Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 35 MINNINGAR JOHANN KRISTINN JÓNSSON 4- Jóhann Krist- * inn Jónsson fæddist á Húsavík 6. október 1924. Hann lést þar i bæ 15. júni síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jó- hannesdóttir og Jón Sörensson for- maður á Húsavík. Jóhann var elstur sjö systkina. Næst- ur kom Sören, sem var starfsmaður Sambandsins í Reykjavík, en er nú látinn, þá Ingibjörg, starfs- stúlka í Búnaðarbankanum í Reykjavík, Skúli, starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga, Krist- ín, húsmóðir á Húsavík, vann áður þjá Kaupfélagi Þing- eyinga, Sigrún, starfsstúlka í Landsbankanum á Húsavík, og Hafliði, málari á Húsavík. Jó- hann var við nám í Samvinnu- skólanum 1944-46 og sótti fiskiðnaðarnámskeið sjávarút- vegsráðuneytisins 1948. Hann hóf sjósókn barnungur og vann ýmis störf til sjós og lands uns hann varð framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavikur 1951—1955. Hann var kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Langnes- inga 1955-1961, er hann gerð- ist starfsmaður Kaupfélags Raufarhafnar og fram- kvæmdasljóri Borga á Seyðis- firði. Þá var hann um skeið sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kaupfélags Þingeyinga og síð- an kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Raufarhafnar. Vorið 1965 fluttist Jóhann á ný til Húsavík- ur, þar sem hann vann við út- gerð og rak sjálfstætt bókhald fyrir fyrirtæki til dauðadags, en jafnframt var hann um tíma verksmiðjustjóri hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Húsa- vík. Jóhann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Húsavík 1974 til 1978 og gegndi auk þess ótal trúnaðarstörfum fyr- ir ýmis félagasamtök. Meðal annars var hann einn af stofn- endum og stjórnandi Frímúr- arareglunnar á Húsavík ailt fram á síðasta ár. Jóhann gift- ist árið 1954 eftirlifandi konu sinni, Þórhildi Björgu Kristj- ánsdóttur, og gekk þá jafn- framt í föðurstað dóttur henn- ar, Margréti Sigríði Árnadótt- ur, en hún á eina dóttur, Hönnu Björgu Guðmundsdóttur. Jó- hann verður jarðsettur frá Húsavíkurkirkju í dag. fór fyrst flokkinn. oft notið maður og fylgdi Sjálf- stæðisflokkunum fast að málum. Hann átti sæti í bæjarstjórn Húsavíkur 1974 - 1978, en kaus að draga sig í hlé. Á þess- um vettvangi gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum og áttum við þar langt og gott samstarf, sem ég er þakklátur fyrir og lærði af. Ég kynntist þeim Þórhildi og Jóhanni haustið 1970, þegar ég fram fyrir Sjálfstæðis- Síðan höfum við hjónin rausnar og drengskapar þeirra hjóna, síðast nú fyrir réttum mánuði. Heimilið var opið og hlýtt, Kelduhverfi upp á veggjum með fallegu myndunum hans Sveins Þórarinssoanr og allt eins og það átti að vera. Svo kom kallið fyrirvaralaust og ég hef verið að hugsa til þín síðan, kæra frænka. Viðbrigðin eru snögg og er sorgin þung eftir góðan dreng og vin. Þessar línur bera þér, Mar- gréti og Hönnu Björgu, augasteini afa síns, samúðarkveðjur okkar Kristrúnar. Megi Jóhann í friði hvfla. Halldór Blöndal. „Dáinn, horfinn!" - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir. En eg veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrimsson) Þessi orð þjóðskáldsins komu mér í hug, þegar mér bárust þau sorg- artíðindi, að vinur minn, Jóhann, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Hann hafði átt við erfíð veik- indi að stríða, þannig að þetta þurfti ekki að koma mér svo mjög á óvart, en dauðinn kemur manni alltaf á óvart. Jóhann var karlmenni og kvartaði ekki, en vann eftir mætti allt til enda. Það duldist þó engurn að hann undi því illa að hafa ekki lengur þrek til að vinna eins og áður. Jóhann var fæddur á Húsavík og ólst upp að Setbergi hjá foreldr- um sínum, Jóni Sörenssyni og konu hans, Guðbjörgu Jóhannesdóttur. Stóðu að Jóhanni traustir þingeysk- ir stofnar. Jóhann stundaði almenna skólagöngu á Húsavík, og var þar einnig í unglingaskóla. Hann stund- aði nám við Samvinnuskólann 1944-1946. Var á Fiskiðnaðar- námskeiði sjávarútvegsráðuneytis- ins 1948. Hann vann almenna vinnu, aðallega sjómennsku, til 1951. Framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur 1951-1955, kaupfélagsstjóri á Þórshöfn 1955- 1961, og á Raufarhöfn 1961-1965. Hefur síðan rekið bókhaldsskrif- stofu á Húsavík, jafnframt verið verksmiðjustjóri Síldarverksmiðja ríkisins frá 1968, og hluthafi og framkvæmdastjóri útgerðarfélags frá 1967. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjar- stjórn Húsavíkur 1974-1978. Þá hefur hann setið í ýmsum nefndum bæjarins, bæði fyrr og síðar. Jóhann gekk að eiga konu sína, Þórhildi Björgu Kristjánsdóttur, 30. 12. 1954. Hann reisti þeim stórt og glæsilegt íbúðarhús að Ketils- braut 5, þar sem þau komu sér upp fallegu heimili og hafa búið þar rausnarbúi síðan, við mikinn gesta- gang, enda eru þau bæði vinmörg og gestrisin með afbrigðum, og hefur sá, er þessar línur ritar, marg- oft notið þess, og er þess gott að minnast. Foreldrar Þórhildar, eða Dúllu, eins og við nefndum hana oftast, áttu traustan stuðning hjá Jóhanni, og hann gekk í föðurstað dóttur Dúllu, og var mjög kært með þeim, og þegar Margrét Sigríður eignaðist litla stúlku, var hún látin heita Hanna Björg, eða nöfnum afa og ömmu. Hún var eftir það sólar- geislinn á heimilinu og yndi og augasteinn afa síns og ömmu. Það er eftirminnilegt, hvað honum þótti vænt um þær mæðgur allar, enda var hjónaband Jóhanns og Dúllu, frænku minnar og uppeldissystur, alltaf með ágætum. Dúlla var ágæt húsmóðir og Jóhann ekki síður mik ill heimilisfaðir. Við, sem áttum því láni að fagna að þekkja Jóhann, vitum hve mikill ágætismaður hann var, bæði traust- ur og trúr á allan hátt. Hann var stór og þrekvaxinn og höfðingleg- ur. Hann var ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir ef því var að skipta, en á hinn bóginn mikið ljúfmenni og barngóður, svo af bar. Jóhanns er sárt saknað af öllum þeim sem kynntust honum. En sár astur harmur er þó kveðinn að eig- inkonu hans, dóttur og dótturdótt- ur. Ég bið algóðan Guð að vaka yfír þeim og veita þeim styrk á þessum erfiðu sorgartímum. Drottinn blessi minningu Jó hanns Kr. Jónssonar. Stefán Bogason. KETILL JENSSON JÓHANN KR. Jónsson lést hinn 15. júní sl., þar sem hann vann að vorverkunum í garðinum sínum. Það er fallegur dauðdagi. Jóhann var heimakær og trúr sínu og sínum. Heima var best að hitta hann. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Þar var hann á heimavelli. Jóhann var mikill áhugamaður og málafylgjumaður fyrir hveiju því, sem hann vildi beita sér fyrir. Hann var í essinu sínu, þegar talað var um atvinnumál eða þjóðmál, glöggur á aðalatriði og gat verið spurull, ef svo bar undir. En það var líka skammt í glettnina og gamansemina. Og nú þegar ég hugsa til baka, þykir mér vænst um hlýjuna og traustið, sem honum var eiginlegt. Jóhann átti ekki langa skóla- göngu að baki, en árin tvö í Sam- vinnuskólanum nýttust honum út í hörgul. Á starfsævi sinni tókst hann á við margvísleg og erfið við- fangsefni og ávann sér traust hjá hverjum sem hann átti við að skipta. Jóhann hafði sterkar lífsskoðan- ir, var mikill einstaklingshyggju- + Ketill Jensson var fæddur í Reykjavík 24. september 1925. Hann lést á heimili sínu 12. júní síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkj- unni í gær. SUNNUDAGINN 12. júní lagði Ketill Jensson í sína hinstu siglingu. Það mun hafa verið 1947 að við Ketill lentum saman í skiprúmi á togara. Tókust þegar með okkur góð kynni sem þróuðust brátt upp í vináttu er hélst meðan báðir lifðu. Ketill var mikill þrekmaður, glæsilegur fulltrúi þeirra íslensku æskumanna sem tóku út þroska sinn í hörðum skóla togaramennskunnar. Ungur varð hann háseti á togara og síðar kyndari. Það þætti ekki sæluvist nú á tímum. Ég hygg að skólinn sá er Ketill hlaut á sjónum hafí reynst honum drjúgt veganesti í lífinu. Seinna sigldi Ketill á farskip- um. Þekktastur varð Ketill fyrir söng sinn. Hann lærði söng á Italíu og hafði afburða fallega tenórrödd. Ég læt söngfróðari mönnum eftir að Qalla um þann þátt í lífi hans. Síðar gerðist Ketill fískmatsmað- ur og vann að því starfí lengst af við góðan orðstír. Síðustu árin var hann starfsmaður Ríkisendurskoð- unar. Ketill og Selma konan hans máttu þola margt mótlætið, sonarmissi og heilsutjón. Aldrei heyrðist orð frá þeim hjónum, hvað sem á gekk. I mínum huga varð aðal Ketils og Selmu óbugandi kjarkur og æðru- leysi. Ketill var ákafamaður til verka og mikill málafylgjumaður ef á þurfti að halda. Málfar hans var einstaklega litríkt og beinskeytt. Það skildu allir hvað Ketill sagði. í áratugi áttum við Ketill og makar okkar margar góðar stundir saman. Það verður því skarð eftir Ketil í okkar lífí. Ekki er hægt að minnast Ketils án þess að skopskyn hans komi í hugann. Því verður lengi við brugð- ið af þeim sem til þekkja. Við Gerða minnumst Ketils með hlýhug og virðingu. Við vottum Selmu, börnunum og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúð. Halldór B. Stefánsson. í dag verður Ketill Jensson, starfsmaður hjá Ríkisendurskoðun, jarðsunginn en hann varð bráð- kvaddur hinn 13. júní sl. Sjaldan ELÍS GEIR GUÐNA- SON OG VALBORG , G UÐMUNDSDÓTTIR + Elís Geir Guðnason bóndi var fædd- ur á Randvers- stöðum í Breið- dal 16. júní 1916. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 22. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 7. maí. Foreldr- ar hans voru Sigríður Jóns- dóttir frá Þver- hamri á Breiðdalsvík og Guðni Árnason frá Randversstöðum í Breiðdal. Systkini hans voru Höskuldur Ottó Guðmundsson (látinn), Ágúst Guðnason (lát- inn) og Guðný Guðnadóttir, sem lést barn að aldri. Valborg Guðmundsdóttir var fædd á Hrauni við Reyðarfjörð 1. maí 1918. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 2. april 1993 og fór útför hennar fram frá Heydalakirkju 10. apríl 1993. Foreldrar Valborgar voru Jón- ína Olsen frá Hrauni við Reyðarfjörð og Guðmundur Jónsson frá Giljum í Jökuldal. Systkini hennar eru Magnús, Jens, Lára; Ingibjörg, Anna María og Oskar (látinn). Elís og Valborg giftu sig 24. júni 1939. Börn þeirra eru: Guðný Sigríður, f. 18.8. 1940, Ragnar, f. 31.10. 1941, Elín Þórdís, f. 20.5. 1943, Guðmundur, F. 22.10. 1944, Hulda Sigrún, f. 25.10. 1948, Jón Árni, f. 8.4. 1950, Egill Reynir, f. 1.7. 1952, Magnús Hafsteinn, f. 31.1.1954, Randver Ásgeir, f. 16.9. 1956, stúlka, f. 1960, lést í fæðingu, drengur, f. 1962, lést í fæðingu. Þó í okkar ferðafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningamar yfir. (Bjami Jónsson frá Gröf.) ÞAÐ VAR alltaf gott að koma í Randversstaði til afa og ömmu á sumrin. Þar lékum við okkur á tún- unum og í klettunum heilu dagana. Ef eitthvað kom fyrir var stutt að hlaupa í fangið á ömmu eða afa og fá huggun þar. Afí sat löngum í eldhúskróknum eftir að hann hætti að geta verið úti og dundaði við ýmislegt smálegt. Ekkert okkar barnabamanna gleymir því þegar hann var að reyna að kenna okkur að drekka kaffí og skildi ekkert í því af hveiju okkur fannst það svona vont. Oftar en ekki kom það fyrir að amma galdraði fram ein- hveija flík á okkur krakkana, ann- aðhvort handpijónaða eða saum^ aða. Þegar hún átti orðið erfítt með að pijóna og sauma þá stakk hún iðulega einhveiju smálegu í höndina á okkur áður en við kvöddum hana. í sveitinni undu þau sér vel en á efri árum fluttu þau þaðan, fyrst út á Breiðadalsvík og síðan upp í Egilsstaði. Þá fannst þeim alltaf gott að skreppa inn í Randversstaði og fylgjast með því hvemig búskap- urinn gekk þar. Þau vildu halda sambandi við fólkið sitt og fannst alltaf gott að fá það til sín. AmrrífP> skrapp til Akureyrar á hverju sumri meðan henni entist heilsa til. Hún gætti þess alltaf að gera jafnt við öll börnin, ömmubörnin og lang- ömmubörnin sín. Eftir að afi og amma hættu að geta farið til barn- anna sinna var lögð enn ríkari áhersla á að þau kæmu til þeirra. Þá heyrðist jafnan hjá þeim hvers lags asi þetta væri á unga fólkinu, það hefði aldrei tíma tH að stoppa neitt að ráði og væri alltaf að flýta sér þessi lifandi ósköp. Eins og segir í vísunni hér á undan, þá munu minningamar lifa með okkur og berast þannig til afkomenda okkar, þannig að afí og amma gleymast aldrei. • ' Kristín, Jóhanna Valborg og Kolbrún Lilja á Akureyri. er ein báran stök því Ketill er þriðji starfsmaður stofnunarinnar, sem við samstarfsmenn hans fylgjum til grafar á rétt rúmu hálfu ári. Ketill réðst til stofnunarinnar á árinu 1988 en hafði áður um árabil starfað hjá Ríkismati sjávarafurða. Á sínum yngri ámm stundaði hann sjómennsku enda kominn af miklum sjósóknumm. Áður hafði Ketill numið sönglist hér heima og síðan á Ítalíu. Þó svo að rödd hans þætti bæði þýð og hljómfögur átti það ekki fyrir honum að liggja að gera sönginn að ævistarfi eins og hugur hans stefndi til. Bæði var að heilsa Ketils var ekki nægilega góð auk þess sem allar aðstæður skömmu eftir seinna stíð leyfðu ekki að svo háleitir draumar ungra hæfileika- manna næðu að rætast nema í ein- staka tilvikum. Ketill átti hins vegar eftir að gleðjast yfír því að sjá svipaða drauma sonar síns, Kolbeins, ræt- ast. Það hefur ekki farið fram hjá okkur hve mjög hæfíleikar og frami Kolbeins og ópemsviðinu glöddu hjarta Ketils. Hann fylgdist ekki aðeins með velgengni hans síðustu misserin úr fjarlægð heldur náði hann m.a. að hlýða á Kolbein syngja í ópemnni í Prag í maí sl. og síðan aftur hér heima á listahátíðinni í Reykjavík. Ketill var mjög skemmtilegur samstarfsmaður. Reyndar átti hann til að vera nokkuð snefsinn auk þess að vera fljótur til svars ef svo bar undir. Þeir sem kynntust honum vom á hinn bóginn fljótir að átta sig á því að þó að viðmót Ketils gæti verið nokkuð hijúft á köflum lá ekkert þar að baki. Þvert á móti var hann yfirleitt notalegur í sam- skiptum og fullur samúðar með þeim sem mætt hafa andstreymi í lífínu enda hafði hann sjálfur kynnst því. Ketill var fróður og hafði frá mörgu að segja frá fyrri árum. Hann átti»>' auðvelt með að sjá spaugilegar hlið- ar á málum enda ágætur húmoristi þó oft væri kímnin nokkuð grálett- inn. Mjög gaman var að heyra sög- ur hans af bæjarlífi hér í Reykjavík á ámm áður svo og veiðiferðum sem hann tók þátt í bæði á heimamiðum og á miðunum við Nýfundnaland. Ketill kvæntist Selmu Samúels- dóttur sem lifir eiginmann sinn. Þau eignuðust þijá syni og em tveir á lífí, Kolbeinn og Ólafur, en sá þriðji lést af slysfömm í æsku. Ketill hef- ur reynst eiginkonu sinni og sonum ómetanlega í blíðu og stríðu og aita • tíð verið vakandi yfir velferð þeirra. nú þegar við samstarfsmenn hans kveðjum og þökkum honum fyrir samfylgdina vottum við Selmu, börnum hans og ástvinum öllum dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Ketils Jens- sonar. Starfsfólk Rikisendurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.