Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 1
 VHLEYSUNA m éfttwfcyi hitd lflRX ,1 „V ma />w ®-V» —«£m» I *,£*#££ '* Í1 ... •• - '■ SUNNUDAGUR Vínin frá Rothschild SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 BLAÐ HÖFUNDUR ANDRÉ Carl Barks sem skapaði Andabæ ferðaðist í fyrsta skipti út fyrir land- steina Bandaríkjanna í byrjunjúní. Hann var þá 93 ára að aldri og hóf ferð sína á Islandi. ANDRÉS ÖND er sex- tugur á þessu ári og í til- efni af því ferðast Carl Barks höfundur teikni- myndasagnanna um Andrés og félaga um Evrópu. Hann hóf ferða- lag sitt á íslandi í byrjun júní og hlaut frábærar Carl Barks móttökur. Afmælisveisla var haldin þeim félögum, Barks og Andrési, til heiðurs á Hótel Loftleið- um. Þar sungu 220 krakkar afmælissönginn fyrir þá. Auk þess heim- sóttu Andrés og Barks barnaspítala Hringsins og voru viðstaddir sýn- ingu í Bíóhöllinni þar sem tæplega tvö þúsund krökkum var boðið að horfa á teiknimyndir með Andrési Önd. SAR ANDAR í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI One; of ÍCELANiD'S TRAiNED VOLCÁKÍOS/ Teikning sem Carl Barks gerói i tilefni af sextugsafmaeli Andrésar Andar og komu þeirra hingaó til lands. eftir Pétur Blöndal Andrés Önd kom fyrst fram í teiknimyndinni Gáfaða litla hænan (The Wise Little Hen) frá árinu 1934 og þá stal hann sen- unni. Það var fyrir sextíu árum síðan. Walt Disney sá þegar að Andrés var efni í stjörnu og fékk honum annað aðalhlutverkið í teiknimyndunum um Mikka Mús. Til að gulltryggja vinsældir Andr- ésar réði hann til sín einvalalið teiknimyndahöfunda og fól þeim að skapa sögurnar um Ar.dabæ. Fyrir hópnum var Carl Barks, sem var heilinn á bakvið þá persónu- sköpun sem þar átti sér stað. Fyrsta teiknimyndin um Andabæ leit dagsins ljós árið 1937 og nefnd- ist Uppfinningar nútímans (Mod- ern Inventions). Hún tryggði Andr- ési Önd varanlegan sess í stjörnu- hluverki hjá Walt Disney. í fram- haldi af henni voru tvær teikni- myndir um Andrés Önd tilnefndar til Óskarsverðlauna. Það voru Dug- legir skátar (Good Scouts) og Lati liðsforinginn Andrés (Truant Offic- er Donald). SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.