Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Guðmunda Gísla- dóttir - Minning Fædd 7. febrúar 1906 Dáin 19. april 1994 Hinn 19. apríl sl. lést á Elliheimil- inu Grund föðursystir mín Guð- munda Gísladóttir 88 ára að aldri. Við andlát hennar leitar hugurinn til liðins tíma. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjama skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir 61. Þín ástúð til okkar streymir sem ylur frá bjartri sól. (F.H.) Munda frænka, en það kallaði ég hana, var mikilhæf kona og mikið snyrtimenni. Hún var lágvax- in og ákaflega fíngerð, kvik í hreyf- ingum, með glettnisglampa í brún- um augum og dökkt hár. Eg undr- aðist þegar ég sá hana síðast að varla sást grátt hár á höfði hennar. Hún var fædd að Stekkum í Flóa 7. febrúar 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Filippusdóttir og Gísli Ólafsson. Þau eignuðust sex börn. Elstur var Sveinbjörn, faðir minn, d. 1978, Filippus, sem drukknaði í Ölfusá um tvítugt, Gísli, d. 1971, Gíslína, sem lést í febrúar sl., Sigríður tvíburasystir Gíslínu, sem dó í bemsku, og yngst var Guðmunda, sem kveður þetta jarð- líf síðust systkinanna. Munda ólst upp að Stekkum og fór fljótt að vinna þau verk sem til féllu eins og þá tíðkaðist. Þetta kom sér vel, þegar hún fór að sinna sínu stóra heimili, því hún var ákaflega verklagin og rösk til vinnu. Þrátt fyrir að skólaganga Mundu væri ekki löng, aðeins sú skóla- skylda sem þá tíðkaðist, var hún vel undirbúin fyrir húsmóður- og móðurhlutverkið, sem varð hennar aðalstarf. í veganesti hafði hún fengið frá sínu bernskuheimili bestu dyggðir; heiðarleika, vinnusemi og trúmennsku, sem var svo áberandi í fari hennar. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á hversu gott og kjarnyrt mál hún talaði, og það sama var að segja um hin systkini hennar, sem ég kynntist. Þegar Munda var 18 ára lést faðir hennar og skömmu síðar brá Sigríður móðir hennar búi og flutt- ist til Reykjavíkur. Fjölskyldan bjó á Grettisgötunni fyrstu árin, og unnu systurnar þá m.a. við sauma- skap og í fiskvinnu, en faðir minn fór að læra múrverk. 3. júní 1933 urðu þáttaskil í lífi frænku minnar er hún giftist Guð- birni Pálssyni, miklum öðlings- manni. Hann var sonur Guðlaugar Ágústu Lúðvíksdóttur og Páls Haf- liðasonar, skipstjóra, fæddur 15. júní 1896 að Laugavegi 5 og bjó hann alla sína ævi í Reykjavík. Faðir hans byggði Pálshús við Sölv- hólsgötu og þar ólst hann upp í stórum systkinahópi. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap að Sólvallagötu 21. Mér er það minnisstætt hversu samhent þau voru, enda fór þar saman gagn- kvæm virðing og væntumþykja. Þau eignuðust íjórar dætur: Sig- ríði, f. 1934, sem búið hefur með foreldrum sínum alla tíð. Gyðu, f. 1937, sem gift er Stefáni Björns- syni og eiga þau fjögur börn: Þór- unni, f. 1957, hennar synir eru Stef- án Viðar og Samúel Haukur. Maður hennar er Þorsteinn Haukur Þor- steinsson. Guðmundur, f. 1958. Hann er kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur. Þeirra synir eru Guð- mundur Stefán og Guðbjörn Lárus. Björn Ingi, f. 1966, unnusta hans er Kolbrún Vilhelmsdóttir. Yngst er Guðbjörg Ásta, f. 1979. Næst- yngst dætra Mundu og Guðbjörns var Ásta, f. 1943, d. 1960. Nafna mín, Sigurlaug er yngst, f. 1945. Hennar synir eru Guðni Diðrik, f. 1967, og Logi, f. 1985. Það var mannmargt heimilið á Sólvallagötunni, því fyrir utan sex manna fjölskyldu bjuggu þar einnig Guðlaug, móðir Guðbjörns, Sigríð- ur, móðir Mundu og Sigurlaug móðursystir hennar, sem giftist aldrei, en hafði átt heimili áður hjá foreldrum hennar. Allar áttu þær sitt heimili þar til dauðadags. Amma mín, Sigríður, varð t.d. há- öldruð, 91 árs er hún lést. Einnig átti Gíslína föðursystir mín þar heimili um tíma. Þar að auki var Ásta, dóttir þeirra, sem lést 17 ára, þroskaheft og þurfti hún því mikla umönnun. Þegar ég lít til baka er mér ofarlega í huga hversu mikla ástúð og umhyggju frænka mín og jafnaldra fékk frá foreldrum sínum, systrum og ömmum. Hún var ham- ingjusamt barn í faðmi fjölskyld- unnar sína stuttu ævi. Foreldrar mínir hófu sinn búskap á Sólvallagötunni í sama húsi og Munda og Guðbjörn. Faðir minn, Sveinbjörn, og Guðbjörn voru mág- ar og unnu þeir saman hjá Pípu- gerð Reykjavíkurborgar í rúma tvo áratugi. Mikill samgangur og vin- átta var milli heimilanna. Minnis- stæðar eru allar skemmtilegu beija- ferðimar í boddýbílnum hans Guð- björns. Einnig var farið í skíðaferð- ir að vetrum. Ég man hvað við syst- urnar hlökkuðum til þessara ferða, því enginn var bíllinn á okkar heim- ili. Fleiri ættingjum og vinum var einnig boðið með og var þröngt setinn bekkurinn. Var mikið sungið í þessum ferðum. Ég hef oft hugsað til þess síðan hversu þau hjónin vom laus við þetta tímaleysi, sem virðist vera svo allt of algengt nú til dags. Þau höfðu alltaf tíma, þrátt fyrir stóra fjölskyldu að treysta vina- og tjölskylduböndin. í þessum ferðum man ég hvað Munda frænka var fróð - hún þekkti bókstaflega hvern hól mað nafni, sveitabæi og örnefni, enda var hún bæði víðlesin og vel minnug. Því varð það henni erfitt er hún núna síðustu árin fór að tapa minni, en sinni góðu lund hélt hún til hinstu stundar. Mundu og Guðbirni var mjög annt um velferð dætra sinna og fjöl- skyldna þeirra, enda vom þau bæði mjög bamgóð og höfðu yndi af því að umgangast böm. Ég man til dæmis frá því ég var barn hvað Guðbjörn var viljugur að leika við okkur og spila, og fékk ég stundum að gista hjá þeim. Einnig voru það eftirminnilegar ánægjustundir, þegar Munda frænka settist við orgelið og spilaði fyrir okkur. Þá vom fjölskylduboðin um jól og ára- mót árviss og ætíð tilhlökkunarefni. Eftir að hún hafði skilað sínu uppeldishlutverki vann hún um ára- bil við ræstingar hjá Flugleiðum. Munda var mjög áræðin og námf- ús. Til marks um það vil ég nefna að hún tók bílpróf um sextugt og keyrði bíl þar til hún fór að tapa sjón. Þá fór hún að læra ensku um sjötugt, til að geta bjargað sér á ferðum erlendis. Þau hjónin fóm m.a. Norðurlandaferð og í sex landa Evrópuferð. Þau minnust oft þess- ara ferða. Einnig fór hún tvisvar til Bandaríkjanna með Sigurlaugu dóttur sinni, sem er flugfreyja, og heimsótti þá í annarri ferðinni syst- ur mína Björgu, sem er þar búsett. Frænka mín var mikill náttúm- unnandi og hafði ferðast mikið um landið sitt. Fegurð fjallahringsins frá bernskustöðvum hennar í Flóan- um, með útsýni til Skálafells á Hellisheiðinni, Ingólfsfjalls, jökl- anna, að ógleymdri Heklu, hefur trúlega verið upphafið að þeirri ferðaþrá og löngun hennar til að skyggnast bak við fjöllin. Eftir að Guðbjörn missti heils- una, en hann var hjartasjúklingur síðustu ár ævinnar, annaðist frænka mín mann sinn af mikilli alúð. Guðbjörn lést árið 1986. Tvisvar sinnum naut ég þess að eiga helgi með Mundu frænku í sumarbústað mínum, en Sigga dótt- ir hennar var með henni. Þessir dagar verða mér eftirminnilegir, því frænka mín miðlaði mér eins og ávallt áður af sínum fróðleiks- bmnni. Hún sagði okkur m.a. frá mótekjum fyrri tíma. Einnig sýndi hún okkur ýmsar lækningajurtir, en hún þekkti ótrúlega margar ís- lenskar plöntur. Dætur þeirra hjóna eiga mikinn arf frá æskuheimilinu, sem hlýtur að fylla huga þeirra ást og virðingu og blessa hveija stund, sem þar var lifuð. Á skilnaðarstundu koma upp í hugann ótal minningabrot, en efst í huga mér er þakklæti fyrir sam- vemstundir sem ekki gleymast, hlý orð og óskir á tímamótum, gaman- yrði á gleðistundum og huggunar- orð_ á erfiðleikastundum. Ég hef þá trú að hún frænka mín hafi náð endurfundum við ást- vini, sem á undan vora farnir. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (J.H.) Kæm systur og fjölskyldur, megi bjartar minningar um yndislega móður og ömmu ylja ykkur um ókomin ár. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Amma mín, Guðmunda Gísla- dóttir, lést á Elliheimilinu Grund hinn 19. apríl sl. Á Gmnd dvaldi hún síðustu tvö æviárin er heilsan fór að bila. Amma var fædd hinn 7. febrúar 1906 að Stekkum í Flóa. Hún var yngst sex barna hjónanna Sigríðar Filippusdóttur og Gísla Ólafssonar. Systkini hennar sem upp komust vom: Sveinbjörn, Filippus, Gísli og Gíslína. Em þau nú öll látin. Hún ólst upp við venjuleg sveitastörf og naut sín alla tíð best úti í náttúr- unni. Hún hafði gaman af að rifja upp liðna tíma. Hún sagði vel frá, talaði sérlega fallegt mál, glettnin og gáskinn litaði frásagnir hennar. Eg fékk að heyra um störfin í sveitinni. Eldað var á hlóðum. Dag- lega voru bakaðar flatkökur og yfir nóttina voru brauð bökuð í hlóðun- um. I sláturtíðinni vora vambirnar þvegnar í ísköldum bæjarlæknum, grasið var slegið með orfi og ljá og vitjað var um net í Ölfusá. Allir kepptust við að nýta hveija vöku- stund, m.a. gekk Sigurlaug móður- systir ömmu (sem bjó að Stekkum) ætíð pijónandi á engjar, hafði hríf- una í handarkrikanum og dró hana á eftir sér. Skemmtilegt var að heyra um samskipti manna og dýra, m.a. hundinn Kol sem sinnti ekki störf- um sínum vegna ástar á húsmóður- inni og vék ekki frá henni ef hún veiktist. Einnig talaði hún um he- staferðir — bæði sendiferðir og stuttar ferðir á Eyrarbakka að ógleymdum skemmtiferðum upp að írafossi. Átján ára gömul fór amma í vist til Hafnarfjarðar til frænda síns, Einars Sveinssonar múrarameist- ara, og Huldu Bergmann konu hans. Þegar Gísli faðir ömmu lést var jörðin seld og fluttist fjölskyldan á Grettisgötu í Reykjavík. Næstu árin stunduðu þær systur Gíslína og amma ýmis störf, s.s. saumaskap og fiskvinnu og eitt sumar voru þær í síldarvinnu á Siglufirði. Hinn 3. júní 1933 giftist amma afa mínum Guðbirni Pálssyni sem fæddur var hinn 15. júní 1896, dáinn hinn 30. september 1986. Þau eignuðust fjórar dætur, Sigríði, Gyðu, maki Stefán Björnsson, Ástu, sem lést 1960, og Sigurlaugu. Barnabömin eru sex og barna- barnabörnin eru fjögur. Hjónaband ömmu og afa var kærleiksríkt. Þau stóð þétt hvort við annars hlið, virtu og elskuðu hvort annað. Mér þótti gott að dvelj- ast í nærveru þeirra. Þeim fylgdi friður, gleði og umhyggja. Afi var hjartveikur seinni árin og annaðist amma hann af stakri umhyggju og var hans sárt sáknað er hann lést níræður að aldri fyrir átta árum. Heimilið á Sólvallagötu var fjöl- mennt, því þar dvöldu einnig móðir ömmu, móðursystir og tengdamóð- ir. Amma var sjálfstæð og dugleg og þjónaði ijölskyldu sinni af gleði. Þrátt fyrir verkefnin stór og smá hafði hún tíma til að sinna hugðar- efnum sínum, t.d. að leika á píanó. Ljóðabækur vom hennar uppá- haldslesefni og samdi hún sjálf nokkuð af ljóðum. Aðalgleðibankinn hennar ömmu alla ævi var náttúran sjálf sem skartaði litfögram blóm- um, fuglalífi, nytjajurtum og bless- aðri sólinni sem öllu yljaði. Fyrstu búskaparárin tók hún sig upp á vorin með börn og tjald og fluttist austur fyrir fjall, oftast í Hvera- gerði og settist þar að sumarlangt. Afí dvaldi hjá þeim um helgar. Hann studdi ætíð sveitastúlkuna sína og fylgdi henni er útþráin greip hana. Þegar „blessaður" Kaninn kom var ferðalögum hennar á eigin spýtur lokið. Þá byggðu þau sér sumarbústað í Kópavogi ásamt hjónunum Gíslínu og Birni. Þar dvöldu þau á sumrin næstu árin. Þær systur Gíslína og amma voru alla tíð afar samrýndar og höfðu margt að spjalla er þær hittust. Það er stutt á milli þeirra systra, en Gíslína lést hinn 20. febrúar sl. Þegar börnin vom orðin uppkom- in ferðuðust þau afi og amma mik- ið bæði innanlands og utan. Fyrstu tvö árin mín bjó ég í kjallaranum hjá þeim. Ég var varla farin að ganga er ég prílaði upp tröppurnar og klappaði á dyrnar hjá vinkonu minni. Árin liðu og alltaf sótti ég vel að er ég kom. Ég fékk að fara með henni í vinnuna en hún skúraði hjá Flugfélagi íslands í Lækjargötu um árabil. Oft dvaldi ég hjá þeim í sumarfríum og fannst alltaf að ég kæmi að fullu húsi kærleika og frið- ar. Það var tími til að spjalla, spila, gantast og leika. Ömmu var hjart- ans mál að börnin væru aðalatriði. Sannarlega geta börnin í fjölskyld- unni staðfest það. Já, hún var kát og glöð hún amma mín. Hún hafði líka sterkar skoðanir og var ófeimin að láta þær í ljós. Hún var seig þó hún væri smá. „Litlu“ ömmu kallaði ég hana frá því ég óx henni yfir höfuð ell- efu ára gömul. Hún var klettur í mínu lífi sem alltaf hafði tíma fyrir barnið, unglinginn og síðan konu með sín börn. Hún var ævinlega tilbúin að hlusta, uppörva, sam- gleðjast og kenndi mér margt um kærleika sem ég varðveiti í hjarta mér. Það er erfitt að skilja við hana, en ég veit að henni líður vel og nú leiðast þau afi um þúfurnar hjá Guði. Hafðu þökk fyrir allt, elsku vin- kona mín. Guð blessi minningu þína. Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þórunn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANNES HRAFN ÞÓRARINSSON frá Krossdal, Baldursbrekku 3, Húsavík, er látinn. Eva María Þórarinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KARLSDÓTTIR, Melgerði 28, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. maí kl. 15.00. Sigríður Jóhannesdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Egill Örn Jóhannesson, Steinunn Hallgrímsdóttir, Kristinn Á. Jóhannesson, Katrin Kjartansdóttir, Sæmundur K. Jóhannesson, Ester Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts konunnar minnar og móður okkar, ÁSTRÚNAR JÓNSDÓTTUR. Haukur Dór Sturluson, Tinna Hauksdóttir, Tanja Hauksdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS KRISTJÁNSSONAR, Seljahlfð 7C, Akureyri. Úndína Árnadóttir, Rafn Sveinsson, Kristín Jónsdóttir, Sveinn B. Sveinsson, Sigurlaug Hínriksdóttir, Matthías Sveinsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Árni V. Sveinsson, Margrét Sigmundsdóttir, Ingibjörg H. Sveinsdóttir, Pétur Kjartansson, Kristján A. Sveinsson, Gullveig Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.