Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 11 LAIMDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LÖGREGLAN vinnur að vettvangsrannsókn á slysstað. Árekstur bifhjóls og olíubíls Egilsstöðum - Umferðarslys varð síðdegis á föstudag á Egils- stöðum, þegar ökumaður á léttu bifhjóli ók inn í hlið olíuflutninga- bíls. Slysið átti sér stað á gatnamót- um Kaupvangs og Fénaðarklapp- ar. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum virðist sem ökumaður bif- hjólsins hafi ekki virt biðskyldu og ekið á olíubílinn. Bifhjólið lenti á afturhjóli olíubílsins. Ökumaður bifhjólsins, sem er 16 ára gamall, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Almennur sauðfjár- bændafundur hald- inn á Breiðabliki Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi - Stjórn Búnaðarsambands Snæ- fellinga boðaði til fundar í samræmi við samþykkt aðalfundar frá í sum- ar. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnór Karlsson, mætti á fundinn. Formaður ræddi um framleiðslu og sölumál á kindakjöti. Greiðslu- mark til innleggs í haust er 7400 tonn. Utlit er fyrir að birgðir verði 1. september nk. 12-1500 tonn. Salan sl. ár hefur verið um 7.800 tonn og von er til að jafnvægi náist í árslok 1985. Verð fyrir umsýslu- kjöt hefur skilað bændum 150 kr. á kíló af dla kjöti. Ennfremur ræddi Arnór um ullarmál, forfallaþjón- ustu, fyrirkomulag sölukerfisins, þá minntist hann á sameiningu Búnað- arfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda en hafði ýmsar efa- semdir um það. Þá ræddi hann um lánamál til fjárhúsbygginga en nú hefur stofnlánadeildin hætt að lána til slíkra framkvæmda. Góður rómur var gerður að máli Arnórs og fyrirspurnir bárust til hans sem hann gaf góð svör við. Fulltrúi á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda var kosinn Helgi Guðjónsson bóndi í Hrútsholti. Austur-Húnavatnssýsla Auðkúlukirkja í Svinadal Blönduósi - Auðkúlukirkja í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu verður 100 ára 5. september nk. Af því tilefni verður hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni sunnudaginn 21. ágúst. Eftir messu verður gestum boðið til kaffidrykkju í samkomuhúsinu Dalsmynni þar sem m.a. verður farið yfir sögu kirkjunnar frá upp- 100 ara hafi. Auðkúlukirkju þekkja margir af löguninni en hún' er áttstrend með turn upp úr miðju þaki og á hún engan sinn líka hér á landi. Auðkúlukirkja var reist að frum- kvæði sr. Stefáns M. Jónssonar sem var prestur á Auðkúlu á árunum 1886-1921. Núverandi sóknar- prestur er sr. Stína Gísladóttir. kynnir á tónleikar david byrne ásamt paul socolow bassi todd turkisher trommur mauro refosco slagverk nýja platan T RúRek ‘94 á Hótel Sögu, 4/9 Tríó Níels Hennings, 9/9 Jazz of CHORS og Stórsveit Reykjavíkur, 10/9 Kvartett Archie Shepp. Auk þess jazz á Fógetanum, Horninu, Kringlukrá og Tunglinu. david9myd Miðasala: Háskólabíó, Japis/Brautarholti, Skífan/Kringlunni, Músik&myndir/Austurstræti & Hljómalind. Háskólabíó > JF’ týndi hlekkurinn EIMSKIP VH3 GREIOUM PÍR LEIÐ iLX/\\ UTSflLfl 10-60% AFSLATTUR • Barnaúlpur - verS kr. 3.490 (átnr kr. 6.490) • Fullorðinsdúnúlpur - veri kr. 4.990 (áiur kr. 10.750) • Barnaíþrúttagallar - veri frá kr. 2.990 _ _ • Fulleriinsíþráttagallar - veri frá kr. 3.990 )) g"| |uJ flQHg | Regnfatnaiur, íþráttaskár, belir á mjig gáiu verii Opið laugardag kl. 10-16. SPORTBUÐ I N Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 miðasala hefst í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.