Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M
4  SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
fr
FRETTIR
VIKAN 10/7-16/7.
ÆwáL
mÆL
INNLENT
?MANNI var bjargað frá
drukknun í Hvítá föstudag-
inn 8. júlí, þegar hann missti
tak á gúmbát, sem hafði
hvolft. Nýsjálendingurinn
James Venimore, var á kaj-
ak í ánni og bjargaði mann-
inum, Bergi Má Bernburg,
með hetjulegrí framgöngu.
?SVO virðist sem launþeg-
ar geri sér margir hverjir
ekki grein fyrir því að þeir
eru ekki endilega fullir aðil-
ar að verkalýðsfélögum
þótt þeir greiði félagsgjöld.
?ÞORSTEINN Pálsson
dómsmálaráðherra tók
fyrstu skóflustunguna að
nýbyggingu Hæstaréttar
við Lindargötu 2 í vikunni
en aðilar í meirihluta borg-
arsljórnar eru ekki sáttir
við það vegna deilu um
staðsetningu.
? HLUTI síma, sem seldir
eru í Fríhöfniní á Keflavík-
urflugvelli eru ólöglegir.
Kona sem hugðist flytja inn
þráðlausan síma af Pana-
sonic gerð var sagt að
annaðhvort yrði að eyði-
leggja hann eða senda af
landi brott.
?JÓN Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra fór
utan sl. miðvikudag til við-
ræðna við forustumenn
ESB en Jón er nú formaður
EFTA. Hitti hann m.a. Sir
Leon Brittan einn af vara-
forsetum ESB og Hans van
der Broek, sem fer með
utanríkismál hjá ESB.
Debetkort valda
vandræðum
ALÞJÓÐLEGU debetkorti, maestro,
sem íslenksur ferðamaður reyndi að
nota til að taka út fé í Hollandi var
hvarvetna hafnað í þarlendum bönk-
um.'Þetta gerðist þrátt fyrir að hann
hefði verið fullvissaður um hið gagn-
stæða.
Ovíst með
handboltahöll
MIKLAR umræður voru í vikunni um
hvort hægt yrði að reisa nýtt fjölnota
íþróttahús á þeim tíu mánuðum sem
framundan eru fyrir HM í handbolta
á fslandi. Báðir listar tóku vel í það
fyrir borgarstjórnarkosningar að það
yrði byggt en þá var rætt um kostnað
upp á um 150 milljónir. Fyrirséð er
að kostnaður verður á bilinu 400 til
500 milljónir og er Reykjavíkurborg
tilbúin til framkvæmda ef ríki, íþrótta-
hreyfing og aðilar í ferðamannaiðnað-
inum greiða um helming kostnaðar.
Hluthafar í Stöð
2 sóttir til saka
HLUTHAFAFUNDUR í íslenska út-
varpsfélaginu hf. samþykkti á mið-
vikudag að höfða mál á hendur stjórn-
armönnum í fyrrverandi meirihluta í
félaginu. Ennfremur var krafist riftun-
ar á starfslokasamningi, sem gerður
var við Pál Magnússon, fyrrverandi
útvarpsstjóra, ógildingar á sölu á
hlutabréfum í Sýn og skaðabóta frá
fyrrum stjórnarmönnum í félaginu.
Kim Jong-il
Valdataka Kim
Jong-ils talin vís
VÍST þykir, að Kim Jong-il muni taka
við af foður sínum, Kim Il-sung, sem
leiðtogi Norður-Kóreu og engin merki
sjást um, að valda-
barátta eigi sér stað
í landinu. Búist er
við,  að  viðræður
vegna  fyrirhugaðs
leiðtogafundar kór-
esku ríkjanna fari
fram síðar í mánuð-
inum.  Ýmsir telja
þó, að fráfall Kim
Il-sungs geti haft
jafnmikiláhrifþeg-
ar frá líður og and-
lát  Maós  í  Kína
1976  og  Stalíns
1953 og hugsanlegt sé, að umbótasinn-
ar og harðlínumenn takist á um völd-
in. Þrátt fyrir áhyggjur í Suður-Kóreu,
Bandaríkjunum, Japan  og víðar af
kjarnorkuáætlunum   Norður-Kóreu-
manna ætla stjórnvöld í rikjunum að
fara sér hægt þar til ljóst hver staða
Kim Jong-ils er.
Þýsk friðargæsla
heimiluð
ÞÝSKI stjórnlagadómstóllinn kvað upp
þann sögulega úrskurð í vikunni, að
Þjóðverjar gætu tekið þátt í alþjóð-
legri friðargæslu en við því hafa verið
miklar skorður settar allt frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Bill Clinton,
forseti Bandaríkjanna, sem var í
tveggja daga heimsókn í Þýskalandi,
fagnaði úrskurðinum og í ræðu, sem
hann hélt, hvatti hann Þjóðverja til að
láta meira að sér kveða á alþjóðavett-
vangi. Sagði hann Þýskaland gegna
lykilhlutverki í Evrópu og kvað upp
úr með, að sambandið við það hefði
nú meiri þýðingu fyrir Bahdaríkin en
sambandið við Bretland.
?HART var barist í Bosníu
í vikunni þrátt fyrir vopna-
hlé og á sama tíma og utan-
ríkisráðherra Bretlands og
Frakklands, Douglas Hurd
og Alain Juppe, reyndu að
fá þjóðarbrotin til að fallast
á alþjóðlega áætlun um fríð.
Leiðtogar Króata og músl-
ima segja áætlui lina il I-
skásta kostinn en Serbar
taka henni illa. Er þegar
farið að ræða um hertar
refsiaðgerðir gegn þeim
neiti þeir að fallast á hana.
?ÞÝSKIR hermenn fóru
um götur Parísar á fimmtu-
dag, í fyrsta sinn frá lokum
síðarí heimsstyrjaldar. Var
um að ræða hátíðarhðld á
BastiIIudeginum, þjóðhátið-
ardegi Frakka, og voru
þýsku hermennirnir hluti
af Evrópska herfylkinu.
Áttu margir erfitt með að
sætta sig við þessa sjón en
samkvæmt skoðanakönnun-
um voru þó tveir þriðju
Frakka sáttir við hana.
?TALIÐ var fullvíst, að
Jacques Santer, forsætis-
ráðherra Luxemborgar,
yrði valinn næsti f ram-
kvæmdastjóri Evrópusam-
bandsins á fundi leiðtoga
þess í Brussel á föstudag.
Virðast þó fáir spenntir fyr-
ir honum en styrkur hans
felst í því, að það er ekki
amast við honum heldur.
Óttast margir, að Santer
muni ganga erinda Frakka
°g Þjóðverja og mönnum er
augijóslegu mikil eftirsjá í
Jacques Delors, sem ætlar
aðhættaíjanúar.
FÉLAGAR í Skógræktarfélagi
Hafnarfjarðar létu hendur
standa fram úr ermum í skóg-
ræktargirðingunni í Undirhlíð-
um á fimmtudagskvöld en þá
var ráðist í að bæta fyrir þær
skemmdir, sem enn einn elds-
voðinn í skógræktarlandi Hafn-
firðinga hefur valdið. Eldurinn,
sem varð laus í Undirhlíðum í
vor, skemmdi skóg á næstum
tveimur hekturum lands og
voru hæstu trén noJkkuð á
fimmta metra.
Það var erfitt og óþrifalegt
að saga og draga burt brunnin
Brunasárin
grædd
og sótug trén en í stað þeirra
var plantað út nýjum, sitka-
greni, stafafuru, lerki, reyni og
birki, eða alls um 2.000 trjám.
Þetta gekk þó fljott og vel enda
sýndi það sig hér sem oftar, að
margar hendur vinna létt verk.
Fyrst var plantað út í Undirhlíð-
um á fimmta áratugnum og
önnuðustþað börn í Barnaskóla
Hafnarfjarðar undir umsjón
Ingvars heitins Gunnarssonar
kennara og skógræktarfrömuð-
ar. Þar stendur nú mikill og
fagur lundur, svokallaður
Skólalundur, en síðan hefur
skógræktarsvæðið verið aukið
mikið.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
þau Hólmfríði Finnbogadóttur,
formann Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar, og Steinar
Björgvinsson að draga burt eitt
trjánna sem urðu eldinum að
bráð.
Félag íslenskra safnamanna um Miðhúsasilfrið
Sérkennilegur tónn
og óviðeigandi
FÉLAG íslenskra safnmanna og
íslandsdeild Alþjóðaráðs safna,
ICOM, hafa sent frá sér sameigin-
lega ályktun vegna umræðu þeirrar
sem skapast hefur seinustu vikur
um silfursjóðinn frá Miðhúsum.
Sigríður Sigurðardóttir, safnvörður
Byggðarsafns Skagfirðinga í
Glaumbæ og formaður Félags ís-
lenskra safnmanna, segir að félög-
in tvö hafi sent frá sér ályktunina
þar sem stjórnir þeirra hafi talið
tímabært að skýra afstöðu sína í
deilunni um silfursjóðinn frá Mið-
húsum. „Deilan snýr að mörgu leyti
að safnfólki og í deiluna er kominn
sérkennilegur tónn sem okkur þyk-
ir ekki viðeigandi í þessu sam-
bandi," segir Sigríður.
í ályktuninni segir:
„Að undanförnu hefur verið þyrl-
að i'pp miklu moldviðri vegna muna
á Þjóðmmjasafni íslands sem ýmist
eiga að vera falsaðir eða „eiga til
að hverfa". Um leið hefur aðdrótt-
unum verið beint að starfsfólki
Þjóðminjasafnsins, sérstaklega að
Þór Magnússyni, þjóðminjaverði.
Sumt af þessu hefur reyndar birst
í fjölmiðlum sem eru þekktir fyrir
allt annað en áhuga og umhyggju
fyrir þjóðlegum verðmætum. Fyrir
upplýsingunum eru bornir „fræði-
menn" sem fela sig bak við nafn-
leynd. Fjolmiðiar sem eru ekki
vandari að heimildum geta vart
talist marktækir eða svaraverðir.
Um silfursjóðinn frá Miðhúsum
er skemmst frá því að segja að
silfrið hefur enn hvorki verið efna-
greint né rannsakað til fullnustu.
Einmitt það lagði Graham-Camp-
bell til að gert yrði í lok skýrslu
sinnar sem oft hefur verið vitnað
til af litlum heilindum.
Það er mjög ámælisvert að
hlaupið skyldi með fullyrðingar í
fjölmiðla vegna efasemda um aldur
silfursins áður en það hafði verið
rannsakað til fulls. Meðal annars
urðu finnendur sjóðsins fyrir ómak-
legum aðdróttunum. Ummæli fyrr-
verandi formanns þjóðminjaráðs og
formanns fornleifanefndar í fjöl-
miðlum vegna þessa máls voru
ótímabær og ekki sæmandi mönn-
um í slíkri ábyrgðarstöðu. Augljóst
er að þeir hafa gengið á snið við
ýmsar siðareglur Alþjóðaráðs
safna, ICOM, og er slíkt alvarlegt
mál.
Það er alþjóðlegt vandamál að
fyrir kemur að munir á söfnum
hverfa um stundarsakir og stöku
sinnum til frambúðar. Af ýmsum
ástæðum verður stundum að taka
safngripi fram úr geymslustað eða
sýnisskáp, svo sem til að rannsaka
þá, ljósmynda, lagfæra eða for-
verja, ellegar nota á sýningar
innanhúss, eða til láns á öðrum
söfnum, jafnvel erlendis. Þessu
fylgir alltaf viss áhætta. Því miður
kemur fyrir í ðllum söfnum, hvar
sem er í heiminum, að gripir
skemmast, misleggjast um tfma
eða jafnvel glatast í slíkum meðför-
um án þess að um vítaverða van-
rækslu - hvað þá saknæmt athæfi
sé að ræða.
Slík mistök eru reyndar mjög
sjaldgæf og þau er í sjálfu sér ekki
hægt að skýra með öðru en mann-
legum ófullkomleika. Seint verður
því með öllu komið í veg fyrir óhöpp
af þessu tagi, en ekki er neitt sem
bendir til að þau séu tíðari í Þjóð-
minjasafni íslands en gerist og
gengur í hliðstæðum stofnunum.
Stuldur er annað alþjóðlegt
vandamál safna. Þegar heimsfræg-
um gripum er stolið, kemur það í
heimsfréttum. Um aðra þjófnaði
heyrist að jafnaði fátt utan næsta
nágrennis. í fréttabréfi Alþjóðaráðs
safna, ICOM NEWS, er þó birt
skrá yfír þá muni sem söfn kæra
sig um að auglýsa eftir. Alþjóða-
ráðið telur reyndar að af ýmsum
ástæðum skuli mjög varlega farið
í málarekstur vegna horfínna gripa,
enda hefur reynst heilladrýgra að
leysa slík mál I kyrrþey í samvinnu
við önnur söfn, lögreglu og þá að- C
ila sem fást við sölu forngripa og
listaverka.
í blaðaskrifum um ofangreind
mál hefur þrásinnis verið vegið að
Þór Magnússyni þjóðminjaverði og
honum borin á brýn vanhæfni eða
vanræksla. Þetta er mjög ómak-
legt. Þór Magnússon er einkar
vandaður safnmaður með yfir-
gripsmikla þekkingu á hinum fjöl-
mörgu sviðum þjóðminjavörslunn-,
ar.
Ýmsir fjölmiðlar hafa varið
drjúgum tíma og rúmi til að fjalla
um óhöpp sem verða í söfnum
landsias. Það ber ekki að lasta, ef
umfjöllun er heiðarleg. Óskandi
væri að jafnmiklu rýmfyrði fram-
vegis varið til að benda á þá já-
kvæðu vinnu sem starfsfólk safna
innir af hendi á hverjum degi á
sviði verndunar, uppgötvana, rann-
sókna, sýningarstarfsemi, upplýs-,
ingar og fræðslu. Það hafa sumir
fjölmiðiar þó vissulega gert.
Hvort tveggja gæti stuðlað að
því að söfnin fengju það aukna
starfslið, húsnæði og útbúnað sem
þarf til að unnt verði að ganga
fyrirhafnarlítið að hverjum hlut
meðal þúsundanna á tryggum og
vísum stað. Almenningur, sem er
hinn siðferðilegi eigandi safnanna
og dýrmætasti samstarfsaðilinn, á
rétt á að svo sé um hnútana búið,
og ríkisvaldið ætti að sjá um að
svo mætti verða."
m
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44