Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4
4 IÞROmR fKfrgiiwMaíilíí ■i FOLX ■ BRYNJAR Duvíðsson lék í marki Þórsara gegn Víkingum í fjarveru Ólafs Péturssonar. Vara- markvörðurinn á bekknum var Ei- ríkur Eiríksson, gamalreyndur markmaður sem síðast lék með Þór snemma á síðasta áratug. Þess má geta að Eiríkur er 41 árs, og var valinn besti markmaður lávarða- deildarinnar á síðasta Pollamóti Þórs. ■ ARSENAL hætti í gær í kapp- hlaupi um framherjann Chris Sutton hjá Norwich. Félagið vill 5 milljónir punda fyrir hann. Arsenal hafði boðið í Sutton, eins og Blackburn, en dró sig í hlé í gær. Því er talið líklegt að Sutton gangi til liðs við Blackburn í dag. ■ TONY Cascarino, sem leystur hefur verið undan samningi hjá Chelsea, var í gær í Frakklandi þar sem hann ræddi við forráðamenn Marseille. Liðið var dæmt niður í 2. deild vegna fjármálamisferlis og má ekki fá til sín leikmenn, sem það þarf að borga fyrir. Þar sem Cascar- ino er laus undan samningi gæti Marseille samið við hann. ■ TONY Adams, fyrirliði Arsenal, sem hefur verið hjá félaginu síðan hann var 13 ára, fær ágóðaleik áður en tímabilið hefst í haust, 13. ágúst. Arsenal mætir þá Crystal Palace á Highbury, og reiknað er með að Adams fái jafnvel um andvirði 16 milljónir króna í vasann. ■ PETER Atherton, varnarmaður hjá Coventry er farinn til Sheffield Wednesday. Sérstakur gerðardómur úrskurðaði að Wednesday þurfi að greiða 800.000 pund fyrir hann, and- virði um 86 milljóna króna. ■ TOMMY Burns hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri skoska úrvals- deildarliðsins Celtic. Burns sagði á mánudaginn starfi sínum sem fram- kvæmdastjóri hjá úrvalsdeildarliðinu Kilmarnock lausu, og var ráðinn ti! Celtic í gær. Burns lék í mörg ár með Celtic og var mjög vinsæll hjá félaginu. ■ KENNY Sansom sem lék 88 landsleiki með enska landsliðinu í knattspymu, hefur verið ráðinn þjálf- ari hjá Watford og mun einnig leika með liðinu. Watford hefur keypt sóknarmanninnn Jamie Moralee frá Millwall á tæpar fímmtíu milljónir. ■ BRYAN Robson, fyrrum fyrirliði Manchester United og Englands, sem nýlega tók við starfí fram- kvæmdastjóra Middlesbrough, hef- ur fengið Bryan „Pop“ Robson til liðs við sig sem þjálfara. Þessi nafni stjömunnar var mikill markaskorari á sínum tíma með West Ham og Sunderland, en hefur starfað sem unglingaþjálfari hjá Manchester United síðustu ár. ■ ANDY Gray hefur verið leystur undan samningi við Tottenham, og er frjálst að fara til annars félags. Gray, sem er þeldökkur miðvallar- leikmaður, kom fyrir 600.000 pund frá Crystal Palace fyrir þremur árum. ■ DAVE Bassett, þjálfari Sheffi- eld United, er að kaupa miðjumann- inn Gary Parker frá Aston Villa fyrir 750.000 pund. Það er mesta upphæð sem United hefur greitt fyr- ir leikmenn. ■ NEIL Emblem, 22 ára stórefni- legur vamarmaður hjá Millwall, hefur verið seldur til Wolves á eina milljón punda. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI Guðmundur markvörður var hetja Breiðabliks GUÐMUNDUR Hreiðarsson markvörður Breiðabliks var hetja Kópavogsbúa í gærkvöldi þegar lið hans sló lið IBK út úr bikarkeppninni. Markalaust var eftir framlengingu og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Guðmundur varði eina spyrnu. Guðmundur gerði fleira því á síð- ustu mínútu síðari hálfleiks varði hann mjög vel skalla frá Kefl- víkingum og bjargaði Skúli Unnar Því að ÍBK kæmist Sveinsson 1:0 yfir á síðustsu skrifar sekúndunum. Leikurinn var ann- ars með þeim leiðinlegustu sem und- irritaður hefur séð lengi og það voru fleiri á sama máli því harðir fylgis- menn beggja liða höfðu á orði að það Vítaspyrnu- keppnin 0:1 .......Marko Tanasic 1:1 ...Kristófer Sigurgeirsson 1:1 ..Kristinn Guðbrandsson (Guðmundur varði) 2:1 .....Arnar Grétarsson 2:2 .....Georg Birgisson 3:2 ...Grétar Steindórsson 3:3 .....Gunnar Oddsson 4:3 ...Gunnlaugur Einarsson 4:3.....Óli Þór Magnússon (skot í stöng) væri sem betur fer ekki oft sem menn væru við það að sofna á knatt- spyrnuleik. Liðin léku þó þokkalega á milli vítateiganna í fyrri hálfleik en gallinn var sá að alltaf þegar menn komust í sókn vantaði fleiri samherja. Varnarleikurinn var í fyr- irrúmi. Allt of oft sá maður rólega sókn heimamanna fjara út og þá voru sex eða sjö leikmenn þeirra enn á eigin vallarhelmingi. Síðari hálfleikur var mjög dapur og það var ekki fyrr en rétt á síð- ustu mínútunum að áhorfendur rumskuðu. Fyrst átti Grétar Stein- dórsson skot í stöng ÍBK-marksins og Guðmundur varði meistaralega frá Georgi Birgissyni. í framlenging- unni fengu liðin þokkaleg færi sem ekkert varð úr. í vítaspyrnukeppninni varði Guð- mundur aðra spymu ÍBK, frá Kristni Guðmundssyni og fímmta spyrnan, frá Óla Þór, fór í stöngina og þar með sigraði Breiðablik 4:3. Morgunblaðið/Bjami Oli Þór Magnússon, KefIvíkingur, og Gústaf Ómarsson, liðsmaður Breiðabliks, berjast um boltann. Fylkismenn höfðu betur í baráttunni á Ólafsfirði FYLKIR sigraði Leiftur 2:0 á Ólafsfirði og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar ásamt sjö fyr- studeildarliðum. Sigurinn var heldur ósanngjarn því Leifturs- menn voru mun meira með boltann og lengi vel fór leikur- inn fram á vallarhelmingi Fylk- ismanna. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Leift- urs, var að vonum ánægður í leikslok. „Við áttum undir högg að sækja en náðum að nýta þau fáu færi sem okkur gáfust, og ég er afskaplega ánægður með að vinna Leiftur á heimavelli. Það var Frá Sigurði Biömssyni á Ólafsfirði mikilvægt fyrir okkur, móralskt," sagði Bjarni við Morgunblaðið. Varð- andi framhaldið sagði hann að bikar- keppnin væri stemmning augna- bliksins og hann léti hveijum degi nægja sína þjáningu. Leiftursmenn náðu fljótlega góð- um tökum á leiknum og í fyrri hálf- leik fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi gestanna. Þeir skutu tvívegis góðum skotum að marki en markvörður Fylkismanna sá við þeim í annað skiptið og varnarmenn í hitt. Mikil hætta skapaðist á 21. mínútu eftir skot að marki, mark- vörður Fylkis varði en hélt ekki bolt- anum og varnarmenn náðu síðan að hreinsa. Upp úr því fengu Fylkis- menn tvö færi en Þorvaldur mark- vörður varði vel. Leiftursmenn fengu síðan færi á færibandi eftir þetta, en náðu ekki að skora. Fylkismenn náðu því hins vegar á 42. mínútu, er Þórhallur Dan Jóhannsson skor- aði eftir slæm varnarmistök. Síðari hálfleikur var þófkenndur til að byija með, en Leiftursmenn náðu síðan tökum á leiknum aftur. Á 57. mínútu átti Slobodan Milisic gott skot framhjá og skömmur síðar small knötturinn í stöng Fylkis- marksins. Fylkismenn náðu hins vegar að bæta við marki á 73. mín- útu, en það gerði Kristinn Tómasson eftir laglega fléttu. Leiftursmenn höfðu tök á leiknum lengst af en lokahnykkinn vantaði og virtist sem áhugaleysi væri yfir liðinu. Fylkismenn nýttu færi sín vel og það skipti sköpum. Breiðablik - IBK 0:0 Kógavogsvöilur, 16 liða úrslit bikarkeppni KSI, fimmtudaginn 14. júlí 1994. Breiðablik sigraði í vítaspyrnukeppni, 4:3. Aðstæður: Góðar. Gult spjald: Valur Valsson, Breiðabliki (55. fyrir að sparka knetti eftir að dómarinn dæmdi), Hákon Sverrisson, Breiðabliki (117. brot). Gestur Gylfason, ÍBK (88. sparkaði i mótheija), Óli Þór Magnússon, ÍBK (105. mótmæli) Dómari: Bragi Bergmann. Góður. Áhorfendur: 260 greiddu aðgang. Breiðablik: Guðmundur Hreiðarsson - Gú- staf Ómarsson, Einar Páll Tómasson, Hákon Sverrisson - Jón Stefánsson (Sigurjón Krist- jánsson 46.), Gunnlaugur Einarsson, Valur Valsson (Vilhjálmur Haraldsson 81.), Amar Grétarsson, Kristófer Sigurgeirsson - Rast- islav Lazorik, Grétar Steindórsson. ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Karl Finnboga- son, Sigurður Björgvinsson, Kristinn Guð- brandsson - Ragnar Margeirsson (Georg Birgisson 68.), Gunnar Oddsson, Ragnar Steinarsson, Marko Tanasic, Gestur Gylfa- son - Kjartan Einarsson (Sverrir Þór Sverr- isson 91.), Óli Þór Magnússon. Víkingur - Þór 4:6 Víkingsvöllur: Mörk Víkings: Óskar Óskarsson (48. og 73. ), Marteinn Guðgeirsson (77.), Bjöm Bjartmarz (78.). Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjömsson (6., 17. og 36.), Láms Orri Sigurðsson (25.), Júlíus Tryggvason (57.), Guðmundur Benedikts- son (62.). Gult spjald: Hreinn Hringsson, Þór. Dómari: Jón Siguijónsson. Áhorfendur: 100. Víkingur: Axel Gomes - Guðmundur Árna- son, Björn Bjartmarz, Stefán Ómarsson - Sigurgeir Kristjánsson, Lárus Huldarsson, Marteinn Guðgeirsson, Hörður Theódórs- son, Halldór Jónsson (Trausti Ómarsson 55.) - Guðmundur Gauti Marteinsson (Jón Grétar Ólafsson 62.), Óskar Óskarsson. Þór: Brynjar Davíðsson - Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggvason, Þórir Áskelsson - Orm- arr Örlygsson, Láms Orri Sigurðsson, Drag- an Vitörovic, Páll Gíslason (Sveinn Pálsson 55.), Ámi Þór Ámason (Hreinn Hringsson 74. ) - Bjarni Sveinbjömsson, Guðmundur Benediktsson. Þróttur R.-ÍBV 2:4 Þróttaravöllur: Mörk Þróttar: Hreiðar Bjarnason (50.), Haukur Magnússon (54.). Mörk ÍBV: Þórir Ólafsson (36.), Friðrik Sæbjörnsson (72.), Zoran Ljubicic (95., 118.) Gult spjald: Hjá Þrótti Ragnar Egilsson fyrir brot, Amar Bjarnason fyrir brot, og Kristinn Atlason aðstoðarþjálfari fyrir óprúðmannlega framkomu. Hjá ÍBV fékk Dragan Manjocivic fyrir brot, Bjarnólfur Lámsson fyrir brot. Dómari: Gísli Guðmundsson. Áhorfendur: Um 110. Þróttur: Fjalar Þorgeirsson, Páll Einarsson, Ágúst Hauksson, Arnar Bjarnason, Haukur Magnússon (Biynjólfur Schram 85.), Sævar Guðjónsson, Hreiðar Bjarnason, Theodór Jóhannsson, Gunnar Gunnarsson (Skúli Egilsson 22.), Valdimar Pálsson, Ragnar Egilsson. ÍBV: Friðrik Friðriksson, Sumarliði Árna- son (Bjarnólfur Lámsson 65.), Magnús Sig- urðsson (Friðrik Sæbjörnsson 73.), Dragan Manjocivic, Jón Bragi Arnarsson, Hermann Hreiðarsson, Heimir Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Steingrímur Jóhannesson, Nökkvi Sveinsson, Þórir Ólafsson. Leiftur - Fylkir 0:2 Ólafsfjarðarvöllur: Mörk Fylkis: Þórhallur Dan Jóhannsson (42.), Kristinn Tómasson (73.) Gult spjald: Slobodan Milisic, Leiftri, og Ásgeir M. Ásgeirsson, Fylki, báðir fyrir brot. Leiftur: Þorvaldur Jónsson, Friðrik Einars- son, Einar Einarsson (Bergur Björnsson), Gunnar Már Másson, Gunnlaugur Sigur- sveinsson, Mark Duffield (Sindri Bjama- son), Matthías Sigvaldason, Páll Guðmunds- son, Sigurbjöm Jakobsson, Slobodan Mil- isic, Sverrir Sverrisson. Fylkir: Kristján Sturluson, Halldór Steins- son, Ingvar Ólafsson, Brandur Siguijóns- son, Ólafur Stígsson, Ásgeir Már Ásgeirs- son, Aðalsteinn Víglundsson, Finnur Kol- beinsson, Gunnar Þór Pétursson (Ómar Bendtsen), Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan Jóhannsson. Ikvöld Knattspyma kl. 20 Bikarkeppnin - 16. liða úrslit: Akranes................ÍA - KR Hlíðarendi.........Valur - Fram Grindavík...........UMFG - FH Akureyri..........KA - Stjarnan 2. deild karla: Neskaupst.......Þróttur - Selfoss 2. deild kvcnna B: Ólafsfjörður.......Leiftur - ÍBA 3. deild karla: Skallagrv.....Skallagr. - Völs. 4. deild: Grótturv..........Grótta - UMFA Þorlákshöfn........Ægir - Ökkli Gervigr.......Léttir - Framiierjar Melar..............SM - Þrymur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.