Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
Sveigjanleg-
ur vinnutími
eftírÞórunni
Pálsdóttur
Sveigjanlegur vinnutími er atriði
sem breyttir þjóðfélagshættir kalla
á að gefinn sé betri gaumur.
Undanfarið hefur verið unnið að
mótun nýrrar starfsmannastefnu
borgarinnar. Mikilvægur liður í
henni er að borgarfyrirtæki geri
starfsmönnum sínum kleift að velja
sveigjanlegan vinnutíma í auknum
mæli.
Sveiganlegur vinnutími byggir á
því að menn ráði sínum vinnutíma
sjálfir að vissu marki. Ákveðinn tími
dagsins er fastur vinnutími, t.d. frá
tíu til þrjú, en menn geta ráðið því
hvort þeir mæta t.d. klukkan sjö og
séu þannig búnir með átta tíma
vinnudag klukkan þrjú, eða mæti
ekki fyrr en klukkan tíu og vinni
þá til sex.
Það Iíggur því í hlutarins eðli að
ef báðir foreldrar vinna í fullri vinnu
eftir sveigjanlegum vinnutíma geta
þeir komist af með fimm til sex tíma
dagvistun á dag fyrir börnin. Á sama
tíma njóta börnin samvista foreldra
mun lengri tíma dagsins en ella.
Flestir lenda stöku sinnum í því
að fara heldur seinna að sofa en
æskilegt væri fyrir hámarksafköst í
vinnu næsta dag. Ýmislegt kemur
„Sveiganlegur vinnu-
timi kemur því til móts
við þarfir hvers og eins
og leiða má líkur að því
að menn fái meiru
áorkað ef þeir sveigja
vinnutímann að sinni
eigin líkamsklukku og
fjölskylduaðstæðum."
til, ung börn halda vöku fyrir foreldr-
um sínum, skemmtilegt matarboð
verður lengra entil stóð og svo
mætti lengi telja. í slíkum tilfellum
er gott að vinna eftir sveigjanlegum
vinnutíma og eiga þess kost að sofa
aðeins lengur í stað þess að vera
vansvefta og illa upplagður þann
daginn.
Sveigjanlegur vínnutími kemur
því til móts við þarfir hvers og eins
og leiða má líkur að því að menn
fái meiru áorkað ef þeir sveigja vin-
nutímann að sinni eigin líkams-
klukku og fjölskylduaðstæðum.
Sjálfstæðismenn vilja að borgar-
fyrirtæki sýni öðrum fyrirtækjum í
borginni gott fordæmi með því að
bjóða í auknum mæli upp á sveigj-
anlegan vinnutíma.
Sinnuleysi R-list-
ans í íþróttamálum
Þórunn Pálsdóttir
Ef sveigjanlegur vinnutími næði
verulegri útbreiðslu í borginni okkar
færi annar kostur þessa fyrirkomu-
lags einnig að koma í ljós, nefnilega
jafnara umferðarálag. í stað þess
að allir séu á leið til og frá vinnu á
sama tíma eins og nú er myndi
umferðin dreifast yfir lengra tíma-
bil. Þannig myndi samgöngukerfi
borgarinnar nýtast betur og umferð
yrði greiðari.
Það er því Ijóst hvernig sem á það
er litið að sveigjanlegur vinnutími
er góður kostur fyrir fjölskyldur og
fyrirtæki og einn lykill að betra
borgarlífi.
Höfundur er verkfræðingw og
rekstrahagfræðingur ogskipar
14. sæti framboðslista
Sjáifstæðisflokksins í
borgarstiórnarkosningum i vor.
eftír Ragnheiði
Kristínu
Guðmundsdóttur
Það er fyrir löngu orðin ljós sú
staðreynd að líkamsrækt og íþrótta-
iðkun er mikilvægur þáttur í upp-
vexti og þroska barna og unglinga.
Það aðhald og sú ástundun sem kraf-
ist er af þeim böinum skilar þessum
einstaklingum heilbrigðari, hæfari
og metnaðarfyllri til náms og starfa.
Vitað er að athafnaleysi og skortur
á viðfangsefnum er aðalástæðan fyr-
ir því að börn og unglingar leiðast
út á rangar brautir og þá er ég að
tala um neyslu á vímuefnum sem í
flestum tilfellum leiða svo til afbrota.
Ummæli borgarstjóraefnis R-listans
hin síðustu ár lofa ekki góðu fyrir
íþróttalíf í Reykjavíkurborg. Ingi-
björg Sólrún hefur margsinnis sagt
að henni finnist framlög til keppnis-
íþrótta of há og sú skoðun hennar
kemur skýrt fram í eftirfarandi um-
mælum hennar á fundi í borgarstjórn
þegar hún var borgarfulltrúi árið
1985. „Þegar kemur svo að íþrótta-
málum þá yerð ég eins og Cato gamli,
sem sagði, að lokum legg ég til að
Karþago-borg verði lögð í eyði."
í stefnuyfiriýsingu R-listans er lít-
ið sem ekkert minnst á framkvæmd-
ir á sviði íþróttamála. Það litla sem
í því plaggi er að fínna varðar efl-
ingu almenningsíþrótta og greiðari
D-LISTINN er Reykjavíkurlistinn
eftír Unni
Jónasdóttur
Á ýmsu má marka að kosningar
til sveitarstjórna nálgast. Kjördagur
er 28. maí næstkomandi og sýnist
að minnsta kosti hér í Reykjavík sé
að byrja að hitna í kolunum og dálít-
ið farið að rjúka. Ekki er það nema
vonlegt og eins og venja er. Stjórn-
málin eru nú einu sinni alvörumál
sem snúast um forgangsröð verk-
efna og hvernig verja skuli skattpen-
ingum landsmanna og svo eru þau
tilfinningamál hjá mörgum.
Eins og jafnan þegar hópar
manna, kvenna og karla, taka að
fylkja sér til atlögu til að reyna að
hafa áhrif á skoðanir kjósenda sér
í hag þá kemur margt fram í dags-
ljósið sem ella bæri ekki mikið á.
Sem dæmi um þetta má nefna þann
dæmalausa hroka sameiginlegs
framboðs minnihluta flokkanna í
borgarstjórn Reykjavíkur og þeirra
flokksbrota sem utan í þeim hanga
að nefna þennan „bræðing" Reykja-
víkur-lista.
„Heilbrigð skynsemi
ætti þó að segja frétta-
mönnum, fréttastjór-
um, blaðamönnum og
ritstjórum að þetta nær
ekki hokkurri átt."
Augljóslega getur ekkert framboð
kennt sig við sjálft kjördæmið eða
sveitarstjórn þegar því er skipta.
Um þessar mundir hefur þetta of-
læti gengið svo langt að bréfhausar
og önnur pappírsgögn frá framboði
R-listans er merkt haus og „lógói"
sem tekur mið af því að þetta sé
„Reykjavíkurlistinn". Opinberar
fréttastofur og fjölmiðlar sem gefa
sig út fyrir að vera frjálsir og óháð-
ir eta þetta upp og láta ganga yfir
landslýð eins og hvern annan stóra
sannleik. Heilbrigð skynsemi ætti
þó að segja fréttamönnum, frétta-
stjórum, blaðamönnum og ritstjórum
að þetta nær ekki nokkurri átt.
Reyndar hefur spurst að margir
hafi komið athugasemdum á fram-
Unnur Jónasdóttir.
færi við þessa aðila og ekki er frá
því að heldur hafi dregið úr áleitni
að þessu tagi. Enda gæti málflutn-
ingur af þessum toga auðveldlega
snúist upp í andstæðu sína ef of
mikið er hamrað á því sem fólki
þykir óviðkunnanlegt eða jafnvel
ósæmilegt.
Til glöggvunar mætti líka fara
ofan í þessi mál og velta fyrir sér
hvaða listi raunverulega ætti heitið
Reykjavíkurlisti ef grannt er skoðað.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
með höndum stjórn Reykjavíkur-
borgar í áratugi ef frá er skilið kjör-
tímabilið 1978-1982. Þegar vinstri
flokkarnir náðu meirihluta (þó
naumur væri). Lítið stendur eftir það
tímabil því mikill tími fór í það hjá
hinum sundurleitu pólitísku borgar-
fulltrúum að semja um hver ætti
rétt á hverju og hver mætti ákveða
hvað.
Sú borg sem við íslendingar erum
stoltir af sem höfuðborg okkar er
sköpunarverk sjálfstæðismanna.
Þeir fara með umboð yfír 60% borg-
arbúa og því má vel álykta sem svo
að ef einhver listi gæti með réttu
kallast Reykjavíkurlisti þá er það
D-listinn.
Hðfundur er stuðningsmaður
Sjálfstæðisflokksins,
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir
„Sjálfstæðismenn hafa
unnið ötullega að fram-
kvæmdum á sviði
íþróttamála"
aðgang almennings að íþróttamann-
virkjum í Reykjavík. Vissulega eru
slík loforð góðra gjalda verð en ekki
fæ ég séð hvernig R-listinn með yfír-
lýstan andstæðing keppnisíþrótta í
broddi fylkingar muni leggja áherslu
á íþróttamál borgarinnar og allra
síst ef um er að ræða framkvæmdir
og þróun í þágu keppnisíþrótta.
Miklar framkvæmdir
fyrirhugaðar
Sjálfstæðismenn vilja öfluga upp-
byggingu íþrótta- og félagsaðstöðu
og áframhaldandi rekstrarstuðning
við íþróttafélög borgarinnar til þess
að gera öllum börnum og unglingum
kleift að stunda íþróttir. Sjálfstæðis-
menn hafa í stjórnartíð sinni í
Reykjavík unnið ötullega að fram-
kvæmdum á sviði íþrótta- og útivist-
ar. Sjálfstæðismenn hafa á kjörtíma-
bilinu reist fjögur ný íþróttahús,
hafnar eru framkvæmdir við 18 holu
golfvöll við Korpúlfsstaði þar sem
gert er ráð fyrir æfingastæði fyrir
golfáhugamenn, auk þess sem
byggður verður sérstakur golfvöllur
fyrir fjölskylduna. Á döfinni er einn-
ig að byggja yfir skautasvellið í
Laugardal.
Sjálfstæðismenn gera sér grein
fyrir mikilvægi íþróttastarfs og í Ijósi
reynslunnar tel ég að sjálfstæð-
ismenn muni halda áfram að stuðla
að vexti og uppgangi íþrótta í borg-
inni með það að markmiði að gera
Reykvíkinga að heilbrigðari, hæfari
og hamingjusamari einstaklingum.
Hðfundur er leiðbeinandi íþolfimi
og ábugamaður um iþróttir og
heilsurækt
Verktakar  -  Sveitarfélög  -  Garðyrkjumenn
INNUVÉLASÝ
ði\i>i;((>
föstudag og laugardag frá kl. 10-18
Sýnum beltagröfur, hjólaskóflur, beltavagna, jarðvegsþjoppur,
trjákurlara, loftpressur, dælur, rafstöðvar og bátavélar.
Ennfremur vökvahamra frá INDECO. John Jackson, fulltrúi
þeirra, er á staðnum og veitir ráðgjöf.
ATH.: HYUNDAI og AMMANN YANMAR beltagröfur og
hjólaskóflur eru á frábæru verði!
Kynnum einnig varahluta- og viðgerðarþjónustu okkar.
Ji£
Ém
&
LA'
Gu
Skútuvogi 12A, 104 Reykjavík
Sími 812530
Ammann  Yanmar  -  Bomag  -  Vermeer  -  Tsurumi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52