Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18  FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Lífrænt, heilnæmt,
vistvænt, umhverfisvænt?
Á SÍÐUSTU mán-
uðum hefur nokkrum
hugtökum verið haldið
mjög á loft hér á landi
í tengslum við um-
ræðu um framtíðar-
horfur í landbúnaði og
markaðssetningu ís-
lenskra Iandbúnaðar-
afurða. Rætt er um
umhverfisvænar og
lífrænar landbúnaðar-
afurðir og lögð áhersla
á sérstöðu okkar ís-
lendinga á því sviði.
Talverðar vonir hafa
vaknað hjá íslenskum
bændasamtökum um
möguleika á aukinni
framleiðslu hefðbundinna landbún-
aðarafurða sem þá yrði beint inn
á svokallaða „lífræna" og „um-
hverfisvæna" markaði erlendis.
í þessu sambandi ber að varast
tvennt, í fyrsta lagi rugling hug-
taka og í öðru lagi huglæga í stað
faglegrar túlkunar þeirra hugtaka
sem hér um ræðir. Mikið er nú
talað um að íslenskar landbúnaðar-
afurðir séu almennt umhverfis-
vænar og þá ekki síst lambakjöt.
Þarna er ruglað saman notkun
hugtakanna  „lífrænt"  og  „um-
Hermann
Sveinbjörnsson
hverfisvænt". Stað-
reyndin er sú að hvorki
kjöt né önnur neyslu-
vara getur í sjálfu sér
verið umhverfisvæn.
Framleiðsla kjöts felur
yfírleitt í sér mikið
álag á umhverfíð, ef
aJit framleiðsluferlið
og aðföng er meðtalið.
Væri líklega nær að
segja að ákveðin fram-
leiðsla sé „umhverfis-
hæf" fremur en „um-
hverfisvæn". Þó hefur
kjötframleiðsla líklega
hvergi gengið eins
nærri umhverfinu og
gerst hefur hér á iandi
síðustu aldirnar. Að kalla íslenskt
lambakjöt „umhverfísvænt" eða
„vistvænt" er því einhver mesta
þversögn sem um getur. Allt tal
um stóraukna framleiðslu lamba-
kjöts hér á landi á þessum forsend-
um vekur því upp skelfingu hjá
mér og öðrum sem horfa með
hryggð á þá gróðurtötra sem land-
ið klæðist. í rauninni er tilvist okk-
ar íslendinga, eins og íbúa annarra
iðnríkja í sjálfu sér, langt frá því
að vera umhverfisvæn. Tilvera
hvers og eins okkar leggur veru-
Minna má á, að flestöll
varhugaverð efnasam-
bönd og eiturefni, segir
Hermann Sveinbjörns-
son, eru lífræn efiia-
sambönd, þ. á m. flest
krabbameins
valdandi efni.
lega byrði á okkar nánasta um-
hverfi og auðlindir heimsins.
Rétt er það að nokkrar íslenskar
landbúnaðarafurðir geta talist ná-
lægt því að vera „lífrænt ræktað-
ar", þegar framleiðslan byggist
mjög óverulega á notkun tilbúinna
varnarefna eða áburðar. Á þetta
einkum við um íslenska „fjalla-
lambið", sem sumir kalla „veg-
kantalambið", en mun síður um
aðrar íslenskar landbúnaðarafurð-
ir. Hugtakið „lífrænt" mætti einnig
að ósekju nota um veiðifang, hvort
sem er af sjó eða landi. Hafa ber
í huga að ákveðin afurð getur tal-
ist lífrænt ræktuð, þó svo að hún
sé hvorki heilnæm né vistvæn eða
umhverfisvæn. Einnig ber að hafa
í huga að öll framleiðsla matvæla
byggist á lífrænum efnahvörfum.
Gæði matvöru gagnvart neytand-
anum getur verið fyrsta flokks og
alls ekki síðri þó svo að tilbúin
efni séu notuð að einhverju leyti í
framleiðsluferlinu. Þannig gæti líf-
ræn framleiðsla verið meira meng-
andí fyrir umhverfið og neytand-
ann í samanburði við afurðir þar
sem nýtísku framleiðsluaðferðum
og gæðaeftirliti er beitt. Dæmi um
slíkt gæti verið framleiðsla og
neysla á ógerilsneyddri mjólk en
heilbrigðisyfirvöld hljóta að standa
af hörku gegn slíkri bábilju og
forneskju.
íslenskar aðstæður eru þannig
að uppskera verður sáralítil nema
notað sé verulegt magn af köfnun-
arefnisáburði. Notkun tilbúins
áburðar dregur á engan hátt úr
heilnæmi afurða fyrir neytandann.
Ofauðgun vegna köfnunarefnis er
heldur ekki vandamál í íslenskri
náttúru nema síður sé. Ef draga
ætti mikið úr eða hætta notkun
tilbúins áburðar myndi það þýða
ekkert minna en afnám íslensks
landbúnaðar og stöðvun ræktunar
og uppgræðslu. í þessu sambandi
má einnig minna á að flestöll var-
hugaverð efnasambðnd og eitur-
efni eru lífræn efnasambönd, þar
á meðal flest krabbameinsvaldandi
efni. Sum efnasambönd af því tagi
eru oft í miklum mæli í lífrænt
ræktuðum ávöxtum og grænmeti
sem  náttúruleg  varnarefni.  Af
þessum ástæðum er ljóst að gera
verður þá kröfu til hagsmunaaðila,
sem hyggjast flagga þessum lýs-
ingarorðum í ábata- og auglýs-
ingaskyni fyrir sínar vðrur, að skýr
greinarmunur sé gerður á hugtök-
um eins og „umhverfisvænt", „líf-
rænt", „vistvænt" og „heilnæmt".
Því ber að fagna ef umræða um
matvælaframleiðslu og umhverfis-
mál verður til þess að ekki verði
notað meira en þarf af tilbúnum
áburði eða varnarefnum í fram-
leiðslunni. Með þeim hætti er unn-
ið að því að takmarka umhverfis-
mengun vegna framleiðslunnar,
sem þá verður „vistvænni" en áður.
Afurðin sem neytendur fá á borðið
getur þó vart talist „vistvæn" eða
„umhverfisvæn" af þessum sökum.
Því er mikilvægt að greina á milli
viðhorfa og hugtaka sem eru ráð-
andi vegna framleiðsluaðferða,
annars vegar og hins vegar þeirra
hugtaka sem síðan koma til álita
til að lýsa framleiðsluvörunni og
gæðum hennar.
Hollustuvernd ríkisins mun.fyrir
sitt leyti reyna eftir fremsta megni
að gæta hagsmuna neytenda með
því að miðla upplýsingum um hinn
faglega sannleika í þessum efnum,
eins og hann er best þekktur hverju
sinni. Að öðru leyti ber að fagna
því ef íslensk matvæli ná almennt
að styrkjast í sessi á erlendum
mörkuðum og hér innanlands
vegna sannra gæða og hreinleika.
Höfuadur er framkvæmdastjóri
Hoilustuverndar ríkisins.
Gail flísar
-;^«íi3iíffi^
l'JI'k^GJk&M
-I" 1 II I I
Stórhofða 17, við Gullinbrú,
sfmi 674844
Af hverju haustkosningar?
Sjábuhlutina
í víbara samhengi!
-kjarnimálsins!
ÞÆR ríkisstjórriir
sem boðað hafa til
kosninga fyrir lok
kjörtímabils hafa átt
það sameiginlegt að
vera vinstri stjórnir.
Ástæðan fyrir því að
þær rufu þing var sú
að viðkomandi stjórnir
réðu ekki við ástand
þjóðmála og sáu sér
ekki annan kost færan
en að boða til kosn-
inga.
Ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar á ekkert
sameiginlegt með
þeim stjórnum. Hún
hefur náð þeim mark-
miðum sem hún setti sér í upp-
hafi. Stöðugleiki ríkir í þjóðfélag-
inu, verðbólga er engin, EES-
samningurinn er í höfn, vextir
hafa lækkað, viðskiptajöfnuður er
Guðlaugur Þ6r
þórðarson
jákvæður, friður ríkir
á vinnumarkaði og
baráttan við fjárlaga-
hallann hefur skilað
árangri, þó að jöfnuði
sé ekki náð.
Þessi árangur hefur
náðst þrátt fyrir eitt
erfiðasta árferði sem
riðið hefur yfir ís-
lenska lýðveldið.
Því hljóta menn að
spyrja: Af hverju ætti
sú ríkisstjórn sem hef-
ur haft kjark og þor
til þess að takast á
við mikil verkefni í
erfiðu árferði að halda
kosningar fimm til
sex mánuðum fyrir hefbundinn
kjördag? Einmitt vegna þess að
árangur hefur náðst er nú rétti
tíminn til að byggja á þeim
árangri og takast á við næstu
Algengt er í nágranna-
löndum okkar að gengið
sé til kosninga þegar
þjóðfélagsaðstæður
mæla með því, segir
Guðlaugur Þór Þórð-
arson, og telur slíkar
aðstæður nú vera fyrir
hendi hjá okkur.
verkefni með langtímastefnumót-
un í huga.
Framundan er stór verkefni.
Vinna verður bug á fjárlagahallan-
um, herða sóknina í atvinnumálum
og taka á breyttum forsendum í
alþjóðamálum. Málið snýst ein-
faldlega um það hvort að aðstæður
í þjóðfélaginu eiga að ráða hvenær
kosið er eða hvort að ríkisstjórn
eigi að bíta það í sig að ljúka kjör-
tímabilinu til þess eins að ljúka því.
Algengt er í nágrannalöndum
okkar að gengið sé til kosninga
þegar þjóðfélagasaðstæður mæla
með því. Slíkar aðstæður eru nú
fyrir hendi hjá okkur.
Fimm mánaða þing fyrir kosn-
ingar mun ekki gagnast til þess
að vinna að langtímastefnumótun
heldur mun einkennast af kosn-
ingabaráttu. Ríkisstjórnarflokk-
arnir hafa nú þegar sýnt að sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks er farsæl stjórn fyrir
þjóðina og þeir geta ðhræddir og
kinnroðalaust lagt árangur sinn
fyrir dóm kjósenda og endurnýjað
þar með umboð sitt til næstu fjög-
urra ára og ættu því að gera það.
HSfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Útsalan
hefst í dag
Allt að
70% afsláttur
Kringlunni, sími 689811. Sendum ipóstkröfu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40