Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. APRIL 1994
fclk i
fréttum
EYJAFJORÐUR
Rekur kvótaþing
inni í miðri sveit
Aki Áskelsson vélstjóri, rekstrartæknifræðingur og
kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri læt-
ur sér það ekki duga heldur rekur jafnframt kvóta-
þing, sem er miðlun fyrir kvótasölu, -kaup eða -leigu
og skipti á fiskveiðiheimildum. Það sem er athyglis-
vert við þetta kvótaþing er að Áki býr að Álfabrekku
í Eyjafjarðasveit allangt frá sjó. Hann sagði aðspurð-
ur að fjarlægðin frá sjó hefði engin áhrif á starfsem-
ina, þar sem hún færi mest fram í gegnum síma.
I samtali við fréttaritara Morgunblaðsins sagði Áki
að mikil eftirspurn væri eftir þorski en hins vegar
sáralítið framboð, en alltaf væri einhver hreyfíng á
öðrum tegundum.
— Þar sem þú býrð á einu aðalmjólkurframleiðslu-
svæði norðanlands hefur þá ekki komið til greina að
hefja umboðssölu á mjólkur- og eða kindakjötskvóta?
„Jú, það gæti hugsast að fara út í það á næstunni
ef viðskipti verða umtalsverð í þeim greinum. Fyrst
um sinn verður þetta þó aðallega miðlun með þorsk-
veiðiheimildir eða aflamark eins og það heitir á fag-
máli."
Morgunblaðið/Benjamin Baldursson
ÁJd Áskelsson kennari hefur einnig rekið kvótaþing
frá því í haust.
Umsóknir um sumardvöl í
orlofshúsum og tjaldvögnum V.R.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið
1994.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu V.R. þurfa að
berast skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 29.
apríl 1994.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
' Einarsstöðum á Völlum S-Múl.
Flúðum Hrunamannahreppi
Akureyri
Húsafelli í Borgarfirði
Ölfusborgum við Hveragerði
lllugastöðum í Fnjóskadal
Miðhúsaskógi í Biskupstungum
Stykkishólmi
Kírkjubæjarklaustri
Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna.
Húsin og vagnar-nir eru laus til umsóknar tímabilið 27. maí til 16. september.
Úthlutunarreglur:
Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar áfélagsaldri í V.R. aðfrádregnum
fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á
skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu.
Leigugjald:       kr.  9.000,00 - 10.500,00 á vikú í orlofshúsi
kr.   7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga
kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í
síðasta lagi 29. apríl n.k.
Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagní munu liggja
fyrir 9. maí n.k.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi
verslunarinnar 8. hæð. Ekki verðurtekið á móti umsóknum símleiðis, en senda
má útfyllt umsóknareyðublöð i myndrita nr: 888356.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
—p>-      *
SONGVAKEPPNI
Norðmenn hrifnir
af íslenska lagínu
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva
í Evrópu verður haldin á
laugardag, 30. apríl, í Dyflinni á
írlandi. Eins og mönnum er kunn-
ugt flytur Sigríður lag Friðrik
Karlssonar, Nætur, í keppninni.
Norðmenn hafa löngum haft
mikinn áhuga á Evrópusöngva-
keppninni, þrátt fyrir að gengi
þeirra væri lengst kf slæmt. Þeim
tókst þó að sigra með framlagi
Bobbysocks árið 1985 og nú virð-
ast þeir nokkuð bjartsýnir á sig-
ur, enda veðja þeir aftur á laga-
höfundinn Rolf Lövland, sem
samdi það sigurlag. Samkvæmt
grein í dagblaðinu Verdens Gang
fyrir skömmu er það helst lag
íslands, sem ógnar möguleikum
Norðmanna til að fara með sigur
af hólmi. í umsögn um íslenska
lagið segir að hin íslenska Sigga
sé meðal þeirra sigurstrangleg-
ustu í ár. Lagið sé alþjóðlegt;
nútímalegt og grípandi og ensk
útgáfa þess eigi alla möguleika
á að slá í gegn. Dagblaðið gefur
íslenska og norska laginu 5 stig
af 6 mögulegum, en nokkur lög
fá fjögur stig hjá blaðinu, eða lög
Svía, íra, Breta, Þjóðverja, Pól-
verja og Frakka.
Annað norskt dagblað, Aften-
posten, bendir á að flest lönd, eða
19 af 25, sendi nú róleg lög til
keppninnar og sé þetta hlutfall
nýtt met í keppninni. Þrettán
söngkonur komi fram og sex
þjóðir sendi dúetta til keppni.
Blaðið bendir á að nú taki Eist-
land, Rúmenía, Slóvakía, Lithá-
en, Ungverjaland, Rússland og
Pólland í fyrsta sinn þátt, en það
þýði hins vegar ekki að þessi 39.
söngvakeppni skeri sig úr að ein-
hverj.u leyti, því framlag þjóða í
ár, allt frá Möltu í suðri til ís-
lands í norðri, sé dæmigert fyrir
samkomuna hingað til. Örfá
minnisstæð lög sé þó að finna
og kemst Aftenposten að þeirri
niðurstöðu að íslenska lagið sé
þar á meðal.
Friðrík Karlsson, lagahöfund-
ur, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í enskum sjónvarps-
þætti í síðustu viku hafi íslenska
laginu verið spáð 3.-4. sæti. Þá
hafi frést af því að einhverjir
veðbankar í Englandi og írlandi
hafi spáð laginu 3. sæti, á eftir
því enska og írska.
Morgunblaðið/Ágúst Ingi Jónsson
íslenski hópurinn hélt til Dyflinnar á sunnudag. Hér má sjá þau
Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu og Friðrik Karlsson lagahöf-
und í Leifsstöð.
Svona Ieit Kjerstin út eftir að
hafa lést á þremur árum um 124
kiló eða úr 204 kg niður í 80.
Aukahúðin vóg um 5 kíló.
134 kíló fuku
Það er ekki tekið út með sæld-
inni að léttast um tugi kilóa eins
og norska Kjerstin Christiansen
gerði. Tímaritið Norsk Ukeblad
sýndi myndir af Kjerstin fyrir
og eftir megrunina ásamt mynd-
um af henni eftir að lýtalæknir
hafði skorið af henni alla auka-
húð. Hún veg^ur nú um 70 kg.
Hún hafði oft reynt að megrast
með töfrakúrum en henni tókst
ekki að ná markinu f yrr en hún
breytti um mataræði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52