Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28   B  FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
+
MORGUNBLAÐIÐ
FRAMKOLLUNARFYRIRTÆKI
Af sérstökum ástæðum er til sölu framköllunarfyrirtæki í fullum
rekstri. Hið eina sinnar tegundar á stóru svæði í eigin húsnæði
með framköllunarvélum og áhöldum. Vaxandi fyrirtæki.
Upplýsingar á skrifstofu. Verð 6,5 millj.
UGLUHÓLAR - 2JA
j=«Heg rómg. zja herb. ib., 65 'fm ð
1. haeð f litiu fjöibhúsi. Parket Sér-
verönd. Verð 5,3 millj. Laus strax.
62 55 30
Einbyhshus
GIUASEL - TVÆR IB.
Vorum að fá í einkasölu parhús á 2
hæðum, 230 fm ásamt 30 fm bilsk.
m. rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð.
Eignin er í mjög góðu ástandi.
BJARTAHLÍÐ - MOS.
Nýtt endaraðh. 133 fm m. 26 fm
bllsk. 3 svefnherb. Sér garður. Áhtf.
6,0 millj. Verð 9,7 millj.
EYJABAKKI - 2JA
Nýstandsett 2je herb. íb. 60 fm a
1. hæð. Ný eldhinnr. V«rð4,7 mili.
MAVAHLIÐ - 3JA
.Vorum að fá í einkasölu rúmg. 3ja
herb. íb. 80 fm á jarðh. Sér inng.
Áhv. 3 mlllj. veðd. 4,9% vextir.
Verð 6,3 millj.
3ia-5 herb.
ÁSBRAUT - KÓP.
Góð 3ja herb. ib. 90 fm á 3. hæð,
Sérinng. Parket. Suðursv. Ahv, 4,3
millj. Verð 6,6 millj.
SÓLBRAUT - SELTJN.
Stórgl. og vandað eínbhús 229 fm
m. tvöf. bílsk. Hösbóndaherb., 3
svefnherb., stofa, borðstofa. Parket,
flisar. Fráb. staðsetn. v. sjávarstð-
una. Hagsteatt verð.
HVERFISGATA -2 ÍB.
Vorum að fá i sölu járnklaett einbhús
á tveimur hæðum 142 fm. Efri hæð
4ra herb. ib. Jarðhæð 2ja herb. íb.
Hagstœtt verð.
GRUNDARTANGI - MOS.
Nýl. endaraðh. 62 fm með sérinng.
og garði. Verönd. Áhv. 1,4 millj.
Verð 5,8 millj.
BAKKAR - 4RA
Felleg rúmg, 4ra berb íb. 96 fm á
1. hsað í fjotbhösi. Nýstandsett íb.
Parket. Svalir. Áhv. 4,3 millj. Verð
7,6 miilj.
BERGHOLT
Mjög fallegt einbhús 180 fm m. sam-
byggðum bilsk. 32 fm. 4 svefnherb.
Parket. Arinn. Hitalögn í stéttum.
Skipti mögul.
BLIKASTÍGUR- ÁLFT.
Nýtt foXh. timbur eirtbh. 187 i m með
bílskptötu 48 fm. Hagstsett verð 7,2
millj. Áhv. 6 mlllj.
PRESTBAKKÍ - RAÐH.
Faliegt raðh. 211 fm á 2 hæöum
m. 28 fm bftsicúr, Stðrar suðursv.
og garður. Hitl í stéttum. Laust
strax.
KLEPPSVEGUR - 4RA
Rúmg. 4ra herb. íb. á jarðh. 3 svefn-
herb. Stór stofa. Áhv. 4,2 millj.
Verð 6,5 millj.
KLEPPSVEGUR -
LYFTUHÚS
Bjðrt 3Ja herb. fb. 90 fm á 8. hasð
í nýstands. lyftuh. rn. suðursv. Mikið
litsýrti. Um$ strax. Verð 6,7 mltl}.
FURUBYGGÐ - MOS.
Nýtt, fallegt raðhús 112 fm. 3 svefn-
herb., stqfa, sólstofa. Sér garður
og inng. Áhv. 5,8 millj. V. 8,9 m.
FURUBYGGÐ - MOS.
Nýbyggt fallegt parh. á einní hæð
170 fm m. 26 fm bílskúr. Stórt hol,
4 svefnherb., stofa, sólstofa. Fráb.
staðsetn. Skipti mögul. Áhv. 5,0
millj. Hagst. verð.
FÁLKAGATA - 4RA
Rúmg 4ra herb. ib. 96 fm á 1.
haeð. 3 svefnherb. Parket. Suður-
svalir. Ahv. 3 millj. Verð 7,6 millj.
ÁLFHEIMAR - 4RA-5
Rúmg. 4ra-5 herb. íb. 96 fm ó 4.
haaö. íb. í gððu standi. Suðursvallr.
Áhv. 4,8 millj. Verð 7,6 miltj.
Ymislegt
Sérhæðir
ASAR - MOS.
Stórgl. 185 fm einbhús á einni hæð
ásamt 30 fm sólstofu og 37 fm bíl-
skúr. 4 svefnherb., arinn í stofu,
stór gróin lóð. Húsið stendur á út-
sýnisstað. Útsýni í allár áttir. Þægi-
legt hús og umhverfi fyrir barnafólk.
Skipti á minni eign.
BUGÐUTAIMGI - MOS.
Fallegt endaraðh. 65 fm Nýjar ínnr.
Sérinng. og garður. Áhv. 4,3 millj.
Verð 6,2 mlllj.
LEIRUTAWGI - MOS.
Góð efri serh. 103 fm m. herb. f risi;
Parket. Sðnring. og garður. Áhv. 5,6
miilj. Verð 8,7 millj.
JÖRFABAKKl - 5 HERB.
Rúmg. 5 herb. íb. 110 fm á 1. hæð.
Tvennar svalir. 3 svefnherb. 12 fm
herb. á jarðh. Mögul. á húsbr. 6,1
millj. Laus strax. Verð 7,9 millj.
EIÐISMYRI - SELTJN.
Nýtt 200 fm raðhús á tveimur hæð-
um. Selstfullb. að utan, málað, fokh.
að innan. Verð 9,2 millj.
VÍÐITEIGUR - MOS.
Nýl. raðh. 94 fm, stofa, 2 svefnherb.
Sólstofa. Parket. Flísar. Sérinng. og
garður. Áhv. veðd. 2,3 millj. Verð
8,7 millj.
2ia herb. ibuðir
HRAUNBÆR - 4RA
Falleg og björt 4ra herb. íb. 100 fm
á 2. hæð. 3 svefnherb. Vestursvalir.
Laus strax. Verð' 7,4 mllij.
IÐNAÐARLÓÐIR - MOS.
Til sölu þrjár saml. iðnaðarlóðir.
Hver lóö um 3000 fm, samtals 10
þús. fm. Býður upp á mikla mögul.
Hagst. verð og kjör.
ASPARFELL - 2JA
Nýstands. 2ja herb. ib. í lyftuh. i
4. hæð. Gðð eign. Verð 4,2 millj.
DVERGHOLT - MOS.
Rúmg. 3ja herb. íb. 87 fm Jarðh. i
tvíbh. m. sérlnng. Góð staðs. Verð
6,5 millj.
| Sæberg Þórðarson,
lögglltur fastelgna- og sklpasali,
Skúlatúni 6, s. 625530.
Smiðjan
I Þingmúla 1886
S& kvöð fylgdi störfum prestanna í mörgum prestaköllum landsins fyrr
á öldum að þeir voru ábyrgðarmenn kirknanna. Þeim bar að sjá um
að kirkjurnar væru í góðu standi og að láta byggja nýjar, þegar þess
gerðist þörf. Það var misjafnt hve mikið prestar fengu í laun. Presta-
köllin voru_sum hver afar rýr og gat stundum verið erfitt að afla fjár
til þess að byggja nýja kirkju. Einnig var það undir hælinn lagt hversu
vel tókst að byggja þessi litlu guðshús þannig að vatn læki ekki inn í þau
í úrkomutíð.
eftir Biarna Ólafsson
Asíðustu öld voru byggðar
nokkuð margar timburkirkj-
ur, sem staðið hafa fram á okkar
daga. Það var árið 1886 sem séra
Páll Pálsson réðst í að láta byggja
^hhmí nýja kirkju í
Þingmúla. Séra
Páll tók við Þing-
múla 1881. Þá
stóð þar lítil timb-
urkirkja, sem að-
eins var 15 ára
gömul,     byggð
1865. Við vísitasíu
og skoðunargerð
1885 var Þingmúlakirkja eina
kirkjan í Suður-Múla prófastdæmi
sem fékk umsögnina: „Lakleg, þarf
að endurbyggjast". Sjóðseign kirkj-
unnar var þá aðeins 760,00 kr.
Kirkjan byggð
Það hefur þurft mikið áræði til
að leggja út í kirkjubyggingu þegar
séra Páll hófst handa við undirbún-
ing 1886. Sjóðurinn nam þó u.þ.b.
þriðjungi af byggingarkostnaði.
Allt efni til kirkjusmíðinnar pantaði
séra Páll hjá Ottó Wathne kaup-
manni á Seyðisfirði og var samið
um verðið fyrirfram og um flutn-
inginn frá Seyðisfirði að Hniteyri
við Reyðarfjörð. Ottó Wathne stóð
við allt sem hann hafði lofað og
betur þó því að flutningurinn átti
samkv. samningnum að kosta 200
krónur en kostaði helmingi minna,
100 krónur. Frá Hniteyri var efnið
flutt á héstum yfír Þórdalsheiði.
Þegar litið er á hve skamman tíma
kirkjur fyrri tíma entust; litla timb-
urkirkjan í Þingmúla, sú næsta á
undan þeirri er nú stendur þar,
entist í 20 ár, þá hefur sú er nú
stendur þar verið betur byggð og
búin. Hún hefur nú staðið í 108
ár og getur með jafngóðu viðhaldi
staðið í einhver árhundruð ennþá.
Sera Páll réð Níels Jónsson frá
Sauðhaga á Völlum yfirsmið
kirkjusmíðinnar. Hann vann í 49
daga, laun 3,00 kr. á dag auk fæð-
is. Arnfinnur Jónsson á Arnhóls-
stöðum, nágranni og góður vinur
prestsins, var annar smiðurinn.
Hann vann í 63 daga fyrir 2,75
kr. á dag auk fæðis. Þriðji smiður-
inn var Jón Runólfsson í Litla-
Sandfelli. Laun hans voru 2,00 kr.
á dag en hve marga daga hann
vann veit ég ekki. Ekki var kirkju-
smíðinni að fullu lokið er hún var
vígð á fyrsta sunnudegi í aðventu
1886. Séra Páll annaðist kirkju-
vígsluna sjálfur þar eð prófastur-
inn, séra Jónas Hallgrímsson á
Hólmum, var lasinn og treysti sér
ekki til að fara gangandi yfír fjöll.
Þannig kemst hann að orði í bréfi
til biskups hinn 3. janúar-1887.
Þá nam byggingarkostnaðurinn
samtals 2.257,75 krónum. Fyrir
skuldinni hjá Ottó Wathne veðsetti
séra Páll kirkjuna en gekk auk
þess sjálfur í ábyrgð fyrir skuldinni
og lauk greiðslu hennar að fullu
rúmlega ári síðar, hinn 13. janúar
1888. Prófasturinn vísiteraði kirkj-
una 27.júlí 1887 og skrifaði þá all
nákvæma lýsingu á kirkjunni. Þá
var kirkjan talin fallegasta húsið í
Skriðdal.
Viðhald og ending
Eins og ég hefi bent á hér á
undan er mikill munur á endingu
litlu kirkjunnar sem nú stendur í
Þingmúla og hinnar næstu á und-
an. Það er sérstakt við þessa kirkju
að þak hennar var upphaflega
klætt með þunnum tréflögum,
nefnt „spónþak" Fiögur þessar eru
nálægt 60 cm langar (1 alin) 10
cm breiðar (4 þumlungar) og 10-12
mm þykkar í neðri endann (V2
þumlungur) en þynnast í efri end-
ann. Svipuð þakgerð er t.d. á mörg-
um stafkirkjum. Síðar hefur þakið
verið klætt með bárujárni yfir spóft-
þakið. Veggir kirkjunnar hafa einn-
ig verið klæddir bárujárni er frá
leið, síðast vesturstafninn. Áður
voru veggir kirkjunnar klæddir að
utan með láréttri strikaðri timbur-
klæðningu. í allmörg ár var Þing-
múlakirkja ómáluð að innan en
heimildarmaður minn, Björn
Bjarnason í Birkihlíð í Skriðdal,
færir líkur að því að kirkjan hafi
verið máluð að innan 1916. Það
var Jón Jónasson málari og kaup-
maður á Seyðisfirði sem málaði
hana. Hún var ljósblá með gylltum
listum. Altari, prédikunarstóll,
bekkir og hurðir voru máluð ljósri
eikarmálning^u. Þessi málning ent-
ist til ársins 1969. Altaristafla eft-
ir Þórarin B. Þorláksson er í kirkj-
unni. Hún var máluð 1916. Báru-
járnið var tekið af veggjunum 1970
og síðan var gert við ytri timbur-
klæðningu veggjanna.
Séra Páll Pálsson
Þessari frásögn af byggingar-
sögu Þingmúlakirkju verður að
fylgja svolítið ágriþ af ævi Páls
Pálssonar, sem stóð fyrir byggingu
kirkjunnar. Hann fæddist í Hörgs-
dal á Síðu 4. október 1836. Hann
var í Reykjavíkurskóla 1850-1851
en var sagður úr skólanum 24.
febrúar '52 vegna veikinda. Dvald-
ist hann í Laugarnesi um veturinn.
Þá sagður mállaus. Sagt er að hann
hafi misst bæði mál og heyrn.
Hann fór til Kaupmannahafnar
1853 og naut fylgdar Jóns Thor-
oddsens og Egils Jónssonar bók-
bindara. Hann nam í Heyrnar- og
málleysingjstofnunina í Kaup-
mannahöfn og lærði m.a. fingra-
mál. Fékk aftur málið í Danmörku
og hélt heim til íslands og hóf nám
að nýju. Stúdentsprófi lauk hann
1858 og guðfræðiprófi 1860. Síðan
kynnti hann sér kennslu málleys-
ingja í Kaupmannahöfn 1867. Hinn
4. september sama ár var hann
skipaður mál- og heyrnleysingja
kennari. Hann hélt málleysingja-
skóla frá 1867 til dánardags. Séra
Páll tók prestvígslu 9. júní 1861
og var aðstoðarprestur föður síns,
1861-1862, sóknarprestur í Meðal-
landsþingum, 1862-1863, Kálfa-
felli  í  Fljótshverfi,  1863-1877.
SUÐUR- og austurhliðar Þingmúlakirkju. Framanvið kirkjuna
má sjá stórt lerkitré sem synir séra Páls g^róðursettu á leiði hans.
SÉÐ inn að altari í Þingmúlakirkju.
Hann bjó á Prestbakka frá 1868.
Gegndi einnig Kirkjubæjarklaustri,
1869-1877. Prestur á Stafafelli,
1877-81, en þá flytur hann að
Þingmúla þar sem hann byggir
kirkjuna fjórum árum síðar. Séra
Páll samdi þrjár kennslubækur fyr-
ir mállausa og heyrnarlausa á ís-
landi, þær heita: Biblíusögur handa
mállausum og heyrnarlausum ungl-
ingum á íslandi. Kristin fræði Lúth-
ers og Orðasafn til undirbúnings
kennslu handa mál- og heymleys-
ingjum. Auk þess sem hér hefur
verið talið var Páll alþingismaður
1869-1873  og  1875-1879.  Séra
Páll hefur vafalaust átt hægara
með að skilja vonlitla stöðu heym-
ar- og málskertra eftir reynslu sína
af slíkri fötlun. Störf hans í þeirra
þágu voru ævistarf hans en hann
náði því að kennsluskylda fyrir
heyrnarlausa á íslandi var lögleidd
og er það einn merkasti þáttur í
lífi hans. Hann drukknaði í Grímsá
í Skriðdal á afmælisdegi sínum 4.
október 1890, 54 ára.
Heimildir: Kennaratal, Heyrnarlausir á
íslandi og yfirlit frá Birni Bjarnasyni í Birki-
hlíð. Björn hefur, ásamt fleirum heima-
mönnum, unnið mikið og óeigingjarnt starf
við varðveislu og viðgerðir á Þingmúla-
kirkju.
4
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28