Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994
2-16
l+JAIS&l-AZSI'ceOCTUAO-T
O^
01993 Farcus Canoons/Disl*uled by Univorsal Press Syndicate

Áster . . .
jaflinB>
4-Z&
að bregðast ekki.
TM Reg. U.S Pal OH— all rights reserved
* 1994 Los Angeles Times Syndicate
Mamma!   Sjáðu   hvað   ég
fann.
HOGNI HREKKVISI
BREF TDL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691329
A tímamótum framboðsmála
í Vestmannaejrjum
Frá Guðmundi Þ. B. Ólafssyni:
Eins og tilkynnt hefur verið
munu Alþýððuflokkur, Alþýðu-
bandaiag og Framsóknarflokkur í
Vestmannaeyjum bjóða fram sam-
eiginlegan lista til bæjarstjórnar-
kosninganna nú í vor. Er þetta í
fyrsta skiptið sem þessir flokkar
bjóða fram sameiginlega. Umræð-
an um sameiginlegt framboð hefur
áður farið fram, en aldrei fyrr
hefur það orðið að veruleika og
er hér því um merk tímamót að
ræða. Helsta hvatningin að þessu
framboði er sú mikla umræða, vilji
og hugur bæjarbúa fyrir framboð-
inu og þá ekki síst eftir að núver-
andi meirihluti bæjarstjórnar sem
myndaður er af sex fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins á móti tveim-
ur fulltrúum frá Alþýðuflokki og
einum fulltrúa frá Alþýðubanda-
lagi, ákvað með meirihlutavaldi
að fækka bæjarfulltrúum úr níu í'
sjö. Þetta var ákveðið með hreinni
valdbeitingu gegn atkvæðum
minnihlutans.
Eftir ákvörðunina lá fyrir að
með óbreyttu fyrirkomulagi, með
framboði fjögurra flokka hvers í
sínu lagi, hefði getað skapast sú
staða að meirihluti hefði getað
unnist með einungis 41% greiddra
atkvæða um leið og 59% Vest-
mannaeyinga sem hefðu kosið hin
framboðin þrjú hefðu lent í minni-
hluta í bæjarstjórn. Bæjarbúar
kjósa sér fulltrúa í bæjarstjórn og
það væri afskræming á lýðræðinu
ef minnihluti réði meirihluta, með
þessum hætti.
Sameiginlegt   framboð   flokk-
anna á Vestmannaeyjalistanum er
grundvallað á auknu lýðræði við
stjórn bæjarins okkar, lýðræði sem
því miður hefur alltof lítið farið
fyrir á yfirstandandi kjörtímabili.
Framboðslisti Vestmannaeyja-
listans hefur verið lagður fram og
vinnan við stefnumálin er í fullum
gangi. Innan tíðar verður gerð
grein fyrir helstu stefnumálum
Vestmannaeyjalistans. Listabók-
stafur frambpðsins verður V.
Kosningaskrifstofa V-listans
verður á Heiðarvegi 6 og eru Vest-
mannaeyingar hvattir til að taka
þátt í starfinu og eiga þar með
þátt í að móta framtíðina og betri
bæ. Vestmannaeyingar, vinnum
með. Vestmannaeyjalistann fyrir
Vestmannaeyjar.
GUÐNI Þ. B. ÓLAFSSON,
Vestmannaeyjum.
Skoðanaskipti eða hvað?
Frá Björgvin Brynjólfssyni:
Þriðjudaginn 19. apríl sl. var í
sjónvarpinu þáttur um aðskilnað
ríkis og kirkju. Sjónvarpsþættir
um deilumál eru venjulega byggð-
ir upp með þeim hætti að hin
umdeildu sjónarmið komi sem ský-
rast fram og með líkri aðstöðu til
málflutnings. í þessum þætti var
því öðruvísi farið. Þar voru fjórir
viðmælendur ásamt stjórnanda.
Þrír þeirra voru valdir úr áhrifa-
stöðum þjóðkirkjunnar: kirkju-
málaráðhera, biskupsritari og for-
maður prestafélagsins. Allir voru
þeir sammála um að viðhalda sam-
bandi kirkjunnar við ríkið með
auknu forræði kirkjunnar í eigin
málum. Fjórði viðmælandinn var
forstöðumaður aðventista. Hann
reyndi að mæla með aðskilnaði en
var yfirgenginn af málflutningi
þjóðkirkjumanna. Stjórnandinn
gaf aðventistanum fá tækifæri til
að tjá sig um málið.
Frétt frá Svíaríki
Að þættinum loknum vaknaði
hjá mér sú spurning: hvers vegna
var stofnað til þessa þáttar? Ekki
var gætt jafnræðis í fjölda viðmæ-
lenda og gengið framhjá þeim
samtökum sem hafa mál þetta á
stefnuskrá sinni, eða hafa gert um
það samþykktir. Margt virðist
benda til þess að þátturinn hafí
verið gerður til mótvægis þeirri
frétt sem borist hefur frá Svíþjóð,
um að þar sé stefnt að fullum
aðskilnaði ríkis og kirkju árið
2000. Þjóðkirkjumennirnir rang-
túlkuðu þessa frétt og töldu hana
ekki beina til aðskilnaðar heldur
væri aðeins stefnt að auknu sjálf-
stæði kirkjunnar í landinu.
Þróun sem ekki verður stöðvuð
Aðskilnaður ríkis og kirkju á
fjöldafylgi með þjóðinni, sem
greinilega kom fram í skoðana-
könnun Gallups sem var gerð hér
fyrir einu ári. Þar töldu 5% þeirra
sem afstöðu tóku sig vera hlynnta
aðskilnaði. Þeir sem undirbjuggu
sjónvarpsþáttinn hefðu auðveld-
lega getað fengið fleiri viðmælend-
ur úr hópi aðskilnaðarmanna. Fjöl-
menn stjórnmálasamtök hafa gert
samþykktir um stuðning við að-
skilnaðinn, t.d. Samband ungra
sjálfstæðismanna og Alþýðu-
bandalagið. Auk þess hefur Sið-
mennt, félag áhugafólks um borg-
aralegar athafnir, aðskilnaðinn á
stefnuskrá sinni og Samtök um
aðskilnað ríkis og kirkju, sem er
ætlað það hlutverk að samræma
aðgerðir máli þessu til framgangs.
Ég vil beina þeirri áskorðun til
Sjónvarpsins að það bæti fyrir
mistök sín með nýjum þætti um
þetta mál sem væri byggður á
jafnri aðstöðu um mannfjölda og
ræðutíma. Rökræður tveggja
manna kæmu vel til greina að
mínu mati.
BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON,
Skagaströnd.
„0ALTK7ÖTOGSAUNie E72U
l'HINNI TUNNUNNII."
Víkverji skrifar
Viðskiptahættir Pósts og síma
eru Víkverja stöðug upp-
spretta skrifa eins og tryggir les-
endur dálksins þekkja. Kunningi
Víkverja þurfti fyrir skömmu að
láta opna síma sem hafði verið lok-
að vegna þess að dregist hafði úr
hófi að greiða símreikning. Kunn-
inginn átti bágt með að komast frá
og hringdi þess vegna í innheimtu-
deild Pósts og síma og spurði hvort
hann gæti ekki beðið bankann sinn
um að millifæra reikningsupphæð-
ina beint inn á reikning hjá Pósti
og síma.
Hjá innheimtudeild fengust þær
upplýsingar að það væri vissulega
hægt en myndi taka 2-3 virka
daga að skila sér til innheimtudeild-
ar vegna þess að greiðslan þyrfti
að fara í gegnum Póstgíróstofuna.
Af þeim sökum yrði ekki hægt að
opna fyrir símann fyrr en að þeim
tíma liðnum. Kunninginn brá því á
það ráð að fara í pósthúsið í Kringl-
unni, sem opið er til kl. 18, borga
reikninginn þar með tékka og fá
símann opnaðan. Það einkennilega
í málinu er að þrátt fyrir að klukk-
an hafí verið langt gengin í 18
þegar reikningurinn var greiddur
og allir bankar löngu lokaðir þá
var tékkinn engu að síður skuld-
færður út af reikningi kunningjans
samdægurs. Það er því greinilega
ekki sama í hvaða átt færslan er
gerð, úr banka og yfir til Pósts og
síma, eða öfugt.
Islendingar taka þátt í Söngva-
keppni sjónvarpsstöðva í Evr-
ópu í 9. skipti á morgun. Flesta
rekur eflaust minni til þess hve
mikil bjartsýni greip þjóðina árið
1986, þegar við þreyttum frumraun
okkar í keppninni, með Gleðibank-
anum. Ekki voru aðrir Evrópubúar
okkur fyllilega sammála um ágæti
lagsins og niðurstaðan varð 16.
sætið. ísland vermdi það sæti einn-
ig árin 1987 og 1988 og voru
margir farnir að örvænta. Lengi
getur vont versnað og árið 1989
fékk ísland ekkert stig og þar af
leiðandi neðsta sætið. Nú hafði
mesti Eurovision-áhuginn rjátlast
af þjóðinni, en ári síðar hreppti
Stjórnin 4. sætið í Júgóslavíu og
landinn tók gleði sína á ný, en.
aðeins til að sætta sig við 15. sæt-
ið 1991. Aftur vænkaðist hagurinn
1992, þegar niðurstaðan varð 7.
sætið og í fyrra enduðum við í 13.
sætinu.
Yíkverji hefur ekki mikla
drauma um frama í þessari
annars ágætu söngvakeppnL Hann
er þó ánægður með framlag íslands
að þessu sinni, því þau Friðrik
Karlsson lagahöfundur og Sigríður
Beinteinsdóttir söngkona eru ágæt-
is hráefni, ef hægt er að finna
uppskrift að góðu gengi á annað
borð. Sigríður á að hluta heiðurinn
vegna besta árangurs íslands hing-
að til, þ.e. 4. sætið 1990 og 7.
sætið 1992, og Friðrik samdi jú
lagið í síðara skiptið. Nú spá veð-
bankar Breta og íra laginu okkar
3. sæti, en úrslit vilja oft verða á
annan veg. Víkverji er þess þó full-
viss að íslenski hópurinn verður
okkur til sóma í Dyflinni á laugar-
dagskvöld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52