Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 23
Kapellur og
altaristöflur
MYNDUST
Kj a r v a I s s ( a rt i r
IIÖGGMYNDALIST
Samsýning
Opið kl. 10-18 daglegatil 24. júlí.
Aðgangur 300 kr.
TILHNEIGINGIN til að skil-
greina og skipuleggja er ríkur þátt-
ur í mannlegu eðli og kemur sterkt
fram í viðhorfum okkar til þess sem
er að gerast í þjóðfélaginu hveiju
sinni; þannig verður sagan til. Það
er eðlilegt að þessi tilhneiging
marki myndlistarumræðuna sem
önnur svið, en það felst mikil
dirfska í því að fylgja henni alla
leið, eins og gert er með þessari
sýningunni, því þar er verið að
setja fram ákveðnar skoðanir um
hvað tíminn - og þar með listasag-
an - muni telja markverðast af
þeirri höggmyndalist sem unnin
er á íslandi nú um stundir.
Eitt fyrsta og um leið erfiðasta
vandamálið sem menn takast á við
þegar þeir eru að skoða og meta
myndlist á allri þessari öld er
spurningin um orðaval. A erlend-
um tungum hefur orðið til dtjúgur
sjóður orða sem nota má til að
greina sundur listastefnur, en
minnst af þeim orðaforða (einkum
þeim hluta sem hefur orðið til frá
lokum síðari heimsstyrjaldar) hef-
ur verið þýtt á íslensku þannig að
viðkomandi orð hafi fest rætur í
málinu. Vegna þessa hefur listum-
ræða hér oftar en ekki verið æði
skotin erlendum málslettum (og
þannig óaðgengileg leikmönnum)
og þau fáu orð sem hafa hlotið
hljómgrunn eru almenns eðlis og
skilgreiningar þeirra nokkuð fast-
mótaðar.
Þannig er um orðið samtímlist;
það hefur verið notað sem algilt
samheiti yfir alla myndlist á síðari
hluta aldarinnar, en hér birtist það
sem yfirskrift sýningarinnar í
nýrri, þröngri og afar umdeilan-
legri merkingu sem heiti yfir þá
list sem hópur listafólks á ákveðn-
um aldri er að fást við nú á fyrri
hluta tíunda áratugarins. Málið er
hveijum og einum frjálst, en nái
þessi merking fótfestu við hlið
hinnar eldri er eins líklegt að menn
verði að hætta að ræða um sam-
timalist yfirleitt, vegna mismun-
andi skilgreininga á hugtakinu og
nota önnur (erlend) heiti í staðinn.
Hið sama gildir raunar einnig
um undirtitilinn (skúlptúr/skúlpt-
úr/skúlptúr). Þetta alþjóðlega heiti
hefur verið þýtt með orðinu högg-
mynd sem er upphafleg merking
orðsins. Á seinni árum hefur ýms-
um þótt óhentugt að nota það orð
yfir verk sem hvorki eru mótuð
eða höggvin á neinn hátt en
þrívíddin sköpuð með uppsetningu,
röðun eða öðrum hætti. Þá hafa
menn gripið til þess að tala um
skúlptúr, en erlend heiti slíkra
vinnuaðferða merkja hins vegar
oftar umhverfisverk, innsetningar,
kringumstæður eða rýmisverk; öll
þessi heiti hafa verið notuð á ís-
lensku, og eru mun skýrari í mál-
inu en orðið skúlptúr sem hér er
valið.
Þessi atriði eru rædd itarlega
til að minna á að hér hefur átt sér
stað ákveðið val, bæði hvað varðar
markmið og skilgreiningar sem
afmarkar síðan þann hóp lista-
manna sem tekur þátt í sýning-
unni. Þetta kemur ótvírætt fram í
orðum Gunnars B. Kvarans um
undirbúning sýningarinnar:
„Ljóst er að þegar sett er upp
sýning á samtímalist sem hefur
það markmið að draga fram í dags-
ljósið nýjar hugmyndir og áherslur
í höggmyndalist, þar sem athygl-
inni er sérstaklega beint að nýjum
merkingarsviðum skúlptúrsins og
nýju hlutverki rýmisins, þá er því
ekki að leyna að það er ávallt
matsatriði um endanlegt val lista-
manna, bæði hvað varðar listrænt
mat og hvaða listamenn eiga er-
indi i viðkomandi samhengi."
Og ennfremur, vegna kenninga
um að SÚM-hreyfingin hafi mark-
að viss þáttaskil á þessu sviði ís-
lenskrar myndiistar sem öðrum:
„Það var því mat okkar að það
væri kominn tími til að slíta þessi
óformlegu tengsl íslenskrar sam-
tímalistar við SÚM-hreyfinguna
og fá tækifæri til að skoða sam-
tímaskúlptúrverk eftir yngri lista-
mann á eigin forsendum."
Slíkt mat breytir hins vegar
ekkí staðreyndum sögunnar und-
anfarinn aldarijórðung; þessi
tengsl eru óumdeilanlega fyrir
hendi og þau er ekki hægt að slíta
með geðþóttaákvörðunum.
Alls eiga tuttugu og níu lista-
menn verk á sýningunni, þar á
meðal ýmsir á fyrstu árum ferils
síns. Hér hefur mikið verið lagt í
uppsetninguna sem er vel hugsuð
og heppnast að flestu leyti ákaf-
lega vel. Frágangur einstakra
verka er einnig fágaður og vandað-
ur að öllu leyti og yfir heildarmynd-
inni ríkir kyrrð og friður, allt að
DANÍEL Magnússon: Minnisvarði um Snorra
Sturluson.
HALLDÓR Ásgeirsson: Án titils.
því hátíðleiki, þó stöku listamaður
(en allt of fáir) bijóti gegn þeirri
ímynd með vott af kímni.
Sé leitast við að flokka það sem
fyrir augu ber er mest um innsetn-
ingar af einu eða öðru tagi, þar
sem samskiptin við sýningargest-
inn eru þó í lágmarki. Sé litið til
efnisþátta verkanna er mest um
að þau felist í fundnum hlutum
(ready-made), sem eru settir upp
í nýju samhengi; fáeinir listamann-
anna vinna úr hefðbundnari efnum
(pappír, tré, málmum) á meðan
nokkrir leggja aðaláherslu á að
verk þeirra falli inn í umhverfið
og verði staðbundinn hluti af því.
Mikilvægi rýmisins er undir-
strikað með því að framlag hvers
og eins er vel afmarkað með skil-
veggjum, þannig að í hvert sinn
er sem áhorfandinn gangi inn í
nýtt afdrep, kapellu, sem er helguð
listinni. I nokkrum tilvikum geta
áhorfendur orðið virkur hluti af
heildinni (s.s. í verkum Haralds
Jónssonar, Ólafs Gíslasonar, Stein-
gríms Eyfjörð, Þoi-valds Þorsteins:
sonar og Finnboga Péturssonar). í
öðrum er líkara því sem þeir standi
fyrir altari (og ekki aðeins við verk
Halldór Ásgeirssonar) og mörg
verkanna (t.d. Daníels Magnússon-
ar, Ástu Ólafsdóttur, Steinunnar
Þórarinsdóttur, Kristins Harðar-
sonar og Rúrí) eru þá í hlutverki
altaristöflunnar. Þannig séð er list-
in á vissan hátt komin í heilan
hring frá SÚM (svo enn sé litið til
þeirrar hreyfingar sem öldubijóts)
sem réðst gegn alvöruþunga og
helgi listarinnar með fjöri, fjöl-
breytni og meðvitaðri óvandvirkni
og kemur sú uppgötvun á vissan
hátt á óvart.
Því miður vantar enn veglega
sýningarskrá sem átti að fylgja
sýningunni úr hlaði (en er væntan-
leg von bráðar). í lesmáli hennar
er að finna fróðlegar ritgerðir eftir
ágæta kunnáttumenn, þar sem
mörkuð er leið listarinnar til þess
er getur að líta á sýningunni. í
þeim er þó yfirleitt leitast við að
nálgast listina í gegnum fræðilegar
skilgreiningar listasögunnar, frem-
ur en með því að skoða verkin sjálf;
slíkt getur verið varhugavert til
lengdar, þar sem með þessu móti
verður listin aðeins séð sem afleið-
ing þeirra kenninga sem fræðileg
umijöllun byggir á en ekki undir-
staða þeirra og hvati.
íslensk höggmyndalist og inn-
setningar samtímans í víðara sam-
hengi hefði verið við athyglisvert
viðfangsefni og gefið mun betri
heildarmynd af þessum vettvangi
íslenskrar myndlistar en hér fæst.
Til þess að svo mætti vera vantar
hins vegar of marga þekkta mynd-
höggvara (og aðra listamenn á
sviði innsetninga, sem eru jafnvel
innan þeirra aldursmarka sem eru
mörkuð af hópnum hér) og nægir
að nefna fólk eins og Borghildi
Óskarsdóttur, Grétar Reynisson,
Helga Gíslason, Ólaf Lárusson,
Rögnu Róbertsdóttur, Sverri
Ólafsson og Þór Elís Pálsson.
Þannig gefur sýningin ekki rétta
mynd af stöðu íslenskrar högg-
myndalistar í heild á okkar tímum,
eins og yfirskriftin gefur tiiefni til
að ætla, og í því liggja viss von-
brigði.
Engu að síður er hér á ferðinni
áhugaverð sýning sem vert er að
listunnendur kynni sér vel; við
undirbúning hennar var markaður
ákveðinn rammi sem gefur síðan
allgóða mynd af þessum hluta
iistalífsins í landinu. Hér kemur
fram hluti þess sem ungt listafólk
er að fást við og þar með sterk
ábending um hvað framtíðin kann
að bera í skauti sér í listalífi íslend-
inga.
Eiríkur Þorláksson
Sumarbókin er komin!
VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA
Hvcrnig er best að ávaxta peninga?
í bókabúðum um land allt!
NÝJA BÍLAHOLUN FUNAHOFDA
BiLJXTORG FUNAHOFÐA I Ss
Toyota Corolla 1600 XLI árg. '93, sjálfsk.,
ek. 10 þ. km. Verð kr. 1200 þús.
Níssan Prlmera 2000 SLX árg. ’91, hvítur,
ek. 75 þ. km. Verð kr. 1.250.000.
Volvo 740 GL árg. '87, gullsans, sjálfsk.,
fallegt eintak, ek. 107 þ. km.
Verð kr. 990.000.
Nissan Sunny GTi árg. '92, rauður, topp-
lúga, álfelgur, ABS, ek. 52 þ. km. Einn með
öllu. Verð kr. 1.100.000.
Jeep Cherokee Laredo árg. '88, blásans,
topplúga, álfelgur, upphækkaður, m. öllum
aukahlutum. ek. 88 þ. km.
Verð kr. 1.580.000.
- VANTAR NYLEGA BILA A STAÐINN STRAX
Toyota Corolla XLi Sedan árg. '93, ek. 19
þ. km., rauður, sjálfsk. Verð kr. 1.190.000
stgr. Bein sala.
Toyota Touring GLi árg. '93, ek. 23 þ.
km., rauður, 5 g. Verð kr. 1.600.000 stgr.,
ath. skipti.
Subaru Legacy 1.8 árg. '90, ek. 51 þ. km.,
drapplitaður, 5 g. Verð kr. 1.290.000 stgr.,
ath. skipti.
Daihatsu Applause Zl 4 x 4 árg. ’91, ek.
29 þ. km., grár. Verð kr. 980.000 stgr., ath.
skipti.
Ford E-350 Club Wagon 7.3 diesel, turbo,
4x4 árg. '89, ek. 48 þ. km., blár/grár, Dana
60 a/f, loft læs., 2 millikassar, leður, 38"
dekk, spil, þjófavörn. Verð aðeins kr.
3.950.000 stgr., ath. skipti.