Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1994 19 Morgunblaðið/Júlíus RÚSSNESKI frystitogarinn Bernhard Koenen frá Murmansk er einn fimm togara sem breytt var hér á landi. Tæki á vinnsludekki voru endurnýjuð og nýjasta tækni sett um borð. Breytingarnar á togurunum fimm kostuðu um 170 milljónir króna og voru greiddar með þorski úr Barentshafi. MÓT ÁN VÍMUGJAFA FRÍTT FYRIR BÖRN YNGRI EN 14 ÁRA Heilun manns og jarðar Heiiunarhelgi, haldin af Snæfelisási um verslunarmannahelgina, 29. júlí - 1. ágúst. Fjölskyldumót, opið öllu áhugafólki um mannrækt og heilun. Þarna verða saman komnir nokkrir bestu heilarar landsins sem kynna mismunandi aðferðir óhefðbundinna lækninga og heilunar. Öllum gefst kostur á heilunarmeðferð. Verð aðeins kr. 3.500. Verð í forsölu kr. 3.200. Forsala aðgöngumiða og upplýsingar í versluninni Betra lífi, Borgarkringlunni frá 18. júlí nk. ÚTSALA - UTSALA Útsalan hefst mánudaginn 18. júlí kl. 10. 40-70% verðlækkun VSN býður upp á stutt og hagnýtt viðskiptanám á þremur námsbrautum; Almennt skrifstofunám Fjármála- og rekstrarnám Markaðs- og sölunám Upplýsingar og innritun að Ánanaustum 15 og í síma 62 10 66 VEFTA, Louholum 2-6, Holagarði, s. 72010. vinnu frá fólki í landi. En það verð- ur ekki bæði sleppt og haldið. Það verður sífellt erfið- ara að útskýra það fyrir Rússunum að við viljum hráefni frá þeim, en þeir geti ekki fengið hjá okkur síld og loðnu sem þeir nota til manneldis en við setjum í bræðslu.“ Jón segir Rússa hafa áhuga á að fá að veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum og um það verði að semja. Ýmislegt hefur spillt fyrir Jón segir að ýmislegt hafi spillt fyrir viðskiptum við Rússa. Umfjöll- un um rússafiskinn var til að byija með mjög neikvæð og Rússarnir fengu óblíðar móttökur. „Um tíma fannst mér að Rússar væru með- höndlaðir sem annars flokks fólk hér á landi og það er vítavert. í þessu fyrirtæki höfum við hins veg- ar reynt að umgangast þá með þeirri virðingu sem viðskiptavinir eiga skilið," segir Jón. Hann minnir á uppsláttarfréttir af rottugangi og segir að kerfið hafi verið óviðbúið því að taka á vanda af þessu tagi. Skipum var jafnvel vísað á brott af litlum eða engum ástæðum. „Þetta hefur spillt þeim velvilja sem Islendingar nutu í Murmansk. Þeg- ar ég kom þangað fyrst var mér tekið eins og riddara á hvítum hesti. Menn buðu íslendinga velkomna og sögðust bera mikla virðingu fyrir þeim sakir afreka á sviði sjávarút- vegs. Þeir sögðust vilja eiga við- skipti við fleiri en Norðmenn og fögnuðu samstarfi við okkur.“ Annar steinn í götu þessara við- skipta hefur verið hátt olíuverð hér á landi. Jón segir að það fari um tonn af olíu í að framleiða tonn af heilfrystum bolfiski. Olíutonnið hafi verið 60 til 70 dollurum dýrara hér á landi heldur en í nágrannalöndun- um. Þessi verðmunur lendi á fisk- vinnslunni hér því hún verði að borga hærra hráefnisverð fyrir vik- ið. Þetta dragi úr samkeppnishæfni hennar við fiskvinnslu í nágranna- löndunum og vafasamt sé að það gangi til lengdar. „Það er hag- kvæmara fyrir Rússana að sigla til Danmerkur, Noregs eða Kanada vegna ódýrari olíu í þeim löndum." Smugustrik í reikninginn „Um tíma fannst mér að Rússar væru með- höndlaóir sem annars flokksfólk hérúlandi og það er vítavert. í þessu fyrirtæki höfum við hins vegar reynt að umgangast þó með þeirri virðingu sem við- skiptavinir eigo skilið." voru fyrstu við- brögð Rússa vegna þessara veiða. „Ég er ósáttur við þessa ákvörðun rússn- eska fiskveiðiráðs- ins og tel að þeir hafi blandað saman óskyldum málum. Veiðarnar gengu mjög vel og ég vona að við getum sem fyrst aftur far- ið í að hjálpa þeim að nýta sína grunn- slóð. En það verður ekki fyrr en íslensk og rússnesk yfírvöld hafa tryggt okkur vinnufrið." Jón telur að Norðmenn hafi notað Smugudeiluna til að koma ár sinni betur fyrir borð í Rússlandi. Þeir hafi hag af því að fá sem mest af rússaþorskinum til vinnslu því í Noregi standa mörg vannýtt frysti- hús. Um daginn kom fram hótun á fundi í Murmansk um að fisksala til íslendinga yrði stöðvuð vegna Smuguveiðanna. „Þetta voru ákveðin tilmæli og þetta liggur í loftinu," segir Jón. Hann segir ljóst að útgerðaraðilar hyggist ekki fara að þessum tilmælum meðan þau eru ekki formlega fram sett. „Ég óttast . að ef frekari harka hleypur í málið þá kunni þeir að gera alvöru úr þessari hótun með formlegum hætti.“ Brýnt að semja við Rússa Jón segir brýnt að hafnar verði samningaviðræður við Rússa, þar sem öll ágreiningsmál verði lögð á borðið. Þessar viðræður eigi að hafa það markmið að auka viðskipti landanna og efla samvinnu. Hann óttast ekki að aukin samvinna við aðrar þjóðir á sviði sjávarútvegs komi okkur í koll vegna aukinnar samkeppni. „Það er orðið þröngt um menn innan okkar eigin land- helgi. Þess vegna verðum við að leita nýrra möguleika annars stað- ar. Við eigum að nota þekkingu okkar og markaðssambönd sem aðgöngumiða að veiðum og vinnslu í öðrum löndum. Það er miklu væn- legra en að fara í hálfgert stríð við menn vegna veiða á úthafinu.“ Smugudeilan hefur einnig hleypt snurðu á þráðinn. „Það hafa sumir þarna fyrir austan komist í varnar- stöðu gagnvart íslendingum," segir Jón. „Yfirvöld hafa ekki viljað greiða fyrir viðskiptum við Island meðan deilan er óleyst." Fyrir ári fékkst leyfi fyrir skip í eigu Kola hf. til tilraunaveiða með snurvoð í Barentshafi. Jón er stjórn- arformaður Kola hf. og segir að þessi tilraun hafi orðið endaslepp því leyfið var afturkallað vegna veiða Islendinga í Smugunni. Það Miðskiptaskóli StJÓRNUNARFÉLAGSINS OG ItÝHERJA kr. 690,- metrinn kr. 250.- metrinn kr. 1.900,- kr. 2.500,- Buxur, pils, bolir, peysur, fataefni o.m.fl., á frábæru verði. VOAL gardínuefni, 3 m. breitt Gardínuefni frá _________ Fleese peysur________________ Blússur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.