Morgunblaðið - 20.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1994, Blaðsíða 1
JMtrgtiitMaMfe MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 BLAÐ' Frú Reardon við Gienrow- an. 1946. „Ég kom út í garðinn og æpti til lög- reglunnar að þyrma mér. „Ég er bara kona, leyfið mér að sleppa með börnin mín. Útlaganir skipta sér ekki af okk- ur...ekki gera þetta.“ Á ÁRUNUM 1946 og ’47 dvaldist ástralski málarinn Sidney Nolan á heimili efnaðra hjóna sunnarlega í Ástralíu og á eldhúsborðinu þeirra málaði hann nokkra tugi málverka sem segja sögu útalagans Ned Kelly. Nolan varð þritugur um það leyti er hann lauk við myndirnar, myndir sem styrktu Ned Kelly í sessi sem frægasta útlaga Ástralfu, og urðu þess valdandi að nokkrum árum síðar var Sidney Noian orðinn þekkt- asti myndlistarmaður þessa sama lands. Nolan gaf hjónunum myndirnar, en ekki fyrren hann hafi raðað 27 þeirra upp ítímaröð sem segja sögu Kellys síð- ustu tuttugu mánuðina sem hann lifði og þannig hafa þær verið sýndar síðan. „Sagan af Ned Kelly" er sýnd i Metropólitan safninu í New York í sumar og nýtur mikilla vinsælda safngesta. Vörn Aaron Sherritts (uppljóstrara sem sagði til Kellys). 1946. „Frú Sherritt: Þeir (lögreglan) voru í þessari stöðu þegar Dan Keily var í herberginu. Ég var sett undir rúmið. Dowiing lögregluþjónn dró mig niður, sfðar greip Armstrong í mig, og þeir tveir ýttu mér undir.“ Imeira en eina öld hefur útlaginn Ned Kelly verið þjóðhetja í Ástralíu, en hans er minnst sem heiðarlegs uppreisnarmanns, sem um leið var bæði hestaþjófur og bankaræningi, og ögraði því yfir- völdunum. Hann var af írsku bergi Rómuð myndaröð ástralska brotinn og á málarans Sidney Nolans er úr 1870, þeg- nu synd i New York ar fátækir írsk- ir landnemar voru arðrændir og beittir hverskyns rangindum af breskum landeigendum, þá tók Kelly málstað þeirra og óneitan- lega á öfgakenndan hátt. Hann kvað það vera ætlun sína að hrinda af stað „víðtækari slátrun á landeigendum en heilagur Pat- rekur stóð fyrir á snákum og frosk- um á írlandi." Ned Keliy var þó ekki svo róttækur í athöfnum, en í tuttugu mánuði var hann á flótta ásamt þremur félögum sínum, og á þeim tíma tókst þeim ætíð að sleppa frá, hrekkja og jafnvel fella lögreglumenn sem veittu þeim eftirför í sífellt stærri flokkum. Ef Kelly tók gísla á meðan á bankaráni stóð, þá sleppti hann þeim ekki aðeins ómeiddum, held- ur heilluðum af sannfærandi t^li hans. Ef hann kaus að slá upp veislu með mönnum sínum, þá átti hann til að gera það um há- bjartan dag, með hljóðfæraleikur- um, og fá lögregluþjóninn á staðn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.