Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Þj óðhetj a fallin frá Margt varð fleygt í fyrsta þorskastríð- inu, ekki síst biblíu- deilan mikla; um hana var skrifað í heimspress- unni. Frá öðru hefur ekki verið sagt á prenti fyrr en nú, eins og til dæmis baráttunni um baujurn- ar, en af henni er svolítið kúnstug saga. En víkjum fyrst að Biblíu- stríðinu. Þegar Anderson situr uppi með varðskipsmennina níu, bregð ég mér inn til Norðfjarðar og ræð nýja menn í stað þeirra sem dúsa máttu í herleiðingu hjá breska heimsveldinu. Kvöld eitt heyrist í talstöðinni, þegar Anderson er að senda skýrslu um viðburði dagsins til flotamálaráðuneytisins í Lundún- um. Hann hnýtir aftan við klausu úr biblíunni, en það mun gjaman hafa verið gert í breska flotanum. Tilvitnunin er úr Orðskviðum Salómons, 29. kafla, 16. versi, og hljóðar svo: „Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum, en réttlátir munu horfa á fall þeirra.“ Ég hnippi í Norðfirðingana, þegar við heyrum þetta, því að þeir komu frá rauða bænum, þar 'sem flestir voru trúlausir sósíalist- ar. „Þetta er ætlað ykkur,“ segi ég. Mér þótti tilvitnunin smellin hjá Anderson og ákvað því að gjalda honum í sömu mynt. Daginn eftir mætast Eastbourne og Þór og við heilsumst með ljósmerkjum eins og venjulega. Jafnframt sendi ég honum tilvitnun í Orðkviðuna sem svar við orðsendingu hans kvöldið áður. Ég vel með aðstoð Stefáns fréttamanns svohljóðandi klausu úr 1. kapítula, 17.-19. versi: „Því að til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla, og slíkir menn sitja um sitt eigið líf, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða; fíknin verður þeim að fjörlesti." Þar með er Biblíustríðið svokall- aða hafið, en því miður get ég ekki rakið það ýtarlega. Gaman hefði verið að birta allar tilvitnan- irnar sem fóru millum okkar And- Eiríkur Kristófersson, skipherra, lést hinn 16. ágúst síðastliðinn, 102 ára að aldri. Eiríkur var skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni um nær fjögurra áratuga skeið og varð þjóðhetja í þorskastríðinu 1958 til 1961, -----------------——■ þegar Islendingar færðu fískveiðilögsöguna út í 12 sjómílur. Morgunblaðið vottar minn- ingu Eiríks Kristóferssonar virðingu sína og birtir hér kafla úr endurminningum hans, „Eldhress í heila öld“, eftir Gylfa Gröndal, með góðfúslegu leyfí útgefanda, bókafor- lagsins Forlagsins. Kaflinn sem við birtum ber heitið „Baujur og biblíustríð“. EIRÍKUR Kristófersson, skipherra. Þetta er síðasta myndin sem tekin var af honum í fullum skrúða. EIRÍKUR á yngri árum í ein- kennisbúningi stýrimanns hjá Landhelgisgæslunni. EIRÍKUR og Barry Anderson takast í hendur að loknu þorska- stríðinu fyrsta, þar sem þeir elduðu grátt silfur saman. Síðar bauð Anderson Eiríki í heimsókn til Edinborgar. ELDHRESS í heila öld. Eirík- ur á Hrafnistu árið 1993. ersons, en ég glataði þeim fyrir slysni. Nokkru eftir þorskastríðið flyt ég upp á Akranes Halvard Lange, sem lengi var utanríkisráðherra Noregs, Stefán Jóhann Stefánsson og Agnar Klemens Jónsson ráðu- neytisstjóra. Það er dimm þoka, svo að ég get ekki vikið um hárs- breidd úr brúnni alla leiðina. Þess- ir höfðingjar munu hafa rætt mjög um mig og landhelgisdeiluna við Breta, og eitt sinn kemur Agnar Klemens til mín og segir: „Mikið væri nú gaman, Eirík- ur, ef þú gætir látið Lange hafa skrá yfir sendingarnar í Biblíu- stríðinu." Ég verð við beiðni hans — en mér láist að láta afrita listann. Eitt sinn gætir Anderson fjöl- margra breskra togara fyrir utan Patreksfjörð. Allt í einu færir hann þá norður í ísafjarðardjúp og skipar þeim með harðri hendi að vera þar fyrir innan tólf míl- urnar, en sannleikurinn var sá að afli var tregur þar um slóðir, svo að skipstjórarnir höfðu lítinn áhuga á að veiða þar. Af þessu tilefni sendi ég Anderson tilvitnun í Orðskviðuna, 23. kapítula, 10.-11. vers: „Fær þú eigi úr stað landamerki ekkjunnar, og gakk þú eigi inn á akra munaðar- leysingjanna. Því að lausnari þeirra er sterkur — hann mun flytja mál þeirra gegn þér.“ Anderson svarar um hæl, en með heldur bitlausri tilvísun í Orðskviðuna, 27. kapítula, 23. vers: „Haf nákvæmar gætur á útliti sauða þinna, og veit hjörðun- um athygli þína.“ Fleiri orðsendingar ganga á milli okkar, en Anderson móðgast einhverra hluta vegna og hættir að svara mér. Hann heilsar mér ekki einu sinni, þegar skip okkar mætast. Fyrir bragðið er hann talinn hafa gefist upp í þessari sérkennilegu viðureign okkar með heilaga ritningu eina að vopni. Þegar ég kem til Reykjavíkur nokkru síðar, er þar fyrirliggjandi svohljóðandi bréf til mín frá Þór- arni Olgeirssyni, umboðsmanni ís- lenskra togaraeigenda í Bretlandi: „Það gleður mig að þið skuluð hafa sigrað í Biblíustríðinu, þótt hitt sé enn óunnið." Alloft leggja bresku togararnir út baujur, ef þeir komast í fisk eða þar sem þeir vita af festum í botni. Ég athuga þær ævinlega; læt skoða þær vandlega og spyr að því loknu: „Er baujan merkt nokkru skipi?“ Éf svo er ekki, segi ég: „Takið hana inn fyrir, piltar!“ Sýknt og heilagt eru bresku skipstjórarnir að kvarta undan þessu við Anderson, og hann lofar þeim að stöðva slíkan ósóma í eitt skipti fyrir öll. Eitt sinn er ég á siglingu fyrir Austurlandi í blíðuveðri og ætla norður fyrir; við eigum skammt eftir að Glettinganesi. Herskipið Hound er næstum alveg í siglingaleið okkar, en eng- inn togari. Eg bregð kíkinum á loft og sé að nokkrir sjóliðar eru að leggja út bauju einmitt í þá stefnu sem við ætlum að fara. Að svo búnu siglir herskipið fáa kíló- metra í burtu og liggur þar. Þegar við nálgumst duflið, stansa ég og huga með mér. Það er best að ég grandskoði það sjálf- ur, svo að ekkert fari á milli mála. Ég skoða baujuna í krók og kring, en sé hvergi merki neins skips á henni, þótt ég vissi að sjálfsögðu hver ætti það. „Kippið duflinu inn fyrir, pilt- ar,“ segi ég; fer síðan á ferð, en sigli löturhægt, svo að ekki sé hægt að segja að ég hafi lagt á flótta. Jafnskjótt og við höfum farið frá baujustaðnum, fæ ég hótunar- skeyti frá skipstjóra herskipsins: „Hafið þið tekið duflið?“ „Já,“ svara ég. „Við gerðum það.“ „Ef þú skilar því ekki á sama stað innan tíu mínútna, muntu hafa verra af.“ „Ég þrautkannaði duflið sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.