Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 23 Tveir lista- menn fá viður- kenningu VIÐ hátíðarhöldin í Garðabæ 17. júní veitti bæjarstjórn Garðabæj- ar tveimur listamönnuin bæjar- ins viðurkenningu, en það eru myndlistarkonurnar Edda Jóns- dóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Menningarmálanefnd bæjarins var í hitteðfyrra falið að gera tillögur til bæjarstjórnar um út- hlutun starfsstyrkja til lista- manna í Garðabæ og var það því í þriðja sinn sem styrkir þessir eru afhentir. I ár bárust umsókn- ir og ábendingar um styrkveit- ingu til átta listamanna, en eitt af þeim skilyrðum, sem sett hafa verið um styrkveitingu er að umsækjendur séu búsettir í Garðabæ. Edda Jónsdóttir lauk kennara- prófi frá Handíða- og myndlist- arskólanum 1976. Hún stundaði síðan framhaldsnám við grafík- deild myndlistarskólans í Amst- erdam á árunum og hefur dvalið við nám og störf í New York, París, Sevilla, Aþenu, Helsinki og London. Hún hefur haldið 18 einkasýningar og tekið þátt í 39 samsýningum og alþjóðlegum grafíksýningum. Ragnheiður Jónsdóttir lærði teiknun við Myndlistarskólann í Reykjavík á árunum 1959 og 1960 og málun 1964-68. í millitíð- inni var hún einn vetur við Glyptotekið í Kaupmannahöfn. Grafiknám stundaði hún við Handíða- og myndlistarskóla Is- lands 1968-1970 og í París árið 1970. Ragnheiður hefur haldið 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenning- ar fyrir verk sín í ýmsum iöndum og eru verk eftir hana í opin- berri eigu í um 11 þjóðlöndum. Hluti af Farteski eftir Borg- hildi Óskarsdóttur. Listagilið á Akureyri Sýningá verkum Borghildar og Kristínar BORGHILDUR Óskarsdóttir opn- ar sýningu í Listagilinu á Akur- eyri laugardaginn 2. júlí. Einnig verður opnuð þar sýning á verkuni Kristínar Jórisdóttir frá Arnarnesi við Eyjafjörð, en hún var fyrst norðlenskra kvenna til að leggja stund á listnám. Borghildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og í Edinborg. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum en þetta er hennar 7. einka- sýning. Gullsmíðaýning sem átti að vera í Deiglunni færist yfir í Lista- safnið og verður opnuð 2. júlí í stað 1. júlí eins og áður hefur verið tilkynnt. Þau sem þar sýna eru Erling Jóhannesson, Þorbegur Halldórsson og Kristín Petra Guð- mundsdóttir. LISTIR Vestnorden IhneIMaií94 14-17 Sepí.. IIufnuiijön)iir. Icelund Til ferðaþjónustuaðila Ferðakaupstefna Vestnorden 1994 verður lialdin í íþróttaliúsinu Kaplakrika, Hafnarfirði, 14.-17. september. Skráning þátttakenda lýkur á morgun 1. júlí. Nánari upplýsingar í síma 91-18200 og þáttökueyðublöð á skrifstofu Ferðakaupstefnunnar, Lækjargötu 3. EDDA Jónsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson hæjarstjóri og Ragnheiður Jónsdóttir. Miövikudaginn 29. júní kl. 10.30 var Gullpotturinn 8,106,561 kr. Happdrættisvélar Gullnámunnar eru staösettar á 30 stööum víös vegar um landið. Hvenær dettur Gullpotturinn? Nú er hann Þeir sem spila í Gullnámunni þessa dagana þurfa að vera viðbúnir að vinna stórt, því nú er Gullpotturinn kominn upp í rúmar 8 milljónir og getur dottið hvenær sem er. En þaö er fleira eftirsóknan/ert, því vinningar í hverri viku eru yfir 40 milljónir króna. Þetta eru bæöi smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda aö ógleymdum SILFURPOTTUNUM sem detta aö jafnaði annan hvern dag og eru aldrei lægri en 50.000 krónur. Hafðu keppnisskapið meö þér í Gullnámuna og láttu reyna á heppnina, - það er aldrei að vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.