
Verður atvinnuleysið óbreytt
til aldamóta?
í nýlegri spá Þjóðhagsstofnunar
er gert ráð fyrir að það verði sjö
þúsund manns atvinnulaus á þessu
ári. Það má gera ráð fyrir að við
þurfum að skapa 16 þúsund ný
i      störf til aldamóta, ef við ætlum
^kð eyða núverandi atvinnuleysi auk
þess að skapa því fólki störf sem
kemur inn á vinnumarkaðinn á
I      næstu fimm árum.
Þessí spá má hækka nokkuð,
það má gera ráð fyrir að nokkur
fjöldi sé hættur að leita að vinnu
vegna þess atvinnuástands sem við
jiöfum búið við undanfarin ár. Ef
miðað er við nýjustu þjóðhagsspá
má gera ráð fyrir að störfum fjölgi
um 1,2% á ári til aldamóta eða sem
Guðmundur Gunnarsson
„Sá árangur sem náðst
hefur í stjórn efnahags-
mála: lág verðbólga,
lækkandi vextir, jöfn-
uður í viðskiptum við
útlönd og minnkandi
erlendar skuldir, gefa
gott tækifæri til að taka
enn ákveðnar á þessum
málum en núer gert."
nemur íbúafjölgun og atvinnuleysi
haldist því óbreytt.
Við verðum að grípa til róttækra
aðgerða til þess að breyta þessum
forsendum. Eins og efnahagssaga
okkar ber vitni um hefur okkur
áður tekist að setja í gang slíka
áætlun með skömmum fyrirvara
og fylgt henni síðan vel eftir. Sá'
árangur sem náðst hefur í stjórn
efnahagsmála: lág verðbólga,
lækkandi vextir, jöfnuður í við-
skíptum við útlönd og minnkandi
erlendar skuldir, gefa gott tæki-
færi til að taka enn ákveðnar á
þessum málum en nú er gert.
Seðlabankarnir hafa stuðlað
að samdrætti
Ojafnvægið í Evrópu sem skap-
ast hefur síðustu 15 árin er að
stórum hluta vegna of mikils
sparnaðar einkageirans og heimil-
anna. í Evrópu er sparnaður einka-
geirans 5% meiri en fjárfestingar.
Fjárfestingarhlutfallið hefur lækk-
að úr 23-24% niður í 17-18%.
Fjárfestingar eru drifkraftur hag-
kerfisins, þær eru orðnar of litlar
til þess að efla hagvöxt og auka
atvinnu. Evrópsku seðlabankarnir
hafa í baráttu sinni við verðbólg-
una dregið úr eftirspurn og þar
með hefur atvinnuleysið aukist.
Leiðin úr þessum vanda er
vaxtalækkun. Við það batnar sam-
keppnisstaða, útflutningur eykst
og atvinna. En þetta leiddi fyrst
og fremst til aukinnar innlendrar
eftirspurnar frá evrópskum fyrir-
tækjum og heimilum. Við það vex
atvinna og kaupmáttur, skatttekj-
ur aukast og kostnaður ríkisins
vegna atvinnuleysisins minnkar.
En minnkun atvinnuleysis getur
valdið launahækkunum og þá
munu seðlabankarnir aldrei náð
markmiði sínu um lækkun vaxta.
Niðurstaðan yrði þá áframhaldandi
fjöldaatvinnuleysi og niðurskurður
á velferðarkerfinu. Þess vegna er
nauðsynlegt að ríkisstjórnir og
verkalýðshreyfingin taki á sig
ábyrgð til þess að tryggja, að
hægt sé að minnka atvinnuleysi
án þess að launahækkanir fari úr
böndum.
Lífeyrissjóðirnir hafa hingað til
nánast alfarið lánað til hins opin-
bera eða beint til sjóðsfélaga. Til
lengri tíma litið er þessi stefna
vafasöm, þar sem meiri en helm-
ingur alls sparnaðar í landinu er
hjá sjóðunum. Því verður að auka
þátttöku lífeyrissjóðanna í fjár-
mögnun á atvinnulífinu, ýmist með
lánum eða hlutafjárkaupum. Jafn-
framt er nauðsynlegt að tryggja
ávöxtun sjóðanna og minnka
áhættuna fyrir einstaka sjóði við
aukna fjármögnun í atvinnulífinu.
Höfundur erform. Rafiðnaðar-
sambands Islands og skipar 11.
sœtíð á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins íReykjavík.
Sigurður Hrafn Guðmundsson.
„Besti kosturinn er
sjálfsagt ganga og
notkun reiðhjóla, R-list-
inn mun gera þann
ferðamáta mun fýsi-
legri en hann er nú."
Spurningin snýst einfaldlega
um hvort setja eigi hundruð millj-
óna í bílastæðahús eða valkosti
sem draga úr nauðsyn þeirra.
Hvaðan koma
„niðurgreiðslurnar?"
Þegar rætt er um almennings-
samgöngur er viðkvæði margra
Reykvíkinga „niðurgreiðslur" sem
sóttar eru í vasa útsvarsgreiðenda.
Sama fólk hrífst af dugnaði borg-
aryfirvalda þegar margföldu fram-
lagi til SVR er eytt í „framkvæmd-
ir", en það heita krónurnar þegar
einkabíllinn á í hlut. Þegar upp
er staðið má síðan spyrja hver
niðurgreiði hvern.
Öflugt strætisvagnakerfi er ein-
hver arðbærasta fjárfesting sem
borgin getur lagt í. Arðsemin felst
ekki í háum fargjöldum eða venju-
legri hagræðingu, þ.e. styttingu
leiða, fækkun ferða eða öðrum
þáttum sem væru fyrirtækjum
annars eðlis hagkvæm, því far-
þegafjöldinn er eini raunhæfi
mælikvarðinn á hagnað af rekstri
SVR. Kostir hlutafélagsformsins
nýtast þar af leiðandi ekki borg-
inni nema að litlu leyti.
Á milli SVR og Aimennings-
vagna bs. hafa ríkt kjánalegar
nágrannakrytur, miðar og skip-
timiðar gilda aðeins hjá útgefanda
og fyrirtækin gefa ekki upp áætl-
anir hvort annars í síma. Svona
sandkassamennska er alveg óþol-
andi, samgöngur um höfuðborgar-
svæðið eru allar jafn mikilvægar
og einskorðast fráleitt við sveitar-
félagið Reykjavík.
Því miður er innbyrðis skipulagi
SVR líka mjög ábótavant. Til
dæmis er framhaldsskóli, sund-
laug, heilsugæslu- og menningar-
miðstöð Breiðhyltinga við Austur-
berg/Gerðuberg, en íbúar hluta
Breiðholts þurfa að skipta um
vagn í Mjódd til að komast þang-
að, en geta nálgast sams konar
starfsemi lengst niðri í bæ á
skemmri tíma með einum vagni.
Undanfarið hefur stjórn SVR
markvisst unnið við að eyðileggja
tiltrú almennings á fyrirtækið.
Græna kortið samtímis 50% hækk-
un stakra fjargjalda hefur enn
aukið bilið milli þeirra sem ferðast
á „eigin vegum" og hinna sem
„borgað er undir". Leiðir með 15
mín. tíðni hafa til þessa getað
samræmst leiðum á hálftíma
fresti, nú hafa þær verið grisjaðar
í 20 mínútur, þannig að einungis
þriðja hver ferð samræmist 30
mín. áætlun annarra leiða. Þetta
er hið versta klúður og útilokar
SVR enn frekar sem kost fyrir
fólk sem ekki notar vagnana að
staðaldri.
Út fyrir svæðið
Ekki er þægilegt að ferðast með
áætlunarbílum út úr Reykjavík
annars staðar en frá BSÍ. Engin
tenging er fyrir Breiðholts-, Ar-
bæjar- og Grafarvogssvæðin (30-
40.000 manns) við ferðir norður í
Iand, austur fyrir fjall og suður
með sjó. Nauðsynlegt er t.d. að
koma upp biðstöð í Árbæ í sam-
vinnu við SVR ásamt því að tengja
Mjóddina þessum þjóðleiðum.
Með því að kjósa Reykjavíkur-
listann staðfesta borgarbúar vilja
sinn um fjölbreyttar, öruggar og
vistvænar samgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu.
Höfundur er tónlistarmaður.
Óværan og
Rauðhetturnar
eftir Siglaug
Brynleifsson
Hugtakið       sameignarmað-
ur/-menn kemur fyrst fyrir í texta
í fyrsta árgangi Norðurfara Gísla
Brynjúlfssonar 1848. Það er þýðing
á orðinu „kommúnisti". Gísli skrif-
ar: sameignarmenn myndu „steypa
mannkyninu aftur í villu og van-
þekkingu". Snemma árs 1848 kom
Kommúnistaávarpið út. Nú eru liðin
146 ár frá spásögn Gísla Brynjúlfs-
sonar og jafnlangur tími frá spá-
sögnum Karls Marx í Kommún-
istaávarpinu. Áhrif sameignar-
manna voru afdrifarík á 20. öld,
eins og sannaðist þegar sameignar-
ríkin tóku að hrynja hvert af öðru
frá 1989. Vilpur svika, lyga, morða
og fátæktar og kúgunar blöstu við.
Spásögn Gísla Brynjúlfssonar rætt-
ist en „Vofan sem gengur ljósum
logum um Evrópu" (upphaf Komm-
únistaávarpsins) er nú orðin ræfils-
leg „vofuvæfla" sem heldur reyndar
áfram að Ijúga og svíkja en skríður
jafnframt í skjól og villir á sér heim-
ildir.
Lengi vel tókst íslenskum sam-
eignarmönnum, sem kenna sig við
Alþýðubandalag, að afla sér tals-
verðs fylgis, en eftir að aðstoðar
Rauðu mútunnar nýtur ekki lengur
og eyðimerkur sameignarsamfélag-
anna opinberuðust varð þeim erfitt
um boðun fagnaðarerindisins. Þá
var það ráð tekið að ljúga sig út
úr lyginni með öllum ráðum, smjúga
enn fremur inn í ríkisstofnanir og
menntakerfið og halda áfram iðj-
unni undir sömu formerkjum og
vofan sáluga. Þetta lið minnir á
óværuna (lúsina) sem erfitt var að
verjast fyrir hundrað árum eða svo,
hún smaug alstaðar inn og var öll-
um til ama, eins og staðgenglar
hennar nú.
Fyrir nokkrum misserum var
sameignarmönnum ljóst að erfitt
yrði að ljúga sig áfram inn í kjós-
endur í væntanlegum kosningum
til borgarstjórnar Reykjavíkur og
tóku á það ráð að koma upp sam-
stöðu þar sem þeir gætu falið úlfs-
myndina, trúaðir á að Rauðhettur
myndu láta blekkjast. Sem og varð.
Rauðum lista var bögglað saman
og Rauðhettur hafðar í forsvari.
Málefnasamningur var saminn en
um þann samning gilda fyllilega
eftirfarandi orð:
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52