Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
31
„Hörðu málin borgarstjórans"
eftirHelgu
Guðmundsdóttur
Þorgerður Einarsdóttir skrifar
nýlega grein í Mbl. þar sem hún
talar m.a. um hörðu málin borgar-
stjórans. Útúrsnúningar hennar
og fleiri R-listastuðningsmanna,
þegar Árni Sigfússon kýs að
breyta áherslum mjúku málanna
svokölluðu og gera þau að aðal-
málum- Sjálfstæðisflokksins í
kosningabaráttunni, eru hjákát-
leg. Það vita allir sem eitthvað
hafa fylgst með borgarmálum að
Árni Sigfússon hefur alltaf borið
fjölskyldumálin fyrir bijósti, verið
í ótal nefndum og ráðum sem
vinna að bættum hag fjölskyld-
unnar þann tíma sem hann hefur
verið í borgarstjórn og unnið með
oddi og egg að ýmsum úrbótum
þafr að lútandi auk þess sem hann
hefur verið opinn fyrir vísbending-
um og ráðleggingum í öllu er
bætt gæti fjölskyldu- og félagsmál
borgarinnar.
Þorgerður setur einnig út á fjöl-
skyldugreiðslurnar svokölluðu og
tekur þar undir orð Bengts
Westerbergs, formanns Þjóðar-
flokksins sænska, um að slíkar
greiðslur séu kvennagildra. Kon-
ur missi þjálfun og reynslu o.s.frv.
og missi hæglega af lestinni. —
Hvaða lest? Eru ekki ca. 70%
þeirra kvenna sem eru úti á vinnu-
markaðnum í lægst launuðu störf-
unum, gefa ósköp lítið í aðra hönd
bæði peningalega og andlega? Hún
telur það líka ábyrgðarhluta af
stjórnmálaflokki að hvetja foreldra
til að afsala sér ýmsum borgara-
legum réttindum útivinnandi fólks,
s.s. veikindadögum, orlofsgreiðsl-
um, sjúkragreiðslur o.þ.h. fyrir
skammtímagróða sem kvenna-
gildran sé að hennar mati.
Þetta er dæmigert fyrir þá lítils-
virðingu sem húsmóðurstarfinu er
sýnt í hvívetna, að tala um að
fólk gangi í gildru, ef það kýs að
sinna þessum störfum fremur en
launuðum störfum úti á vinnu-
markaðnum og að telja það til
skammtímagróða að kjósa heldur
að hlúa að fjölskyldu og börnum,
með öllu sem því fylgir, heldur en
„Árni Sigfússon kýs að
breyta áherslum mjúku
málanna svokölluðu og
gera þau að aðalmálum
Sjálfstæðisflokksins í
kosningabaráttunni."
að fara út á vinnumarkaðinn. Það
er miklu frekar langtímagróði,
fyrir þá sem það geta og vilja, að
vera heimavinnandi þessi tiltölu-
lega fáu ár sem börnin eru að
vaxa úr grasi. Sá tími líður ótrú-
lega hratt og kemur ekki til baka,
svo mikið er víst.
Vandamálið er hinsvegar það
að þær konur sem vilja vera heima,
fá ekki lengur frið fyrir eigin kyn-
systrum til þess, vegna spurninga
um sömu atriði og Þ.E. telur upp
sem ómissandi hlunnindi útivinn-
unnar. Auk þess er oftast talað
um mun meiri fjárráð, þegar báðir
foreldrar vinna úti, en þegar þarf
að borga barnapössun fyrir tvö
jafnvel þrjú börn er ekki mikill
afgangur eftir af launum viðkom-
andi, nema laun þeirra séu því
meiri.
Þ.E. setur líka út á heilsdags-
skólann og gæsluvellina. Gæslu-
vellirnir eru allra góðra gjalda
verðir og í þau 23 ár sem ég var
heimavinnandi húsmóðir með
fimm börn hafði ég og börn mín
oft góð not fyrir þá, því þá, eins
og nú, var þetta eina úrræðið fyr-
ir heimavinnandi að koma börnum
sínum í einhverja gæslu part úr
degi.
Hvað varðar „heilsdagsskól-
ann" sem gerð er tilraun með í
nokkrum skólum í vetur hlýtur að
vera ljóst að þetta er aðeins fyrsta
skrefíð í þá átt að koma á „heils-
dagsskóla" fyrir alla til frambúð-
ar. En bæði hvað varðar foreldra-
greiðslurnar og heilsdagsskólann
þá eru þetta fjárfrek verkefni, sem
taka verður í áföngum og sníða
af vankanta eftir því hvað reynslan
af þessum framkvæmdum leiðir í
ljós. Foreldragreiðslurnar hljóta
t.d. að hækka og vonandi að þær
fáist metnar fyrir börn 2-6 ára
eða allan leikskólaaldurinn þegar
fram í sækir, því að með því að
greiða foreldrum sem það kjósa
að vera heima hærri „laun" fyrir
þá vinnu, væri hægt að setja pen-
ingalegt mat á heimilisstörfin, en
það er það sem málið snýst enda-
laust um, að fá heimilisstörfin
metin til fjár. Þá fyrst geta heima-
vinnandi foreldrar horft hnarreist-
ir upp þegar spurt er um atvinnu
viðkomandi og sagt: „Ég er að
vinna heima." Því það er svo sann-
arlega vinna að sjá um heimili og
2-3 börn, ekkert síður en það er
vinna hjá dagmæðrum að gera
nákvæmlega það sama.
Á ýmsan hátt má jafnvel halda
því fram að fólki sé refsað fyrir
að vilja vera heimavinnandi, t.d.
með sviptingu þeirra sjálfsögðu
persónulegu réttinda að vera talin
100% þjóðfélagsþegn, þar eð maki
heimavinnandi fær einungis að
nýta sér 80% af skattkorti heima-
vinnandi aðilans.
Ingibjörg Sólrún gagnrýnir
Sjálfstæðisflokkinn fyrir að taka
mál sem eru í verksviði ríkisvalds-
ins að hrinda í framkvæmd inn í
stefnumál flokksins s.s. þetta jafn-
Siglaugur Brynleifsson
„Nú hefur óværan mik-
inn hug á að smjúga inn
í borgarkerfið og koma
þar ár sinni fyrir borð."
Þeim voru boðnar nýjungar...
nýjungar tnanninum samkvæmar —
Skelfdir og hneykslaðir, áttavilltir
og með stjörf augu, sneru þeir sér
undan, flýðu út íhorn, toguðu kápu-
hettuna fram yfir eyrun — Eitthvað
nýttí Eitthvað nýttí muldruðu þeir
undan feldinum — Og þeir grófu
hróðugir síðasta eldhúsreyfarann,
nýjasta   sullumbull  síbernskunnar
Helga Guðmundsdóttir
réttismál að allir séu taldir 100%
þjóðfélagsþegnar og eins lengingu
fæðingarorlofs. Hún telur þetta
rugla kjósendur í ríminu.
Það hljóta auðvitað allir sem
eitthvað fylgjast með þjóðmálum
yfirleitt að vita hvar endanleg af-
greiðsla slíkra mála fer fram. En
miðað við að íbúar Reykjavíkur
eru um helmingur þjóðarinnar og
það augljósa réttlætis- og mann-
réttindamál að allir íbúar landsins
teljist jafnir skattalega séð hefur
ekki fengið neina afgreiðslu frá
Alþingi, þá hlýtur það að vera
réttlætanlegt að stærsti stjórn-
málaflokkur landsins sýni árvekni
sína í þessu mikla réttlætismáli
og taki það í sína stefnuskrá að
þrýsta á að þessi mál fái endan-
lega afgreiðslu frá Alþingi.
Það munu vera um 5 ár síðan
Sólveig Pétursdóttir, þingm. Sjálf-
stæðisflokksins, bar fram frum-
varp til laga um breytingar á
tekju- og eignaskatti með það fyr-
ir augum að persónuafsláttur væri
millifæranlegur milli hjóna, en þá
kom fram, að slíkar breytingar
myndu kosta milli 500 til 700
milljónir, svo ekkert gerðist og
ekkert hefur verið gert ennþá, svo
það virðist ekki vanþörf á að ýta
við alþingismönnum, bæði í þessu
máli og jafnvel fleirum.
Höfundur er fyrrv. form.
Hagsmunan. heimav. húsmæðra
innan Bandalags kvenna í
Reykjavík.
e.ooo
5.000
4.000
3.000
																				
	HEILDARSKULDIR BORGARSJÖÐS 1 LOK HVERS ÁRS Á VERÐLAGI í JANÚAR 1994 (LÁNSKJARAVlSITAlA = 3343																			
																				
																				
																				
-														_J		1		1		
_'_ :_												—						—		
					-t-		1	1		1										
			«				L													
_J			1   1																	
upp úr pilsvasa sínum.
(Úr Útlínur bak við minnið
eftir Sigfús Daðason. Birt hér
með leyfi höfundar.)
Nýjungarnar í málefnasamningi
aðstandenda rauðlistans, „nýjungar
manninum samkvæmar", eru þegar
framkvæmdar af borgarstjórn
Reykjavíkur eða í framkvæmd. Sú
helsta „nýjung" rauða listans, sem
er reyndar all gömul og hefur verið
aflögð þar sem reynd hefur verið,
er hverfaskipting borgarinnar (sbr.
Richard Sennett: The Fall of Public
Man, New York 1977. Höfundurinn
er talinn vera einn merkasti félags-.
fræðingur Bandaríkjanna). Þessi
gamla nýjung Rauðhettanna,
hverfaskipting borgarinnar til sjálf-
stjórnar, myndi auka á hverfaríg
og eins og Sennett bendir á,
framapot og sposluhyggju, og þess
vegna er tillagan borin fram. Með
því mætti stórfjölga í skrifræðinu
og vafalaust myndu sameignar-
menn eiga auðvelt með að koma
þar inn sinni óværu. Nú hefur óvær-
an mikinn hug á að smjúga inn í
borgarkerfið og koma þar ár sinni
fyrir borð, eins og i menntakerfi
ríkisins og ríkisfjölmiðlum (til allrar
hamingju hefur ásókn þeirra og
frekja í þeim geirum nokkuð verið
heft af núverandi stjórn mennta-
mála). En eins og stendur virðist
úlfurinn ekki aðeins hafa gleypt
eina Rauðhettu heldur 15 í-viðbót
auk hóps af hinu kyninu. Þetta er
óskemmtilegur hópur.
Höfundur er rithöfundur.
Skuldir borgarsjóðs hafa meira en tvöfaldast frá 1990, á sama tíma og tekjur borgarsjóðs hafa staðið
nokkurn veginn í stað.
FJÁRMÁLAVTT
SJÁLFSTÆÐISMANNA
eftír Sigrúnu
Magnúsdóttur
Sjálfstæðismenn geta ekki leng-
ur talað um góða fjármálastjórn í
Reykjavík. Þeir hafa stjórnað
borginni óslitið frá 1982, á þeim
tíma hafa skuldir borgarsjóðs fjór-
faldast. Á þessu kjörtímabili eða
frá 1990 hafa skuldirnar tvöfald-
ast. Tekjur borgarsjóðs eru hins-
vegar ívið meiri (1990-1992) á
bak, við hvern borgarbúa en t.d.
afmælisárið 1986 (sjá meðfylgj-
andi súlurit).
Davíð lagði á flótta
Hvernig stendur þá á þessari
rosalegu þróun? Hún liggur í stjórn
og vanhæfni sjálfstæðismanna.
Bruðl og óráðsia fyrri ára á þar
mikla sök, enda yfirgaf borgar-
stóri nr. 1 á þessu kjörtímabili,
Davíð Oddsson, stól borgarstjóra
þegar hann loks skynjaði hvernig
hann var- búinn að leika fjárhag
borgarinnar. Því miður hafa eftir-
menn hans í sæti borgarstjóra
hvorugur ráðið við það verkefni
að rétta við fjárhag borgarinnar.
Markús og milljarðurinn
Markús Örn Antonsson var ekki
glöggur á tölur og varð uppvís að
því að ofmeta skuldir borgarinnar
Sigrún Magnúsdóttir
„Skuldir Hafnfirðinga
hafa vaxið um 50% á
yfirstandandi kjörtíma-
bili. Á sama tíma hafa
skuldir Reykjavíkur
vaxið um 100%."
um þúsund milljónir. Borgarstjóri
nr. 3, Árni Sigfússon, skilur ekki
fjárhagsáætlun borgarinnar og er
ber að því að vita ekki hvað í henni
stendur. Það gerðist á borgar-
stjórnarfundi í byrjun apríl. Þó er
fjárhagsáætlun það stjórntæki
sem á að reka borgina eftir. Þetta
eru ekki traustvekjandi stjórnend-
ur.
Samanburður við Hafnarfjörð
Sjálfstæðismenn vitna til bág-
borins fjárhags Hafnfírðinga. Ekki
mæli ég honum bót en þótt skuld-
ir Hafnfirðinga séu miklar varð
þar þó ekki þvílík kollsteypa og í
Reykjavík. Skuldir Hafnfirðinga
hafa vaxið um 50% á yfirstand-
andi kjörtímabili. Á sama tíma
hafa skuldir Reykjavíkur vaxið um
100%. Ég efast um að í nokkru
sveitarfélagi á íslandi hafa sigið
svo á ógæfuhliðina á þessu kjör-
tímabili.
Hvers vegna nefna sjálfstæðis-
menn ekki Seltjarnarnes, sem
dæmi um illa rekið sveitarfélag?
Peningaleg staða þeirra er þó mun ,
lakari en Hafnfirðinga. Það skySdi
þó aldrei vera vegna þess að þar
er sama Sjálstæðiseinveldið og í
Reykjavík?
Munum að það eru borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins sem
stjóma bæði borg og ríki.
Höfundur er borgarfulltrúi og
skipar 1. sætí Reykjavíkurlistans.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52