Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14

MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1.994

Landsliðið í hárskurði

ÞETTA er landsliðið í karlaflokki ásamt módelum sínuin. F.v.

Björgvin Emilsson, Sigurkarl Aðalsteinsson og Ómar Diðriksson.

Heimsmeistaramótið í hárgreiðslu og hárskurði

íslendingur

sigraði í litun

VFKTORÍ A Guðnadóttír, hárskerasveinn, sigraði í litun í einstak-

lingskeppni sem fram fór samhliða heimsmeistaramótinu í hár-

greiðslu qg hárskurði, en mótið fór fram í London fyrir skömmu.

Landslið Islands lenti í 18.-19. sæti, en alls sendu 34 þjóðir kepp-

endur á mótið.

Landsliðið í hárgreiðslu

HÉR er landsliðið í hárgreiðslu ásamt módelum. F.v. Eyvindur

Þorgilsson, Þórdís Helgadóttir og Björg Óskarsdóttir.

Árangur Viktoríu er mjög

glæsilegur, en um 100 keppendur

kepptu um titilinn. Lovísa Jóns-

dóttir, formaður Sambands hár-

greiðslu- og hárskerameistara,

sagði að mikil vinna lægi að baki

þátttöku í móti eins og heims-

meistaramótinu. Hún sagði að ís-

lensku keppendurnir hefðu verið

yið æfingar allt frá því í haust.

ísland hefur sent lið á heimsmeist-

aramótið í nokkur ár og alltaf náð

góðum árangri.

Keppnin fer þannig fram að

keppt er í hárgreiðslu og hár-

skurði í herra- og dömuflokki.

Þrír keppendur eru í hvoru liði.

Auk þess er keppt í einstaklings-

flokki í klippingu og litun. ísland

átti þátttakendur í öllum flokkum.

Auk Viktoríu keppti Þuríður Hall-

dórsdóttir í hárgreiðslu og litun.

Landslið Japans sigraði í hár-

greiðslu og lið Bretlands sigraði

í hárskurði á mótinu.

Sigurvegari

VIKTORÍA Guðnadóttir sigraði í litun. Hún er hér með módeli

sínu, Snæbirni Steingrímssyni.

Reykjavíkurborg

Atvinnu-

miðlun

iðnnema

styrkt

BORGARRÁÐ hefur samþykkt

150 þúsund króna styrk til rekst-

urs Atvinnumiðlunar iðnnema.

Stjórn Iðnnemasambands Islands

fór fram á 1,2 millj. króna styrk

til þess að unnt yrði að halda

starfseminni gangandi í allt sum-

ar._

í greinargerð með beiðni Iðn-

nemasambandsins segir að á und-

anförnum þremur árum hafi At-

vinnumiðlun iðnnema eða AMIN

verið rekin. Á síðasta ári hafi rúm-

lega 400 iðnnemar sótt um starf

og tókst að útvega 116 nemum

sumarstarf og starfsþjálfun. Bent

er á að, þar sem ekki hafí tekist

að halda úti starfsmanni allt sumar-

ið hafi ekki reynst unnt að útvega

öllum umsækjendum starf. Að auki

hafi ekki verið fjármagn til að aug-

lýsa eftir störfum eða skrifa bréf

og hringja til atvinnurekenda.

Fjölga atvinnutækifærum

Með rekstri Atvinnumiðlunar iðn-

nema vilji Iðnnemasambandið

fjölga atvinnutækifærum iðnnema

og stuðla að því að fleiri eigi kost

á sumarvinnu við þá iðngrein sem

þeir stund nám í. Þá sé brýnt að

fleiri iðnnemar eigi kost á starfs-

þjálfun. Minnt er á könnun, sem

starfshópur á vegum menntamála-

ráðuneytisins vann, en þar kom

fram að um 30% þeirra sem ljúka

námi í iðnmenntaskólum skili sér

ekki til sveinsprófs.

RÚV og orkuveitur í samvinnu við Lands- og Búnaðarbanka

Nýtt fyrirkomulag á

greiðslu afnotagjalda

HITAVEITA Reykjavíkur, Rafmagnsveita Reykjavíkur og Rafmagn-

sveitur ríkisins hafa ásamt Ríkisútvarpinu samið við Landsbanka

íslands og Búnaðarbanka íslands um svonefndar beingreiðslur. Um

er að ræða nýtt fyrirkomulag á greiðslu afnotagjalda útvarps og

sjónvarps og greiðslu rafmagns- og hitareikninga.

Beingreiðslukerfið var kynnt

fréttamönnum á fundi með forystu-

og talsmönnum veitustofnananna,

RÚV og bankanna í gær. Þjón-

ustunýjungin felst í þW að viðskipta-

vinir þessara fyrirtækja, sem eiga

reikninga í Búnaðarbanka eða

Landsbanka, geta látið skuldfæra

beint af reikningi sínum í byrjun

hvers mánaðar. Þannig sparast við-

skiptavinum og fyrirtækjunum bæði

fé og fyrirhöfn. í stað 6-12 gíró-

seðla munu fyrirtækin að jafnaði

sénda viðskiptavinum sínum eitt yfir-

lit á ári, þar sem þeim er gerð grein

fyrir viðskiptum sl. 12 mánuði. Þá

Fuglaskoðun

í Firðinum

FUGLAFRÆÐINGAR verða i

dag, laugardaginn 30. april,

með sjónauka og fjarsjár við

Hvaleyrarlón, Hafnarfirði.

Þeir verða við Dráttarbraut-

ina frá kl. 16 til kl. 18.

í fréttatilkynningu segir m.a.:

„Hvaleyrarlón er ákaflega

áhugaverður staður til fugla-

skoðunar og ekki minnst vegna

þess að hann er inni í hjarta

eins stærsta bæjarfélags lands-

verða þeir reikningar, sem greiddir

eru annan hvern mánuð, skuldfærðir

í hverjum mánuði, helmingi lægri

upphæð í hvert skipti.

1.400.000 gíróseðlar gætu

sparast

Að sögn Þórsteins Ragnarssonar

í kynningarnefnd um beíngreiðslur

yrði sparnaður af því að fækka gíró-

seðlum, sem veitustofnanir og RÚV

senda út árlega, um 30% eða um

420.000 gíróseðla, um 21 milljón

króna. Ef allir gíróseðlarnir, sem

sendir eru út árlega og eru um

1.400.000 talsins, hyrfu úr umferð

og allir viðskiptavinir nýttu sér bein-

greiðslukerfíð segir Þórsteinn að

áætla mætti að sparnaður næmi um

70 milljónum króna árlega. Aðal-

steinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri

segir forsvarsmenn veitustofnana og

RUV hafa hug á að ívilna þeim við-

skiptavinum sínum sem notfæri sér

beingreiðslufyrirkomulagið með því

að láta þá greiða lægra gjald en

aðra. Til að byrja með verði þó að

fá reynslu á kerfið. Hann sagðist

jafnframt vona að önnur fyrirtæki

og orkuveitur fylgdu í kjölfar þeirra

sem nú taka fyrstu skrefin í átt til

pappírslausra viðskipta.

Hörður Vilhjálmsson, fjármála-

stjóri Ríkisútvarpsins, sagði að við

undirbúníng beingreiðslna hefði veríð

rætt við forsvarsmenn Islandsbanka

og Samband sparisjóða. Sagðist hann

vonast til að þessar bankastofnanir

myndu ganga inn í beingreiðslukerf-

ið áður en langt um liði.

Ódýrasti kosturinn

Ekkert færslugjald verður tekið

af viðskiptavinum veitustofnana og

RÚV til að byrja með. Að sögn tals-

manna bankanna tveggja, Lands-

banka og Búnaðarbanka, er nú verið

að taka upp gjöld fyrir ýmsa banka-

þjónustu og því kæmi til greina að

taka gjald af beingreiðslufærslum

einnig. Talsmennirnir voru þó sam-

mála um að beingreiðslur yrðu ódýr-

asti valkosturinn fyrir viðskiptavini

til að greiða áðurnefnda reikninga.

Eyðublað inn á iiil heimili

Ríkisútvarpið sendir á næstu dög-

um út 55.000 A-giróseðla til útvarp-

snotenda. Með giróseðlunum verða

send eyðublöð sem viðskiptavinir

Landsbanka og Búnaðarbanka geta

fyllt út og beðið um að afnotagjöldin

og rafmagns- og hitareikningar verði

gjaldfærð út af reikningum þeirra. í

júlí verða eyðublöðin send út með

gíróseðlum Hitaveitu Reykjavíkur og

Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðla

sumars með gíróseðlum Rafmagn-

sveitna ríkisins. Þannig er fyrirhugað

að eyðublöðin fari þrisvar inn á hvert

heimili í landinu. Auk þess er fyrir-

hugað að auglýsa beingreiðslurnar í

dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi.

Talsmenn bankanna, fyrírtækj-

anna og RÚV voru sammála um að

þeir myndu hvetja viðskiptavini sína

til að íhuga vel að notfæra sér bein-

greiðslurnar, enda væru þær til mik-

ils hagræðis og sparnaðar fyrir alla

aðila.


Morgunblaðið/Atli Vigfússon

Bergsteinn Gunnarsson, bóndi í Kasthvammi, hefur unnið mikið við

hleðslu í S-Þing. á undanförnum áruni, meðal annars á gamla bænum

á Þverá.

Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu

Búkollusjóður styrk-

ir endurby^ffingu

á gömlum fjarhúsum

Laxamýri, S-Þing.

SAMÞYKKT var á aðalfundi Búnaðarsambands S-Þing., sem nýlega

var haldinn að Breiðumýri, að veita fjárstyrk úr svokölluðum BúkoFlu-

sjóði sem er atvinnu- og þróunarsjóður til endurbyggingar gamalla

fjárhúsa á Þverá í Laxárdal, allt að 700.000 kr.

Forsaga málsins er sú að áhuga-

mannahópur í héraðinu hefur lýst

áhuga sínum á endurgerð gamalla

peningshúsa enda fer þeim ört fækk-

andi sem heilleg eru.

Búskaparminjar glatist ekki

Tilgangurinn er einkum sá að

byggingaraðferðir og búskaparminj-

ar glatist ekki og það menningar-

landslag sem einn er til á nokkrurn

sveitar>æjum fái að halda sér. Með

þetta í huga einkum verið litið til

jarðanna Halldórsstaða og Þverár í

Laxárdal, en þar er mikið af gömlum

húsum og er endurbygging margra

þeirra þegar hafin.

Gamli bærinn Þverá hefur þegar

verið byggður upp að hluta og í sum-

ar verður ráðist í endurgerð fjóssins

og brunnhússins sem standa áföst

við bæinn. Þá er vonast til að byrjað

verði á fjárhúsunum sem eru frá því

um 1850.

Á Halldórsstöðum er verið að gera

upp gömlu íbúðarhúsin og unnið er

að því að fá Náttúruverndarráð, sem

er eigandi gamallar skemmu og

stórra fjárhúsa, til að endurreisa þær

byggingar.

Vonast er til að jarðir þessar, sem

eru samliggjandi, geti verið tengdar

minjasafninu á Grenjaðarstað og

Safnhúsi Þingeyinga, með það að

markmiði að lífga upp á gamla tíma

þannig að bæði ferðamenn og hér-

aðsbúar hafi ánægju af.

- Atli. V.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48