Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 EYJAFJORÐUR Rekur kvótaþing inni í miðri sveit Aki Áskelsson vélstjóri, rekstrartæknifræðingur og kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri læt- ur sér það ekki duga heldur rekur jafnframt kvóta- þing, sem er miðlun fyrir kvótasölu, -kaup eða -leigu og skipti á fiskveiðiheimildum. Það sem er athyglis- vert við þetta kvótaþing er að Áki býr að Álfabrekku í Eyjafjarðasveit allangt frá sjó. Hann sagði aðspurð- ur að fjarlægðin frá sjó hefði engin áhrif á starfsem- ina, þar sem hún færi mest fram í gegnum síma._ I samtali við fréttaritara Morgunblaðsins sagði Áki að mikil eftirspurn væri eftir þorski en hins vegar sáralítið framboð, en alltaf væri einhver hrejrfing á öðrum tegundum. — Þar sem þú býrð á einu aðalmjólkurframleiðslu- svæði norðanlands hefur þá ekki komið til greina að hefja umboðssölu á mjólkur- og eða kindakjötskvóta? „Jú, það gæti hugsast að fara út í það á næstunni ef viðskipti verða umtalsverð í þeim greinum. Fyrst um sinn verður þetta þó aðallega miðtun með þorsk- veiðiheimildir eða aflamark eins og það heitir á fag- máli.“ Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Áki Áskelsson kennari hefur einnig rekið kvótaþing frá því í haust. Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1994.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu V.R. þurfa að berast skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaqinn 29. apríl 1994. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelii í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnar-nir eru laus til umsóknar tímabilið 27. martil 16. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 29. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 9. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð i myndrita nr: 888356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur »..............—--------------—--------------^ lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri SÖNGVAKEPPNI Norðmenn hrifnir af íslenska laginu Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu verður haldin á laugardag, 30. apríl, í Dyflinni á írlandi. Eins og mönnum er kunn- ugt flytur Sigríður lag Friðrik Karlssonar, Nætur, í keppninni. Norðmenn hafa löngum haft mikinn áhuga á Evrópusöngva- keppninni, þrátt fyrir að gengi þeirra væri lengst af slæmt. Þeim tókst þó að sigra með framlagi Bobbysocks árið 1985 og nú virð- ast þeir nokkuð bjartsýnir á sig- ur, enda veðja þeir aftur á laga- höfundinn Rolf Lövland, sem samdi það sigurlag. Samkvæmt grein í dagblaðinu Verdens Gang fyrir skömmu er það helst lag íslands, sem ögnar möguleikum Norðmanna til að fara með sigur af hólmi. { umsögn um íslenska lagið segir að hin íslenska Sigga sé meðal þeirra sigurstrangleg- ustu í ár. Lagið sé alþjóðlegt; nútímalegt og grípandi og ensk útgáfa þess eigi alla möguleika á að slá í gegn. Dagblaðið gefur íslenska og norska laginu 5 stig af 6 mögulegum, en nokkur lög fá fjögur stig hjá blaðinu, eða lög Svía, íra, Breta, Þjóðverja, Pól- veija og Frakka. Ánnað norskt dagblað, Aften- posten, bendir á að flest lönd, eða 19 af 25, sendi nú róleg lög til keppninnar og sé þetta hlutfall nýtt met í keppninni. Þrettán söngkonur komi fram og sex þjóðir sendi dúetta til keppni. Blaðið bendir á að nú taki Eist- land, Rúmenía, Slóvakía, Lithá- en, Ungvetjaland, Rússland og Pólland í fyrsta sinn þátt, en það þýði hins vegar ekki að þessi 39. söngvakeppni skeri sig úr að ein- hveiju leyti, því framlag þjóða í ár, allt frá Möltu í suðri til ís- lands í norðri, sé dæmigert fyrir samkomuna hingað til. Örfá minnisstæð lög sé þó að finna og kemst Aftenposten að þeirri niðurstöðu að íslenska lagið sé þar á meðal. Friðrik Karlsson, lagahöfund- ur, sagði í samtali við Morgun- blaðið að í enskum sjónvarps- þætti í síðustu viku hafí íslenska laginu verið spáð 3.-4. sæti. Þá hafi frést af því að einhveijir veðbankar í Englandi og írlandi hafí spáð laginu 3. sæti, á eftir því enska og írska. Morgunblaðið/Ágúst Ingi Jónsson Islenski hópurinn hélt til Dyflinnar á sunnudag. Hér má sjá þau Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu og Friðrik Karlsson lagahöf- und í Leifsstöð. Svona Ieit Kjerstin út eftir að hafa lést á þremur árum um 124 kíló eða úr 204 kg niður í 80. Aukahúðin vóg um 5 kíló. 134 kíló fuku Það er ekki tekið út með sæld- inni að léttast um tugi kilóa eins og norska Kjerstin Christiansen gerði. Tímaritið Norsk Ukebkid sýndi myndir af Kjerstin fyrir og eftir megrunina ásamt mynd- um af henni eftir að lýtalæknir hafði skorið af henni alla auka- húð. Hún vegur nú um 70 kg. Hún hafði oft reynt að megrast með töfrakúrum en henni tókst ekki að ná markinu fyrr en hún breytti um mataræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.