Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ b LISTIR Að göfga dundið SÖNGHÓPURINN Hljómeyki, sem söng á næst síðustu sumartónleikum í Skálholti. Frábær kórsöngur MYNPLIST Kjarvalsstaðir MYNDVERK-RÝMI Kristinn G. Harðarson. Opið alla daga frá 10-18. Til 2. sept. Aðg. 300 kr. MYNDLISTARMAÐURINN Kristinn G. Harðarson, sem undan- farin ár hefur búið 'skammt frá New York, vinnur öðru fremur á huglægu nótunum. þetta gerist þótt hann rækti sígilda miðla, og rissi upp hin aðskiljanlegustu fyrirbæri í um- hverfinu og þá ekki síður smágerða hluti í næsta sjónmáli hverju sinni. Síðast sáum við vinnuteikningar og skissur frá hans hendi á Mokka í febrúar á sl. ári, og var þeim fylgt úr hlaði með áhuga- verðu viðtali sem Hannes Sigurðsson listsögufræðingur hafði við hann í New York nokkru áður. Miðrými Kjarv- alsstaða er vett- vangur sýningarat- hafna Kristinns að þessu sinni, og hafi hann göfgað ruslið áður í anda „Art Povera“ , þá göfgar hann nú dundið og jafnvel stundum á þann hátt að minnir eilítið á litstefnu þá er Þjóðveijar nefna „Spurensicher- ung“. Um leið eins og hristir hann upp í ýmsu sem sést hefur í mynd- listinni á undanförnum áratugum og þannig minnir sumt á poppið og þá helst James Rosenqist, einkum í löngu vatnslitamyndinni af barni með snuði og eldhúsvaski, jafnframt stingur „konzeptið" upp kollinum hér og þar. Sjálfur skilgreinir Kristinn at- hafnir sínar á þann veg i sýningar- skrá, að naumast verður betur gert: „Lagt er. af stað í leik og dundi án sjáanlegs eða skiljanlegs tilgangs, í vegarnesti einungis óeirð eða óljós eftirvænting. Leikurinn og dundið fylgja vissum leikreglum þó erfitt sé að henda á þeim reiður og hægt sé að toga þær og teygja á ýmsan hátt, þá loða þær samt einhvern veginn saman. Það er leitað í ýmsar áttir, ókunn lönd könnuð og tekið til við að fínkemba - aðallega óafvit- andi - hið tiltölulega afmarkaða svæði sem umritar einstaklinginn en er samt margbrotið og víðfeðmara en svo að það verði nokkurn tímann fullkannað. Smekkur og skoðanir, það lærða og persónubundna, setja reglurnar, fylgja þeim eftir og eru einnig landamæraverðir.“ Á sýningunni er það helst áber- andi að vinnubrögð Kristins eru nú sýnu agaðari en fyrr og hér kemur naumhyggjan einnig inn í leikinn. Það er svo einmitt í slíkum verkum sem listamaðurinn er mest sannfær- andi og án hinna nákvæmu smíða- verka sem hann hef- ur „dundað" við að búa til utan um rusl og smágerða hluti, næðu þau mun síður athygli manns. Og nokkrar vel gerðar vatnslitamyndir auka einnig ris sýn- ingarinnar, þrátt fyrir að þær komi eins og skollinn úr sauðarleggnum á þessari yfirmáta hugmyndafræðilegu sýningu. Sennilega er hið opna miðrými ekki ákjósanlegasti staðurinn fyrir sumar myndirnar, sem kalla á meiri innileika og næði, og aðrar njóta sín alls ekki í uppsetningunni og virka jafnvel þungar og leiðigjarnar. Sýningin í heild ber vott um að iistamaðurinn sé enn á fullu í leit að fótfestu, sanki að sér áhrifum víða að og þau amerísku séu enn í geijun. Að því leyti telst hann jarð- tengdur í list sinni og opinn fyrir umheiminum og það eru bestu eig- inleikar framsækinna listamanna í dag. Bragi Ásgeirsson TONOST Skálholtskirkja ENSK KIRKJUTÓNLIST Flytjendur Hljómeyki. Stjónnindi: Bernharður Wilkinson. NÆST síðustu tónleikamir á 20. starfsári Sumartónleika í Skálholts- kirkju voru helgaðir enskri kirkju- tónlist og stóð þar að verki kammer- sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bemharðs Wilkinsonar, en Bern- harður hefur undanfarið látið nokkuð að sér kveða sem kórstjóri og má geta þess, að faðir hans er þekktur kórstjóri í Englandi, sem sannar til- gátuna um eplið og eplatréð. Þegar Hinrik VIII. sieit öllu sam- bandi við páfadóm, sá Thomas Cromwell (1485-1540) um að ensk tónskáld stæðu ekki í því að semja „lög við pápískar vísur“. Vandræði enskra tónskálda minnkuðu nokkuð meðan Elísbet I., dóttir Hinriks VIII., réð ríkjum. Það var svo Oliver Crom- veil sem bannaði „ósiðlega tónlist" og þegar hann skildi við (1658) höfðu Englendingar týnt niður nærri aliri kunnáttu í tónsmíði, svo að Karl II. sem tók við konungdómi 1660, neyddist til að senda tvö efnileg tón- skáld til Frakklands að læra tón- smíði. Bæði Humfrey og Purcell dóu ungir og án þess að hafa komið kunn- áttu sinni í hendur námfúsum tónlist- armönnum, því þegar Handel kemur svo til Englands um 1712 kunni eng- inn þar í landi nokkuð sem heitið getur í tónsmíði. Handel, sem var menntaður í Þýskalandi, hafði tileink- að sér ítalskan tónstíl og reyndi svo að semja enska tónlist, ruglaði Eng- lendinga svo rækilega í ríminu, að þar var ekki fyrr en „herramennirnir" Hubert Parry og Charles V. Stanford endurreistu enska tónmenntakunn- áttu, að ensk tónskáld taka virkilega að kveða sér hljóðs að nýju. Þessi kaflaskil í enskri tónlistar- sögu koma vel fram í uppröðun enf- isskrár sumartónleikanna, því fyrstu fimm tónskáldin eru öll fædd á 16. öld og þau yngstu lifðu fram á miðja þá 17. Purcell einn er frá síðari hluta 17. aldar og síðan líða um það bil 200 ár þar til Stanford, Harris og Bax koma fram, en þeir eiga hlut að „ensku endurreisninni" á sviði tónlistar, ásamt Sullivan og Elgar. Fyrsta lagið á efnisskránni, O Praise God, eftir Robert White (eða Whyte 1525-1574) er falleg tónsmíð en hann starfaði við Westminster Abbey frá 1570. Næstu viðfangsefnin voru eftir Tomkins, Tallis og nemanda hans, Byrd, sem allir voru frægir snillingar, en líklega var Byrd þeirra mestur, enda flutti kórin þijú söngv- erk eftir hann. Richard Dering (eða Deering) var kaþólikki en naut samt nokkra hylli hjá Oliver Cromwell, enda er lag hans, Factum est Silent- ium, ágætt söngverk. Tónsmíðar þessar voru afburða vel fluttar af Hljómeyki undir stjórn Bernharðs og sama má segja um Hear my Prayer eftir Purcell, en í því verki má heyra skemmtilegar ómstreytur, sem tón- fræðingar fyrrum töldu vera villur, en nú þykja vera til mikilar prýði á tónmáli þessa snillings. Tvö hundruð ár líða og síð-barokk- in og klassíkin líða framhjá Englend- ingum og það er ekki fyrr en með síðrómantíkinni að ensk tónskáld ná sér á strik og þar fer fyrstur Stan- ford en efir hann söng Hljómeyki Beati Quorum Via. Eftir William H. Harris söng kórinn Faire is the Hea- ven og lauk þessum frábæru tónleik- um með sönglega mjög erfiðu verki eftir Amold Bax, This Worldés joie, sem kórinn í heild skilaði vel, þó nokkuð vantaði á að karlaraddirnar réðu yfir nægilegum raddþrótti þeg- ar mest á reyndi. Ensk kórtónlist er erfið, bæði hvað varðar tónskipan og raddkröfur, og segja þessir tón- leikar nokkuð um ágæti söngflokks- ins Hljómeykis, að skila enskri söng- hefð svo vel sem á þessum tónleikum og einnig, að Berharður Wilkinson er góður kórstjóri sem á sannarlega erindi upp á stjórnpallinn. Jón Ásgeirsson ATRIÐI úr „D2 - The Mighty Ducks“. Bókmenntir og kyn- ferði á Norðuriöndum Oþokka- lið frá Islandi KVIKMYNPIR Sagabíó „D2 - THE MIGHTY DUCKS“ ★>/2 Leikstjóri: Sam Weisman. Handrit: Steven Brill. Framleiðandi: Jordan Kemer og Jon Avnet. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Kathryn Erbe, Mich- ael Tucker, Jan Rubes, Karsten Norgaard og María Ellingsen. Walt Disney. 1994. ALVEG frá því Hollywood- mógúlarnir gerðu „Iceland" á stríðsárunum hafa Islendingar ver- ið nokkuð viðkvæmir fyrir þeirri ímynd sem gefin er af íslandi á hvíta tjaldinu. Ekki þannig að sí- fellt sé verið að lýsa Islendingum í Hollywood, öðru nær, en þá ber þó fyrir augu annað veifið: „Stilltu þig gæðingur" er gullaldarsetning Ónnu Björns í framhaldsmyndinni „More American Graffíti“ og ís- lenskar fyllibyttur í Tvídröngum og íslenskur málari í Leikmannin- um eru líklega eftirminnilegustu landkynningar sem við höfum feng- ið í amerískum bíómyndum í seinni tíð. Islendingar geta glaðst yfír því að í framhaldsmyndinni „D2 - The Mighty Ducks“ hafa þeir eignast íshokkílið unglinga á heimsmæli- kvarða en dragbíturinn er sá að þetta lið gefur ekki sérlega fallega mynd af landi og þjóð. Það er eins og leikmennirnir hafi verið truflað- ir í slagsmálum hér niður á Hallæ- risplani og settir í svarta og ógn- andi búninga illvirkja og svo lemja þeir sig og beija áfram í úrslitaleik- inn á móti litla og fallega ameríska andarliðinu, sem hefur ekki kynnst öðrum eins óþokkum á ævinni og áhorfendur varla heldur. Það kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir að Islendingarnir bera eftir- nöfn eins og Stahl af einhveijum ástæðum en íslenskar setningar heyrast á stangli. „Farðu til and- skotans," er ein af þeim skýrustu. íslenska leikkonan María Ellingsen fer með lítið hlutverk kærustu {rjálfara íslenska liðsins, sem heitir Ulfur (Karsten Norgaard), og gerir það vel. Hún er sjálfsöryggið upp- málað í tveimur atriðum þar sem hún fer með nokkrar setningar - aðallega er hún að leiðrétta mis- skilninginn um nöfnin Island og Grænland - og bjargar landanum eiginlega fyrir horn hvað gömlu góðu landkynninguna snertir. Annars er D2 ekki beysin mynd að neinu leyti. Hún virkar helst sem sæmilegt þijúbíó í dáðlausri leik- stjórn Sam Weisman. Óspennandi handritið er fullt af einhverri Disn- eyvæmni um lítilmagnann gegn ofureflinu og hvemig þjálfarinn, sem stjarna myndarinnar, Emilio Estevez, leikur, lætur glepjast um stund af gylliboðum auglýsingafyr- irtækis en sér svo að sér og tekur að þjálfa litlu strákana sína af ein- urð. Fyrir þá krakka sem hafa gaman af íshokkí býður myndin upp á nokkuð góð atriði á ísnum og fyrir þá sem hafa gaman af amerískri þjóðrembu býður endir- inn upp á nokkuð stórkostlegan rembing. Arnaldur Indriðason. TUTTUGASTA heimsþing IASS (Intemational Association for Scand- inavian Studies) hófst í Reykjavík í gær. Fjöldi fræðimanna tekur þátt í þinginu og eiga þeir það sameigin- legt að hafa norrænar bókmenntir að sérsviði. LASS eru samtök háskólamanna og fræðimanna um allan heim í norræn- um fræðum, einkum bókmenntum. Markmið samtakanna er meðal annars að halda heimsþing annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndum og í landi utan þeirra þar sem norræn fræði eru stunduð. Venjulega er á þinginu tekið fyrir eitthvert ákveðið efni. Heimsþing IASS_ hefur einu sinni áður verið haldið á íslandi, fyrir rétt- um 20 árum, eða 1974. Nú er það haldið hér í boði Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla íslands. Efni heimsþingsins að þessu sini er „Bók- menntir og kynferði á Norðurlönd- um“ og verður það haldið í Odda. Prófessor Helga Kress er forseti IASS en í undirbúningsnefnd sitja auk hennar Vésteinn Ólason, pró- fessor og deildarforseti Heimspeki- deildar, Ástráður Eysteinsson, pró- fessor, Dagný Kristjánsdóttir, dós- ent, og Úlfar Bragason, forstöðu- maður Stofnunar Sigurðar Nordals. Þingið hófst með fyrirlestri norska fræðimannsins Toril Moi, sem bar yfirskriftina „Hva er en kvinne? Fem- inistisk teori og sporsmálet om subj- ektivitet. Síðan kom röð fyrirlestra þar sem ýmist skoðað var kynjahlut- verk í verkum einstakra höfunda, meðal annars gerði Ingrid Nymoen grein fyrir rannsóknum sínum á Jóla- óratóríu Görans Tunströms, þar sem höfuðáherslan var á móðurhlutverk- inu en eins og lesendur þeirrar sögu rekur eflaust minni til, var missir móður ríkjandi þáttur í sögunni. Cornelia Krúger talaði um fjölskyldu- myndir í íslenskum bókmenntum 9. áratugar 20. aldarinnar. Einnig flutti Inger Selander fyrirlestur um kven- kyns sálmaskáld og Ljudmila Braude héít erindi um norsku skáldkonuna Sigríði Undset og verk hennar Krist- ínu Lavransdóttur. Einnig voru skoð- uð samskipti feðra og dætra í nor- rænum bókmenntum. Þingið hefst í dag klukkan 9.00 með því að Per Stounbjerg flytur fyrirlestur sem nefnist „Myter om skuespillerinden. Kvindelighed sim- ulation og Promiskuitet hos Rousse- lau, Almquist og Strindberg," þar sem hann skoðar leikkvennamýtur í verkum þessara höfunda. Frá klukk- an 10.30 til 12.00 verða síðan þrír fyrirlestrar, þar sem Helena Ka- dekova flytur meðal annars fyrirlest- ur um verk Fríðu Á. Sigurðardóttur, Meðan nóttin sefur, Richard Schönström fjallar um túlkun Pers Olovs Enquists á Fröken Julíu, eftir Strindberg, Bente Liebst fjallar um samskiptamunstur kvenna frá upp- hafi 19. aldar í Danmörku, auk fleiri áhugaverðra fyrirlestra. Eftir hádegi verður fjallað um verk Camillu Collett út frá nokkurm sjónarhornum, í þremur fyrirlestrum. Maian Marnersdóttir ræðir um kyn, raunveruleika og lesendur í ástarsög- um út frá tveimur færeyskum ástar- sögum og fjallað verður um nútíma karlabókmenntur. Einnig fjallar Christina Svensson um geðlægð karla og móðusýki kvenna í sænskuin 19. aldar bókmenntum og Dagný Kristjánsdóttir fjallar um þunglyndi og angurværð í textum kvenna. Margt fleira er á dagskrá á þinginu á morgun, en það er haldið í Odda. I I t ! L » \ » L í I I I » í k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.