Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Aðalfundur SÍF hf. samþykkti 7% arðgreiðslu til hluthafa Fyrirtækið með 60% útflutnings saltfiskafurða Selt fyrir um 200 framleiðendur í fyrra en 50 með 86% útflutnings HEILDARÚTFLUTNINGUR SÍF hf. frá íslandi á árinu 1993 var 26.624 tonn og eru þá skreiðarafurðir meðtaldar. Verðmæti þessa útflutnings var um 6,7 milljarðar eða tæp 7% af vöruútflutningi íslendinga. SÍF var þá fjórða stærsta útflutningsfyrirtæki lands- ins, flutti afurðir til 16 landa og var fjöldi kaupenda rúmlega 60. Morgunblaðið/Sverrir Ársreikningarnir skoðaðir ÁRSREIKNINGAR SÍF skoðaðir í upphafi aðalfundar. Það eru þeir Pétur Guðmundarson, Gunnar Örn Kristjánsson, Bjarni Sívertsen og Sighvatur Bjarnason, sem líta hér yfir reikningana. Mest var flutt út til Spánar, bæði hvað magn og verðmæti varðar, en mest aukning á útflutningi varð til landa eins og Noregs og Kanada. Samdráttur í útflutningi félagsins kom mest niður á portúg- alska markaðanum. Allt síðasta ár fluttu íslendingar út 41.700 tonn af saltfiskafurðum, að verð- mæti tæpir 10 milljarðar króna. Hlutur SIF var því rúmlega 60%, bæði að magni og verðmæti. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Gunnars Arnar Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra SIF hf. á aðalfundi félagsins í gær. Þar kom ennfremur fram, að SÍF seldi fyrir um 200 framleiðendur á síð- asta ári og að magni til voru Vinnslustöðin, Sjávarfískur, Vísir HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær þijá menn til fangelsisvistar fyrir landasmygl. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til fímm mán- aða fangelsisvistar, en inni í því eru þrír mánuðir vegna skilorðs- rofs. í dómi hæstaréttar kemur fram að maðurinn, sem hafði ver- ið ákærður fyrir framleiðslu á 140 lítrum af gambra, verði aðeins sakfelldur fyrir þá 90 lítra sem hann játaði framleiðslu á, þar sem lögreglan hafi ekki haldið sönnun- argagninu til haga heldur hellt gambranum niður. Lögreglan' lagði hald á og Borgey stærstu framleiðend- umir, allir með yfir 1.000 tonn. 50 stærstu framleiðendurnir, fjórðungur fjöldans, var með yfir 100 tonna framleiðslu eðaalls með um 86% af útflutningi SÍF. Hinir 150 framleiðendurnir eða 75% fjöldans vom hins vegar með 14% af útfluttu magni og verðmætum. Hagnaður rúmar 50 milljónir Starfsmönnum SÍF fækkaði nokkuð á árinu í samræmi við hagræðingu í rekstri og aðlögun að minnkandi sölu héðan. Starfs- menn hér á landi voru um 30. Hagnaður af rekstri SÍF hf. var 62 milljónir fyrir skatta, en 53,5 milljónir að teknu tilliti til skatta og reiknaðrar tekjuskuldbinding- ar. Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar um greiðslu 7% arðs til hluthafa, eða alls 34 milljónir króna. „Þessi rekstrarafgangur þýðir gambrann, fjóra lítra af tilbúnum landa auk sykurs og gers til áfeng- isgerðar á heimili mannsins, sem er 38 ára, í ágúst sl. Þar var hann í tunnum en lögreglan hellti hon- um niður að frátöldu smásýni, sem sent var til efnagreiningar. Þetta var í fjórða skipti sem þessi maður var kærður fyrir brugg. Ákæra fyrir 140 lítra var byggð á frá- sögnum lögreglunnar um að brús- að hagnaður, sem hlutfall af rekstrartekjum hafi verið um 4,5% og aðrsemi eiginfjár hafi verið 10,26%, sem hlýtur að vera ásætt- anleg stærð fyrir hluthafa á fyrsta starfsári félagsins. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk, eigið fé tæpar 522 milljónir króna og mælist eiginfj árhlutf allið tæpt 31% og veltufjárhlutfallið 1,24. Eins og kunnugt er, er SÍF hf. opið almenningshlutafélag, þar sem hluthafa þess eru yfir 200 eða alls 680 að tölu. Stærsti hluthafinn arnir hefðu verið fullir en maður- inn játaði að hafa lagt í 90 lítra. Hæstiréttur byggir á því þar sem ekki hafí verið staðið að mælingu og skráningu sönnunargagna á fullnægjandi hátt. „Þar sem svo stóð á bar að halda þessum sönn- unargögnum til haga,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til fangelsisvistar og er Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga, sem á 4,1% af heildarhluta- fénu. Hlutafé í félaginu er tæpar 484 milljónir króna og því er innra virði hlutafjár 1,14. Hlutabréf í félaginu hafa verið til sölu á Opna tilboðsmarkaðnum, en lítið hreyfzt og þá á lágu gengi, þar sem ekk- ert hefur fram til þess legið fyrir um rekstur og rekstrarárangur félagsins. Þetta ætti að breytast nú, þegar reikningar félagsins fyr- ir árið 1993 liggja fyrir,“ sagði Gunnar Örn Kristjánsson. sektargreiðslu en þar sem hann hafði ekki verið ákærður fyrir áfengissölu eða fyrir að fremja brotin í ábataskyni voru ekki talin lagaskilyrði til að dæma hann í sekt auk fangelsisrefsingar. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir brugg í gær. Einn sem þrívegis hefur komið við sögu var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að brugga 98 lítra af landa. Ánnar sem hefur komið við sögu um 20 bruggmála hjá lögreglu, en sjaldnar til dóms, var einnig dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi.. Lyga- fréttir - segir Magnús um ásakanir Verdens Gang GREININ í Verdens Gang er dæmi um örvæntingu Græn- friðunga, sagði Magnús Guð- mundsson, kvikmyndagerðar- maður, í samtali við Morgun- blaðið um þær ásakanir í Verd- ens Gang að hann sé í tengslum við hægri öfgamenn. „Þeir planta um mig lygafréttum. I Finnlandi var ég bendlaður við morðið á John Lennon, í Svíþjóð við dauðasveitir í S-Ameríku og í Brasilíu við and-gyðingleg samtök,“ sagði Magnús. Grænfriðungar sendu frá sér fréttatilkynningu ásamt afriti af grein sem birtist í norska dagblaðinu Verdens Gang í gær. Þar er því haldið fram að Magnús Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður sé í tengsl- um við öfgaöfl yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þá .segir norska blaðið að Magnús haldi fyrirlestra í Suð- ur Ameríku á vegum hags- munaaðila í brasilískum kjarn- orkuiðnaði. í Brasilíu Magnús sagðist vera nýkominn frá Brasilíu, þar sem honum hefði verið boðið að halda fyrirlestur í brasilíska þinginu um aðferðir Grænfriðunga, einnig fýrir aðila í orkuframleiðslu, bæði vatnsorku og kjarnorku. Þá var honum boðið til Amazon svæðisins, en þar hafa menn áhyggjur af neikvæðum áróðri Grænfriðunga. Magnús sagði áhrifamikið dagblað, Journal de Brazil, hafa fjallað í forystugrein um heimsókn sína og hvatt til lagasetningar um starfsemi umhverfissamtaka á borð við Grænfriðunga. Fimmtíu- pundari í gervi- Ijöm ÉIMMTÍU löxum var sleppt í gær í tvær tjamir sem settar hafa verið upp við Perluna í Öskjuhlíð í tilefni af sýningunni „Veiðimessu ’94“. Stærri tjörn- in er um 9 metrar á lengd, 5 metra breið og um metri að dýpt og í hana var sleppt um 30 löxum, þar af þremur sem eru yfír 40 pund af þyngd. Vegur stærsti laxinn allt að 50 pund. Gestum sýningarinn- ar gefst svo færi á að renna fyrir laxinn með flugu og segir Stefán Á. Magnússon að búið sé að klippa agnaldið af önglin- um og verði laxinum sleppt jafnóðum aftur. Veiðileyfí verða seld á staðnum. Veit- ingahúsið Perlan stendur fyrir sýningunni og alls taka 35 aðilar þátt í sýningunni sem hefst í dag kl. 13.00 og stend- ur fram á sunnudag. Heiðurs- gestur sýningarinnar er Orri Vigfússons, sem nýlega var heiðraður af Karli Bretaprins fyrir starf að verndun Atlants- hafslaxins. Sighvatur Bjarnason dregur upp dökka mynd af söltun í sumar SIGHVATUR Bjamason, for- maður stjómar SÍF, dró upp fremur dökka mynd af nánustu framtíð í saltfískvinnslu á fyrsta aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær. „Fyrsta aðalfund hins unga hlutafélags, SÍF hf., ber upp á lokadag. í huga okkar er lokadagurinn merk tímamót í ís- lenzkum sjávarútvegi, eða síðasti dagur vertíðar. Að þessu sinni er ekki aðeins vetrarvertíðinni lokið, heldur er og nær allur þorskkvóti yfírstandandi árs upp- urinn. Fram til fyrsta september blasir við íslenzkum saltfískiðn- aði, sem byggir um 80% af fram- leiðslu sinni á þorski, lítið annað en ládeyða og gildir það reyndar einnig um fleiri vinnslugreinar sjávarútvegsins," sagði Sighvat- ur Bjarnason, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundinum. Sighvatur sagðist því ekki geta Ládeyða til haustsins séð að vor væri komið í íslenzku efnahags- og atvinnulífí og í vændum væri betri tíð með blóm í haga eins og forsætisráðherra hefði nýlega lýst yfír í eldhús- dagsumræðum á Alþingi. Norðmenn ráðandi á markaðnum Sighvatur sagðist engar for- sendur sjá fyrir almennri hækkun á markaðsverði íslenzkra salt- fískafurða í bráð og benti á mikla framleiðsluaukningu á saltfíski í Noregi. Þar verða nú framleidd um 70.000 tonn af saltfiski, en aðeins 20.000 hér miðað við að hér fari um 30% þorskaflans í salt. Það eru því Norðmenn sem ráða ferðinni á markaðnum. Þá benti Sighvatur á að kreppa hefði undanfarin þijú ár ríkt í Suður- Evrópu, helzta markaðssvæðinú fyrir saltfísk. Gengi gjaldmiðla á þeim slóðum hefði til dæmis lækkað um 16% til 23% gagnvart ECU-myntinni og því hefði kaup- geta þar minnkað. Aukin fullvinnsla svarið Hann sagði einu leiðina til að bregðast við samdrætti í afla og framleiðslu hér heima og lækk- andi markaðsverði vera að fara út í aukna fullvinnslu, neytenda- pakkningar, halda uppi gæðum og beina framleiðslunni inn á dýrustu markaðina. Hann sagðist ekki vera að tala um framleiðslu fullbúinna rétta og varaði við því að framleiðendur færu á „fjár- festingarfyllerí“ og ætluðu sér hver og einn að vera í öllum fram- leiðslugreinum. Þess í stað yrðu framleiðendur að vinna saman myð kaupendum með milligöngu SÍF til að ná sem beztum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Bruggarar í fangeisi Lögregla skal geyma gambrann en ekki hella brugginu niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.