Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ TILBOD VIKIIMVAR Borgarness hur&nddað lambalæn niboðsvcrrt. prAíg Green Giant maískorn 432 gr. Tilboðsvero Emmess Daim shafis Tilboðsvero ítalsbar irtmmupií*ur Verð Snper Star Eremkex 500 gr. HAGKAUP UPPSKRIFT VIKUNNAR Lax, lax, lax og aftur lax Morgunblaðið/BT SOÐINN Iax í rauðvínssósu með steiktum agúrkubitum. FERSKUR lax og reyktur er uppi- staðan í uppskriftum þessarar viku. Þær fengum við hjá konu sem hef- ur mikið dálæti á fiski og hverskon- ar fiskréttum. Einfalt laxapaté 300 g reyktur lax 300 g smálúða 125 g brætt smjör 2 box sýrður rjómi 4 blöð matarlím Lúða er soðin og allt nema matar- lím maukað í rafmagnsblandara. Matarlím mýkt í köldu vatni, kreist og brætt í vatnsbaði. Blandað saman við maukið. Mót klætt að innan með plast- filmu og maukið látið í. Plastfilman auðveldar að ná paté-inu úr mótinu. Látið bíða í ísskáp yfir nótt og síðan borið fram, t.d. með spergil- sósu og ristuðu brauði. Spergilsósa ________1 dós grænn spergill______ ____________1 avocato_____________ ________1 msk. sítrónusgfi________ 1 dl sýrður rjómi eða þeyttur rjómi Avocato, sítrónusafi og ijómi, maukað í rafmagnsblandara og spergilbitum hrært varlega saman við. Sósuna er best að laga rétt áður en hún er borðuð. Ferskur lax í rauðvínssósu __________6 laxqsneiðar_________ 5 dl fisksoð (vatn og fiskikraftur) ________2 blöð lárviðarlouf_____ 8 svört piparkorn salt Sósa _____________5 dl rauðvín__________ 5 dl fisksoð (vatn og fiskkraftur) _____________4 dl ijómi____________ _____________1 laukur______________ 4 msk. stofuheitt smjör smjörboila úr 1 msk. hv :ti og 1 msk. smjöri Meðlæti _____________1 agúrka____________ salt, pipar og estragon á hnífsoddi 4 msk. smjör Saxið laukinn fínt og sjóðið í fisk- soði og rauðvíni þar til soðið hefur niður um helming. Sigta má laukinn frá ef vill, en síðan er ijóma bætt út í og smjörbolla hrærð smám saman út í þar til sósan er hæfilega þykk. Látið krauma við vægan hita og kryddið ef þarf. Kljúfið agúrku í tvennt eftir endi- löngu ogtakið kjarna úr. Skerið í sneiðar. Bræðið smjör á pönnu og steikið agúrkubita þar til þeir verða mjúk- ir. Kryddið með salti, pipar og estragon. Látið því næst suðu koma upp á fisksoði og bætið lárviðarlaufum, salti og piparkornum út í. Sjóðið laxasneiðarnar. Takið sósu af hita og þeytið stofuheitt smjör saman við. Hitið matardiska í ofni eða í heitu vatni. Setjið sósu á hvem disk og laxasneið ofan á. Skreytið með ag- úrkusneiðum. Borið fram með hrísgijónum eða kartöflum. ÍUnJft/Ai oy lunya, firvnn.ny Mönn oy •//» " ÍÁcmka cr okkar mái K,4U~~~h. Málrækt á mjólkurum- búðunum EINS og neytendur mjólkur hafa eflaust tekið eftir hafa sögulegir fróðleiksmolar prýtt mjólkurfem- urnar nú í sumar, en Mjólkursamsal- an lagði Þjóðminjasafninu til pláss á mjólkurumbúðum sínum í sumar í tilefni af átakinu „ísland - sækjum það heim“. Nú hefur verið ráðgert að umbúð- imar skuli helgaðar íslenskri tungu og jafnframt hefur stjóm Mjólkurs- amsölunnar ákveðið að leggja á næstu árum íslenskri málrækt lið með margvíslegum öðrum hætti. í bígerð er að ganga frá formlegu samstarfi í sumar við helstu aðila og forsvarsmenn málræktar í land- inu. Þar mun MS bjóðast til þess að styrkja útgáfu á margskonar fræðsluefni um íslenskt mál, leggja sitt af mörkum til fræðsluþátta í fjölmiðlum, stuðla að rannsóknum og nýyrðasmíð, hvetja til samstarfs og taka þátt í kostnaði vegna funda og málþinga. Á eigin spýtur mun fyrirtækið freista þess að vekja fólk til umhugsunar um tungumál sitt með margskonar merkingum og fróðleik á umbúðum sínum, með beinum auglýsingum, spurninga- leikjum og ýmsum uppákomum og síðast en ekki síst með því að tengja slagorðið „íslenska er okkar mál“ við MS-merkið hvar sem því verður við komið, segir í nýjasta frétta- bréfi Mjólkursamsölunnar. Gæludýr í bónusferð HINGAÐ til hefur punktakerfið gengið út á að menn fengju bónus- ferðir eftir tiltekinn fjölda ferða með sama flugfélagi, en nú hefur bandaríska flugfélagið Carnival Air Lines brotið blað í flugsam- göngum gæludýra, því félagið gef- ur hundum og köttum einnig kost á að safna punktum og vinna sér inn bónusferð. Gabriel Gabor talsmaður flugfé- lagsins greindi nýlega frá þessu gæludýratilboði, en sá ástæðu til að taka fram að hundar og kettir fengju ekki bókuð sæti, heldur þyrftu þeir að ferðast í vörurými vélanna. Til að forðast misskilning tók hann einnig fram að dýrin fengju ekki fría drykki á leiðinni eins og mannfólkið. Hjá Flugleið- um hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvort punktar verði gefnir fyrir flutning á gæludýrum, segir Edda Hannesdóttir hjá upplýs- ingadeild félagsins. 950-2.300 krónur í innanlandsflugi Alþjóðasamband flugfélaga, IAFA, setur reglur um flutning gæludýra með flugvélum og eru meðal annars gerðar kröfur um góð búr fyrir dýrin. í innanlands- flugi Flugleiða þarf eigandi eða sendandi dýrsins að útvega búr og helst gefa dýrinu róandi lyf fyrir flugið. „Það þarf að bóka dýr í flug, sérstaklega hunda, og helst er ekki flutt nema eitt dýr í hveiju Punktar og bónus er orðinn hluti af rekstrar- kerfi fjölmargra flugfé- laga, enda ríkir hörð samkeppni í háloftun- um.Brynja Tomer íhugar hver sé staða heimilisdýranna innan þessa kerfís flugi,“ segir Edda. Dýr ferðast á ábyrgð eiganda síns eða þess sem sendir það. í innanlandsflugi kost- ar fargjald fyrir hund sem vegur 10-20 kíló 950-2.300 krónur eftir áfangastað. Að sögn Eddu er ekki algengt að farið sé með gæludýr í milli- landaflugi, en síðan einangrunar- stöðin í Hrísey var opnuð hafa þó nokkrir hundar og kettir verið fluttir til landsins. Flugfélagið leggur til búr fyrir dýrið sem kost- ar 8.000-15.000 krónur eftir stærð. Samkvæmt reglum IAFA getur flugfélag krafist þess að heilbrigðis- og bólusetningarvott- orði hins fjórfætta farþega sé framvísað auk innflutnings- og útflutningsskj ala. Dýrara en á Saga-class Fargjald er reiknað út frá yfir- vigtargjaldi á þeirri leið sem flogin er, en innan Evrópu er greitt tvö- falt yfírvigtargjald. Það þýðir að fargjald milli Islands og London kostar rúmlega 8.500 krónur fyrir smáhund eins og Yorkshire terri- er, sem vegur um 3 kg og ferðast í 3. kg búri. Sé 35 kg hundur, t.d. Labrador, á ferðinni, kostar far- gjald milli London og íslands tæp- lega 57 þúsund krónur miðað við að búrið sé 5 kíló. Gjaldið hækkar verulega ef 70 kg hundur eins og fullorðinn St. Bernharðs-hundur fer þessa leið. Sé miðað við að búr fyrir hann vegi um 10 kfló er far- gjaldið nærri 114 þúsund krónur. Ofan á bætist kostnaður vegna búrs. Ef ferfætlingurinn þarf að ferðast alla leið frá Madrid kostar fargjald fyrir St. Bemharðs 178.560 krónur. Til samanburðar má geta þess að farseðill til Lond- on á Saga-class kostar rúmlega 48 þúsund krónur með flugvalla- skatti og til Madrid kostar hann Ekki henda gömlu tölunum! Það hefur verið dálítill hippastíll á tískunni undanfarið og litagleðin fengið að njóta sín hjá mörgum. Hér eru venjulegir hattar gerðir skrautlegir með því að nota gamlar tölur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.