Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 104. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins kjörinn forseti Suður-Afríku „Manni aldannnar44 var vel fagnað í Höfðaborg Norska stjórnin í vanda Ósló. Morgunblaðið. STJÓRNARKREPPA er hugsanlega í uppsiglingu í Noregi vegna skipunar Tor- steins Molands í starf seðla- bankastjóra. Sigbjorn John- sen fjármálaráðherra og stjórn Verkamannaflokksins glíma við vantrauststillögur frá Hægriflokknum, Fram- faraflokknum og Miðflokkn- um. Þessu til viðbótar hefur Sósíalíski vinstriflokkurinn hótað vantrausti. Ákvörðun Johnsen að skipa Moland hefur sætt harðri gagnrýni allar götur frá í fyrr- asumar. Upplýstist að Moland hafði keypt sér umdeilda skattaafslætti með því að leggja fé í fyrirtæki sem hugð- ist fjármagna þotukaup. Áætl- anirnar urðu að engu vegna samdráttar í flugi en bankinn Kreditkassen kom Moland og fjölda annarra nafnkunnra fjárfesta til bjargar með því að kaupa þá og nokkur fyrir- tæki út úr félaginu. Um sama leyti var Moland valinn í stjórn Kreditkassen. Forsetaskipti í Suður-Afríku F.W. DE KLERK fráfarandi forseti Suður-Afríku, óskar Nelson Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, til hamingju með for- setakjörið í gær. De Klerk verður annar varaforseta Mandela í nýju þjóðstjórninni. Sverja nýju valdhafarnir embættiseiða í dag. Breytum Suður-Afríku í land þar sem fólkið getur lifað og starfað með reisn Höfðaborg. Reuter. TUGIR þúsunda Suður-Afríkumanna af öllum kynþáttum fögn- uðu kjöri Nelsons Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, sem forseta landsins á fyrsta fundi nýja þingsins í gær. Mandela varaði við of mikilli bjartsýni og sagði að verkefni nýju valdhaf- anna yrðu ekki auðveld viðfangs. „Hér er maður dagsins, mað- ur aldarinnar,“ sagði friðarverðlaunahafinn Desmond Tutu erki- biskup þegar hann kynnti næsta forseta Suður-Afríku formlega fyrir um 40.000 manna sem höfðu safnast saman við þinghúsið í Höfðaborg, þar sem aðskilnaðarstefnan var tekin upp fyrir rúmum fjórum áratugum og síðan afnumin. „Verkefnin verða ekki auðveld viðfangs," sagði Mandela. „En þið hafið veitt okkur umboð til að breyta Suður-Afríku úr landi þar sem meirihlutinn lifði með litlar vonir, í land þar sem fólkið getur lifað og starfað með reisn, með sjálfsvirðingu og trú á framtíðina." Mandela sagði að ný stjóm undir forystu Afríska þjóðarráðsins myndi einbeita sér að því að draga úr fátæktinni í landinu og skapa ný atvinnutækifæri. Afríska þjóðar- ráðið myndi hvetja innlenda og er- lenda fjármálamenn til að fjárfesta í Suður-Afríku og beita sér fyrir því að smáfyrirtæki Suður-Afríku- manna af öllum kynþáttum gætu dafnað. Hljómsveitir léku og kórar sungu þegar mannfjöldinn fagnaði kjöri Mandela við þinghúsið. Fólkið hélst í hendur, söng friðarsöngva og sjá mátti hvíta fjármálamenn standa við hlið vinnukvenna frá hverfum blökkumanna. ■ Þetta er dagurinn/17 Ný kreppa í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjórnin missti í gær meirihluta á þingi er Lasse Klein forseti Lögþingsins sagði skilið við þingflokk Sjálvsstýris- flokksins og sagðist ekki lengur styðja landstjórnina. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Kleins er að hann hefur ekki kom- ið ýmsum breytingum á skattalög- um í gegnum þingið og ekki heldur notið stuðnings landstjórnarinnar eða lögþingsmanna eigin flokks. Nýjar kosningar Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna sögðu í gær að eðlileg- ast væri að ganga til nýrra kosn- inga en fyrir liggur að þeir vilja ekki ganga til samninga um mynd- un nýrrar meirihlutastjórnar. Rútskoj spáír falli Jeltsíns Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj fyrrum varaforseti spáði því í gær að stjórn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta yrði ekki við völd eftir ár þegar hálf öld yrði liðin frá sigri Rússa á nasistum. Þessa sigurs var minnst í Moskvu í gær. Reuter Rútskoj gefur blóm ALEXANDER Rútskoj fyrrum varaforseti Rússlands afhenti stríðshetjum úr seinna stríðinu blóm í Moskvu i gær í tilefni sigurs Rauða hersins á hersveitum nasista. Allt er þá þrennt er Ósló, Wellington. Reuter. NORÐMAÐ- URINN Erl- ing Kagge komst á tind Everest, hæsta fjalls heims, í gær og varð þar með fyrstur manna til þess að fara fótgangandi á bæði heimskautin og Everest. Kagge er 31 árs lögfræðing- ur. Hann komst á tind Everest við áttunda mann í gær. Meðal þeirra var Nýsjálendingurinn Rob Hall og stóð hann þar með í fjórða sinn á tindinum en það hefur enginn vestrænn maður leikið eftir. „50 ára afmæli sigursins á þýsku fasistunum eftir ár verður haldið við allt aðrar aðstæður. Lögreglustjórnin fjandsamlega verður ekki til þá,“ sagði Rútskoj í ræðu sem var útvarpað á Ekho JlíosAvy-útvarpsstöðinni. „Alvöru sigur vinnst, um það er ég sann- færður, sigur alþýðunnar," sagði varaforsetinn fyrrverandi. Sigursins á Þjóðveijum var minnst á mörgum stöðum í Moskvu. Jeltsín forseti flutti ræðu við hin opinberu hátíðahöld sem tugþúsundir manna sóttu þrátt fyrir hið versta veður. „Sigurdagurinn var líklega mesti gleðidagur 20. aldarinnar og það voru liðsmenn Rauða hersins sem færðu heimsbyggðinni þá hamingju,“ sagði Jeltsín. „Menn skyldu minnast þessa og tala með virðingu um Rússland," bætti hann við. Jeltsín notaði tækifærið til að hvetja til einingar meðal almenn- ings og stjórnmálamanna í Rúss- landi en helstu stjórnmálafjendur hans hafa neitað að ganga til sam- starfs þar að lútandi. Hann sagði að Stalín hefði mistekist að eyði- leggja samheldni þjóðarinnar með- nauðarflutningum og hreinsunum. „Við stóðum saman í stórstyijöld- um, við getum staðið saman á frið- artímum," sagði Jeltsín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.