Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 22
. 22 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Slaaiiin lá mlfti sem varð „milli“ í Ameríku NÝLEG mynd af Kristinu Guðmundsdóttur og Hilmuri $. Skogfield ó góóri stundu. -^Texti og myndir Atli Steinarsson MÖRGUM íslendingum, sem ílenst hafa í Bandaríkjunum, hefur vegnað vel, en fáum betur en Hilmari S. Skagfield. Hann fór vestur um haf til náms en ílentist og varð mikilvirkur iðnrekandi sem nú hefur um 270 manns í vinnu. Hann stofnsetti ekki aðeins verksmiðju sem blómstrar heldur eiga hann og Kristín Guðmundsdóttir kona hans glæsilegt heimili í höfuðborg Flórída; Tallahassee. Þar er vítt til veggja og óendanlegt hjartarými, og vel fer um alla, enda hefur þetta heimili löngum verið vin og miðstöð allra íslendinga á stóru svæði. Þar eru listir og fagrir munir í hávegum hafðir og heimilið öðrum þræði eins og listasafn. Kristín er bæði ljósmóðir og fatahönnuður að mennt og ferill hennar er efni í aðra frásögn. Húsbóndinn ber öll skag- firsku einkennin, sem hann hlaut í vöggugjöf, er kvikur á velli, eygir vel spaugsömu atriðin í tilver- unni, setur saman vísur í tíma og ótíma, og finnst gott að hlæja hressilega. Hann er Islendingur í húð og hár þó hann hafí gerst Bandaríkjamaður vegna viðskiptanna sem hann stundar. Hann fékk ást á músík og listum í vöggugjöf, smíðaði sér sjálfur Hawaii-gítar og stofnsetti Haiwai- kvartett á íslandi — og síðar stofn- aði hann Jazzklúbb íslands með nokkrum öðrum. Hvernig hefur lífshlaup þessa ~ ymanns verið? Hann lét loksins und- an þrábeiðni um að svara nokkrum spumingum. Ég fæddist að Páfastöðum í Skagafirði í júlí 1923 og ólst þar upp að mestu leyti, gekk þar til prests og í skóla, en fór svo í Ingi- marsskólann í Reykjavík og lauk þar almennu prófi. Síðan var ég gjaldkeri í Landsmiðjunni í mörg ár. Ég kvæntist Kristínu Guð- mundsdóttur 1946 en hún er dóttir Guðmundar Þorvaldssonar bónda í Ánabrekku á Mýrum, þar sem Langá rennur um tún. Hann var á einum tíma annar fjárflesti bóndi landsins. Kona hans og móðir Krist- ínar var Guðfríður Jóhannesdóttur, ~"'sem var ljósmóðir í sinni sveit og i Borgarnesi í hartnær hálfa öld. Kristín varð líka ljósmóðir en lærði einnig fatahönnun og starfaði við það. Ég fór snemma eftir giftinguna að undirbúa framkvæmd þeirrar hugmyndar að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Tallahassee í Flórída varð fyrir valinu af því Ragna, systir Kristínar konu minnar, var þar með manni sínum og J)ar búa þau enn. Ég kom hingað haustið 1950 og fór í skólann og lagði aðallega stund á endurskoðun og stjórnun fyrir- tækja. Það var ákaflega gott að vera hérna, því þá var Tallahassee lítil borg með um 25 þús. íbúa og 35 þúsund í sýslunni sem heitir Ljónssýsla. í háskólanum voru ekki nema 2.500 nemendur, 500 karl- menn og 2.000 stúlkur. I dag eru íbúar Tallahassee um 150 þúsund og 200 þúsund í sýslunni og um 30 þúsund nemendur í skólanum. Ég hef því séð þessa borg vaxa - og líka vaxið með henni.“ Ætlaði heim eftir nám - Var það ásetningur þinn að setjast hér að? - „Nei. Ég ætlaði bara að vera í skólanum í 2 ár og fara síðan heim. En að námi loknu fékk ég sæmilega vinnu hjá opinberu fyrir- tæki sem endurskoðandi. Það var heldur illa borgað, en okkur líkaði vel hér og eftir 2—3 ár setti ég upp mitt eigið endurskoðunarfyrirtæki og sagði upp hjá ríkinu. Ég var með það í ein 12 ár en þá kom upp hugmyndin um það fyrirtæki sem ég rek í dag ásamt syni mínum, Hilmari Ólafi. Skandia Industries var stofnað 1965 til að framleiða gluggatjöld fyrir hreyfanleg hús, sem voru þá í miklum uppgangi. Það varð strax mikið að gera og við gerðum stundum gluggatjöld fyrir 200 hús á dag. Allt var þetta þá saumað úr ofnum efnum eða taui. Þá voru engar staðalstærðir en allar pantanir með sérmálum, þó við hefðum hugmynd um gerðir þessara húsa og vissum í hvaða farvegi við vorum að vinna.“ - En ekki dettur einhvetjum hjónum allt í einu í hug og upp úr þurru að stofna gluggatjaldafyrir- tæki? - „Nei, allt hafði þetta sinn að- draganda. Kristín var og er mikil hannyrðakona og meistari í hönd- unum. Hún efndi til sýningar á út- saumi 1952 eða 53, sótti framhalds- námskeið fyrir fatahönnuði, tók upp úr því að hanna kjóla. Hún varð fljótt aðaltískuhönnuður kjóla í Tallahassee og nágrenni og fljótt kom að því, að engar frúr hér um slóðir eða dætur þeirra þóttu nógu fínar nema þær væru í kjólum frá Kristínu. Hún var þá komin með 5-6 konur í vinnu við að sauma. Um þetta leyti kom til mín Bandaríkjamaður með þá hugmynd að við stofnuðum fyrirtæki um gluggatjaldaframleiðsluna. Ég var til í tuskið, en eftir sex mánaða samstarf hvarf þessi náungi með allt lausafé fyrirtækisins, 1.500 dali, sem var talsvert fé í þá daga. Samningur okkar hljóðaði hins veg- ar upp á helmingaskipti. Mér tókst þó síðar meir að ná mínum hluta af þessu aftur með hörðum inn- heimtuaðgerðum. Þama stóð ég á tímamótum. Auðveldast var að loka og gleyma þessum gluggatjöldum. En mér var farið að þykja vænt um fyrirtækið og hafði gaman af að vinna að þessu. Ég hafði þetta þá alveg við hliðina á endurskoðunarfyrirtækinu mínu, svo þarna var eiginlega allt að yinna en engu að tapa. Ég hélt því áfram og allt fór að ganga betur. Fyrirtækið byijaði í einu herbergi í byggingu, sem við keyptum undir kjólasaum Kristínar og tvær stúlknanna, sem saumuðu fyrir Kristínu, fóru fyrstar í glugga- tjaldasauminn. Húsið stóð nálægt miðbænum og var ákjósanlegur staður fyrir nýtt fyrirtæki. Þetta fór svo að vaxa eins og snjóbolti í fyallshlíð, án þess að ég ætlaði mér beinlínis að láta það vaxa svona hratt. Ég réði fleira fólk og jók á fjölbreytni framleiðslunnar. Þá var hér mikil byggingaralda því fólki fjölgaði hér ótrúlega hratt og allir þurftu gluggatjöld. Fyrirtækið þandist út. Á þessum tíma voru öll glugga- tjöld úr taui, en sú tíska fjaraði síð- LITIÐINN HJA HILMARIS. SKAGFIELD, VERKSMIÐJU- EIGANDA OG AÐALRÆÐISMANNI ÍSLANDS í FLÓRÍDA an út og var eiginlega alveg búin fyrir um átta árum. Við urðum þá að breyta til og fylga kalli tímans, ef við vildum hjara. Það skapaði ýmsa erfiðleika að á þessum árum, 197-2-1973, hófst mikil kreppa í bandarísku efnahagslífi út af olíu- kreppunni í heiminum. En það var um líf eða dauða að tefla. Við urð- um að hefja framleiðslu á rimla- gluggatjöldum. Á þessum erfiðu tímum var ég kominn af stað með byggingu 2.000 fermetra verk- smiðjuhúss - sem nú er orðið næst- um 5.000 fermetrar að stærð f tveimur húsum. Þetta voru erfiðir tímar, verð- bólgan rauk upp og vextir fóru upp úr öllu valdi eða yfír 20%. Ástandið var eins og heljarkló á allar fram- kvæmdir, verst um eins árs skeið eða svo, en tók síðan að lagast. Það bókstaflega stoppaði allt - og auð- vitað var verst að vera með fram- leiðslu sem byggðist á nýbygging- um og góðri afkomu fólks. Við gerðumst fyrst dreifendur fyrir Levalor rimlagluggatjaldafyr- irtækið. Levalor var Dani, sem kom til Bandaríkjanna fyrir 50-60 árum og sló í gegn með rimlagluggatjöld sín. Hann hafði einkaleyfi á 1-2 atriðum varðandi tæknibúnaðinn, en enginn getur fengið einkaleyfí fyrir framleiðsluna í heild. Levalor gerði þá reginskyssu að fara í samkeppni við þá sem gerð- ust dreifendur fyrir framleiðslu hans eða sitt eigið fólk. Hann stakk hníf í bak okkar með því að bjóða smásölum og verktökum í bygging- um og ýmsum öðrum meiri afslátt en hann greiddi okkur í umboðslaun fyrir dreifinguna og vorum við í Skandia Industries þó orðnir stærstu og mikilsverðustu dreifend- ur hans í Bandaríkjunum. Ef við hefðum unað þessu fyrirkomulagi hefðum við smám saman þurrkast út sem dreifendur. Okkur var ekki nema ein leið fær - að heíja fram- leiðslu rimlagluggatjalda. Og allt gekk þetta einhvern veg- inn og furðu vel, enda höfum við komist út úr öllum kreppum og það er eins og fyrirtækið hafi níu líf eins og kettirnir. Við höfum alltaf komið niður á jörðina standandi hvað sem á hefur dunið. Eiginlega á sama tíma og við urðum að taka þá ákvörðun að fara út í framleiðslu rimlagluggatjalda buðu tveir reyndir menn í sölu og framleiðslu gluggatjalda í Kalifor- níu okkur þjónustu sína. Við réðum þá til samstarfs, en þeir starfa al- gerlega á vegum Skandia Industri- es. Þeir höfðu áður unnið hjá öðru firma, svipuðu okkar, og það firma fór í mál við okkur fyrir að hafa „stolið" bestu starfskröftum þeirra og krafðist 10 milljóna dollara í skaðabætur. Út af þessu urðu mála- ferli, sem við unnum alfarið. En málskostnaður var 75 þúsund doll- ara. Svona eru málaferli í Banda- ríkjunum - út af smáu og stóru - og geta verið stórhættuleg. En svo fór allt að ganga vel Eftir sigurinn í þessu máli vorum við í straumhvörfum. Ef við ekki hæfum framleiðslu rimlatjalda strax var fyrirtæki okkar dauðans matur. Við völdum baráttuna og hófum uppbyggingu nútíma fyrir- tækis i framleiðslu rimlatjalda. Það kostaði milljón dollara og það svo að segja í einum hvelli til þess að koma þessu í gang bæði í Flórída og Kaliforníu. í Kaliforníu eru viðskiptahættir öðruvísi en í Flórída. Þar selja fram- leiðendur aðeins dreifendum vör- unnar þæ.a.s. heildsölum og smá- sölum. í Flórída geta verktakar farið fram hjá heildsölum og gert samninga við framleiðendur. Við nýttum okkur allar færar leiðir á báðum stöðum og höfum stundum verið með allt að 80 samninga í gangi við verktaka víðsvegar um Bandaríkin. Slíkir samningar eru stundum ekkert smáræði - það get- ur verið uppsetning gluggatjalda í 30 hæða hótel með öllu tilheyrandi. En svo kom önnu kreppa 1985- 1986, því þá var búið að byggja of mikið af verslunarhúsnæði alls staðar í Bandaríkjunum. Um tíma voru 30-60% af verslunarhúsnæði fjölda borga ónýtt. Þetta hafði smám saman áhrif um allan þjóðar- líkamann og olli kreppu. Mörg fyrir- tæki og verktakar fóru á hausinn og það hafði víðtæk áhrif. Þetta hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á sölu okkar fyrirtækis og hæfileika til að verða við öllum kröf- um viðskiptavinanna. Það varð okk- ur til happs, að vinsældir rimla- gluggatjalda fóru hratt vaxandi. Fyrir kreppuna voru rimlaglugga- tjöld í 60-70% húsnæðis, en það hlutfall er nú komið í 90-95%. En allt kostaði þetta mikið átak og í ævintýrinu fólst mikil áhætta. En við veðjuðum á þá þróun sem varð. Við höfum líka verið heppin með það að hafa afskaplega gott fólk í okkar þjónustu. Það er dýr- mætara en nokkuð annað. Við erum núna með um 150 manna starfslið í Kaliforníu og 110-120 manna lið í Flórída." Alinn upp hjá móður og afa - En af hvaða rót óx þessi strák- ur frá Páfastöðum í Skagafirði, sem varð „milli" í Ameríku? - „Ja, ég er sonur Sigurðar Skagfields óperusöngvara og Lo- vísu konu hans Albertsdóttur og fæddist 1923. Pabbi fór til söngn- áms 1919-20 og var eftir það ekki heima nema af og til. Ég ólst því upp hjá afa mínum Albert og Lo- vísu móður minni - að föður mínum fjarstöddum, þó við hefðum gott samband við hann. Ég eignaðist systur 1930, sem skírð var Edda og hefur verið mikið í músík. Hún hefur t.d. afskaplega fallega söng- rödd og hefði átt að fara utan og læra meira, en þess í stað tók hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.