Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MESSUR 17. OG 19. JÚNÍ MORGUNBLAÐIÐ FJALLASÖLEY - Ranunculus alpestris FJALLASÓLEY (Ranunculus alpestris) Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við myndum margt muna hvort öðru að segja frá. Svo kvað skáldið góða. Smávin- irnir fögru, foldarskartið, vekja gleði og trú á lítið og mátt gróand- ans, einkum á köldu vori. Og þess- ir litlu vinir eiga sér nöfn, þótt stundum eigi við að kært barn beri mörg nöfn, jafnvel of mörg. Sænski grasafræðingurinn Linné er höf- undur þess alþjóðlega nafnakerfis jurta, sem nú er notað. Samkvæmt því ber hver planta tvö nöfn, fyrra nafnið segir af hvaða ættkvís! plantan er, en hið síðara vísar til einstaklingsins, og er þá oft dregið af einhveiju útlitseinkenni, vaxtar- stað eða jafnvel nafni þess, sem fyrstur lýsti jurtinni á kerfisbund- inn hátt. Þessu má líkja við ættar- nöfn og skírnamöfn meðal manna. Þær jurtir, sem hafa unnið sér þegnrétt í landinu, hvort heldur sem hluti upprunalegu flórunnar eða sem garðagróður, bera þó inn- lend nöfn, sem ekki eru alltaf rök- rétt að mati grasafræðinga. Hjá okkur íslendingum eru það ekki bara mannanöfn, sem eru tískufyr- irbrigði, blómanöfn eru það líka, en þar virðist sóley vera vinsælasta nafnið. Holtasóley, mýrasóley, hóf- sóley, draumsóley, brekkusóley, brennisóley - allt eru þetta falleg blóm, þótt aðeins eitt þeirra, brennisóley, sé raunveruleg sóley. Sóleyjarættin, Ranunculaceae, er mjög stór og telur um 50 ættkvísl- ir og 1.300 tegundir. Fjölmargar jurtir af sóleyjarættinni eru vinsæl- ar garðjurtir og má þar nefna ven- usvagn, vatnsbera, anemónur, hóf- sóley, bergsóley, jólarós, bóndarós, bijóstagras og gullhnapp, en engin þessara tilheyrir þó sóleyjarætt- kvíslinni - ranunculus. I ættkvísl- inni eru nær 300 tegundir. Vaxtar- svæði sóleyjarættkvislarinnar er í köldu eða kaldtempruðu loftslagi á norðurhveli jarðar, en þó er unnt að fínna þær hátt til fjalla í hitabelt- inu. Nafnið ranunculus er talið dregið af latneska orð- inu ranus - froskur - og vísar þannig til vaxtarstaða margra sóleyjartegunda í mýr- um eða raklendi. Helstu einkenni ættkvíslarinnar eru eftirfarandi: Blöðin eru heil eða mismun- andi mikið skipt og stöngulblöðin oftast miklu minni en önnur blöð. Blómin eru ýmist einstök eða mörg sam- an, undirsætin og venjulega með hun- angskirtla. Blómhlífín oftast tvöföld, algengast er að bæði krónu- og bikarblöð séu 5 talsins, en þó eru til fyllt afbrigði, bæði úti í náttúrunni og í ræktun, með mun fleiri krónublöðum. Gulur er algengasti blómliturinn en hvítur og ýmsir rauðgulir eða rauðir litir fínnast líka. Frævúr og frævlar eru margir. Aldinið er venjulega hneta, en þær sitja eins og korn utan á háum, hvelfdum blómbotni. Flestar hafa trefjarætur, en t.d. Asíusóley og vorsóley mynda rótarhnýði. Hér á landi vaxa 8 sóleyjateg- undir villtar, brennisóley, dvergsól- ey, flagasóley, jöklasóley, lónasól- ey, sefbrúða, sifjarsóley og skrið- sóley. Sú síðasttalda hefur gert mörgum garðeigandanum lífíð leitt, en hún íjölgar sér með ofanjarðarr- englum og getur verið hábölvað að uppræta hana. í grasflöt má þó reyna að eitra fyrir henni með tvík- ímblöðungaeitri - af því hef ég góða reynslu. Sú sóley, sem hér á að gera að sérstöku umræðuefni, er þó innflutt, en minnir mikið á jöklasóley og vex til fjalla eins og hún. Ranunculus alpestris - fjalla- sóley - er fjallajurt úr Mið-Evrópu, Alpafjöllum, Pýreneafjöllum og Mið- og Norður-Appenínafjöllum. Þar vex hún á engjum, í snjódæld- um og skriðum og allt upp í 2.000- 3.000 m hæð. Hingað var hún fyrst flutt frá Sviss laust fyrir 1970. Það BLOM VIKUNNAR 292. þáttur Lmsjón Ágústa Björnsdóttir gerði Kristinn Guð- steinsson garðyrkju- fræðingur, en Krist- inn hefur oft verið fundvís á góðar garðplöntur og fjaila- sóley er í þeirra hópi. Danir telja hana erf- iða í ræktun, en reynslan hérlendis er allt önnur, fjallasóley er bæði blómviljug og afar harðgerð. Stærðarinnar vegna er hún mjög skemmtileg í stein- hæð, þar sem hún myndar snjóhvítar blómþúfur í maí-júní, en blómgun- in varir lengi. Blómin eru eins og áður sagði skjannahvít með gulum frævlum og grængulum frævum, um 2 sm í þvermál, en hæð plönt- unnar allrar er 5-10 sm. Blöðin eru einstaklega fallega dökkgræn og glansandi, heldur minna skert en á jöklasóley og bleðlarnir ska- rast, svo blöðin virðast heil við fyrstu sýn. Fjallasóley er öll minni og fíngerðari en jöklasóley, en minnir þó svo mjög á hana að hún hefur oft verið kölluð „hin suðræna jöklasóley". Danir kenna hana hinsvegar við Alpafjöllin, einn upp- runalegu vaxtarstaða, og kalla hana alpasóley. Fjallasóley gerir ekki miklar kröfur til umhverfisins og þrífst ágætlega í venjulegri garðmold, þótt hún virðist helst kjósa torfkenndan, grýttan eða sendinn jarðveg á sólríkum en ekki of þurrum stað. Auðvelt er að íjölga fjallasóley með skiptingu og mína plöntu fékk ég sem örlítinn afleggjara. Hún hefur ekki þroskað fræ hjá mér en er stundum á er- lendum frælistum. Sjálfsagt er að . sá henni sem fyrst, eins og öðrum sóleyjartegundum, því spírunar- geta fræsins minnkar fljótt. Fjalia- sóley er unnt að fá á gróðrarstöðv- um. Ég gef henni bestu meðmæli. Ágústa Björnsdóttir Norræn málflutningskeppni í Reykjavík Danskt lið bar signr úr býtum 17. júní DÓMKIRKJAN: Hátíðarguðsþjón- —«sta kl. 9.30. Eftir athöfn á Austur- velli verður stutt þakkargjörðar- guðsþjónusta í Dómkirkjunni í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson dómkirkju- prestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorg- anista LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 9.30. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Skátar draga fána að húni kl. 8.15. Lúðra- ^sveit Tónlistarskólans leikur á kirkju- hlaði undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar. Helgistund kl. 8.30. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Org- anisti Helgi Bragason. Báðir prest- arnir þjóna. Helgistund í Hellisgerði kl. 14.45. Karlakórinn Þrestir syng- ur. Prestur Gunnþór Ingason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Helgistund í skrúðgarðinum kl. 9.05, sem fellur inn í þjóðhátíðardagskrána. Kórar Keflavíkurkirkju og Trollháttankirkju í Svíþjóð syngja. HVERAGERÐISKIRKJA: Þjóðhátíð- armessa 17. júní kl. 10. Tómas Guðmundsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Þjóð- hátíðardaginn 17. júní morgunbæn kl. 9.30. Kristinn Ágúst Friðfinns- ' /son. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Hátíðarguðsþjónusta 17. júní kl. 8 árdegis. Skírn. Sigurður Jóns- son. ODDAKIRKJA, Rangárvöllum: Há- tíðarguðsþjónusta á morgun, laug- ardag, kl. 11. Aðalsafnaðarfundur Oddasóknar verður haldinn þriðju- daginn 21. júní kl. 20 í safnað- arheimili Oddakirkju. Sigurður Jóns- son. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA: Hátíð- armessa 17. júní kl. 9.30. Hátíðin ■►hringd inn með hljómi kirkjuklukkna kl. 8.25 og kl. 8.30. Kirkjukór Sauð- árkróks syngur hátíðasöngva sr. Bjarna Thorsteinssonar og sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöngur Sigurdríf Jón- atansdóttir og Jóhann Már Jóhanns- son. Fólk, sem á tímamóta að minn- ast frá 1944, les úr Ritningunni. Um er að ræða barn sem skírt var í kirkj- unni það vor og fermingarbarn frá 1944. Einnig hjón sem giftust árið 1944 og eiga því gullbrúðkaup í ár. Skátar standa heiðursvörð með ís- lenska fánann og fyrir messuna leik- ur organistinn íslensk lög á orgelið. í messunni verður flutt „Þjóðveldis- ljóð“ eftir Eyþór Stefánsson og Frið- jök Hansen, er samið var í tilefni *stofnunar lýðveldisins. Organisti Rögnvaldur Valbergsson. Hjálmar Jónsson. 19. júní Guðspjall dagsins: (Lúk. 15.). Hinn týndi sauður. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdir verða Erlendur Þór og Halldór Þór Hilmarssynir, Borás í Svíþjóð, p.t. Stóragerði 10, Rvk. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Ævar Karl Rafnsson, Þverbrekku 4, Kóp. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. ^’Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Á kvenréttindadegi og degi íslenska fánans verður hátíðar- guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Sr. María Ágústsdóttir prestur við Dómkirkjuna prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkju- prestur þjónar fyrir altari. Dómkór- inn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. Að lokinni guðsþjónustunni verður fermingarathöfn. Fermd verður Ið- unn Káradóttir búsett í Bandaríkj- unum nú til heimilis á Smiðjustíg >~i1 A, Reykjavík. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta í Elliheimilinu Grund í dag kl. 14. Beta Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur predikar. Organisti Kjart- an Ólafsson. Einsöngvari Sigríður Gröndal. Félag fyrrverandi sóknar- presta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. '^Prestursr. Halldór Gröndal. Altaris- ganga. Organisti Árni Arinbjarnar- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm- as Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur II) syngur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Sigurður Páls- son. Organisti Ronald Turner. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Kjartan Örn Sigur- þjörnsson. Organisti Kristín Jóns- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Þor- steinsson. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiðlu í guðsþjónustunni. Minnst 50 ára afmælis lýðveldisins. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: Vegna sum- arleyfa er fólki bent á aðrar messur í prófastdæminu. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Organ- isti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónas- son. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta - sumarsamvera í umsjón Ragnhildar Hjaltadóttur. Kórfélags- starfs aldraðra Reykjavík syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Undirleik annast Pétur Maté. Ritningarlestur annast Sim- ona Christjansen. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Myndlistasýningin „Trú og líf“ opin daglega frá 17-18.30 og við guðsþjónustur. Sr. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir predikar. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Kvennakórinn Seljur syngur. Prestarnir. SAFNKIRKJAN ÁRBÆ: Guðsþjón- usta kl. 13.30. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 16 á sunnudag verður útisamkoma ef veður leyfir. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Brigader Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 20 í tjaldinu í Laugardal. Ræðumaður bandaríski blökku- maðurinn Chaplin Gray. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11. Síðasta guðs- þjónusta sr. Ólafs Jóhannssonar. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAÞÓLSKA kapeilan, Keflavik: Messa kl. 16. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Bragi Friðriksson. MOSFELLSPRESTAKALL: Hátíð- armessa í Lágafellskirkju kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Jón Þor- steinsson. BORGARPRESTAKALL: Hátíðar- guðsþjónusta verður á laugardag í Borgarneskirkju kl. 13. Guðsþjón- usta í Borgarkirkju sunnudaginn 19. júní kl. 14. Sóknarprestur. NORRÆNNI málflutningskeppni laganema sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi lauk með sigri dönsku sveitarinnar Club Lannung frá Kaupmannahöfn. Hún hafði betur í úrslitum gegn norskri sveit frá Ósló. íslenska keppnissveitin náði í undanúrslit að þessu sinni. Keppnin tókst með miklum ágætum að sögn Einars Páls Tamimi, eins liðsmanna íslensku sveitarinnar, en um 200 gestir komu hingað til lands í tengslum við keppnina. Þátttökurétt áttu allir háskólar sem hafa fullgilda lagadeild. Tólf skólar sendu sveitir, sex þeirra voru frá Svíþjóð, tvær frá Danmörku og Noregi og ein frá Finnum og ís- lensku gestgjöfunum. Keppt var í undanriðlum og undanúrslitum í Héraðsdómi Reykjavíkur en í úrslit- um í dómsal Hæstaréttar. í hverri sveit eru 6-8 laganemar en þeir skipta sér aftur í tvö lið, sóknar- og varnarlið. Hvort lið um sig ver síðan eða sækir mál gegn andstæðu liði andstæðinganna. Virtir gestir í dómarasætum Einar Páll segir það hafa sett sérstakan svip á keppnina að víð- frægir lögfræðingar og virtir dóm- arar hafi sinnt dómarastörfum í keppninni. Dómsforseti í úrslitavið- ureigninni var t.a.m. Rolv Ryssdal forseti Mannréttindadómstóls Evr- ópu í Strassborg. Auk hans dæmdu hæstaréttardómarar frá öllum Norðurlöndunum, þ. á m. forsetar hæstaréttar í Finnlandi, Danmörku og á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.