Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Gyðríður Páls- dóttir fæddist í syðri bænum í Þykkvabæ í Land- broti 12. mars 1897. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. maí 1994. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Sigurðsson í Þykkvabæ (d. 1939) bónda í Eystra- Dalbæ Sigurðsson- ar og Margrét Elías- dóttir (d. 1922) bónda og smiðs á Syðri-Steinsmýri Gissurarsonar. Gyðríður var elst sjö systkina. Hin voru Elías Gissur, f. 1898, Sigríður, f. 1899, Páll, f. 1901, Guðrún Margrét, f. 1904, Gissur, f. 1909, og Aðalheiður, f. 1912. Páll missti konu sína árið 1922 en giftist síðar Gyðríði Sigurð- ardóttur. Gissur er nú einn á lifi af þeim þykkvabæjarsystkinum. Gyðríður giftist 1918 Helga Jónssyni, sem lést 1949. Þau áttu fimm börn. Útför Gyðríðar verð- ur gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag. GYÐRÍÐUR Pálsdóttir var af skaft- fellsku bergi brotin m.a. af Híðarætt í Skaftártungu. Einnig átti hún ætt að rekja til Argilsstaða í Hvolhreppi. Hún ólst upp á miklu myndarheimili hjá foreldrum sínum í 'Þykkvabæ. Hún gekk í barnaskóla í efri bænum í Þykkvabæ hjá Elíasi Bjarnasyni kennara frá Hörgsdal, sem giftur var Pálinu móðursystur hennar. Árið 1913 lærði hún fatasaum í Reykja- vík. Margir leituðu síðar til Gyðríðar með að fá saumuð föt en við þá iðn kom vel fram hin mikla snyrti- mennska sem hún hafði til að bera á svo mörgum sviðum. Á slíku mynd- arheimili sem var hjá foreldrum Gyðríðar, átti sér stað óvenju nota- dtjúg uppfræðsla í hinni daglegu önn sveitalífsins. Slíkt hefur að sjálf- sögðu myndað jákvæð viðhorf barn- anna í uppvextinum. Sagt var að efni hefðu verið mjög af skornum skammti á fyrstu búskaparárum þeirra Páls og Margrétar. Þeim farn- aðist samt vel og þegar árin liðu var til þess tek- ið hve mikil ráðdeild og dugnaður hafi hjá þeim ríkt í hvívetna enda fór svo að bú Páls varð eitt af stærstu búum þar um sveitir. Húsbóndinn fór vel með íjármuni og þótt búið stækkaði stöð- ugt með árunum þurfti ekki að leita eftir lánum. Talið var að Páll hefði ekki þurft að taka nein lán alla sína búskapar- tíð. Tuttugu og eins árs giftist Sigríður Helga -Jónssyni sem þá stóð fyrir búi móður sinnar í Seglbúðum. Giftingardagur þeirra hjóna var mikill hamingjudag- ur í lífi þeirra. Jafnræði var með þeim hjónum, bæði voru vel gefin og glæsileg á velli og höfðu bæði til að bera mikia mannkosti. Þegar Helgi í Seglbúðum var 12 ára missti hann föður sinn, Jón þor- kelsson, sem þá var 49 ára gamall. Olöf Jónsdóttir móðir Helga gekk þá með sjötta bam þeirra hjóna sem upp komust. Helgi var elstur og Sveinn bróðir næstur, þá 11 ára. Við fráfall heimilisföðursins var því ekki bjart framundan hjá Seglbúðaíjöl- skyldunni. - Ailt fór þó betur en á horfðist. Dugnaður Ólafar var mikill og trúlega hefur það skipt sköpum hve Heigi og bróðir hans Sveinn sýndu fádæma dugnað, svo ungir sem þeir voru, við að sjá heimilinu farborða. Til marks um dugnað fjöl- skyldunnar í Seglbúðum, þá náðu öll börnin að afla sér góðrar menntunar á þeirra tíma mælikvarða. Helgi varð búfræðingur frá Hvanneyri, Sveinn trésmiður, Þóranna lærði fatasaum, Jón tók stúdentspróf og starfaði í Landsbankanum, Guðríður var yfir- hjúkrunarkona á Kleppsspítala í fjöldamörg ár og yngsta barrnið Ólöf varð húsmæðrakennari. Á giftingarárinu 1918 tóku þau Helgi og Gyðríður við búskap í Segl- búðum. Venjuleg verkaskipting var milli þeirra hjóna. Það kom í hlut Gyðríðar að stjórna innanhúss. Hún var mikil húsmóðir, gerði mikiar kröfur til sjálfrar sín og lagði mikinn metnað í að halda fagurt heimili, þótt húsakynnin væru ekki mikil í gamla húsinu í Seglbúðum. Hún stjórnaði heimilinu af festu en líka forsjálni. Allt var þar hreint og fágað innan dyra, trégólfin sandskúruð og hvít og í búrinu niðri í kjallaranum var hægt að ganga á sokkaleistunum á moldargólfinu. Þar stóðu á stokk- um tunnur af súrmat en Gyðríður var líka mikil matreiðslukona. Hún bjó vel um vetrarforðann að haustinu til. Þá var hún á undan sinni samtíð að rækta grænmeti í mydarlegum matjuragarði sem hún kom sér upp. Einnig var plantað tijáplöntum sunn- an við íbúðarhúsið og blómabeðin voru svo snyrtileg að undrun sætti. Heimilið í Seglbúðum var sérstakt myndarheimili. Má í því sambandi bera það saman, að eins og Margrét móðir Gyðríðar lagði grundvöll að merkilegri heimamenntun þá gerði Gyðríður slíkt hið sama, enda þótt böm hennar fengju öll framhalds- menntun utan heimilis. Oft var hart í ári á öðrum og þriðja áratugnum. Þá kom sér það stundum vel að Segl- búðaheimilið gat miðlað matföngum og klæðum þegar verst var í ári. Mikil gestrisni mætti hverjum þeim sem bar að garði í Seglbúðum, enda var heimilið og búskapurinn orðlagt fyrir myndarskap. Árið sem Gyðríður og Helgi giftu sig urðu þau þáttaskil í verslun eystri hluta Vestur-Skafta- fellssýslu, að vélbáturinn Skaftfell- ingur hóf að fiytja vörur sem skipað var upp við Skaftárós. Leið þeirra sem sóttu vörur í Skaftárós, úr Land- broti, Síðu og Fljótshverfi, lá fram hjá Seglbúðum, sem varð áfanga- staður flestra þeirra. Þar fyrir utan áttu margir erindi að Seglbúðum. líelgi var sérstaklega vinsæll maður, enda tók hann mikinn þátt í félags- störfum. Gyðríður húsfreyja hafði því oft á tíðum mikið að starfa við að sinna ijölmörgum gestum sem bar að garði. Gyðríður í Seglbúðum var mjög trúuð kona og einlægni hennar í trú- málum var einstök. Hún tók mikinn þátt í safnaðarstarfi í sókninni, var ein af stofnendum Kirkjukórs Prest- bakkakirkju og söng reglulega í kórnum. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur sótti hún reglulega messur í Dómkirkjunni. Hún var líka mikii bindindiskona og hafði ákveðn- ar skoðanir á þeim málum. Hún var hvatamaður að stofnun stúkunnar Kiettafrú sem starfaði um 15 ára skeið. Gyðríður var kona sem gekk vasklega fram í því sem hún vildi koma til leiðar. Góður vitnissburður um það er minningarkaphellan um séra Jón Steingrímsson eldprest á Kirkjubæjarklaustri, enda var hún í forustusveit þeirra sem söfnuðu fé til þess að koma upp þessum minnis- varða um sr. Jón. Hún bróderaði sjálf dúk á altari kaphellunnar. Gyðríður tók líka mikinn þátt í öðru félagslífi sveitarinnar. Ung gekk hún í UMF Ármann sem stofnað var 1908 er hún var búsett í Þykkvabæ. Hún tók virkan þátt í ritstjórn handskrifaðs blaðs: LEIÐÓLFS. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Kirkjubæj- arhrepps og fljótlega formaður þess í mörg ár og síðar heiðursfélagi. Þá tók hún þátt í starfi Kvenfélagasam- bands V.-Skf. kvenna og var fulltrúi á mörgum þingum Kvenfélagasam- bands Islands. Gyðríður var ætíð já- kvæð í störfum og bjó yfir mikilli starfsorku. Hún var vel iesin og vel máli farin. Henni hlotnaðist sá heiður að taka á móti hinni íslensku Fálka- orðu. Helgi í Seglbúðunt var góður bóndi en jafnframt farsæll í hinum margvíslegu störfum sem hann gengdi á sviði félagsmála. Hann var myndarlegur á velli , fríður sínum, léttur í lund og góðviljaður, hafði skemmtilega kímnigáfu, traustur og prúðmannlegur. Einn af vinum hans lét þau orð falla að skemmtilegri samferðamann eða betri félaga væri tæplega hægt að finna. Sá sem þess- ar línur skrifar fékk að reyna það sjáifur hve gott var að umgangast Heiga. Gyðríður og Helgi áttu fimm börn, það fyrsta dó í fæðingu. Þau eru: Margrét f. 1922, gift undirrituðum, við eigum þrjú börn; Helgu, Eddu og Einar, - Ólöf f.1924 d. 1990 var gift Birni B. Björnssyni f.1918, d.1986, þau eignuðust fjögur börn; Ragnhildi, Helga, Erlend og Gyðu Björk - Ásdís f. 1929 giftist Einari Hauki Ásgrímssyni f. 1928, d.1989, þau eignuðust tvö böm; Ásgnm og Gyðu Sigríði - Seinni maður Ásdísar 1993 er Roger Hodgson, bandarískur - Jón f. 1931 giftur Guðrúnu Þorkels- dóttur, þau eignuðust tvö börn, Helgu og Bjarna. Þau Seglbúðahjón- in Gyðríður og Helgi ólu upp Harald Bjarnfreðsson frá fimm ára aldri. Helgi hóf byggingu á nýju íbúð- arhúsi í Seglbúðum í lok síðara stríðs. Var það fullgert árið 1946. Ekki fékk hann þó að njóta þess lengi. Hann lést langt fyrir aldur fram, eftir fjög- urra ára veikindi hinn 22,maí 1949, fimmtíu og fimm ára gamall. Bana- mein hans var asmi. Með honum gekk merkur maður og hans var mikið saknað. Missir Gyðríðar var mestur en hún bar harm sinn vel. Hennar sterka trú hefur eflaust létt henni þennan sára missi, sem var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Þegar Helgi lést var Jón Helga- son í menntaskólanum. Hann hafði hlaupið yfir fimmta bekk enda góður námsmaður. Þrátt fyrir ástæðurnar heima, var ákveðið að Jón lyki stúd- entsprófi, sem hann og gerði. Eftir því sem ég best veit, þá ætlaði Jón sér ekki að verða bóndi, heldur fara í framhaldsnám í Háskólann. Fráfali föður hans varð því mikill örlagavald- ur . Gyðríður mat það mikils að Jón hjálpaði henni við búreksturinn og hann hiýddi kallinu og gerðist bóndi í Seglbúðum, fyrst í umboði móður sinnar til ársins 1958 en eftir það stóð hann fyrir eigin búi. Gyðríður dvaldi í Seglbúðum fram yfir árið 1960 en eftir það fór hún að dvelja hjá Ásdísi dóttur sinni, fyrst á Siglufirði síðan í Reykjavík og svo í Garðabæ. Hún kom þó heim á vor- ■ in og hugsaði um garðinn sinn í Seglbúðum. En ferðunum austur fækkaði smám saman. Árið 1983, þá áttatíu og sex ára, flutti hún úr litlu íbúðinni sem hún hafði haft hjá Ásdísi dóttur sinni og manni hennar Einari Hauki Ásgrímssyni að Móaflöt í Garðabæ, - að Hrafnistu í Reykja- vík. Þar átti hún nokkur góð ár. en svo kom að því að heiisu hennar hrakaði mjög og var hún lögð inn á hjúkrunardeild. Síðustu árin þurfti hún á mikilli hjálp að halda. Sú hjálp var í té látin af mikilli nærgætni og fórnfýsi af öllu því góða starfsfólki sem á deildinni vann. Vii ég fyrir hönd aðstandenda færa starfsólkinu á Hrafnistu bestu þakkir fyrir frá- bæra umönnun Gyðríðar, síðustu árin sem hún lifði. Með Gyðríði Pálsdóttur er gengin mikilhæf kona. Þegar hún lést voru liðin fjörutíu og fimm ár frá því hún missti Helga. Biðin var löng, lengri en hún sjálf vildi. En lögmálið er samt við sig: Mennirnir vilja en það er guð sem ræður. Nú er jarðlífs- gangan á enda og eftir sitja bjartar minningar um mikilhæfa konu. Henni mun verða vel fagnað í nýjum heimi. Megi guð blessa minningu hennar. Erlendur Einarsson. GYÐRIÐUR PÁLSDÓTTIR STEFANIA GUÐJÓNSDÓTTIR BALTRYM + Stefanía Guð- jónsdóttir Balt- rym var fædd í Keflavík 2. septem- ber 1945. Hún lést I Landspítalanum 13. maí 1994. Foreldrar hennar voru Guðjón Jóhannsson sem lést ) 21. desember 1989 og Ólöf Pétursdótt- ir. Stefanía átti þrjár systur, Auði, Björk og Ingibjörgu Guð- jónsdætur. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Walter P. Blatrym, þau gengu í hjóna- band 13. september 1974 í Sumter, South Carolina. Stef- anía eignaðist son, Guðjón Fel- ixson, fæddan 20. júní 1964, dáinn 9. september 1978, og dóttur, Heather Ann Baltrym, fædda 4. október 1981. Stefanía lauk námi í hárgreiðslu og snyrtingu frá skóla I Phenoix, Arizona, 1989. Útför Stefaníu verður gerð frá Keflavíkur- kirkju í dag. SÓLIN í lífi systur minnar er til viðar gengin, hennar tími hér í þessu jarðlífi útrunninn, engin grið gefin, allt búið á örfáum vikum. Systir mín var gift bandarískum hermanni Walter Baitrym. Vegna starfa hans dvöldu þau langtímum er- lendis og reyndist það Systu ekki alltaf létt að búa svo víðs fjarri fjölskyldu sinni. Því sóttust þau hjón eftir að hafa sem mesta búsetu á Keflavíkur- flugvelli og var sú raunin er Systa fékk sjúkdóm þann er dró hana til dauða. Systa eignaðist tvö börn en naut ekki þeirrar gæfu að sjá þau vaxa úr grasi. Guðjón sonur hennar, lést 14 ára gamall eftir ævilöng veikindi. Heiður, 12 ára, syrgir nú móður sína. Stundum hafði ég á orði við Systu að sumir virtust vera útvalin óskabörn ógæfunnar en þannig ieit Systa ekki á málin. Hún hafði sína eigin lífsspeki og vissi að ef hún ætlaði til stjarnanna yrði hún fyrst að fara í gegnum þrengingar. Lífið beygði systur mína en braut hana aldrei. Systu þótti gaman að syngja og að vera kát og oft var mikið fjör í kringum hana. Ég minnist allra stundanna er hún greip gítarinn sinn og við systurnar sungum eins og við ættum lífið að leysa, gömlu slagarana og rödduðum þá í bak og fyrir. Eg minnist þess er við kepptum saman í sundi, fórum í leikhús og ferðalög, að ógleymdum öllum böllunum í „Krossinum“. Margs er að minnast og á ýmsu gekk er við systur tókum að okkur fyrir kaup að vaska upp eftir kvöld- matinn til að safna peningum fyrir jólagjöfum. Fannst mér Systa helst til of hæggeng við verkið og hafði því ýmis ráð til að bæta þar úr, mömmu til mikillar hrellingar. Að- eins í eitt skipti minnist ég þess að Systa hafi misst þolinmæðina en það var að sjálfsögðu vegna mín, litlu freku systurinnar sem öllu ætlaði að stjórna með handafli. Þá var ég barin svo um munaði. Ég gleymi aldrei hversu hissa Systa var á framkomu sinni, svona var ekki hennar „taktik“, hún var nefni- lega fædd „lady“. Hinsta ósk Systu var sú að deyja í móðurörmum. Hún treysti best sterku kónunni sem gaf henni lífið og hjúkraði henni í iangvarandi veikindum í æsku og undir það síð- asta, til að fylgja sér spölinn áður en lagt yrði á brattann. Henni varð að ósk sinni. Megi elskuleg systir mín hvíla í friði og eftirlifandi barn hennar verða gæfusamt. Auður. Nú þegar vorið er gengið í garð, gróðurinn vaknar til lífsins og sum- arið gefur fyrirheit um bjartar, langar sumarnætur, lauk jarðvist systur okkar, Stefaníu Guðjónsdótt- ur. I allan vetur hefur fjölskyldunni verið tíðrætt um komandi sumar, síðasta sumarið sem Stebbaj Wait og Heiður mundu eyða á Islandi að sinni. Sumrinu skyldi, að svo miklu leyti sem hægt væri, eyða í sumarhúsinu okkar fyrir austan með ijölskyldunni. Sú von getur orðið að veruleika, en við verðum án Stebbu. Það er ákaflega erfitt til þess að hugsa að hún hafi lokið sinni jarðvist, ekki eldri en hún var og enn yngri í anda. Hún var elst okkar systranna og kannski þess vegna var hún gædd þessari miklu þolinmæði sem einkenndi hana. Hún var einstaklega skapgóð og ljúf manneskja sem öllum sem kynntust henni líkaði vel við. í tuttugu ár hefur hún verið gift Bandaríkjamanni, Walter Baltrym. Hún kynntist honum þegar hann gegndi herskyldu á íslandi fyrir rúmum tuttugu árum og ákvað að með honum skyldi hún eyða lífinu. Þegar tveir einstaklingar aldir upp hvor í sínu menningarsamfélaginu ákveða að tengjast tilfinningabönd- um, þarf oft að dansa mikinn línu- dans til að ná samkomulagi um hlutina. Þá kom sér vel fyrir Stebbu að hún hafði mikla þolinmæði og að húmorinn var aldrei langt und- an. Þar sem Walt er í bandaríska flughernum hafa þau dvalið á ýms- um stöðum, þó mest í Þýskalandi og hér á íslandi. Stebbu iíkaði vel að dvelja í Þýskalandi og á hún þar marga góða vini. Ég átti þess kost að heimsækja Stebbu á alla þá staði sem hún hefur búið á gegnum árin. Minningarnar frá þeim heimsókn- um eru margar ákaflega skemmti- legar, enda voru það höfuðkostir Stebbu að geta tekið lífinu með ró og slegið á létta strengi. Þannig var hún einnig í sínum veikindum. Lífið er ekki sársaukalaust. Það veit fjölskyldan okkar sem hefur mátt þola áföll í lífinu og Stebba ekki síst. Sem ung kona hafði Stebba hug á að læra hárgreiðslu, en einhverra hluta vegna varð ekki úr þeim áætl- unum, en draumurinn blundaði með henni alla tíð. Hún bjó í Pheonix í Arizona-fylki um tveggja ára skeið og lét þá langþráða drauminn verða að veruleika og dreif sig í hár- greiðslunám. Þegar fjölskyldan fiutti til íslands fyrir ijórum árum var hún með alveg nýtt prófskír- teini í farteskinu. Hún vildi að sjálf- sögðu vinna við fagið þegar hingað var komið og ákveðin lét hún ekki aðstöðuleysið á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á sig heldur kom sér upp aðstöðu heima fyrir og hóf störf. Hún var ánægð og sjálfstraustið efldist, loksins var hún farin að gera það sem hana hafði alltaf lang- að til. Hún bókstaflega blómstraði. Stebba var ákveðin í þviý að nú væri kominn tími til eftir íslands- dvölina að setjast að á Flórída. Þar skyldi hún koma sér upp fyrsta flokks hárgreiðslustofu. Ekki gleymdi hún systrum sínum og móður, hún bauð okkur alla sína þjónustu á nýja staðnum. Það skyldi ekki kosta okkur neitt — nema flug- farið. En gæfan var ekki með Stebbu að þessu sinni, hún varð að láta í minni pokann í baráttunni við krabbameinið. Veikindin tóku sig aftur upp fyrir aðeins um tveimur mánuðum. Hraðinn var ógnarlegur. Móðir okkar annaðist Stebbu að miklu leyti í veikindunum og til hennar sótti Stebba þann styrk sem hún þurfti á að halda til hinstu stundar. Við Inga og fjölskyldur okkar kveðjum nú yndislega systur, mágkonu og frænku með þakklæti fyrir svo niargar góðar stundir. Á kveðjustundu kemur upp í hugann sálmur sem sunginn var í jarðarför Gauja litla og er fjölskyldunni kær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.